Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. DB á ne ytendamarkaði Úlpurnar á börnin í skólann Seinar á markað að þessu sinni „Ja, við eigum nú von á úlpunum í næstu vikuvar svarið þegar DB menn ætluðu að fara að kynna sér verð og gæði á úlpum á markaðnum. Þó að skólarnir séu byrjaðir og foreldr- ar um þaö bil að fata börnin upp láta framleiðendur, jafnt erlendir sem innlendir, standa á sér. Það er því ráð neytendasíðunnar til úlpukaupenda að doka ögn. Þó skal gefa yfirlit um það sem til var fyrr í vikunni. Úlpa með hettu sem er sérsaumuð fyrir islenzkan markað. Hún kostar 13.900 kr. I Vinnufatabúðinni. —Bílasalan Skeifan— sýnir og selur í dag gullfallega Bedford sendrferðabrfreið meðgluggum, árg. 1971. Verð og greiðsluskilmálar samkomulag. Bílasalan Skeifan Skerfunni 11 — Sími84848 HREYFHi Sími 8 55 22 Danskennsla i Reykjavík, Kópavogi, og Hafnarfirði. Innrit- un daglega kl. 10—12 og l—2. Börn, ungling- ar, fuliorðnir (pör eða einstaklingar). Kennt m.a. eftir alþjóðadanskerfinu, einnig fyrir brons, silfur og gull. Athugið: Ef hópar, svo sem félög eða klúbbar, hafa áhuga á að vera saman í tímum þá vin- samlega hafið samband sem allra fyrst. — Góð kennsla. Allar nánari upplýsingar í síma 41557. Dansskóli Siguröar Hákonarsonar Gömlu Álafoss- úlpurnar komn- araftur 1 Hagkaupi fór mest fyrir úlpum úr ullartaui blönduðu gerviefni. Liktust þessar úlpur mjög þeim er undirrituð gekk í i æsku og voru einunafninefnd- ar Álafossúlpur. Þessar úlpur eru enskar að uppruna og enn til i stærðum á tveggja ára til tvítugf. Verðiðerírá 12 þúsundum upp I 20, þúsund eftir stærð. í Hagkaupi voru einnig til vatteraðir jakkar sem mjög hafa verið i tízku hjá unglingum. Þeir hafa þann galia að vera hettulausir og þvi ekki eins góðar vetrarflíkur og ullar- tausúlpurnar. Verðið á vattjökkunum er frá 8 og upp 115 þúsund eftir stærð. í þeim er akrylblanda. Von er á slíkum jökkum sem verða þykkari og með hettu. í Hagkaupi voru einnig til hinar klassisku nælonúlpur en aðeins á 8 til 16 ára. Kostuðu úlpurnar 6—7 þúsund. HeUa útpamar úr Domus. Sú minni kostar 14.165 kr. og sú stærri 13.130 kr. og er hún i gömlu verði. DB-myndir Hörður. Stuttar og síðar Heklu úlpur 1 Domus fást mestmegnis úlpur frá Heklu á Akureyri. Er um tvær síddir að ræða og ná styttri úlpurnar i mitti en þær siðari niður á læri. Verðið á mittisúlpunum er frá 9580 kr. á 8 ára og upp i 18.745 kr. á fullorðna. Siðu úlpurnar kosta frá 8.750 á tveggja ára og upp í 13.120 á fjórtán ára. Bolur og hetta eru loðfóðruð en ermar fóðr- aðar með efni. Á hettunum er loð- kantur og er hann kannski ekkert allt- of sniðugur fyrir litla krakka þar sem hann takmarkar útsýn til hliðanna. I Domus eru einnig til úlpur svipað- ar að gerð frá Klæði. Kosta þær um 10 þúsund kr. og eru úr næloni. Svipaðar úlpur fyrir fullorðnaeruá boðstólum og kosta 24 þúsund. Þær eru frá Sjóklæðagerðinni. Að síðustu eru svo vatteraðir jakkar úr terelyne. Þeir eru frá Klæði og kosta 17.235 kr. Vatteraöur jakki og „Álafoss úlpa” úr Hagkaupi. Jakkinn kostar 8.995 kr. og úlpan 11.995 kr. Komdu í næstu viku í Vinnufatabúðinni biðu menn spenntir eftir nýrri úlpusendingu sem von er á í næstu viku. Litið var til af eldri úlpum, en þó mátti fá vatteraðar hettuúlpur í einni og einni krakka- stærð og allar fullorðinsstærðir af úlpum. Vatteruðu úlpumar hafa það Jakki úr Vinnufatabúðinni. Hann kostar 16.900 kr. fram yfir þær sem við sáum annars staðar að vera með hettu sem erlend fyrirtæki sauma sérstaklega á fyrir ísland. Núna kosta þessar úlpur milli 6 og 20 þúsund. Þær eru úr 100% næloni. Fullorðinsstærðirnar, sem eru hettulausar, kosta milli 14 og 17 þúsund.eftirstærð. ■DS. Of nbakaður fiskur í nýjasta hefti Húsfreyjunnar eru menn hvattir til þess að nota ofninn til matreiðslu. Er sagt að sérlega þægilegt sé að útbúa alla máltíðina i sama ofninum og baka þá í leiðinni. Mat- reiðsla í ofni hefur þann kost að hægt er að búa réttina til löngu fram í tímann og frysta þá svo. Þegar að því kemur að borða matinn þarf ekki annað en að stinga honum i vel heitan ofn. I dag skulum við þess vegna hafa fiskflök matreidd í ofni. 1 þann rétt þarf eftirfarandi: 3/4 kg fiskflök (ca 420 kr) salt, pipar l/2kglaukur (ca85kr.) 2 msk. smjörlíki 3 msk. brauðmylsna (rasp) 1 dl mysa eða hvítvín 50 gr majones (ca 50 kr) 1 eggjahvfta 1 msk. franskt sinnep Hreinsið og brytjiðlaukinn og sjóðið hann í smjörlíkinu þar til hann er glær (2-3 mín.). Látið laukinn í eldfast mót og fiskflökin ofan á. Blandið salti og pipar saman við brauðmylsnu og stráið yfir fiskinn. Hellið mysu eða hvítvíni i kring og setjið mótið I 200 gráðu heitan ofn í 15—20 mínútur. Stifþeytið eggjahvítuna, hrærið majonesið, sinnep og salt saman við eftir smekk. Jafnið þessu yfir fiskinn sem síðan er settur i ofninn aftur þar Uppskrift dagsins til fallegur litur er kominn á réttinn. Berið þetta fram með kartöflum og tómatsalati eða tómatsósu. Alls kostar þessi réttur 705 krónur og er ætlaður fyrir 4. Skammturinn kostar því 176 kr. á mann. -DS. Rangt verð Raddir neytenda Sigurpáll Grimsson rakari á gefið var upp var fyrir lagningu á skrýtið að klipping hjá sér væri dýrari Klapparstígnum hafði samband við blaöið og benti á að verð það sem aðstoðarmaður hans hefði gefið upp á hárþurrkun og birtist i blaðinu á mánudaginn væri rangt. Verðið sem konu en alls ekki fyrir blástur í þeim tilgangi einum að þurrka hárið. Hjá sér kostaði sá blástur 582 krónur eins og annars staðar. Sigurpáll sagði að það væri ekkert en sums staðar annars staðar. Bæði notaði hann hárúða og lagningar- vökva, sem gerðu hárið mun meðfærilegra og yrði þvi klippingin I alla staði mun betri. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.