Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. 7 Hreinna og ódýr- ara rafmagn væntanlegt — sovézkir og bandarískir vísindamenn vinna saman að lausninni Bandarískir og sovézkir vísinda- menn vinna nú að sameiginlegum rannsóknum sem munu valda lækkun á rafmagnsverði í framtíðinni og auk þess valda minni mengun við raf- magnsframleiðslu en nú á sér stað. Mun aðferð þessi koma að gagni hvort sem rafmagnið verður framleitt úr kolum, vatnsorku eða kjarnorku. Fregnir af rannsóknum þessum koma frá yfirmanni sovézkrar rann- sóknarstofu í Moskvu og sagði hann þetta gott dæmi um árangur sameigin- legra rannsókna Sovétmanna og Bandaríkjanna. Hafi kurinátta beggja komið að miklu gagni og hvor um sig lagt fram sinn skerf. Hin nýja aðferð byggist á því að hægt muni vera að vinna meiri raf- magnsorku með hverflum rafstöðva ef þeir vinna við meiri hita en nú er al- mennt gert. Sá ljóður hefur aftur á móti verið á slíku hingað til að við 600 gráðu hita eyðileggjast hverflarnir vegna hins mikla hraða sem á þeim er. Með nýjum aðferðum hefur sovézk- um og bandarískum visindamönnum tekist að vinna bug á þessum vanda og þeir telja að í framtíðinni verði hægt að vinna rafmagnið með allt að 2700 gráðu hita. Erlendar fréttir Þjóðhöfðingjar þjóta um heiminn þessa dagana sem oftar. Einn er sá sem bezt mun una sér heima i eigin garði og huga að plöntum slnum. Er það Japanskeisari, sem hér sést á myndinni vera að kanna hrisgrjónauppskeru sína, sem hann ræktar i hallargarði sinum. Jafntefli, jafntefli, jafntefli... 26. skákin í heimsmeistaraeinvíginu, sem tefld var I gær, lauk með jafntefli eftir aðeins 27 leiki. Þá bauð Karpov áskorandanum persónulega jafntefli, sem kom mönnum mjög á óvart. Kapp- arnir hafa nefnilega ekki yrt hvor á ann- an i fleiri vikur og vinskapurinn ekki verið upp á marga fiska. Enn meir kom þó á óvart, að Kortsnoj skyldi þiggja jafnteflisboðið. Á sínum tima lét hann svo um mælt að ef Karpov dirfðist að segja við sig eitt orð, myndu skammar- yrðin fjúka í höfuð hans. Eitthvað virtist honum vera runnin reiðin, þvi jafnteflis- boðið þáði hann fegins hendi og án nokkurrar umhugsunar. Skákin í gær var merkileg fyrir margra hluta sakir. Karpov beitti nú enska leiknum í annað sinn í einvíginu og Kortsnoj svaraði með hollenskri upp- byggingu, sem ekki hefur sést I einvíginu til þessa. Skákin varð snemma flókin og vandtefld, en hvitur virtist þó hafa öllu betri möguleika. Kortsnoj hristi hins vegar nokkra bráðsnjalla leiki fram úr erminni og náði algjörlega að jafna tafl- ið. Ekki vildi hann þó tefla til vinnings. 1 23. leik fékk hann færi á jafnteflisleið og ákvað að tefla ekki i neina tvísýnu. Enn eitt jafnteflið er því staðreynd og hvor- ugur færist nær heimsmeistaratitlinum. 26. Einvigisskákin Hvitt: A. Karpov Svart: V. Kortsnoj Enskur leikur 1. c4 Karpov og menn hans hafa greinilega ekki enn fundið vænlega leið gegn Spánska leiknum hans Kortsnoj og leita því á önnur mið. Karpov hefur aðeins einu sinni áður beitt Enska leiknum í þessu einvigi, í 6. skákinni, sem varð ein af friðsömustu skákum einvígisins til þessa. 1, — e5 2. Rc3d6 Kortsnoj er fyrri til að breyta út af 6. skákinni, en þar varð framhaldið 2. — Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 Bb4 o.s.frv. 3.g3f5 4. Bg2 Annar möguleiki er 4. d4l? exd4 5. Dxd4 Rc6 6. Dd2 ásamt 7. b3 og 8. Bb2. Karpov er hins vegar rósemdin ein í þessari skák og kýs að þróa stöðuna á hægfara hátt. 4. — Rc6 5. d3 Enn sýnir Karpov litil bardagamerki. Hvassara er 5. e3 ásamt 6. d4, sem löng- um hefur þótt frekar hagstætt hvítum. 5. — Rf6 6. e3 Be7 7. Rge2 0—0 8.0-0 De8 Einkennandi leikur fyrir þessa upp- byggingu sem svartur velur. Möguleikar svarts liggja fyrst og fremst á kóngs- vængnum og því undirbýr hann komu drottningarinnar til h5, þar sem hún tæki virkan þátt I baráttunni. 9. f4!? Karpov vill fyrirbyggja allar sóknar- aðgerðir svarts á kóngsvæng, áður en hann hefst handa á drottningarvæng. Að sjálfsögðu var 9. Hbl, ásamt b2-b4- b5 o.s.frv. einnig mögulegt, en þá fengi svartur sterk gagnfæri á kóngsvæng. 9. — Bd8 10. a3 Hb8! Athyglisverð hugmynd. í fyrstu gæti virst sem Kortsnoj væri aðeins að gæta að b-peði sinu, en fleira býr á bak við. 11. b4 Be6 12. Rd5b5l? Nú fyrst kemur gildi hins dularfulla hróksleiks I ljós. Svartur grefur undan miðborði hvits og nær fótfestu á nokkr- um mikilvægum reitum. 13. Bb2 bxc4 14.dxc4e4 Biskupinn á g2 fer nú að líkjast há- vöxnu peði. 15. Rxf6+ 16. Bxf6 Hxf6 17. Hcl a5! Kortsnoj teflir mjög markvisst. Nú þvingar hann fram b5, sem gerir það að verkum að svartur fær óskareit á c5 fyrir riddarann. 18. b5 Rd8 19. Hf2! Einkennandi Karpov-leikur. Hann hefur í hyggju að koma riddara sínum til d5, en I augnablikinu strandar 19. Rc3? á 19. — Bxc4. Hann undirbýr því Bg2- fl, sem valdar c-peðið og riddarinn er frjáls ferða sinna. Árásargjarnari sálir hefðu þó eflaust leikið 19. g4!? og reynt að brjóta biskupnum á g2 leið fram á vígvöllinn. Heimsmeistaranum hefur hins vegar aldrei líkað við slíkt „of- beldi”. 19. —Rb7 Það þarf ekki að taka það fram hvert þessi er að fara. 20. Bfl Rc5 21.Rc3Bf7 22.Rd5 Báðir riddararnir hafa nú komist á fyrirheitna staðinn. Sá er hins vegar munurinn að svartur á frekar auðvelt með að losa sig við þann hvita... 22. — Bxd5! 23. cxd5 sterkan riddara á c5, sem er mikilmenni miðað við biskupskrílið á fl. En hvernig á svartur að bæta stöðu sína? Eflaust hefur Kortsnoj ekki fundið neina hald- góða áætlun og kýs því að þvinga fram jafntefli á stundinni. Sennilega er það réttmæt ákvörðun. Hvítur gæti t.d. tvö- faldað hrókana á c-línunni og i ýmsum tilvikum er möguleiki á skiptamunsfórn á c5 23. - Rd3! 24. Bxd3 exd3 25. Dxd3 Dxb5 26. Dxb5 Hxb5 27. Hxc7 Hf7! En ekki 27. - Hxd5? 28. Hb2 Hf7 29. Hb8+ Hf8 30. Hbb7. Karpov bauð nú Kortsnoj (en ekki yfirdómaranum!) jafntefli, sem han þáði á stundinni. Það er ósköp skiljanleg ákvörðun, þvi staðan hefur upp á lítið annaðaðbjóða. .................................................................................................................................... „„ , ,n, STÓRVANTAR BÍLA! Vegna gífurlegrar sölu vantar okkur bíla í sýn- ingarsal og á útisvœði Við seljum alla bíla efþeir eru á staðnum! BÍLASALAN SKEIFAN SKEIFUNN111, SÍMI84848

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.