Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978. „GOUN- TRY- MÚSÍK” Haraldur hringdi og vildi koma þeim ábendingum til umsjónarmanna útvarpsþáttarins Kvöldljóö, blaðamannanna Ásgeirs Tómassonar og Helga Péturssonar, að spila meiri' „cpuntry-músík" i annars ágætum þætti. DB hafði samband við heiðurs- mennina tvo og fékk þau svör að þeir myndu Ijúflega verða við óskum Haralds. Reyndar hefðu þeir hugsað sér að gera nokkra þætti um einstaka listamenniog hljómsveitir á næstunni og nefndu þar Bee Gees sem dæmi, en töldu alls ekki fráleitt að gera einn þátt um þessa tegund léttrar tónlistar. Hún ætti sér formælendur fáa hér- lendis, kannski væri hljómsveitin Brimkló einna drýgst við að kynna hana. Þú mátt því eiga von á „country-músík” í útvarpinu Haraldur. Ásgeir Tómasson og Helgi Pétursson, umsjónarmenn Kvöldljóös. Velvakandi gengur of langt: ÓBEIN HVATNING TIL MANNVÍGA Ein steinhissa skrifan Það datt af mér andlitið, eins og sagt er, þegar ég las Velvakanda i Morgunblaðinu síðasta sunnudag. Þar skrifaði einhver Þorsteinn Jónsson um hernámsandstæðinga og kallaði þá „óþverralýð”, „landráðalýð,” „föður- landssvikara” og fleiri ónöfnum. Auk jtess lagði hann óbeint til að þeir yrðu teknir af lífi. „Samkvæmt Jónsbók er þessi ráðlausi lýður réttdræpur af öllum frjálsbornum mönnum hvar sem i þá næst,” sagði hann. Ég spyr: Eru virkilega engin takmörk fyrir því hvers konar óþverra er hægt að birta í blöðum? Er það ekki brot á prentfrelsislögum þegar dagblað eins og Morgunblaðið stuðlar óbeint að því að hvetja til mannvíga? Raddir lesenda • ss I '|e?Smsand8t^n|ar^ llandráðalýöur vÞað er skyldV l6þídhXí'"ÍvaWa rOd, í lvaldhata ‘ 1 . t:a 9V0na lyð. Itilfelh ísland , vísa þeim úrj lUndí Þettager landráðalýöur. Þerf, llandt- Þettae rússneskal Iraunveruleg ^ logleg ogl letnræðið ■■-nvö\d.Samkvæmt| llýöraeöisleg stjórn ■jónsbók er Pe frjálsbornuml Iréttdræpur °g - þJá n**t. Égl Imönnum ^ sem nú sitja,l lskora a valdhat-j skara skríöa ogl lað ttta Köaf þessumófögnu&i L |hretnsa landið föðurlands-1 ÍBurtúr land2Uisrhanda >gar \ r4"“i l, , tt af þjóðinni an tafar. | KLmahlíð 24/8 1978 - - -^eim^óng^ Vort daglegt morð Vísurograbb um útvarp ^'i Jón GunnarJónsson Q 'í/ Þorsteinn ö. Stephensen var lengi aðalþulur útvarpsins. Margir hugsuðu þá hlýtt til hans, ekki síst konur. Ein þeirra bað útvarpstíðindi fyrir þessa vísu: Óskir þó ég ætti sjö, eins þær myndu hljóða: Ó, að ég þekkti hann Þorstein ö. þulinn okkar góða. Broddi Jóhannesson, síðar doktor og kennara- skólastjóri, var á námsárum sínum ígripaþulur, en röddin þótti nokkuð hrjúf. Suma mætti taka tröll, tæp er hylli manna, Broddi raspar innan öll eyru hlustendanna. Veri það öllum lýðum Ijóst þó liggi á mjúkum kodda, engum renna á I brjóst undir ræðu Brodda. Það er ekki gaman að guðspjöllunum þegar enginn er í þeim bardaginn, sagði karlinn. Lengi hefur verið til þessara orða vitnað. Vissulega hefur þeim stundum þótt bragðdauft guðsorðið, sem bundu hugann mest við vigaferli Islend- ingasagna og hressilegar rímur. Andrarímur þykja mér finar, en Hallgrímsrímur líka mér ekki, er haft eftir skessunni. Slikur hefur lengi verið uppeldismórall íslendinga. En erum við þarna allir? Nei. Við höfum lengi lifað í tveim heimum, sögu og veruleika. Þeir hinir sömu, sem yndi hafa af blóðidrifnum sögnum og kvæðum, reynast flestir í dagfari og hversdagslífi mestu meinleysismenn, mega ekki blóð sjá. Á lslandi hefur mannslíf verið dýrmæt- ara en allt annað, heilög skylda allra að leggja sitt eigið líf í hættu til þess að bjargaöðrum. Þetta hefur verið manngildishugsjón íslendinga um aldir. Ég hef oft og lengi um þessar mótsagnir hugsað. Er það kannski vegna þess hve fámenn þjóðin er? Hefur okkur, sem þetta útsker byggjum, kannski fundist við vera tengdir hver öðrum sterkari böndum blóðs og samúðar, en þegnar annarra þjóða? Eða höfum við verið í meiri hættu, en aðrir, um að þurkast beinlinis út og því hræddari en aðrir, látið okkur annara um hvern einstakling? Morð og önnur mannvíg voru fátíð hér á landi fram á miðja þessa öld. Ég minnist þess er ég kom fyrst til útlanda, nokkru fyrir 1940, og fór að lesa í dagblöðum frásagnir af morðum og ódæðisverkum, sem þá voru daglega að gerast, hve undarlega mér brá — og þá ekki síst að kynnast viðbrögðum fólks. Þetta virtist allt svo hversdagslegt og gleymdist fljótt. Þá höfðu hliðstæðir atburðir aðeins gerst tvisvar sinnum á Islandi það sem af var öldinni. Ég var þá I skóla og sagði félögum mínum frá þessu með töluverðu stolti. — Ekki gæti ungur maður nú sagt það sama. Á þessu sviði höfum við íslendingar náð stærri þjóðum. Við stöndum þeim jafnfætis í mannvonsku og óhamingju. Hvað hefur gerst? Einangrun þjóðarinnar hefur verið rofin í ríkari mæli en áður og það hefur orðið okkur til vafasams ágóða. Við höfum í fæstu kunnað fótum okkar forráð. — Ekki enn að minnsta kosti. Siðasta strið og tækni okkar aldar hefur breytt heiminum meir en allar aðrar fyrri byltingar veraldarsögunnar. Nú hugsum við Íslendingar og lifum eins og hluti stórrar heildar, ekki mikið öðruvísi en byggjendur annarra landssskika Evópu, með sívaxandi áhrifum frá enn fjarlægari þjóðum. Útvarpið og sjónvarpið eru aðaláhrifatæki okkar tíma. Enn mætti nefna kvikmynda- iðnaðinn og mokstur ómerkilegra bóka, blaða og sorprita inn í landið. Og það sem kannski er alvarlegra: Morð og önnur hryðjuverk eru að verða eitt aðal inntak þess sem gerist innan veggja heimilanna. Hvort sem okkur likar það vel eða illa glymja skothvellir skammbyssu eða gelt hríðskotabyssunnar í stofum okkar langar stundir á hverjum sólarhring. Fæstir okkar eiga þess kost að hverfa í hljóðeinangruð herbergi eða skrúfa fyrir. Á flestum heimilum eru börn og unglingar, sem finnst litið koma til guðspjalls dagsins ef enginn er þar bardaginn Æskulýðurinn bókstaflega elst upp við morð og mannvíg. Virðingin fyrir lífi, rétti ein- staklingsins til venjulegrar lifshamingju, hlýtur að sljóvgast. Það er ekki ætlun mín að kveða upp neinn allsherjardóm yfir sjónvarpinu i þessum fáu línum. Mér eru meir í hug hinar myrkari hliðar þess en þær björtu. Ég held að við rekstur þess hafi meir en eðlilegt og æskilegt er verið farið eftir kröfum þess háværa fólks, sem vanist hafði sorpmennsku Keflavikurflugvallarins. Útvarpið átti sína fortíð áður en setuliðsúthellingin hófst og ameriski smekkurinn heltók mikinn hluta þjóðarinnar. Þessvegna er úrkynjunarsvipurinn þar ekki jafn greinilegur og hann varð strax á sjónvarpinu. En þegar rætt er um sjónvarpið má ekki vanmeta það, hve merkilegur menningarmiðill það gæti verið — og er þrátt fyrir allt. Ég hlusta á fréttir sjónvarpsins, marga samstalsþætti og fræðslumyndir, ennfremur á margar hóflega langar kvikmyndir frá Evrópulöndum. Ég ætlast náttúrlega ekki til þess að dagskráin sé miðuð við mínar þarfir, en ég leyfi mér samt að fullyrða, að hún sé óþarf- lega löng, betra væri að ætla fólki meiri timatil annars en sjónvarpsglápsins t.d. til þess að hlusta á dagskrá útvarpsins og bóklesturs. Mér finnst það höfuðgalli á dagskrárstjórninni hve litið samspil er á milli útvörpunardeilda Ríkisút- varpsins, maður verður t.d. oft að hlaupa frá einum dagskrárlið í miðjum klíðum til þess að missa ekki af öðrum. Hvernig stendur á þvi að þættir eins og Prúðu leikararnir og Dave Allen, og hvað þeir nú heita þessir skopleikir, eru látnir fylla dagskrártímann viku eftir viku, jafnvel misserum saman ? Ég þykist vita að þetta sé vinsælt efni. En má ekki dreifa því á lengri tíma eða láta naumari skammta duga?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.