Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. 3 Raddir lesenda Lokað fyrir raf magn og síma — hjásjómanni Ragnar Ingi Halldórsson bryti hringdi. Ragnar sagðist vera maður ein- hleypur og því þætti honum nokkuð hart að þegar hann kæmi heim af sjó væri gjarnan búið að loka fyrir raf- magn og síma og annað sem tilheyrði því opinbera. Þessi afgreiðsla fannst Ragnari nokkuð harkaleg gagnvart sjómönn- um, sem ekki væru i aðstöðu til þess að greiða þá reikninga sem til féllu á meðan á sjóferð stæði. Hann sagði að hann veitti hinum opinberu fyrirtækj- um umboð til þess að taka út af launa- reikningi sinum til greiðslu þessara skulda, þvi hann óskaði ekki að koma að öllu lokuðu, en þennan rétt vildu hin opinberu fyrirtæki ekki nota sér. Breiðholts- kjör gef ur pokana —segir kaupmaðurinn Jón Þórðarson kaupmaður i Breið- holtskjöri hringdi út af lesendabréfi sem birtist i DB sl. fimmtudag undir yfirskriftinni „Gangandi auglýsing”. Jón sagði: „Það eru ekki til neinir pokar sem merktir eru Seðlabanka íslands á annarri hliðinni og Breið- holtskjöri á hinni. Viðskiptavinirnir fá pokana gefins hér. Það var aðeins einn einasta dag sem ég setti upp auglýs- ingu þess efnis að pokinn kostaði 15 kr. en ég hætti þvi strax þar sem það mæltist ekki vel fyrir. Hins vegar geri ég ráð fyrir að u.þ.b. 80% af verzlun- um hér í borg selji pokana. Að tala um einokun Breiðholtskjörs er alveg út i hött og ekki svara vert.” Verðlagsmálin: Hverju á að trúa? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar: 1 hinum miklu verðlagsmálaumræð- um vekur athygli að í fyrstu yfirlýs- ingu Verzlunarráðsins um innkaupin á Norðurlöndum segir að íslendingar geti oft komizt að hagstæðum kjörum erlendis, þar sem kaup þeirra á vörum (vörumagni) skipti seljendur litlu máli, þar eð þau kaup séu óveruleg að mati seljenda. Aftur á móti segir félag heild- sala í sinni yfirlýsingu að innkaup er- lendis séu stórkaupmönnum oft óhag- stæð vegna smæðar markaðarins hér- lendis. Hvorri yfirlýsingunni er venjulegu_ fólkiætlað að trúa? Villsjá Peyton Place Sjónvarpsáhorfandi hríngdi og bað fyrir þá áskorun til sjónvarpsins að það tæki til sýningar bandaríska sjón- varpsþáttinn Peyton Place, sem slegið hefur I gegn viða um lönd. Ragnheiðarstaðagulrætur — DB-mynd Ari Stradivarius austur á landi? Óskar Björnsson, Nesgötu 13, Nes- kaupstað, skrifar: Mig langar að skrifa ykkur fáeinar línur og biðja ykkur um smáaðstoð. Þannig er mál með vexti að ég á gamla fiðlu. Ekki veit ég af hvaða gerð fiðlan er, en mig langar til að fá úr þvi skorið -í eitt skipti fyrir öll. Ef til vill er ein- hver I lesendahópi DB sérfróður um gamlar fiðlur og getur skoðað hana og dæmt um uppruna hennar. Á árum áður stóð ég í bréfaskriftum við útvarpsstöðina Swiss Broadcasting Corporation í Bern. Þetta var á árun- um um og upp úr 1950 en siðan slitn- aði upp úr þessum bréfaskriftum okkar. Dagblaðið hvetur alla sérfróða um fiðlur að aðstoða Óskar í þessu máli. Það skyldi þó aldrei vera að Stradivarius-fiðla leyndist austur á landi? Slíkir gripir eru verðmætir mjög, i heimsmetabókinni er sagt að dýrasta fiðla þeirrar gerðar hafi selzt á um 77 milljónir ísl. króna. Það gerðist 1972 þegar ríkur safnari keypti Stradi- variusfráárinu 1716. Réttir á við góðan dansleik Útimarkaðurinn: Fjáreigandi skrifan Mér er alveg óskiljanlegt, hví svo mjög er amazt við fjárhaldi i Reykja- vik og nágrenni, bæði af hálfu borgar- yfirvalda og bændastéttar. Ekki er fjáreign þessi svo mikil að hún geti á nokkurn hátt skaðað hag bænda, menn eru að þessu sér til ánægju og fjárhagslegur gróði er enginn. Flestir erum við fjáreigendur eldri menn sem vinnumarkaðurinn er búinn að af- skrifa og okkur finnst þetta dundur okkar við skepnuhald gefa lífinu gildi. Sunnudaginn 17. september var réttað í Lögbergsrétt og þúsundir borgarbúa streymdu að með börn sín. Ég er viss um að aðsóknin var betri en að nokkrum landsleik. Mér finnst að þetta sanni tvímælalaust að fjárhald okkar á líka rétt á sér sem lífræn tengsl borgarbúans við náttúruna. Ekki býður borgin upp á svo mikið í þeim efnum hvort sem er. Borgaryfirvöld hafa gengið hart að gamla bóndanum sem enn hokrar I Laugardalnum og beitt ýmsum ráðum til að flæma hann í burtu. Að mínu mati væri viturlegra að hjálpa honum til að setja á stofn dýrasýningargarð. Slík stofnun væri áreiðanlega ómetanleg fyrir borgar- börnin sem mörg hver þekkja dýr aðeinsaf myndum. Mér hefur lika alltaf gengið illa að skilja hina undarlegu sölutregðu á ís- lenzku kindakjöti á erlendum mark- aði. Ég hef víða ferðazt og snætt I margri erlendri stórborginni og mér finnst kindakjötið fyllilega sam- keppnisfært við aðrar tegundir kjöts. Ég held að það sé ekki nógu vel að þessum málum staðið. Það er ekki sama á hvaða hátt vörunni er komið á 'framfæri. T.d. mættu umbúðirnar vera skemmtilegri og það mætti gefa út fjölbreyttari uppskriftir að réttum úr kindakjöti. t þessu sambandi má minnast á að það voru Bandaríkja- menn sem komu á nýrri sveiflu í sölu á fiski, með því að finna upp „Fish and chips”. Kannski mættu sölumenn okkar vera ögn hugmyndaríkari. Dregið I dilka. — DB-mynd Ari Gulrætur á mismunandi verði Dagbjartur Már Jónsson hríngdi og sagði aö það hefði vakið athygli sina á útimarkaðnum á Lækjartorgi, að gul- rætur hefðu þar verið á mismunandi verði. „1 einum básnum voru seldar gulrætur frá Ragnheiðarstöðum á 500 kr. kg. en hjá Blómavali voru þær seldur á 390 kr. kg. Mér finnst undar- legt að framleiðendurnir geti verið með þetta á hærra verði en Blómaval, sem kaupir sínar gulrætur af framleið- endum.” Nina Heide afgreiðslustúlka: Jú, það er töluvert auðveldara. Ég á miklu meira i afgang og spara þar af leiðandi meira. Spurning dagsins Finnst þér auð- veldara að Irfa eftir að söluskattur var felldur niður af mat- vöm? Guðgeir Jónsson bilstjóri: Ég veit það nú ekki. Við höfum svo litið keypt, hjón- in, síðan verðið lækkaði, þvi við höfum ekki verið heima. Það var líka hamstrað ógurlega i búðunum heima á Neskaup- stað þannig að við fengum ekki nema 3 kíló afkjöti. Guðný Guðgeirsdóttir húsmóðir: Ég held að það sé litið auðveldara. Ég hef reyndar keypt lftið, var til dæmis nýbúin að kaupa kjöt þegar það lækkaði. Guðmunda Stephensen verzlunarkona: Ég er ekki farin að átta mig á þvi ennþá. Ég er til dæmis ekkert farín að kaupa kjöt eftir lækkunina. Svava Popovitch afgreiðslumaðun Það er miklu betra. En ég kaupi mér meiri mat, þannig að ég spara jafnvel ekkert þegarallt kemur tilalls. Kjartan Harðarson verkfræðingur: Já, útgjöldin eru miklu minni. Það liggur við að maður sé farinn að spara.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.