Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 10
10 MfíBIABIÐ Útgefandi: DagblaAWThf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jótias Krístjínssoiv Fréttastjóri: Jón Blrgs Pétursson. Rrtstjómnrfultrúi: Hsukur Htrigason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes ReykdaL iþróttir Halur Slmonarson. Aóstoíarfréttostjófar Atii Stoinersson og Omai Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Póisson. 'Blaðamenn: Anria Bjámason’ Ás^eirT ómassön, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur SigurAs- son, Guðmundur Magnússon, Hattur Haisson, Helgi Pétursson, Jónqs Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson^ Ragnar Lár., Ragnheiður Kristjónsdóttir. Hönnun: Guöjón H. Pélsfon. Ljósmyndir Ari Kristinsson Ámi Péll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, HöröUr VHhjólmsson,- Ragnar Th. Sigurösson, S veinn Þormóössdn. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfssöri. Gjaldkeri: Þréinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Mér E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síöumíila 12. Afgreiðsla, éskriftadeHd, auglýslngar ogskrifstbfur Þverhohi 11. Aöalsími blaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 2000 kr. é ménuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun: Áp/gkur hf. Skerfunni 10. — Lotakratanna Stjórnarliðar hafa barizt hart undan- farna daga. Minnstu munar, að stjórnar- samstarfið splundrist. Síðustu lotu lauk þó án sprengingar — með sigri kratanna. Sá sigur kann að verða skammvinnur. Fleiri lotur munu brátt koma í þessum innbyrðis átökum. Margir hinir yngri þingmenn Alþýðuflokksins hafa eftir kosningar viljað láta taka kosningaupphrópanir sínar alvarlega. Þeir töluðu fyrir kosningar um „nýtt kerfi”, meðal an'nars í efnahagsmálum. Sumir þeirra hafa að kosningunum loknum haldið áfram að tala um „nýtt kerfi”. Þessir menn greiddu annaðhvort atkvæði gegn stjórnarsamstarfinu, samþykktu það með fyrirvara eða dröttuðust með, hangandi hendi. Þeir sáu, að sú stjórnar- stefpa, sem fyrir lá um aðgerðir til skamms tíma, boðaði engar breytingar á kerfinu. Verðbólgan mundi halda áfram skeiði sínu og verða 50—60 af hundraði, þegar á liði næsta ár. í efnahagsmálum stefndi hvarvetna í sama sukkið og kjósendur voru að hafna með því að kjósa nýja menn. Framsóknarflokkurinn var sáttur við þetta ástand. Meginmarkmið hans var að afhjúpa þessa nýju þing- menn Alþýðuflokksins, láta þá kyngja bitanum, svo að þeir yrðu þægilegir viðureignar í næstu kosningum, sem geta orðið fljótlega. Alþýðubandalagsmenn voru í grundvallaratriðum fylgjandi uppbóta- og haftakerfi. A flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins, þar sem stjórnaraðild var samþykkt, þótti mörgum nokkru skipta, að varaformaður flokksins sagðist hafa loforð alþýðubandalags- og framsóknarmanna fyrir endur- skoðun vísitölukerfisins fyrir l. desember, þannig að dregið yrði úr skrúfugangi kaupgjalds og verðlags. Þetta réði afstöðu sumra þeirra til ríkisstjórnarinnar, meðal annars þingmannanna Árna Gunnarssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Þegar til kom, vildu forystumenn Alþýðubandalags ekki standa við nein slík munnleg loforð, vafalaust gefin til þess eins, að stjórnarmyndunin strandaði ekki á síðustu stundu. Lúðvík Jósepsson, formaður flokksins, var fljótur að segja, að kratar hefðu engin loforð fengið. Ekki yrði tekið neitt tillit til slíkra óska þeirra. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Dagblaðið, að hann sæi ekki, að endurskoðun visitölu- grundvallar gæti orðið fyrir fyrsta desember. Sama sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamanna- sambandsins, í viðtali í Tímanum. Vafalaust hefðu Benedikt Gröndal og aðrir ráðherrar Alþýðuflokksins ekki gert mikið veður út af þessu máli, ef ungkratarnir hefðu ekki sótt á með hörku. Á þingflokksfundi Alþýðuflokksins í fyrradag knúðu ungliðarnir á og sendu ráðherra sína nokkuð klökka á ríkisstjórnarfund til að krefjast þess, að við loforðin yrði staðið. Þessu fengu þeir framgcngt eftir mikil átök í ríkis- stjórninni. Alþýðubandalagsmenn ætla auðvitað ekki að láta alþýðuflokksmenn njóta þessa sigurs. Sem fyrr munu svikráðin einkenna vinstri stjórnina. Alþýðubandalags- menn bíða góðs tækifæris til að koma höggi á Alþýðu- flokksmenn í staðinn. Eftir er að sjá, að eitthvað marktækt komi út úr tilraunum til endurskoðunar á vísitölugrundvellinum, sem væntanlega verður nú í ráðizt. Ekki er ólíklegt, að önnur lota eigi eftir að verða háð um það mál í þessari hnefaleikakeppni stjórnarflokkanna. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978. V-ÞYZKALAND: JONAS HARALDSSON Uwe Holtz, sá þingmaður jafnaðar- manna sem grunaður er um njósnir fyrir kommúnistarfki. Iians hefur uú verið afnumin. þannig að megi kanna gögn á skrifstofu hans og heimili. Samkvæmi upplýsingum háitsetis v-þýzks leyniþjónustumanns eru sönnunargögn gagnvart þessum tveimur mönnum mjög ótraust Vitn- eskjan byggist að mestu á upplýsingum frá Pacepa, sem var hátt- settur i innanrikisráðuneytinu i Rúmeniu. Hann kom sinum upplýsingum á framfæri við banda rísku leyniþjónustuna CIA. Bæði Holtz og Broudre-Groeger. sem báðir eru 34 ára að aldri, hafa neitað með öllu að hafa stundað njósnir fyrir Sovétríkin eða A- Evrópulönd. Eftir því sem rannsókn málsins dregst á langinn verður málið flóknara og pólitiskara á landsvisu. Jafnaðar- menn hafa sakað Kristilega demókrata. sem eru i stjórnarand- stöðu, um að blása þetta mál upp til þess að hljóta af því pólitískan ávinning. Mjög mikilvægar kosningar fara fram i næsta mánuði i rikjunum Hesseog Bavariu. Stjórn Helmut Schmidls hefur undirstrikað skilyrðislausan trúnað við Nato og fengið staðfestingu frá Washington um að stjórnvöld þar þekki ekki til nokkurrar áætlunar Bahrs. Bahr er hugmyndasmiður jafnaðar- manna að hinni frægu Östpolitik. þ.e. bættu ástandi við A-Evrópulöndin sem fv. kanslari. Willy Brandt. barðist mjög fyrir. Bahr hélt blaðamannafund nýlega þarsem hann sagðist vera mjög ósáttur við það að vera talinn slíkt fifl að telja pólitískt ástand i heiminum nú á þann hátt að möguleiki sé á hlutleysi Þýzkalands. „Allt málið er sett upp til þess að ófrægja Östpolitik Jafnaðar- mannaftokksins," sagði Bahr. Bahr bætti því hins vegar við að enginn gæti bannað V-Þjóðverjum að dreyma um það að einhvern tima i framtíðinni yrðu bæði þýzku ríkin sameinuð i eitt. Sameining ríkjanna er framtíðarmarkmið allra flokka á þingi enda þótt mörg lönd sem hafa bitrar minningar frá Hitlerstimanum séu tortryggin á sameinað Þýzkaland. Bahr telur að Nato og Varsjárbanda- lagið séu engan veginn eilif og ekki sé nokkur leið að sjá fyrir hvað kann að gerast næstu lOOárin. Jafnaðarmenn hafa þó lagt á það áherzlu að hér sé um að ræða útópíu. þ.e. fyrirmyndarríki. og ekki sé raunhæft að hugsa sér Mið-Evrópt' án varnarbandalaga á næstunni. Þessi deila sýnir i hnotskurn hve vandratað er fyrir v-þýzku stjórmna að halda við Östpolitik sina og bætt samskipti við A-Evrópuþjóðir og vcia jafnframt einn styrkasti hlekkurinn i Nato. varnarbandalagi vestrænnj þjóða. Pólitískt mold- viðri vegna njósnahneykslis — deilt um f ramtíðaráf orm um sameinað Þýzkaland þvi að stóllinn fari að hitna undir Helmut Schmidt núverandi kanslara. Mun V-Þýzkaland segja sig úr Nato og gera samning um afskiptaleysi Sovétríkjanna af þýzkum innanrikis- málum? Svarið er: Ekki í fyrirsjáan- legri framtið. En spurningin hefur valdið miklu pólitísku moldviðri og umþenkingum um framtiðarmarkmið v-þýzka Jafnaðarmannaflokksins hvað varðaraðild V-Þýzkalandsað Nato. Þessi spurning komst á allra varir með nýjasta njósnahneykslinu í V- Þýzkalandi. Þar sem allar líkur benda til þess að enn á ný hafí komizt upp um háttsettan njósnara A- Evrópumanna og Sovétmanna í miðjum valdahring i V-Þýzkalandi. varð þetta knýjandi pólitísk spurning bæði heima fyrir ogerlendis. Málið snýst um nýlegar fréttir í evrópskum og bandarískum dag- blöðum. sem hafa sagt að fram- kvæmdastjóri v-þýzka Jafnaðar- mannaflokksins. Egon Bahr, hafi með leynd unnið að úrsögn V-Þýzkalands úr Nato og síðan að sameiningu Vestur og Austur-Þýzkalands, sem hafa verið aðskilin frá ósigri Þjóðverja i seinni heimsstyrjöldinni. Samkvæmt fréttum blaðanna hafa Sovétrikin heitið hinu sameinaða Þýzkalandi af- skiptaleysi ef af sameiningunni yrði. Nokkur ihaldssöm v-þýzk blöð hafa haldið því fram að aðstoðarmaður Bahrs. Joachim Broudre-Groeger, hafi afhent þessar áætlanir til kommúnista- rikja. Bahr hefur neitað þessu, þar sem slikar áætlanir hafi einfaldlega ekki verið til. En hann bætti því við að hann vonaði að þessi yrði þróunin í framtiðinni, þegar núverandi stjórn- málaástand hefði breytzt i heiminum. Ráðamenn í Jafnaðarmannaflokkn- um sögðu að þetta væri gamalt mál. Bahr hefði þegar fyrir áratug reifað þessar hugmyndir, þar sem Mið- Evrópulöndin hefðu sameiginlegt varnarkerfi. Samkvæmt þeirri kenningu hefðu öll varnarbandalög orðið ónauðsynleg á þessu svæði. Aðstoðarmaður Bahrs. Groeger. er annar þeirra manna sem nú hafa verið nefndir vegna njósnahneykslisins sem upp er komið vegna uppljóstrana land- flótta Rúmena, Ion Pacepa. Hinn er þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, dr. Uwe Holtz, upprennandi stjarna í v-þýzkum stjórnmálum. Þinghelgi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.