Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 6
6* DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978. MILUÓNATJÓN VEGNA SAURSí SUNDLAUGUM Með þriggja daga millibili fannst nú fyrir skemmstu saur i Sundlaugum Reykjavikur í Laugardal. Slíks ósóma. verður vart í þessum laugum og öðrum þó nokkrum sinnum á ári. Slík uppákoma er ekkert spaug, því áætlaður tekjumissir af lokun lauganna og kostnaður við hreinsun þeirra er 5—700 þúsund krónur i hvert skipti. Nýjustu tilfellin um saurfund í laugunum eru frá 24. og 28. ágúst. Samstundis og ósómans veröur vart er laugunum lokað og allir gestir verða að hafa sig á braut. Síðasta tilfellið átti sér stað um miðjan dag á mánudegi. Þá var áæltaður tekjumissir af lokun lauganna um 200 þúsund krónur. Nýtt vatn í laugina kostar hátt í 200 þúsund krónur og það tekur fjóra menn í vinnu til miðnættis að þvo og skúra veggi. Kostnaður af þessu er þvi 5—700 þúsund krónur og skiptir milljónum yfir árið, því tilfellin eru oft 4—5 yfir árið. Er þetta átti sér stað síðast voru þrir dag- ar liðnir frá því að allt hafði verið tæmt, hreinsað og skúrað af sömu ástæðu. Ástæðurnar fyrir þessum atvikum eru fyrst og fremst taldar sjúklegar og talið að börn séu völd að þessu. En forráða- menn lauganna telja þó einnig að svo sé ekki í öllum tilvikum. Sundlaugargestir á bökkunum eftir að búið var að reka upp úr lauginni. — DB-mynd Sv.Porm, Malaskoli Halldórs 25 ára Halldór Þorsteinsson við kritartöfluna i skóla sinum. Eflaust munu margir nemendur hafa af henni gagn við málanámið i vetur. — DB-mynd R. Th. Sig. Málaskóli Halldórs Þorsteinssonar er 25 ára um þessar mundir. í tilefni afmælisins ætlar Halldór að taka upp nýjar og spennandi kennsluaðferðir í spænsku. Eftir að vera búinn að kenna nemendum spænsku í nokkurn tíma hér hcima og fá spænskan sendikenn- ara ætlar Halldór að gangast fyrir 3— 4 vikna ferð til Spánar þar sem nem- endur dvelja hjá spænskum fjölskyld- um og sækja auk þess námskeið í mál- inu. Ef nemendum fellur vel ytra er jafnvel möguleiki á þvi að lengja dvöl- inaeitthvað. Þessi ferð í tengslum við málanámið býðst vegna sambands við skólann Estudio Internacional Sampere í Mad- rid. Kemur skólastjóri þess skóla upp og kennir i eina til tvær vikur áður en farið er út. Skólinn sér um að útvega nemendum húsnæði og skólavist ytra. Miðað er við að aðeins einn íslend- ingur dvelji hjá hverri fjölskyldu til þess að koma í veg fyrir að þeir tali is- lenzku sínámilli. Halldór sagðist ekki ennþá vita hvað svona ferð myndi kosta, samn- ingar við ferðaskrifstofur væru ekki frágengnir. En sér þætti liklegt að ferðin kostaði ekki meira en venjuleg sólarlandaferð. Þó að Halldór leggi svona mikla áherzlu á spönskukennsluna kennir hann einnig aðrar námsgreinar í skóla sínum. Málin eru þar auðvitað númer eitt, tvö og þrjú. Kennd er danska, enska, þýzka, franska, ítalska og is- lenzka fyrir útlendinga, fyrir utan spænskuna. Halldór sagði að i hverj- um bekk væru svona 5—8 manns, mest væri sótt í enskuna en vegur spönskunnar færi vaxandi. - DS Íslenzk/bandarískt verðlaunadúó Tónlistarfélagið hefur starfsemi sína aftur í dag eftir sumarfrí. Á fyrstu tónleikum þess sem haldnir verða í kvöld leika þau Edda Erlendsdóttir píanóleikari og David Simpson sellóleikari. Seinna í vetur koma svo David Simpson. fram ýmsir heimsfrægir snillingar eins og Gérard Suzay söngvari og Pina Carmirelli fiðluleikari. Þykja þau bæði skara fram úr i listalífi heimsins. Edda Erlendsdóttir píanóleikari er fædd árið 1950 i Reykjavík. Lærði hún fyrst í þeirri ágætu borg, en hélt svo til Parísar þar sem hún fékk styrk til náms. David Simpson er bandarískur og fæddur árið 1952. Lærði hann fyrst heima hjá sér en fór svo til náms i París, þar sem hann hitti Eddu. Hafa þau leikið mikið saman og fengið verðlaun fyrir góðan leik á kammermúsik, síðast- liðið vor við konservatoríið í París. -DS- Edda Erlendsdóttir. Áfengis-og tóbakshækkunin: Brenni- víná 6200, koníak á 20.500 — sígarettupakkinn Í565 krónur Áfengi og tóbak hækkaði um 20% í fyrradag eins og DB greindi þá frá. Hér á eftir verður getið hins nýja verðsá nokkrum tegundum: íslenzkt brennivín 6200 kr. Ákavíti 6200 kr. Hvannarótar- brennivín 6200 kr. Bitter brennivín 6200 kr. Gamalt ákavíti 7200 kr. Gamalt brennivin 7200 kr. Kláravín 7200kr. Algengar viskitegundir eru á 8650 kr. hver flaska. Tindavodka 7200 kr. Pólskt vodka 8100 kr. Rússneskt vodka 8600 kr. Gordons gin 8600 kr, íslenzkt Gin 7400 kr. Bols Zeer Oude genever 9050 kr. Bacardi romm 8750 kr. Frönsk rauðvín frá kr. 1800— 3100. Burgundarvín frá 1850— 6250 kr. Spönsk rauðvín 1700— 2100 kr. ítölsk rauðvin 1700— 1800 kr. Frönsk hvítvín 1700— 2650 kr. Þýzk móselvín 2000— 2300 kr. Rínarvin 1900—2800 kr. Spönsk hvítvín 1700 kr. Rósavín 1700—2500 kr. Kampavín 4800— 5650 kr. Önnur freyðivín 2800— 3550 kr. Portvin 2800—3950 kr. Sérrý 2650-3550. Dry Martini 3200 kr. Dubonnet 3300 kr. Campari 5300 kr. Koníak 9350—20500 kr. Brandy 6550— 8650 kr. Tóbak Bandarískir vindlingar 565 kr. Lengri gerð 600 kr. Enskir vindlingar 565 kr. Franskir 445 kr. Bréf af píputóbaki 470 kr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.