Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 24
Kjötslagur áfram: ff Kjarabótakjötið” enn til í tveimur búðum ( — Salaniafnörogunnteraðsaganiðurogbirgðimarerusennáþrotum ) „Ég er sannfærður um að þær birgðir kindakjöts sem til voru í land- inu frá fyrra ári hafi að langmestu leyti skilað sér á Reykjavíkursvæðið,” sagði Hra fn Bachmann kaupmaður í Kjötmiðstöðinni við Laugalæk i við- tali við DB. 1 Kjötmiðstöðinni er ennþá til „kjarabótakjöt” og einnig á Hagkaup eitthvað eftir af „kjarabótakjöti”. Það fékkst þó ekki síðdegis I gær, en kemur af og til þar sem það er geymt og sagað annars staðar. Skyndikönnun DB í gær sýndi að „kjarabótakjötið” mun uppselt annars staðar og undir það tók Jóhannes Jónsson i Austurveri for- maður Félags kjötkaupmanna. „Við vorum búnir að festa kaup á umtalsverðu magni áður en nokkur slagur hófst um „kjarabótakjötið”, sagði Hrafn Bachmann. „Við fengum það m.a. frá ýmsum stöðum utan af landi. Hagkaup hefur sennilega tryggt sér meira magn en við og það magn sem í þessar tvær verzlanir kom rennir stoðum undir þá trú mína að 4—500 tonn af þeim birgðum sem eftir voru í landinu hafi hafnað á Reykjavikur- svæðinu þá er ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar urðu kunnar og slagurinn um „kjarabótakjötið” hófst því allar- búðir fengu eitthvað,” sagði Hrafn. Ösin hefur verið óskapleg i Kjötmið- stöðinni. Þeim tekst að saga niður 35—40 skrokka á klukkustund svo það tekur 1 mín. og 45 sek. að saga skrokkinn. Ekki var hægt að taka niður pantanir og þvi urðu biðraðir langar og hver maður átti kost á að fá tvo skrokka. Hrafn kvað kjötverzlun áhættu- sama því álagning væri lág. Þeir hefðu því tekið áhættu er þeir keyptu allt það magn sem þeir ákváðu að taka. Þá var hugmyndin m.a. sú að efna til út- sölu á hangikjöti. Nú myndi mest af kjötinu hins vegar seljast óreykt, en þó kæmi nýreykt kjöt í búðina á föstudag og aftur að viku liðinni af birgðunum frá 1977. -ASt. „Sprengj ogur- legu” — hylki úrgufukatli segirsmiður íKjörgarði — vitleysisblaður í manninum segir sprengjusérfræð- ingur lögreglunnar „Þetta voru túbur lir gufukatli en ekki sprengjur,” sagði Hallgrímur Marinós- son trésmiður um „sprengjurnar” sem lögreglan sprengdi á Bláfjallasvæðinu í fyrradag. Eins og DB greindi frá í gær eyddi lögreglan tveimur sprengjum sem fundust i baklóð við Laugaveg 59 og taldi að sprengjurnar væru frá því á striðsárunum. En Hallgrímur er ekki á sama máli. Hann sagði að þegar Alþýðubrauðgerð- in lagði niður starfsemi sína, þá hefði verið hent út gufukatli með þremur túb- um í. Hann vann við smíðar fyrir ári síðan í Kjörgarði og tók þá eftir katlin- um og túbunum og keyrðu bilar yfir túbur þessar án þess að nokkuð gerðist. Þar sem tvær túbanna fundust ætti ein að vera einhvers staðar eftir. DB bar þetta undir Rudolf Axelsson varðstjóra, sprengjusérfræðing lögregl- unnar. Rudolf sagði að þetta væri tóm vitleysa. „Það þarf ekkert að segja mér neitt um þetta, ég hef séð tugi sprengja. Þetta er bara vitleysisblaður i mannin- um. Menn átta sig ekkert á því hvað þetta er.' Þetta voru lokuð hylki en ekki opin hulstur eins og I gufukötlum. Sum þessara hylkja frá striðsárunum voru með sprengihleðslu og önnur ekki. Það þarf ekkert að ræða það. Þetta voru sprengjur,” sagði Rudolf Axelsson. - JH/ASt. ,4 Blm. heimsótti baklóðina við flj Laugaveg 59,1 morgun og sá | þar gufu- Pf ketilinn forna, ryðgaðan og • , Ijótan. í honum voru þrjú hólf en ekki fannst þriðja hylkið úr katlinum. « Að ofan má sjá Rudolf Axelsson með ^gjj „sprengjuna” ■;áður en hún llll var sprengd og ’Jifa að neðan er pju sprengingin á gM Bláfjallasvæðinu : 1 i fyrradag. DB-myndir Í i H.VJSv.Þ. rKerfið bítur1 í skottið lásér: j „Það er greitt hér til baka allt niður i nokkrar krónur og eru meðalupp- hæðirnar talsvert innan við þúsund krónur. Allnokkur fjöldi fólks hefur fengið sllka endurgreiðslu og hefur þetta kostaö kvöldvinnu við útreikn- inga og útskriftir,” sagði starfsmaður gjaldeyrisdeildar Landsbanka íslands i viðtali við blaðið í gær. Tilefnið að blaðið kannaði þetta mál var að hjón leystu út ferðamanna- Hrínglandahátturinn kostar ríkið stórfé gjaldeyri eftir að gengisfelling var ljós en óljóst hversu mikil hún yrði. Voru hjónin látin greiöa 20% ofan á gamla gengið og rita undir skjal þess efnis að þeim bæri að greiða meira þegar end- anlegt gengi lægi fyrir, gerðu þau það. Hins vegar skuldbatt bankinn sig til að greiða til baka yröi gengislækkun- in minni. Sú varð raunin á, en að visu mjög óveruleg. Fengu hjónin bréf frá bank- anum i fyrradag, sitt bréfið hvort. Burðargjald var 70 krónur á hvort um- slag, ávisanaeyðublað kostar til al- mennings 22 krónur og umslag vart undir 5 krónum. Kostnaður við að senda hvoru hjónanna 120 króna ávísun er þvi 97 krónur og samur er sendingarkostnaður þótt bankinn hafi endursent upphæð innan við 100 krónur. Er þá ótalinn kostnaöur við útreikn- ing þennan, sem kostaði talsverða kvöldvinnu í bankanum, sem fyrr segir, svo og útskrift ávísananna, sem tveir undirrita. Hringlandaháttur kerfisins hefur. því kostað kerfið sjálft verulegar upp- hæðir bara i þessu eina litla tilviki, þvi Landsbankinn er rikisbanki, sem kunnugter. -G.S. fijálst, úháð dagbJað MIÐVIKUDAGUR 27. SEPT. 1978. Kröf lunefnd lögð niður? Nýi iðnaðarráðherrann, Hjör- leifur Guttormsson, veltir nú fyrir sér, hvort Kröflunefnd skuli lögð niður. „Ég er einmitt að leggja af stað þangað norður til að skoða mál á vettvangi,” sagði Hjörleifur í viðtali við DB i morgun. „Skipu- lagsbreytingar eru í athugun og málið í deiglunni.” „1 stefnuyfirlýsingu stjórnarinn- ar segir, að reynt skuli að móta eitt orkuöflunarfyrirtæki fyrir allt landið. Það mun taka tima. Reynt verður að ýta á eftir því á næst- unni, en nauðsynlegt verður að finna á meðan bráðabirgðalausn, fyrir Kröflu.” Hjörleifur sagði, að tveggja kosta væri völ, ef Kröflunefnd yrði lögð niður. Viðræður hefðu farið fram í fyrravetur milli Laxárvirkj- unar og iðnaðarráðuneytisins um, að Laxárvirkjun yfirtæki Kröflu. Þó væri einfaldara, að Rafmagns- veitur ríkisins tækju Kröflu yfir I umboði iðnaðarráðuneytisins. Hjörleifur Guttormsson kvaðst I ferð sinni í dag einnig mundu kanna aðstæður við kisiliðjuna. Hún byggi við ónóga gufuöflun. Nú væri búizt við nýrri hrynu á Kröflusvæðinu innan skamms, og vandamálin yrði að leysa til bráða- birgða. T*1-1 Reytings sfldveiði — samt helmingi minnien ífyrra Reytings síldveiði hefur verið við Suðausturland undanfama daga og fengu t.d. Hafnarbátar 1100 tunnur í nótt. Þeir eru 14 og fengu þrír þeirra helming aflans, að sögn verkstjóra hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga. Mikið er að gera í söltuninni nú, en hins vegar mun aflinn enn nálægt helmingi minni en á sama tíma í fyrra. -G.S. Loðnan: Veiðiveður komið aftur Frá því I siðustu viku hafa loðnuveiðarnar gengið treglega, einkum vegna veðurs. Síðla dags I gær tók það svo að ganga niður og biðu bátamir þá ekki boðanna. 1 gærkvöldi tilkynnti Víkurbergið um 300 tonn, en ekki hefur enn frétzt af árangri fleiri, skv. upplýs- ingum loðnunefndar i morgun. Bátarnir eru nú út af Scoresby- sundi og er veiöisvæðið heldur að nálgast landið. /y Kaupio <£ /5 tölvur > 1* OG TÖLVUUI BANKASTRÆTI8 £1*11

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.