Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. í Reykjavík — Laugavegi 118 Getum bœtt við nemendum í eftirtaldar deildir. BörnS—IOára. (Blandaður aldur, t.d. fyrir börn sem ekki eiga systkini). Þriðjudaga og föstudaga kl. 10—11.30. Teiknun, mál- un, klipp og leirmótun. Kennari Katrín Briem. Börn 10—12ára Þriðjudaga og föstudaga kl. 15—16.30. Teiknun, mál- un, leirmótun o.fl. Kennari Borghildur Óskarsdóttir. Börn 10—12 ára. Þriðjudaga og föstudaga kl. 17—18.30. Teiknun, mál- un, leirmótun o.fl. Kennari Margrét Friðbergsdóttir. Unglingar 13—16 ára. Mánudaga og fimmtudaga kl. 17—18.30. Teiknun, leir- mótun, dúkskurður og litafræði. Kennari Katrín Briem. Unglingar 13—16 ára. Miðvikudaga kl. 19—20.30 og laugardaga kl. 14— 15.30. Teiknun, leirmótun, dúkskurður og litafræði. Kennari Björk Einarsdóttir. Fullorðinsdeildir Modelteikning. Þriðjudaga og föstudaga kl. 17.30— 19.45. Kennari Jón Þ. Kristinsson. Höggmyndadeiid. Mánudaga kl. 17—22.15 og modelteikn. 1 sinni í viku. Kennarar Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gíslason og Ragnar Kjartansson. Höggmyndadeild .Miðvikudaga ki. 17—22.15 og modelteikn. 1 sinni í viku. Kennarar Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gíslason og Ragnar Kjartansson. ' Kennsla hefst 9. okt að Laugavegi 118 (við Hlemm). Innrítun fer fram í Ásmundarsal, Mímisvegi 15, sími 11990. Skólagföld greiðist við innrit- un' Skólastjóri. Loðfóðruð. Lrturljós. Verðkr. 20.470.- Ljósogsvört Verðkr. 11.860.- Póstsendum Skósel Laugavegi 60. Sími 21270. Leðurstígvól í svörtu og brúnu Verökr. 13.655.- Sovétríkin: Kaupsýslumaður látinnlaus úr tíu ára fangelsi —■fædduríSovétríkjunum og neitaöi að gerast njósnari þeirraíBretlandi Kaupsýslumanni frá Bretlandi sem fæddur var í Sovétrikjunum var ný- lega sleppt úr sovézkum vinnubúðum eftir að hafa afplánað þar tíu ára dóm. Var hann handtekinn i Moskvu árið 1968, sakaður um að hafa flúið frá Sovétrikjunum og hafa auk þess stundað andsovézka starfsemi í Bret- landi. Að sögn talsmanns Helsinkihópsins í Moskvu, sem vinnur að auknum mannréttindum, var kaupsýslumaður- inn handtekinn eftir að hann hafði neitað að gerast njósnari fyrir Sovét- ríkin. Var hann þá í viðskiptaferð i Moskvu. Nikolai Sharygin, en svo heitir mað- urinn, var fimmtán ára árið 1941 er herir nasista hernámu heimaslóðir hans í Úkraínu. Var hann þá fluttur til Þýzkalands. Að styrjöldinni lok- inni flutti hann til Bretlands þar sem hann hlaut tæknimenntun og kvænt- ist. Samkvæmt upplýsingum Helsinki hópsins hefur Sharygin neitað að taka við sovézku vegabréfi. Segist hann telja sig hafa fullan rétt á að hverfa aftur til Bretlands og fyrr muni hann fara aftur i fangabúðir en taka við vegabréfi úr höndum Sovétstjórnar- innar. Er N ikolai Sharygin var handtekinn af sovézku öryggislögreglunni árið 1968 sögðu brezk yfirvöld að þau gætu litið sem ekkert gert í máli hans þar sem hann hefði aldrei formlega fengið brezkt vegabréf. Miðaosturlönd: Assad ræðir við krón prins Saudi-Arabíu Assad Sýrlandsforseti mun í dag ræða við Fahd lbn Abduaziz krónprins Saudi- Arabíu. 1 gær var forsetinn í Amman höfuðborg Jórdaniu og ræddi við 44904-44904-44904-44904 3- l I Höfum úrval eigna á £ S söluskrá, vantar g y eignir í Reykjavík. L § Opið alla virka daga g | tilkl. 19. f 1 örkinsf. | 5 Fasteignasala. s Hamraborg 7. | I Sími 44904. S Þ06ÞÞ-Þ06ÞÞ-Þ06ÞÞ-Þ06 £ Sími 15545 Til sölu: Neðstatröð Eiribýlishús, ca 125 ferm að grunnfleti, 2 hæðir. Á neðri hæð stofa, 2 stór herb., eldhús, þvotta- hús, bað og geymsla. Á efri hæð 4 herb., stór stofa og bað. Þverbrekka. 5—6 herb. íbúð á 6. hæð. Laus nú þegar. Framnesvegur 3 herb. ibúð í fjórbýlishúsi, auk bíl- skúrs. Stórglæsileg eign. Blesugróf Snotur jarðhæð, 2 herb. og eldhús, allt sér (ósamþykkt). Þorlákshöfn 130 ferm Viðlagasjóðshús. Laust nú þegar. Seljendur! Höfum kaupendur að flestum gerðum húseigna. Fasteignasala Baldvins Jóns- sonar hrl. Kirkjutorgi 6 - Sími 15545 Kvöld- og helgarsími 76288. Hussein Jórdaníukonung. Við brottför Assads þaðan sagði Hussein að þeir væru sámmála um að Camp David samkomulag þeirra Sadats og Begins væri ekki fullnægjandi friðargrundvöll- ur fyrir araba. Nefndi hann sérstaklega Jerúsalem, sem Israel á að ráða eða segist ætla að gera í framtíðinni. Einnig sagði Hussein aö allsendis væri óljóst hvað ætti að verða á vesturbakka árinnar Jórdan eftir það fimm ára timabil, sem ákveðið væri þar til undirbúnings sam- kvæmt Camp David samkomulaginu. Assad forseti Sýrlands var i forsæti á fundi nokkurra arabaleiðtoga i Damask- us á dögunum. Fordæmdu þeir Camp David samkomulagið sem svik við araba. Þar voru mættir leiðtogar Sýr- lands, Líbýu, Alsír, Suður-Jemen og full- trúar PLO samtaka Palestínuaraba. Ekki varð annað séð en egypzkur almenningur fagnaði samkomulaginu, sem Sadat forseti náði i Camp David viðræðunum. Myndin er tekin, þegar hann ók um miðborg Cairo við heimkomuna og mannfjöldinn fagnaði. Flugslysið: r VORU TVÆR SMA- VÉLAR Á FERÐ? Likur benda til að tvær litlar Cessna flugvélar hafi verið á lofti nærri fiug- vellinum við San Diego í Kalifomiu, er fiugslysið mikla varð þar i fyrradag. Mun hafa komið í ljós, er segulbands- upptaka af fjarskiptum viö flugstjóra þotunnar sem fórst að hann var var- aður við lítilli fiugvél, sem væri nærr-i fiugstefnu hans. Eru taldar líkur á að hann hafi tekið feil á vélum. Samkvæmt segulbandsupptökunni sagðist fiugstjórinn vera kominn hjá henni aðeins andartökum áður en áreksturinn varð. Að sögn rannsókn- araðila mun hið siðasta sem heyrðist til fiugstjórans hafa verið: „Við hröpum”! Ekki hafi borið á neinni ör- væntingu eða ringulreið. Að sögn sjónarvotta virtist svo sem reynt væri að lenda þotunni aftur, er hún hrapaði til jarðar. Nú er unnið að því að kanna hver var flugmaður hinnar litlu fiugvélar- innar. Enn er unnið að því að leita að líkum i húsarústum i San Diego. Tala látinna er komin upp í 151 þar af eitt- hundrað þrjátiu og fimm um borð í þotunni, tveir í litlu flugvélinni og fjór- táná jörðu niðri. Niu manns hafa verið handteknir fyrir þjófnað, þar af einn sem reyndi að stela fölskum tönnum úr munni eins fórnardýra slyssins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.