Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. Bæjarráðsfundur: Gangbrautarl jós í Kópavogi Jón Ármann Héðinsson fulltrúi K-list- ans skrifar: Frásögn af umræöum um kaup á gangbrautarljósum í bæjarstjórn Kópavogs, föstud. 22. sept. sl. Fundur nr. 310. Á þessum fundi voru tillögur frá bæjarráðsfundi nr. 973 ræddar. Liður nr. 3 frá bæjarráðsfundinum var þannig: 3. Gangbrautarvarzla. A. Lagt fram bréf skólafulltrúa varðandi gangbraut- arvörzlu við Kópavogsskóla. Samþ. að heimila skólafulltrúa að leysa málið í samræmi við tillögur sínar. B. Lögð fram svofelld fyrirspurn frá Richard Björgvinssyni: „Hvað líður kaupum og uppsetningu gangbrautarljósa sem samþ. var á sl. ári að setja upp á þessu ári á Nýbýlavegi v/Snælandsskóla og Borgarholtsbraut v/Kársnesskóla?” Bæjarritari upplýsti að EKKI hefði tekizt að leysa umræddar vörur úr tolli. Miklar umræður urðu um kaup á þessum öryggisljósum í umferðinni. Fulltrúar minnihlutaflokkanna deildu allir mjög hart á bæjarfulltrúa meiri- hlutans fyrir seinagang í þessum lífs- nauðsynlega öryggisútbúnaði. Bragi Mikaelsson, Richard Björgvinsson, Jón Árm. Héðinsson og Guðni Stefánsson gagnrýndu meirihlutann harðlega fyrir seinagang og stjórnleysi að greiðsla og uppsetning Ijósanna skyldi enn ekki gerð. Fulltrúar meirihlutans, Björn Ólafsson, forseti bæjarráðs og Jóhann H. Jónsson, reyndu að verja seinaganginn og töldu fjárhagsstöðu bæjarsjóðs ekki leyfa kaupin að sinni og málin væru leyst með tillögu skólafulltrúans. Þessu Gangbrautaslysin upp i síðkastið hafa vakið menn til umræðu um þessi mál. gátu fulltrúar minnihlutans ekki unað og bentu á æpandi þversögn í meðferð peninga á vegum meirihlutans. En svo vildi til að undir lið nr. 6 frá sama fundi bæjarráðs var samþ. FERÐ Vinsælustu____ herrablöðin MUhCjsio Laugavegi 178 - Sími 86780 fl áiiAááiiMéÉÉAAU MM FYRIR BJÖRN ÓLAFSSON og BJÖRGVIN SÆMUNDSSON, bæjarstjóra, til Danmerkur til að kynna sér rekstur sveitarfélaga. Bæjarfulltrúar minnihlutans bentu réttilega á, að ekki skorti farareyri þeg- ar um „utanstefnur” væri að ræða, en svo nefndi Bj. Ól. þessa námsferð þeirra félaganna. Ég benti þeim í fullri alvöru á, að þeir þyrftu ekki að fara lengra en til Hafnarfjarðar eða þá norður til Akureyrar til þess að kynna sér betri rekstur og þá hjá sveitar- félögum, sem væru af svipaðri stærð. Eða hvaða sveitarfélag í Danmörku hefur samjöfnuð um stærð og uppbyggingu og Kópavogur? Ekkert svar kom við því. Ég sagði að þessi ferð væri alvarlegt grín og meira en það. Hér væri þvi haldið fram, að ekki væru til peningar að verja sem bezt börnin í Kópavogi fyrir slysum eða dauðsföllum í um- ferðinni. Ekki tryði ég því að bæjar- fulltrúar legðu peningalegt mat á líf barna hér. Vegna hinnar hvössu gagnrýni frá minnihlutafulltrúunum sá bæjar- fulltrúi Rannveig Guðmundsdóttir (Alþfl.) að ekki væri verjandi að samþykkja tillöguna eins og hún lá fyrir og kom með góða lausn eins og ástatt var. Tillaga hennar gekk út á það að visa málinu AFTUR til bæjar- ráðs og finna lausn sem fyrst á þessu alvarlega máli. Minnihlutafulltrúar töldu þetta vera verjandi, ef gangskör yrði gerð að því að leysa málið þar (í bæjarráði) sem fyrst, þar sem ella yrði tillagan felld og lausn skólafulltrúans því látin gilda og kaup á ljósunum mundu dragast um óákveðinn tíma. Meirihlutinn samþykkti að tryggja - bæjarstj. og forseta bæjarráðs farar- eyri nú þegar. Ekki mátti það bíða. Ekki einu sinni vildu þeir hlusta á frestun á „námsferðinni” til Oan- merkur. Ég vek athygli Kópavogsbúa á þessum vinnubrögðum hjá meirihluta- flokkundm, Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Framsókn. Ekki er nú reisninni fyrir að fara. Samtímis þessu var svo enn einni ferð bætt við til kynningar í Óðinsvé- um, vinabæ. Ekki mátti þaðdragast. Von mín er sú, og ég vænti fjöldans er börn eiga og gera sér vel grein fyrir hvað hér er í húfi, að foreldrar láti nú heyra svo vel frá sér í þessu máli, að ÞAÐ VERÐI KNÚIÐ FRAM ÞEG- AR í STAÐ. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15 Vill meiri f réttir af getraunum — ídagblöðunum 7906-4440 skrifar. Hvernig væri aö iþróttafréttamenn allra dagblaðanna kæmu með meiri fréttir af islenzkum getraunum. Á fimmtudögum væri mjög heppilegt að fá getraunaspár eins og áður tiðkuð- usL Á þriðjudögum ættu blöðin að birta upplýsingar um hversu stór potturinn hafi verið. Á miðvikudögum ætti svo að koma með töflu yfir vinningshafa og upphæð vinnings. Þetta tekli ég vera mikinn stuðning fyrir getraunastarf- semina sem hefur verið á barmi þess að geta ekki starfað vegna lítillar þátt- töku. Þó held ég að nú í ár hafi starf- semin byrjað af öllu meiri krafti en undanfarin ár. Með aðstoð blaðanna væri hægt að auka þessa þátttöku enn meir. Og í lokin vil ég segja að ég vona að íslenzkar getraunir verði vel vak- andi með að miðla blöðunum upplýs- ingum. Það væri mikill missir í skammdeginu ef þær legðust niður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.