Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 15
Dömufri nefnist hljómplata, sem væntanleg er á markaðinn um miðjan þennan mánuð. Þarerá ferð- inni fjölmennasta hljómsveit lands- ins, — rokkhljómsveit vel að nierkja. Sú ber nafnið Dúmbó og Steini og ætti varla að þurfa frekari kynningar við. Áður hafa komið út með hljóm- sveitinni tvær plötur. Sú fyrri — fjögurra laga plata — var gerð fyrir ellefu áruni, en sú seinni. breiðskífa, i fyrrahaust. Líkt og í fyrra hyggst Dúmbó fylgja útkomu Dömufris eftir með dansleikjahaldi víða um land. „Við höfðum það helzt að mark- miði að reyna að gera allt betur en síðast," sagði Steini, Sigursteinn Hákonarson, er Dagblaðið ræddi við hann um Dömufrí. „Við völdum ekki næstbeztu lögin að þessu sinni, heldur þau beztu og reyndum að gera plötuna alla þannig úr garði að hún félli fólki sem allra bezt í geð." Á Dömufrii eru tólf lög og er helntingurinn innlendur. Tvö islenzku lögin hafa áður komið út á hljómplötum. Það eru lögin Leyndarmál eftir Rúnar Gunnars- son og Þóri Baldursson, sem Dátar fluttu á sínuni tima. Hitt er mun eldra og samið af Áma ísleifs og Núma Þorbergs. Þetta er lagið Sumar er í sveit. Það lag sungu stöll- urnar Soffía og Anna Sigga inn á plötu fyrir langa Iöngu. Þá hefur Finnbogi Gunnlaugsson gitarleikari Dúmbó samið tvö lög á nýju plötunni og tvö eru eftir Hauk Ingibergsson og Bjartmar Hannes- son. — Erlendu lögin eru úr ýmsum áttum, en öll með íslenzkum textum. Músíklíf ið blómlegt á Akranesi Hljómsveitina Dúmbó skipa átta menn. sem allir eru búsettir á Akranesi. Fjórir þeirra starfa enn við tónlist auk þess að leika i Dúmbó. —Dagblaðið spurði Sigur- stein Hákonarson að því, hvort góðir hljóðfæraleikarar væru starfandi á Akranesi um þessar mundir. „Já, músíklifið er ágætlega blórn- legt á Akranesi um þessar mundir og talsvert af ungum mönnum, sem efni er í. Einn slíkur, Gunnar Knúts- son, aðstoðar okkur einmitt í einu laginu, — tekur gítarsóló. Hann er i hljómsveitinni Rapsódiu með Finnboga.” „Taktu það skýrt fram,” skaut Ásgeir R. Guðmundsson hljónt- svéitarstjóri Dúmbós inn í, „að að öðru leyti vorum við sjálfum okkur alveg nógir og lékum einir inn á plötuna. Jú. alveg rétt. Magnús Kjartansson hjálpaði okkur smá- vegis, en þú sleppir því bara að segja frá þvi. Fólk getur séð það á plötu- umslaginu!" „Annars fann ég greinilegan mun á þvi. hvað okkur gekk niun betur í stúdióinu nú en í fyrra. Við vorum búnir að skipuleggja alla vinnuna betur fyrirfram og orðnir heinta- vanari, — vissum að hverju við gengum," hélt Steini áfram. „Þvi er ekki að leyna að á gömlu plötunni er ýmislegt sem okkur hefði þótt mega betur fara. Vonandi tekst okkur að bæta úr því nú.” Fyrstu dansleikir um næstu helgi Dansleikjahald Dúmbó og Steina hefst á Húsavik um næstu helgi. Þar skemmtir hljómsveitin bæði föstu- dags- og laugardagskvöld. Helgina þar á eftir verða dansiböll haldin í Dalabúð i Búðardal (22. sept.) og Miðgarði (23.). Síðasta dag septem- bérmánaðar leikur Dúmbó í Borgar- nesbíói. Þrettánda október skemmtir hljómsveitin í Stapa og kvöldið eftir að Borg í Grímsnesi. Laugardaginn 2l. október leikur Dúmbó síðan á heimavelli, — á Hótel Akranesi. Áformað er að Dúmbó og Steini leiki víðar en á þeim stöðum, sem taldir voru hér að framan, meðal annars i Reykjavík, Stykkishólmi og á Akureyri. Á siðasta ári fór Dúmbó í svipaða ferð og nú er fyrirhuguð. Steini var spurður að því, hvernig hún hefði gengið. Gámla stemmningin í algleymingi „Jú, við endurlifðum gömlu stentmninguna. Okkur var alls staðar tekið mjög vel og fjörið var i algleymingi. Þetta var virkilega gantan. Jú blessaður vertu, það brá fyrir mörgum kunnuglegunt andlitum frá fyrri tið þegar Dúmbó var í fullu fjöri. Þau voru nú allmörg orðin anzi breytt. andlitin. en senni- lega hefur fólki þótt við orðnir öðruvísi útlits en hérna áður fyrr. Viðslitumjúsamstarfinu 1969.” Auk þess að ferðast unt landið i dansleikjahaldi stunda Dúntbómenn sina föstu vinnu á Akranesi. Sigur- steinn var að lokum spurður að þvi. hvorl ekki væri í vændum erfið tíð fyrir hann og félaga hans. „Jú. blessaður vertu,” svaraði hann. „Auðvitað hefðum við kosið að fara fyrr af stað. en við urðum að biða eftir plötunni. Þetta er þó ekki meira en einn og hálfur mánuður i mesta lagi. Við spilum alls ekki lengur en til októberloka.” ÁT. Dúmbó or Steini á tröppum Hollywood. Eitt lagid á Dömufrii nefnist Óskadraumur og er einmitt tileinkaö þessum skemmtistaö. Frá vinstri á myndinni eru Finnbogi Gunniaugsson, Reynir Gunnarsson, Brynjar Sigurösson, Ragnar Sigurjónsson, Ásgeir R. Guö- mundssnn, Jón Trausti Hervarsson, Trausti Finnsson og Sigursteinn Hákonarson. Sá sem krýpur neöst 1 vinstra horninu er Jón Þör Hannesson, sem eftir stellingunni aö dxma er ákafasti aódáandi hljómsveitarinnar. DB-mynd Ragnar Th. - Faraldsfætur á fótboltavelli Brímkló, Halli og Laddi skemmta á Laugardalsvellinum Áhorfendur, sem greiða aðgangs- eyri til að sjá knattspyrnuleik Vals og austur-þýzka liðsins Magdeburg á miðvikudaginn, fá talsvert meira fyrir aurana sína en hversdagslegt boltaspark. Hljómsveitin Brimkló efnir nefnilega til hljómleika á Laugardalsvellinum fyrir leikinn og i hléi. Að vanda verða bræðurnir Halli og Laddi með í förinni og skemmta fólki. Það hefur löngum verið draumur islenzkra hljómsveita að efna til hljómleika á Laugardalsvellinum. Þegar á hefur átt að reyna hefur hins vegar ekkert orðið úr neinu. Til að almennilega heyrist í hljómsveitinni er áformað að tengja santan þrjú söngkerfi og ná þannig um það bil fjögur þúsund vatta styrk. Það ætti því ekki að fara fram hjá neinum viðstöddum hvað sungið verður. Brimkló og Halli og Laddi hafa undanfarnar vikur verið á ferðalagi um landið og skemmt i flestum stærstu samkomuhúsunum. Ferðina hafa þeir kallað „Faraldsfætur”. Henni lýkur opinberlega í veitinga- húsinu Holly-wood annað kvöld, en skemmtunin á miðvikudaginn verður eins konar bónus. Ef góð stemmning næst á Laugardalsvellin- um er ætlunin að troðið verði upp í hléi og jafnvel eftir leikinn milli Vals og Magdeburg. Áætlað er að hljómleikarnir hefjist klukkan hálffimm og standi í svo sem þrjú kortér til að byrja með. Ef vel tekst til hefur möguleikinn á fleiri útihljómleikum á Laugardals- - velli Draumur Islenzkra tönlistarmanna hefur löngum verið að efna til útihljómleika á Laugardalsvelli. Brimkló og Halli og Laddi ætla að riða á vaðið. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978. Dúmbóog Steini bjóða upp í dömufrí

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.