Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978. 5. ....” Sambandsfyrirtæki og Flugleiðir: Skiptast á hluta- bréfum Þrjú Sambandsfyrirtæki, Olíu- félagið hf., Olíustöðin i Hvalfirði hf. og Reginn hf.. hafa nýlega keypt hlutabréf í Flugleiðum hf. fyrir 25 milljónir króna. Var gengið frá þessum kaupum um leið og Flugleiðir keyptu meirihluta hlutafjár í Arnarflugi en fyrr- nefnd Sambandsfyrirtæki seldu þá Flugleiðum 25 milljón króna hlutabréf, sem þau áttu í Arnar- flugi, en fengu í staðinn 25 miiljón- ir króna í Flugleiðum. GM. Sjómenn lysa yf ir stuðningi við endurskoðun vísitölunnar Fundur stjórnar og formanna santbandsfélaga Farmanna- og fiskimannasambands Islands hefur lýst yfir stuðningi við yfirlýsingu rikisstjórnarinnar um að núver- andi visitölukerfi verði tekið til endurskoðunar og lýst yfir áhuga á að taka þátt i umræðum um það mál. Fundurinn mótmælti harðlega „áformum ríkisstjórnarinnar að binda með lögum alla kjarasamn- inga til 1. desember 1979, að öðru en verðbótum og í þeim sumum tilfellum skertum,” segir í bréfi til forsætisráðherra, Ólafs Jóhannessonar. Ennfremur: „Fundurinn Iýsir furðu sinni og hneykslan á því, að samtökum sjómanna skuli ekki hafa verið boðið til þeirra viðræðna, sem staðið hafa milli rikisstjórnarflokkanna og fulltrúa sumra launþegasamtaka í landinu, um ráðstafanir i kjara- málum....Fundurinn vill benda á hina algjöru sérstöðu sjómanna: í kjarasamningum þeirra eru engin ákvæði um skilgreiningu vinnu- tíma og þvi enginn afmarkaður dagvinnutími né heldur skilgreind álög eins og vaktaálög. Hljóta því samtök sjómanna að krefjast þess að fullt tillit sé tekið til sérstöðu þessara manna við ákvörðun verð- bóta,” segir í samþykkt fundar stjórnar og formanna sambands- félaga Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands. ^^rLHaUs^ * ......... ' Ljósmynda- samkeppnin Frestur til að skila myndurn i Ijósmyndasamkeppni Dagblaðsins, Sumarmyndin ’78, er út þennan mánuö. Þá verður gengið til dóm- nefndarstarfa. Sigurvegarinn fær að iaunum frábæra myndavél, Canon A-l, sem er fuil af nýjungum. Steypubflar Breiðholts hf. í dag kl. 13.30 fyrirhugar borgarfógeti uppboð á nokkrum bifreiðum í eigu Breiðholts hf. Gjaldheimtan í Reykjavik er með lögtak í þeim flestum en fyrir- tækið skuldar Gjaldheimtunni sennilega á annað hundrað milljónir samtals. seldir i dag? „Sorglegt ef þetta fer ekki á neitt” — segir Sigurður Jónsson forstjóri Breiðholt hf. hefur átt í mjög alvar- legum greiðsluerfiðleikum að undan- förnu og hefur öll starfsemi fyrirtækisins verið lömuðum hríð. Á uppboðinu i dag verða seldir fimm steypubílar, einn steypudælubíll, einn vörubíll og ein grafa. Uppboðið fer fram í Vökuportinu. „Það er sorglegt ef þetta fer á ekki neitt,” sagði Sigurður Jónsson, forstjóri Breiðholts hf„ í samtali við DB. Hann kvaðst vona að mál fyrirtækisins snerust brátt á réttan veg og ekkert yrði af uppboðinu í dag. Að undanförnu hefðu staðið yfir samningaviðræður við stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík um fyrri samskipti þessara aðila en Sigurður sagðist ekki vita hvenær eða hvernig þeim lyki. Sigurður Jónsson sagði að ákveðnir aðilar hefðu sýnt áhuga á að kaupa steypustöð Breiðholts hf„ en vildi ekki skýra frá hverjir það væru. Hann sagði að ekki væri lengur um að ræða þá aðila sem fyrr hafa verið nefndir í þessu sambandi, þ.e. Gunnar Guðmundsson hf. og eigendur Scanhouse. GM. Steypubílar Breiðholts hf. biða uppboðsins i Fifuhvammi i Kópavogi. Þegar fyrirtækið komst i hina alvarlegu rekstrar- erBðleika var þeim lagt. DB-mynd Ragnar Th. Skóverzlun Axels Ó, Laugavegi 11 — Sími 21675 Þetta eru ekki Bjarnastaðabcljurnar heldur Egilsstaðabeljurnar sem þarna hafa étið sig belgfullar af einhverju vöxtulegasta fóðurkáli sem blm. DB og Ijósmyndari hafa augum litið. Kýrnar hurfu i bókstaflegri merkingu þegar þær löbbuðu hægt og rólega inn i fóðurkáls- breiðuna. Þegar þær höfðu gætt sér á safariku kálinu lögðust þær á meltuna. Þessar sældarlegu kýr tilheyra Egils- staðabúinu, sem er félagsbú og stundar mikla nautgriparækt. Svart, brúnt í Canvas kr. S8SO. Beigehvítt rúskinn ogsvartlakk kr. 12.850.- Hvrttleður ogsvartiakk kr. 8940.- DB-mynd Bjarnleifur. EKKIÞÓ BJARNASTAÐABEUURNAR?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.