Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 — 213. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.— AÐALSÍMl 27022. Úlpurábömin ískólann: Á5-20 ÞÚSUND KRÓNUR -Sjábls.4 „Sjö bömá landi ogsjö r m r«■ ISJO - Sjá kjallaragrein Erlings Gfsla- sonar leikara ábls. 10-11 Árni Gunnarsson ritstjóri Alþýðublaðsins BOÐAR STJÓRNARANDSFÖÐU UNGU MNGM ANNANNA Árni Gunnarsson, alþingismaður og ritstjóri Alþýðublaðsins, boðar I forsiðugrein I blaði sínu í morgun I raun, að þingmenn Alþýðuflokksins verði I harðvitugri andstöðu við rikis- stjórnina í mörgum helztu málum. „Þeir verða ekki bundnir á flokks- klafa þagnarinnar,” segir Árni. Alþýðuflokkurinn hafi orðið að bíta i það súra epli að gerast aðili að stjórnarsamstarfi án þess að koma nema hluta af umbótamálum sínum á blað og án þess að gjörbreytt efna- hagsstefna hans fengi hljómgrunn. Þeir fengu ekki inn í stjórnarsátt- málann orð um það, hve harkalega skyldi barið á verðbólgunni, segir Árni. „Þeir hafa litla trú á því, að reynt verði i alvöru að breyta visitöl- unni. Orðin um athafnir eru of loðin. Jafnvel orðið kjarasáttmáli mátti ekki sjást i samstarfsyfirlýsingunni. Ungu krötunum þykir of lítil alvara liggja að baki ráðstöfunum stjórnarinnar.” Árni segir, að-aðeins tvær leiðir séu færar. Annars vegar að láta reka á reiðanum, hins vegar stjórna af hörku, gera uppskurð á efnahagskerf- inu, vísitölu, peningamálum og hamla gegn þrýstihópum kröfugerð- armanna. Flokkurinn hafi unnið mikinn kosningasigur, en þetta mikla fylgi gæti horfið eins og dögg fyrir sólu, ef athafnir fylgi ekki orðum. „Kjósendur Alþýðuflokksins munu heyra frá hinum ungu þingmönnum Alþýðuflokksins,” segir Árni Gunn- arsson. Alþingi verði vettvangur þeirra til að berjast fyrir umbótamál- unum. -HH Maraþonboðhlaup Breiðabliks og Dagbiaðsins í Kópavogi um helgina Það verður fjör I Kópavogi um helg- ina. Maraþonboðhlaup, sem Breiðablik og Dagblaðið gangast fyrir. 25 hlaupar- ar hlaupa. Taka við hver af öðrum og hlaupa eins marga kflómetra og þeir hafa þrek til. Keppnin hefst á laugardag, 30. sept- Brezksjávar- útvegsráð- stef na hér Fiskveiðideild brezka sjávarút- búnaðarráðsins hyggst kynná hér hluta brezkra framleiðenda, er framleiða útbúnað fyrir fiskiskip. Nefnir deildin þetta þing og tækniráðstefnu, sem haldin' verður 3. og 4. október. Þá stendur til að ræða tæknileg og viðskiptaleg vandamál og möguleika á samvinnu við þá framkvæmdastjóra, sem sækja munu þingið. 19 fyrirtæki munu sýna framleiðslu sína og þjónustu á þinginu og þar verða fulltrúar brezka sjávarútbúnaðarráðsins. Síðari dag ráðstefnunnar verður sýningin opin frá 19.30 til 21.30. -G.S. ember, kl. 14.00 með þvi að yngsti hlauparinn leggur af stað. Niu ára hnokki, Björn Már Svcinbjörnsson. Hlaupinn er stór hringur i Kópavogi og þeir, sem þolnastir eru, bregða kannski á að hlaupa upp á Vatnsendahæð, i Garðabæ og á fleiri staði. Það verður hlaupið og hlaupið. Allan laugardaginn, laugardagskvöldið, aðfaranótt sunnu- dagsins, og áfram stanzlaust, eitthvað fram á sunnudag. Hlaupararnir úr Breiðabliki voru að æfa i gær i Kópavogi. Auðvitað var Boggi biaðamaður á staðnum. Hann verður einnig í eldlinu Dagblaðsmanna, þegar hlaupið hefst og á meðan á þvi stendur. Nánar er sagt frá maraþon- hlaupinu á íþróttasiðum blaðsins i opnu. Verðlagsmálin: SIS MEÐ 5% HÆRRAINN- KAUPSVERÐ EN HEILDSAU samkvæmt vörureikningum yfir eina tegund leikfanga Ekki verður annað ráðið af vöru- reikningum, sem DB hefur séð en Samband ísl. samvinnufélaga flytji inn í það minnsta eina tegund leikfanga á 5% hærra innkaupsverði en stórkaup- maður nokkur I Reykjavík. Kaupa báðir frá sama aðila I London sömu vöru með þriggja vikna millibili, snemma á þessu ári. Samkvæmt reikn- ingunum lætur stórkaupmaðurinn lækka svokallað f.o.b. verð vörunnar um 5% enSÍSekki. Ef aðrir kostnaðar og álagningarlið- ir eru jafnir svo sem flutningsgjald, tryggingar og álagning hefur þessi vara verið dýrari flutt á vegum SÍS en stórkaupmannsins. Samkvæmt upplýsingum Kjartans P. Kjartanssonar framkvæmdastjóra hjá SÍS mun það hafa haft umboð fyrir þessa umgetnu vörutegund til skamms tíma. Hugsanleg skýring á þessu væri sú að stórkaupmaðurinn léti skipta umboðslaunum sinum þannig að hluti þeirra kæmi fram sem lækkun á innflutningsverði. Aftur á móti gæti verið að SlS hefði ekki gert það heldur hefðu umboðslaun þeirra fyrir þessa vöru verið flutt heim og gerð á þeim skil eins og venja væri um öll umboðslaun Sambandsins. Kjartan tók fram að þó svo þessi 5% munur hefði verið á inrikaupsverði væri ekki þar með sagt að söluverð úr verzlun eða heildsölu þeirra yrði hærra. Þar kæmi meðal annars til að álagning gæti verið lægri. -ÓG Könnunin ekki til verð- samanburðar segjaSvíar - Sjá bis. 5 Ódýrara raf magn og minni mengun á næstu grösum laf ntef li— jafntefli... Jón L. Ámason skrifarum skák - Sjá bls. 7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.