Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978.! c s> Útvarp Sjónvarp Útvarp íkvöld kl. 20.35: ídeiglunni Spilverkið bjó sér til fleka eins i laginu og landið góða og kynnti nýju plötuna i Tjörninni. DB-m.vnd Ari. HLÝTTA ÍSLANDI „Þetta er annar þátturínn af 3—4 sem ég verð með um það sem er í deigl- unni í listalífi þjóðarinnar. Þetta eru hugsaðar sem leiðbeiningar til fólks um hvað á boðstólum sé og hvað væntanlegt. Kannski verður það til þess að fólk drifur sig í bíó eða á leik- sýningu eða reynir að nálgast ein- hverja bók,” sagði Stefán Baldursson leikstjóri. Stefán er með útvarpsþátt sem hann nefnir í deiglunni, klukkan 20.35 i kvöld. „í þættinum verður blandað efni úr ýmsum áttum. Meðal annars verður bókakynning. Kynnt verður skáldsaga eftir sænskan höfund, um fangelsis- mál. Þessi saga hefur vakið mikla at- hygli viða á Norðurlöndunum. Þá spjalla ég við Sigurð Bjólu i Spil- verki þjóðanna og leikin verða lög af nýju plötunni þeirra félaganna, íslandi. Sú plata er rétt ókomin í búðir. Ég tala við Þorstein Jónsson kvik- myndagerðarmann um íslenzka kvik- myndagerð og sagðar verða styttri kvikmyndafréttir. Þetta verður engin allsherjar úttekt á kvikmyndagerð. En meðal annars kemur Þorsteinn inn á hvað hann telji að þurfi að gera til þess að kvikmyndasjóðurinn sem stcrfnaður var i vor komi að því gagni sem honum erætlað. Lesin verður smásaga i léttum dúr eftir Tage Danielsson sem er sænskur. Hann hefur verið mikið í starfi i kring um revíur og kvikmyndir í heimalandi sínu og þykir góður grínisti. Hanna Maria Karlsdóttir les söguna. Öllu meira held ég að komist ekki í þátt sem tekur um hálftíma,” sagði Stefán._____________- DS^ Utvarpjdagkl. 17.20: |lHAi|| Tónhomið lll10HlB brjóturinn kynntur Guðrún Birna Hannesdóttir er sam- kvæmt venju með þáttinn Tónhornið í útvarpinu i dag. í þessum þætti kynnir hún tónlistarsvítu Tchaikovskys, Hnotubrjótinn. Hnotubrjóturinn er saminn upp úr 1890. Hann er byggður upp i kring um jólaævintýri frá Þýzkalandi. Seinna var svo saminn ballett við tónlistina. Sagan segir frá litilli stúlku, Klöru. Náinn vinur fjölskyldunnar gefur henni hnotubrjót i jólagjöf. En bróðir Klöru og vinir hans verða öfundsjúkir yfir því að hún skuli hafa fengið svona fallegan hlut og skemma hann fyrir henni. Þetta litla ævintýri verður nær óþekkjanlegt þegar listamenni--nir eru búnir að fara um það höndum. En til þess að heyra þeirra sögu er nauðsyn- Iegt að hlusta á þáttinn. Það er Fílharmóniuhljómsveit Vinarborgar sem flytur Hnotubrjót- inn. Stjórnandi er Herbert von Kara- jan. í næsta þætti sinum ætlar Guðrún Birna að taka fyrir aðra svítu sem nýtur, eins og Hnotubrjóturinn, mik- illa vinsælda hjá börnum og ungling- um. Er það Karnival dýranna eftir Saint Sáens. - DS Guðrún Birna Hannesdóttir er kennari við Hólabrekkuskólann. Þar tók Ari þessa mynd af henni. Sjónvarp íkvöld kl. 21.40: Heimkoman Heimkoman (The Homecoming) nefnist brezkt sjónvarpsleikrit sem sýnt verður í sjónvarpinu í kvöld kl. 21.40. Leikrit þetta er eftir leikrita- skáldið Harold Pinter en hann samdi einmitt leikrit sem sýnt var i sjón- varpinu í vor og nefndist Afmælis- veizlan. Má segja að Heimkoman sé í svipuðum dúr. Heimkoman er nútíma- leikrit er lýsir feðgum sem búa saman og eru þeir á margan hátt ólíkir venjulegu fólki. Leikurinn gerist í gömlu húsi í London, þar sem feðgarnir búa ásamt yngri bróður húsbóndans. Max, en svo nefnist faðirinn, er sjötugur og lifir á eftirlaunum, elzti sonur hans, Teddy, sem búsettur er i Bandaríkjunum, kemur heim með eiginkonu sína og eru móttökur feðganna mjög svo undarlegar. Leikritið Heimkoman var fyrst sett á«viðárið 1965. í þessu leikriti þykir 'Pinter takast einna bezt upp í fjarstæðukenndum lýsingum sínum á þvi sambands- og afskiptaleysi, sem ríkir oft manna á meðal. Ekki er hægt að segja að leikritið sé gamanleikrit en nútímaleikrit er það og þeir sem þekkja höfundinn vita hverju þeir mega eiga von á. Leikstjóri leikritsins er Peter Hall, en með hlutverk fara Paul Rogers, Vivien Merchant, Michael Jayston og Cyril Cusack. Leikritið er tæplega tveggja stunda langt, sent út í lit og þýðandi er Heba Júlíusdóttir. ELA 23 ■v Laugardagur 9. september 7.00 VeÖurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og mogunrabb. (7.20 Morgunleik- fimi). 7.55 Morgunbæn. 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.30 Af ýmsu tagi: Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Öskalög sjúklinga: Kristin Sv«inbjörns- dóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir). 11.20 Þetta erum viö að gera. Valgerður Jóns- dóttirsér umþáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Brotabrot. Einar Sigurðsson og Ólafur Geirsson sjá um þáttinn. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 „Runki, danskurínn og ég”, smásaga eftir Álf Ólason. Sigurður Skúlason leikari les. 17.20 Tónhorniö. Stjórnandi: Guörún Birna Hannesdóttir. 17.50 Söngvarí léttumtón.Tilkynningar. 18.45 Veðufregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Allt í grænum sjó. Umsjónarmenn: Hrafn Pálsson og Jörundur Guðmundsson. 19.55 Tónleikar. a. Intermezzó úr óperunni „Orfeus og Evridís” eftir Christoph Willibald Gluck. Auréle Nicolet leikur á flautur með Bach hljómsveitinni i Mtlnchen; Karl Richter stj. b. Konsert í C-dúr fyrir orgel, lágfiðlu og strengjasveit eftir Johann Michael Haydn. Daniel Chorzempa, Bruno Giuranna og Þýzka Bach-hljómsveitin leika; Helmut Winscher- mann stjórnar. 20.35 í deiglunni. Stefán Baldursson stjórnar þætti úr listalifinu. 21.15 Gleðistund. Umsjónarmenn: Guðni Einarsson og Sam Daniel Glad. 22.00 Svipast um á Suðurlandi. Jón R. Hjálmarsson ræðir við Jón Pálsson dýralækni á Selfossi; siðari þáttur. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 10. september 8.00 Fréttir. 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Veöurfregnir. Forustugreinar dag- * blaðanna (útdr.) 8.35 Létt morgunlög. Heinz Kiessling og hljómsveit hans leika. 9.00 Dægradvöl. Þáttur I umsjá Ólafs Sigurðssonar fréttamanns. 9.30 Morguntónleikar: 10.10 Fréttir. I0.I0 Veðurfr.). a. Konsert i As-dúr fyrir tvö pianó og hljómsveit eftir Felix Mendelssohn. Orazio Frugoni og Anna Rosa Taddei leika með Sinfóníuhljómsveitinni I Vinarborg; Rudolf Moralt stjórnar. b. Strengjakvartett nr. 12 í Es-dúr op. 127 eftir Beethoven. Búdapest- kvartettinn leikur. • II.00 Messa I Sauðárkrókskirkju. (Hljóðr. 13 f.m.). Prestur: Séra Sigfús Jón Árnason. Organleikari: Jón Björnsson frá Hafsteins- stöðum. 12.15 Dagskrá. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Fjölþing. óli H. Þórðarson stjórnar þættinum. 14.55 Óperukynning: „Ástardrykkurinn” eftir Donizetti. Flytjendur: Fulvia Ciano, Ferruccio Tagliavini,,' Gianni Maffeo, Giuseppe Valdengo, Tékkneski óperukórinn og Kammersveitin í Prag; Ino Savini stjórnar. — Guðmundur Jónsson kynnir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Heimsmeist- araeinvigið i skák. Jón Þ. Þór segir frá skákum i liðinni viku. 16.50 ísrael, — saga og samtíð. Fyrri hluti dag- skrár í tilefni af för guðfræðinema til Ísraels i marz sl. Umsjón: Halidór Reynisson Flytj- endur með honum: Torfi Stefánsson, Sigurður Ámi Þóröarson og Flóki Kristinsson. (Áður útv. 14. mai i vor). 17.40 Létt tónlist. a. Hanna Aroni syngur nokkur vinsæl lög. b. Hljómsveit Werner MQller leikur lög úr amerískum söngleikjum. c. Gunther Kallmann kórinn syngur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Skilaboð um vetrarkvlðann. Eyvindur Erlendsson tekur saman fyrsta þátt sinn i tali og tónum: 20.00 Sinfóniuhljómsveít Islands leikur. Stj.: Páll P. Pálsson og Bohdan Wodiczko. a. Kansónetta og vals eftir Helga Pálsson. b. Konsert fyrir kammersveit eftir Jón Nordal. 20.30 Otvarpssagan: „María Grubbe” eftir J. P. Jacobsen. Janus Guölaugsson íslenzkaði.- Kristín Anna Þórarinsdóttir les (14). 21.00 Kirkjukór Húsavikur syngur. Stjórnandi: Sigriður Schiöth. Einsöngvarar: Hólntfríður Benediktsdóttir og Ingvar Þórarinsson. Pianóleikari: Katrin Sigurðardóttir. 21.40 Séð 1 tvo heimana. Guðrún Guðlaugs- dóttir ræðir viö Helgu Pétursdóttur sem segir frá dulrænni reynslu sinni. 22.10 Pianósónata nr. 2 i g-moll op. 22 eftir Robert Schumann. Lazar Berman leikur. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Kvöldtónleikar. a. „L ’Oiseau Lyre” kammersveitin leikur Concerti grossi nr. 4 í B- dúr og nr. 5 í C-dúr eftir Giuseppe Torelli; Louis Kaufman stjórnar. b. Friedrich Gulda leikur með blásurum úr Filharmóniusveit Vinarborgar Kvintett i Es-dúr (K452) fyrir pianó, óbó, klarínettu, horn og fagott eftir Mozart. Mánudagur 11. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt iög og morgunrabb. (7.20 Morgunleikfimi: Valdimar örnólfsson leik- fimikcnnari og Magnús Pétursson pianóleikari). 7.55 Morgunbæn: Séra Ólafur Skúlason dómprófastur flytur (a.v.d.v). 8.00 Fréttir. S.lODagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar lands- málabl. (útdr.). 8.30 Afýmsu tagi: Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Jón frá Pálmholti heldur áfram að lesa sögu sina> „Ferðina til Sædýrasafnsins” (4). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30. Tilkynningar. 9.45 Landbúnaðarmál. Umsjónarmaður: Jónas Jónsson. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Áður fyrr á árunum: Ágústa Björnsdóttir sér um þáttinn. 11.00 Morguntónleikan Ingeborg Hallstein syngur með Ríkishljómsveitinni og Útvarps- hljómsveitinni í Múnchen aríur úr óperum eftir Rossini, Mozart og Delibes; Hans Löwlein og Heinrich Hollreiser stjórna. Edith Peinemann leikur á fiðlu með Tékknesku fílharmóníusveitinni i Prag „Tzigane" eftir Maurice Ravel; Peter Maag stjórnar./ Rikisfíl- harmóníusveitin i Brno leikur Tékkneska dansa eftir Bedrich Semtana: Frantisek Jilek stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 15.00 Miðdegissagan: „Brasilíufararnir” eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Ævar R. Kvaran leikari les (23). 15.30 Miðdegistónleikar: íslenzk tónlist. „Svipmyndir fyrir pianó” eftir Pál ísólfsson, Jórunn Viðar leikur. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.20 Popphorn: Þorgeir Ástvaldsson kynnir. 17.20 Sagan: „Nornin” eftir Helen Griffiths. Dagný Kristjánsdóttir les þýðingu sína (9). 17.50 Dagvistunarheimili á vegum fyrirtækja. Endurtekinn þáttur Þórunnar Siguröardóttur frá síðasta fimmtudegi. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. í I Sjónvarp Laugardagur 9. september 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson* Leikur úr siðustu umferð íslandsmótsins i knattspyrnu. 18.30 Enska knattspyrnan (L). Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Gengið á vit Wodehouse (L). Nýr, brezkur gamanmyndaflokkur í sjö þáttum, byggður á smásögum eftir gamansagna höfundinn P.G. Wodehouse. í aðalhlut- verkum John Alderton og Pauline Collins. I. þáttur. Sannleikurinn um Georg. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Angelo Branduardi (L). Tónlistarþáttur ‘ með ítalska söngvaranum Angelo Branduardi, ^n hann nýtur nú mikilla vinsælda I heima- landi sinu. 21.40 Heimkoman (L) (The Homecoming). Leikrit eftir Harold Pinter. Leikstjóri Peter Hall. Aðalhlutverk Paul Rogers, Vivien Merchant, Michael Jayston og Cyril Cusack. Leikurinn gerist í gömlu húsi í Lundúnum. Þar búa Max, sjötugur ekkill á eftirlaunum, yngri bróðir hans, Sam, og tveir synir Max. Elsti sonur hans, Teddy, sem er búsettur í Banda- ríkjunum, kemurí heimsókn ásamt konu sinni og eru móttökumar undarlegar. „Heim- koman" var fyrst sett á sviö árið 1965 í. þessu leikriti þykir Pinter takast einna bezt upp i fjarstæðukenndum lýsingum sínum á þvi sambands- og afskiptaleysi, sem ríkir oft manna á meðal. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 23.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 10. september 18.00 Kvakk-kvakk (L). Ítölsk klippimynd. 18.05 Fimm fraknir (L). Brezkur mynda- flokkur í þrettán þáttum, byggður á sögum eftir Enid Blyton. 2. þáttur. Fimm á Fagurey, síðari hl. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.30 Saga sjóferðanna. Þýzkur fræðslumynda- flokkur. 4. þáttur. Vélaöldin. Þýðandi og þulur Björn Baldursson. 18.55 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 íslendingurinn og hafið (L). Íslenzk kvik- mynd um sjómennsku eftir Heiðar Marteins- son. Sýndar eru loðnuveiðar að vetri til og netaveiðar á vetrarvertlö við Suðurland. 21.05 Gæfa eða gjörvileiki (L). Bandarískur framhaldsmyndaflokkur. Fjórtándi þáttur. Efni þrettánda þáttar: Falconetti starfar í spilavíti Esteps undir ströngu eftifliti. John Franklin, fyrrverandi fjármálastjóri Esteps, fæst ekki til að bera vitni gegn htjnum, nema sér verði tryggð sakaruppgjöf. Estep lofar Billy gulli og grænum skógum ef hann afii upp lýsinga um heimildir og heimildamenn Rudys. Hann aftekur það með öllu, uns Estep stöðvar rekstur hljómplötuútgáfunnar, sem Billy stjórnar. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.55 Æðarfugl á Islandi (L). Þýzkur kvik- myndatökumaður fcrðaðist nýlega um ísland og kvikmyndaöi lifnaðarhætti æðarfugls. Hann staldraði við hjá Gisla bónda Vagnssyni á Mýrum í Dýrafirði, en þar er mikið æðarvarp. í myndinni er sýnt m.a. hvernig fuglinn klæðir hrciður sitt dúni, og einnig dúntekja. Þýöandi v og þuluróskar Ingimarsson. 22.35 Að kvöldi dags (L). Séra Frank M. Halldórsson, sóknarprestur i Nesprestakalli, fiyturhugvekju. 22.45 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.