Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978. 7 Einokunaraðstaðan í innflutningi grænmetis: Kartöfluverð hér 177% hærra en heimsmarkaðsverðið Á hverjum degi berast innflytjendum ávaxta fréttir um verð á ávaxtamörkuðum heimsins á degi hverjum, en það ræðst af framboði og eftirspurn. Hafa islenzkir ávaxta- innflytjendur spilað vel á þennan markað enda er lágt ávaxtaverð rómað hér á landi. Sama hefur ekki gilt um grænmetið. Á því er ekki frjáls innflutningur hér og hefur verið græn- metis hér oft verið óeðlilega hátt miðað við ávaxtaverðið. Er ávaxtainnflytjendur fengu telextilkynningu um ávaxtaverð í gær- morgun frá Danmörku fylgdi með „i gamni” að nú væri fánlegur í Dan- mörku úrvalsflokkur kartaflna fyrir 65 aura danska hvert kíló. Það þýðir 36.18 krónur islenzkar fyrir kilóið í heildsölu. Fyrsta gæðaflokk kartaflna mátti fá í Danmörku fyrir 50 aura danska kílóið eða 27.90 krónur íslenzkar. Danskir neytendur fengu hins vegar ekki að njóta hins lága heildsöluverðs á kartöflum í gær. Smásöluverð á kartiöflum i Danmörku var i gær auglýst hjá mörgum kaupmönnum 3.95 danskar krónur á kíló eða 220.45 kr. islenzkar. Tveggja kilóa poka mátti hins vegar fá fyrir 5.95 kr. danskar eða 331.IOkrónuríslenzkar. í danskri smásöluverzlun ræður ríkjum svokölluð „frjáls álagning”. Margir islenzkir verzlunarmenn telja hana hina einu réttu álagningar- aðferð. Frjáls álagningin á kartöflur i Dan- mörku i gær nálgaðist að vera 600%, þvi í tilgreindu söluverði þar er meðtalinn 18% söluskattur. 600% álagning þekkist varla hér á landi nema i áfengisprísum og ýmsu hótelverði. Ef frjáls innflutningur væri á íslandi á grænmeti hefði í gær mátt kaupa næstbezta gæðaflokk inn á 27.89 kr. kilóið. Flutningsgjald hjá Eimskip hefði verið 28.76 kr. á kiló. 10% heildsöluálagning hefði numið 5.65 á kilóið og 20% smásöluálagning. eins og nú er leyfð á kartöflum, hefði numið 12.24 kr. Gerir þetta samtals 73.45 kr. á kíló komið til neytepda. Smáliðir aðrir bætast við en alla vega hefði kartöflukilóið hér getað orðið innan við 80 kr. í stað 251 krónu eins og smásöluverðið er hér nú. Einokunarverzlunin bætir því 177% ofan á það markaðsverð sem hægt væri að fá í Danmörku nú. Tollar eru engir á þessum vörum frá Eftalöndum. Þetta verð er t.d. fáan- legt í Færeyjum nú. -ASt. Brauð handa alþýðu Þegar alþýöufólk landsins stofnaöi Alþýöubrauðgerðina til aö fá ódýrara brauð handa sér og sinum var greinilegt að það fyrirtæki átti að bliva um alla framtíð. En allt er í heiminum hverfult. Brauð handa alþýðunni er ekki lengur hnoðað og bakað í Alþýðubrauðgerð. Og hér er búðin i Hafnarfirðinum. Þar er nú komin snyrtivöruverzlun fyrir alla alþýðu manna. Eftir standa steinsteyptir stafir brauðgerðarínnar gömlu. DB-mynd Ragnar Th. Sig. Samæf ing níu SVFÍ-deilda: Konurnar stóðu sig vel við leitarstörf Bjarghringurinn undirbúinn fyrir æfinguna við Rangá. DB-mvnd Guðjón Níu björgunarsveitir Slysavarna- félagsins héldu samæfingu á Hvolsvelli um síöustu helgi. Tóku þátt i henni alls um 70 manns. Æfð var bæði slysahjálp og sjóbjörgun og einnig tekin rispa í meðferð ferðakompása og korta. 1 sjóslysaæfingunni voru menn dregnir í bjarghring yftr Rangá eftir að línuskot höfðu verið framkvæmd yfir ána. 1 slysahjálpinni var um tvíþætt verk- efni að ræða. Sett voru á svið bílslys með slysum af ýmsu tagi og einnig var tilkynnt um flugvél sem týnd væri með tveggja manna áhöfn. Þurfti að gera leit að henni og fannst hún og áhafnarmeð- limir báðir illa slasaðir. Var þeim komið til byggða eftir leit að flakinu. Umsjón og undirbúning að þessari svæðisæfingu hafði slysavarnadeildin á Hvolsvelli og í Landeyjum. Jafnframt henni var haldinn fundur um björgunar- mál og þjálfun í félagsheimilinu á Hvols- velli. Knýttust þar björgunarmenn sterk- ari böndum en fyrir voru og er hinn félagslegi árangur æftngarinnar eftir fundinn ekki minnst rómaður. Kven- félagskonur deildanna sáu um kaffiveit- ingar. Hefur það komið í Ijós að i kvennadeildunum á 3VFÍ ekki aðeins konur sem séð geta um kaffiveitingar heldur líka afburða konur til göngu og leitarstarfa ef á þarf að halda að sögn Óskars Karlssonar, erindreka SVFÍ. A.St. Lagblað án rikisstyrks Vantar sendil í bíl eftir hádegi. Uppl. f sfma 22078. MMBIAÐID Bárugata 4—5 herb., 120 ferm íbúð á 4. hæð (efstu). Skipti á 3ja herb. íbúð kemur til greina. Útb. lOmillj. Leífsgata Fjögurra herbergja 100 fm íbúðá I. hæð í þríbýli. Átftamýrj 2ja herb. íbúð, 60 fm á 2. hæð. Skipti á 3ja til 4ra herb. íbúð á- svipuðum slóðum óskast, má þarfnast standsetningar. Rauðarárstígur 3ja herb. íbúð, 80. fm, á 1. hæð. Bílskúr 38 fm. Átfaskeið 4ra til 5 herb. ibúð, þvottahús inn af eldhúsi. Bílsk. sökklar. Laus fljót- lega. Einbýli Járnklætt timburhús, kjallari, hæð og ris í vesturbænum í mjög góðu ástandi. Stendur á 500 fm eignarlóð. Eignin skiptist i 2 stofur og 5 svefnherb. auk þess er iðnaðar-eða verzlunarhúsnæði á jarðhæð. Einbýli Litið einbýlishús við Eggjaveg. Laus Einbýli, Mosfellssveit 140 fm, auk 50 fm bílskúrs, er tilbúið til afhendingar strax, fokhelt. Verð 14,0 millj. Hjarðarhagi 5 herb. íbúö, 125 fm, á 4. hæð. Þvottahús á, hæðinni. Mjög falleg ibúð með miklu útsýni. Uppl. á skrifst. Einbýli, Mosfellssveit. 140 fm á einni hæð auk 50 fm bilsk. Allt frágengið utan og innan. Verðkr. 26,0 millj. Eignaskipti: Stóragerði 120 fm, 4—5 herb. íbúð á 2. hæð. Bilsk. réttur. 1 skiptum fyrir 3ja herb. íbúð í Fossvogi. Fossvogur 4ra herb. íbúð i Fossvogi I skiptum fyrir ca. 120 fm ibúð á sérhæð i 'vesturbænum, þarf að vera bílsk. réttur. Raðhús í Heimunum í skiptum fyrir sérhæð í eða við Kleppsholt, ennfremur kemur til greina 4—5 herb. íbúð í Háaleitishverfi og i Gerðunum. Skipholt íbúðvið Skipholt á 1. hæð, 5 herb., 120 fm, í skiptum fyrir ca lOOfm ibúð í austurbænum, má vera í Breiðholti, t.d. við Vesturberg. Óskum eftir: 4ra herb. ibúð, 100— 120 fm, í nýlegu húsi sem næst Sundlaug vestur- bæjar. Staðgreiðsla fyrir rétta eign. Óskumeftirí Kópavogi: Nýlegri ibúðmeðstórumstofum.ca I20fm. Sérhæð í vesturbæ Kópavogs. Ennfremur ibúð með 5 svefnherb. i þokkalegu ástandi, helzt í vesturbæ Kópavogs. Húsamiðlun Fasteignasala. Templarasundl 3. Sfmar 11614 og 11616. Söhisljðri: VHhekn Ingimundarson. Haimasfmi 30986. Þorvaldur Lúflvflcason hri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.