Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. 9 " ' ......... Við glápum stöðugt meiraá sjónvarps- skerminn: * YFIR 60 ÞÚSUND TÆKI NÚ Á ÖLLU LANDINU Littækin á skrá orðin 13776 og þau hafa leitt til 5000 tækja f jölgunar á landinu Rúmlega 60 þúsund sjónvarpstæki eru nú á skrá hjá Ríkisútvarpinu en bú- ast má við að þau séu þegar nokkrum hundruðum fleiri, því ætíð liður nokkur timi frá kaupum tækis og þar til tækið er komið á skrá útvarpsins. Litsjónvarps- tækin á skrá eru 13776 að sögn Axels Ólafssonar innheimtustjóra Rikisút- varpsins. Svarthvítu tækin á skrá eru hins vegar 46304 eða samtals 60080 tæki. Axel tók það fram að talan yfir svart- hvítu tækin væri miðuð við útsendingu innheimtuseðla, en talsvert er um að fólk taki þá viö sér og biðji um eyðilegg- ingu gamla tækisins eða innsiglun á þvi. Axel sagði að litsjónvarpstækin hefðu leitt til fjölgunar sjónvarpsviðtækja í landinu. Þegar svarthvitu tækin voru flest voru þau u.þ.b. tíu þúsund fleiri en nú er, þannig að með tilkomu litsjón- varpstækja hér hefur orðið 4—6 þúsund tækja fjölgun í landinu. „Algengt er að þegar fólk fær sér lit- tæki, þá gangi gamla svarthvíta tækið til einhvers yngri 1 fjölskyldunni sem er að hefja búskap eða sé sett í sumarbústað- inn. Þá tíðkast þaö einnig að ýmsir sum- arbústaðaeigendur eiga litil ferðasjón- varpstæki. Koma þeir við hjá okkur þegar haldið er i bústaðinn og fá tækið opnað en láta svo innsigla það er sumarbú- staðadvölinni lýkur,” sagði Axel. -ASt. Greinin sem gleymdist að skrifa Það þekkja vist flestir, sem stunda útgáfu blaða og timarita, að stundum getur reynzt erfitt að innheimta efiii i blöðin. Eitt blað- anna, Fréttabréf Verktakasam- bandsins, fann þó skemmtilega leið til að eggja félagana til að skila greinum á tilhlýðilegum tima. Næstaftasta siða blaðsins leit nefnilega svona út: FréttmkrifU Gnin mmm Halldór Jóauoa gtrymdi a* ikrifa 7 ■ Þetta ,vsvið” kannast eflaust flestir Reykvikingar við planid fyrir framan Eden i Hveragerði. Sannarlega er gatnagerð ábótavant vfðast i þorpinu. Konur í Hveragerði vinna að bættu umhverfi: VIUA HUNDA, HESTA, VILLIKETTI 0G R0LLUR BURT ÚR ÞORPINU —viðurkenningar fyrir góða umgengni f fyrsta skipti í ár „Það er fyrst núna sem hreppsfélagið hyggst veita viðurkenningu fyrir snyrti- legustu götuna, lóðina og fallegasta garðinn en ég er þeirrar skoðunar að umgengnin komist ekki i gott lag fyrr en hreppurinn hefur gert átak í gatnamál- um hér, sem eru í ólestri,” sagði Guðný Gunnarsdóttir í Hveragerði í viðtali við DB í gær. Hún ásamt nokkrum öðrum heima- konum komu saman í sumar til að ræða fegrun og snyrtingu bæjarins. Sömdu þær dreifibréf, sem þær dreifðu í flest hús i þorpinu. Taldi Guðný þegar sjáanleg nokl ur viðbrögð við því þótt enn væri víða langt i land. Þá samþykktu konurnar að skora á hreppsnefnd að framfylgja reglugerð um hundahald og búfjárhald í þorpinu. Allnokkur börn hafa orðið fyrir hundsbiti og búfé gerir usla I görðum fólks. Að sögn Guðnýjar stendur nú til að ráða mann i hundamálið. Hestum hefur greinilega fækkað en litla breyt- ingu er enn að sjá á fjölda sauðfjár. Hreppsfélagið sér um hitalagnir i þorpið og hefur sums staðar trassað í lengri tima að einangra glóðheitar lagn- irnar. 1 vor hlaut litill drengur annars og þriðja stigs bruna er hann féll á slikt rör, en þrátt fyrir það og kvartanir við hrepp- inn, tók hálfan annan mánuð að bíða eftir einangrun. Vonaðist Guðný til að þetta framtak kvennanna í sumar yrði upphafið að sókn i þessum málum því sér virtist sem fólk velti þessu meira fyrir sér en áður. •G.S. / Systkinin Þórarinn og Sigrún. Trésmiðirálykta: HÖMLULAUSUMINN- FLUTNINGILINNI „Á sama tíma og atvinnuhorfur „Slíkur innflutningur hefur engan byggingamanna eru mjög óljósar, eru annan tilgang en að skapa fámennum fluttar inn fullunnar trévörur, sem hópi innflytjenda verzlunargróða og samsvara vinnu fyrir nokkur hundruð veldur stórfelldri sóun á dýrmætum manns,” segir í tillögum, sem sam- gjaldeyri, sem væri betur varið á ann- þykktar voru á félagsfundi í Trésmiða- an hátt en að flytja inn með þessum félagi Reykjavikur. hætti erlent vinnuafl,” segir í ályktun- Gerir fundurinn þá kröfu til stjórn- inni. valda að hömlulaus innflutningur á -JBP- fullunninni trévöru verði stöðvaður. ÞORARINN ELDJARN KVEDUR UM DISNEY — Sigrún systir hans myndskreytir bókina Disneyrímur nefnist ljóðabók, sem bókaútgáfan Iðunn hefur nýlega sent frá sér. Höfundurinn er Þórarinn Eldjárn, eitt af efnilegustu skáldum okkar af yngri kynslóðinni. Systir skáldsins, Sig- rún Eldjárn myndskreytti bókina. í Disneyrimum er fjallað um Walt Disney, þann fræga Bandaríkjamann, lif hans og störf fyrir og eftir dauðann, eins og segir á bókarkápu. Alls eru rlmurnar í bókinni sex talsins og hver um sextiu er- indi. Þórarinn yrkir rímurnar eftir öllum kúnstarinnar reglum, með inngangi og aðalhluta. Þá hlýtur það að teljast til tíð- inda að skáldið notar rím — jafnt inn- sem endarím og leikur sér gjarnan með bragarhætti. Þórarinn Eldjárn er 29 ára gamall. Fyrir fjórum árum kom út eftir hann önnur bók, Kvæði. Þá átti hann einnig heiðurinn af öllum kveðskap á hljóm- plötunni öskubusku. sem Iðunn sendi frá sér í sumar. — Sigrún er 24 ára gömul. Hún er myndlistamaður að mennt og starfi. Hún hefur fengizt tals- vert við bókaskreytingar á undanförn- um árum. Disneyrímur Þórarins Eldjárns eru innbundnar, 89 blaðsiður að stærð. Bókin er prentuð í Grafik. -ÁT- Styrkið og fegrið líkamann Nýtt 4ra vikna námskeið hefst 2. október. Frúarleikfimi — mýkjandi og styrkjandi. Megrunarleikfimi — vigtun — mæling — holl- ráð. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg. eða meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13-22 ísíma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböð^- kaffi — nudd @ } Júdódeild Armanns Ármúla 32 /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.