Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. 5 m im Verðlagsmál — Verðlagsmál—Verðlagsmál—Verðlagsmál — Verðlagsmáf '______________________________ - Könnuninnkaupsverðs: Ekki unntað gera neinn heildarsaman- burð verðkönnunina - VAR FREMUR TILRAUNAKÖNNUN TIL AÐ HNNA BEZTU VINNUAÐFERD VIÐ FRAMTÍDARKANNANIR Svo virðist sem birting niðurstaðna á norrænni könnun á innkaupsverði til einstakra landa hafi komið sænskum og norskum aðilum sem stóðu að könnuninni, mjög á óvart. Samkvæmt bréflegum upplýsingum sem borizt hafa til Verzlunarráðs tslands og DB hefur farið yfir töldu norsku verðlagsyfirvöldin hér um að ræða tilraunakönnun og hyggjast þau ekki birta niðurstöður hennar. Sam- kvæmt upplýsingum þaðan er ekki enn ákveðið hvort Norðmenn verði með í frekari könnun sem gerði yrði á innkaupsveröi á Norðurlöndum. 1 bréfi og skeyti sem barst vegna þessa máls frá Svíþjóð segir að fulltrúi verðlagsyfirvalda þar, sem um hina sameiginlegu könnun hafi fjallað, hafi orðið mjög undrandi er hann frétti af birtingu niðurstaðna hér á landi. Er haft eftir þessum aðila að þær tölur um mismunandi innkaupsverð séu ekki úr norrænu könnuninni. Ef islenzk verðlagsyfirvöld vilji hins vegar reikna út eða draga sínar álykt- anir þá sé það þeirra mál. Sænskir telja aftur á móti að framkvæmd þessarar könnunar, sem falin hafi verið nokkr- um starfsmönnum verðlagsyfirvalda Norðurlandanna, hafi fremur verið til- raunakönnun til að finna út heppileg- ustu vinnuaðferðirnar við slikt í fram- tiðinni heldur en marktæk verðkönn- un. Einnig er haft eftir sænskum verð- lagsyfirvöldum að niðurstöður könn- unarinnar ieiði í Ijós tilhneigingu til lægra verðs í Svíþjóð og hærra verðs í Finnlandi og sérstaklega Íslandi. Aftur á móti segir einnig að við könnunina hafi ekki verið unnt að gera neinn heildarsamanburð milli ein- stakra landa, þar sem ekki hefur fundizt nein rökrétt aðferð við að bera saman útkomuna, að því er varðar ein- stakar vörutegundir. Þorvarður Eliasson framkvæmda- stjóri Verzlunarráðs Islands taldi ýmsar þær ályktanir sem fram komu í fréttatilkynningu um verðkönnun þessa frá verðlagsstjóra vera hreina markleysu. Vísaði hann til meðferðar starfsfélaga hans á hinum Norður- löndunum, sem litið hefðu á könnun- ina sem tilraun og ætluðu ekki að birta neinar niðurstöður vegna þess að þeir teldu þær ekki marktækar. Þorvarður sagði einnig að mjög hefði verið vítavert hjá Georg Ólafs- syni verðlagsstjóra að láta á sér skilja í byrjun að hér væri um niðurstöðu á heildarinnflutningi og tölur um mis- munandi innflutningsverð næðu til alls innflutnings. Þvi færi víðs fjarri. Einnig hafði verðlagsstjóri algjörlega látið undir höfuð leggjast að leiðrétta þær ályktanir sem ýmsir fjölmiðlar hefðu dregið af upplýsingum hans og verið hefðu á misskilningi byggðar.pG Þorvarður Elíasson, formaður Verzlunarráðs: „STARFSEMIVERÐ- LAGSYFIRVALDA ER SKAÐLEG EFNAHAG LANDS OG ÞJÓÐAR” Sjónvarpsþáttur um verðlagsmál Nefnd tíl rannsóknar á innflutningsverzlun —að sögn viðskiptaráðherra í sjónvarpsþætti i fyrrakvöld neitaði Georg Ólafsson verðlagsstjóri ásökun- um Þorvarðar Elíassonar, formanns Verzlunarráðs íslands, um að hafa búið til niðurstöður hinnar samnorrænu verðkönnunar sem vakið hefur mikið umtal að undanförnu. Georg sagði að norskir hagfræðingar hefðu reiknað út niðurstöður könnunarinnar. Þorvaröur hélt þvi og fram að rann- sakaðar hefðu verið 78 vörutegundir, en verðlagsstjóri hélt alfarið við fyrri upp- lýsingar sinar að könnunin hefði náð til 30—40 vörutegunda. Verðlagsstjóri sagði, að greinileg meinsemd væri i innflutningsverzlun okkar, sem gerði það að verkum að inn- kaupsverð hér væri 21—27% hærra en á öðrum Norðurlöndum. Þetta stafaði af óhagkvæmum innkaupum, hækkuðum umboðslaunum og milliliðakostnaði. Þorvarður neitaði því hins vegar að um meinsemd væri að ræða og dró I efa gildi slíkra kannana. Fulltrúar Sambandsins og stórkaup- manna sýndu töflur um samanburð á verði út úr búð hér og á Norðurlöndun- um og samkvæmt þeim tölum kom ísland mun betur út en I samnorrænu könnuninni. Verðlagsstjóri neitaði að gera könnunina opinbera þar sem nor- rænir verðlagsstjórar hefðu tekið ákvörðun um að halda henni leyndri. Viðskiptaráðherra upplýsti I þættin- um að hann myndi skipa nefnd til rann- sóknar á verðlagsmálum innflutnings- verzlunarinnar. Þá sagði hann og að hann myndi efla embætti verðlagsstjóra og geraembættinu kleift að fylgjast með verði neyzluvara i nágrannalöndunum, þ.e. flytja verðlagseftirlitið að nokkru úr landi. Það kom og fram í máli verðlagsstjóra að framhald yrði á samnorrænum verð- könnunum og næsta skrefið yrði að kanna verð neyzluvara úr búð. - JH rKristján Andrésson fulltriíi verðlagsstjóra: Ólíklegt að aflaö verði heimildar til birtingar könnunar — menn minnugir viðbragða heildsala 1976 Georg Ólafsson verðlagsstjóri var Kristján var að því spurður hvort vant við látinn í gærdag er DB reyndi hann teldi hugsanlegt að verðlagsstjóri aö ná tali af honum vegna umræðna aflaði sér heimildar starfsbræðra sinna um samnorrænu verðkönnunina. Þess á Norðurlöndum um að fá að opinbera i stað ræddi DB við Kristján Andrés- hina umdeildu könnun. son fulltrúa verðlagsstjóra. Kristján svaraði þvi til að slíku gæti verðlagsstjóri aðeins einn svarað, en sjálfur taldi Kristján óliklegt að verð- lagsstjóri aflaði sér slikrar heimildar. Hann sagði að menn væru enn minnugir á viðbrögð innflytjenda við upplýsingum verðlagsstjóra er fram voru settar eftir innflutningskönnun í London árið 1976. Þá voru tekin fyrir í sjónvarpi ákveðin vörumerki, sem siðan mátti rekja til ákveðinna heild- sala. Þá komu fram ásakanir af hálfu innflytjenda þar sem þeir gagnrýndu að verðlagsstjóri skyldi upplýsa um ákveðin vörumerki. „Þá var og fullkomið samkomulag verðlagsstjóra á Norðurlöndum að fara ekki þessa leið nú. Það er þvi ólík- legt að verðlagsstjóri birti upplýsingar um einstakar vörutegundir þessarar könnunar,” sagði Kristján Andrésson, fulltrúi verðlagsstjóra. - JH — „Spuming hvort Guðjón Einarsson sé f réttamaður eða blaðafulltrúi verðlagsstjóra” Þorvarður Elíasson, formaður Verzl- unarráðs íslands, hafði tilbúna í sjón- varpsþættinum um samnorrænu verð- könnunina 9 punkta eða fullyrðingar, sem hann vildi ræða. 1 þættinum komu þó ekki fram nema fjórar þessara full- yrðinga og þvi hafði DB samband við Þorvarð og spurði hann hverjir þessir níu liðir væru. Þorvarður sagði að i fyrsta lagi væri það að þessi samnorræna könnun hefði ekki verið könnun um verð. 2. Niður- stöður sem Georg Ólafsson verðlags- stjóri birti voru ekki hluti af könnuninni. 3. Margar. ályktanir sem fram komu i fréttatilkynningu verðlagsstjóra, 23. ágúst sl., eru markleysa. 4. Það hefur alltaf verið vitað að innflutningsverð á vissum vörum er hærra hér en á Norður- löndum, sem þýöir þó ekki að það sé óhagkvæmara. 5. Kostnaðarverð neyzluvara er lægra hér en á Norður- löndum. 6. Afkoma íslenzkrar verzlunar er I dag lakari en áður hefur þekkzt. 7. Starfsemi verðlagsyfirvalda er skaðleg efnahag lands og þjóðar. 8. Fréttatil- kynning verðlagsstjóra var stjórnmála- bragð viðskiptaráðherra. 9. Án verzlun- ar væri ekkert mannlíf á tslandi. „Þetta þótti of langt til að flytja í sjón- varpi og ég vil þvi spyrja Guðjón Einars- son, stjórnanda umræöuþáttarins, að þvi hvort hann sé fréttamaður eða blaðafulltrúi verðlagsstjóra,” sagði Þor- varður Eliasson. „Þessi sjónvarpsþáttur er til kominn vegna beiðni frá mér til þess aö hreinsa verzlunarstéttina og þvi er furðulegt að mér skuli meinað að tala, eftir að mér er veittur þátturinn. Ég get lagt fram fullkomnar sannanir viðvikjandi sumum af þessum 9 punktum, aðra get ég rökstutt vel og alla betur en verðlagsstjóri. En enginn þess- ara punkta fékkst hins vegar ræddur i sjónvarpsþættinum. Þá má og geta þess,” sagði Þorvarður, „að á grundvelli fréttatilkynningar verð- lagsstjóra hefur útvarpið þríflutt ákveð- ið erindi um verzlunina, sem er svívirði- legur áróður um verzlunina i landinu.” • JH íþróttaskór fyrir alla! Æfingaskór í úvali, gamla veröiö. Póstsendum. Puma: Hummel: Kid 4.380, Match 6.450, Rubis 4.380, WM 78 10.370, Paima 4.910, Paly Handball 9.200, Qubic 7.115, Diamond 12.970, Detente 8.770, Trim Shoes 6.080, Crack 8.870, Blue Star 5.350, Assuro 6.670, o.fl. Tahara7.715, Stenzel 12.900, Adidas: Helsinki 8.870, TrimTrack 10.270, Roma 8.870, Squash 3.790. o.fl. o.fl. Strigaskór frá 850 til 2.790. ÆT HOLASPORT LÓUHÓLUM 2-6, SÍMI75020.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.