Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. Skólabíll - fólksflutningabíll Það er þess virði að skoða þennan laglega og rúmgóða 18 manna bíl sem stendur inni á gólfi hjá okkur. / Sýningahöllinni Símar 81199 og 81410. Akranes Blaöberar óskast víðs vegar um bœinn, strax. Upplýsingar í síma2251. MMBIAÐIÐ Bifreiðasaia Laugavegi 118 EGILS Sími 15700 Mazda 929 Coupé árgerð 1977, ekinn aðeins 27 þ.km, blár, gullfallegur bíll. Verð kr. 3,5 millj. Galante GL1850 CC sjálfskiptur, árgerð 1976, loftkælingartæki, ekinn aðeins 12.600 km. Er sem nýr. Verð kr. 3 milljónir. Galante GL1600 árgerð 1975, ekinn 35 þ.km, sjálfskiptur. Verð kr. 2,3 millj. Bill I topp- standi. Hunter De Luxe árgerð 1974, ekinn 56 þ.km. Verð kr. 1050 þús. Góð kjör. Lancer 1400 EL árgerð 1977, ekinn 27 þ.km. Verð kr. 2,5 millj. Gullfallegur bíll. Fiat 128 árgerð 1972, ekinn 45 þ.km, rauður. Verð kr. 450 þús., útb. samkomulag. Matador árgerð 1973, ekinn 87 þ.km, brúnn að lit, gott útlit, góð kjör. Verð kr. 2 milljónir. Morris Marina Station árgerð 1974, ekinn 43 þ.km. Verð kr. 1350 þús. Jeepster Commando árgerð 1969, grænn að lit, í góðu standi, selst á góðu verði. Cherokee árgerð 1974, ekinn 70 þ.km, 6 cyl, beinsk. með aflstýri, ný vetrardekk. Verð kr. 2,8 millj. Fæst á góðum kjörum. Wagoneer árgerð 1974, ekinn 83 þ.km, aflstýri og -bremsur, beinsk., 6 cyl., góður bíll. Verð kr. 2,8 millj. Galante GL1600 árgerð 1977, ekinn aðeins 7000 km, grænsanseraður, sumar- og vetrardekk fylgja. Verð kr. 3,4 milljónir. Sunbeam 1500 station árgerð I973,nýupptekin vél. Verðkr. I050þúsund. Ford Bronco árgerð 1968, 6 cyl., beinskiptur, orangelitur með hvítan topp, útvarp og segulband fylgir, fallegur bíll. Verð kr. 1550 þús. Okkur vantar nýlega bíla af öllum gerðum á skrá og eins og flestir vita selst bíllinn ef hann fœr að standa. Ekkert innigjald. „Koma þarf í veg fyrír að skattprósentan verði hækkuð” — hvort sem skatturinn nefnist tekjuskattur, sjúkratryggingagjald eða eitthvað annað — rætt við Svein Jónsson aðstoðarbankastjóra „í þeim umræðum sem nú fara fram um skattamál, er tekizt á um skatta- stefnu næstu ára,” sagði Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi og aðstoðar- bankastjóri í viðtali við DB í gær. „Reynslan sýnir, að þegar skattprósent- ur eru hækkaðar, eða lagðir á nýir skattar, er aldrei verið að tjalda til einnar nætur, hvað svo sem stjórnvöld kunna að segja í þvi efni. Markmið okkar allra er að koma verð- bólgunni verulega niður svo fljótt sem verða má og þrátt fyrir svart útlit þessa stundina hljótum við öll að vera sam- mála um að fráleitt sé að miða umræður um skattamál viö að verðbólgan verði áfram 40% næstu árin. Verði skattpró- sentur hækkaðar á komandi þingi kemur engum heilvita manni til hugar að þær verði lækkaðar aftur á valdatima núver- andi ríkisstjórnar, enda þótt verulegur árangur næðist í baráttunni við verð- bólguna. Þá mundi einnig koma í ljós, að erfitt yrði fyrir nýja ríkisstjórn að lækka skattprósentur sem orðnar væru fastar í sessi,” sagði Sveinn. „En fleira kemur til. Telja má veru- legar líkur á, að staðgreiðsla skatta sé á næsta leiti. Má jafnvel reikna með að ■ hún verði tekin upp á árinu 1980. Ef skattpíningarstefnan nær fram að ganga og staðgreiðslukerfi kemst á, er það skuggaleg mynd sem blasir við skatt- greiðendum, því að reikna má með að hæsta staðgreiðsluprósentan yrði um 60%, ef miðað er við 70% eftir á greitt hlutfall og það mat á staðgreiðslu, sem kom fram síðastliðið vor,” sagði Sveinn. „Auk þess mætti hafa i huga áhrif visi- töluskerðingar á laun þeirra, sem hæsta skatta bera, og möguleika rikisvaldsins á að breyta skattbyrðinni við verðbólguað- stæður með ákvörðunum um svokallaða skattvísitölu.” Má ekki taka mið af verðbólgunni „Þegar á allt þetta er litið, má ljóst vera hve fráleitt það er að skattgreiðend- ur taki mið af þvi í baráttu sinni að í kerfí með eftir á greiddum sköttum ætti greiðslubyrði flestra að verða léttari eftir því sem verðbólgan verður örari. Hið raunhæfa í málinu er að miða baráttuna við það að alls ekki má lögfesta til fram- Bilar Peugeot504 árg. ’77, ekinn 20 þús. km. Range Rover árg. 72, skipti á ódýrari. Saab 99 GL árg. 77, góðir greiðsluskilmálar. Lancer árg. 77, ekinn 15 þús. km Autobianchi árg. 78 Cherokee árg. 74, góðir greiðsluskilmálar. LadaTopas '76 Toyota Cressida árg. 78. Sjálfskiptur, ókeyrður. Datsun dfsil árg. 73, mjög góður bíll. ■A»úWl bilqsqla GUÐMUNDAR Bargþórugötu 3 — Sfml 19032 búðar þær skattprósentur sem bætt var við með nýsettum bráðabirgðalögum og er þá sama hvort skatturinn heitir tekju- skattur, sjúkratryggingagjald eða eitt- hvað annað. Jafnframt þarf að fella burt þær hækkanir á hæstu álagningarpró- sentum sem átt hafa sér stað síðustu ár- in.” 35% skattur miðað við staðgreiðslu Þú skrifaðir fyrir skömmu grein í Morgunblaðið sem vakti miklar um- ræður og deilur. Hver er aðalhugmynd þín í sambandi við breytingar á beinu sköttunum og fjármál ríkisins? „Ég hef mjög lengi haft þá skoðun að í núverandi kerfi beinna skatta og fram- kvæmd á því væru fólgnar óviöunandi mótsagnir og misrétti. Að mínu mati liggur aðalgalli kerfisins í þvi að þeir sem afla sér meira en meðaltekna vegna menntunar og dugnaðar og aukalegs vinnuframlags verða að skila alltof stórum hluta af tekjum sínum til opin- berra aðila. Þetta hefur annars vegar leitt til minni vinnuvilja og hins vegar til gifurlegra skattsvika. Uppskurður á núverandi kerfi ætti einfaldlega að felast í því, að skattleysis- mörkin yrðu færð töluvert upp frá þvi sem nú er, en siðan lagður á fastur brúttóskattur. Hér á ég við alla beina skatta, tekjuskatt og útsvar og fleira. Þessi skattur má ekki vera hærri en svo að mönnum finnist ekki að um sé að ræða algerlega óeðlilegt „aðstöðugjald” til þjóðfélagsins. Mér finnst að skattur- inn ætti ekki að vera hærri en 35% miðað við staðgreiðslu. Ef um einhverja sérstaka tekjumynd- un er að ræða i þjóðfélaginu, sem þykir óeðlileg, og má þar nefna margumrætt „Mikll hctta er á, að aukin skattheimta festist i sessi,” segir Sveinn Jónsson. verðbólgubrask, mætti reyna að af- marka slíkar tekjur og skattleggja þær harðaren þetta. Ég hef þá trú að með slíkri stefnu mætti á nokkrum tíma bæta siðferði í skattamálum svo verulega að tekjutap opinberra aðila við breytinguna yrði miklum mun minna en ætla mætti í fljótu bragði. Varðandi stefnuna í fjármálum opin- berra aðila að öðru leyti mætti segja æði margt, en mér er efst í huga, að algerlega verði horfði frá því að láta útgjalda- ákvarðanir koma fyrst og skrapa síðan inn tekjum. Auðvitað ætti í opinberum rekstri að hafa sömu reglu og einstakl- ingar og fyrirtæki verða að nota, það er athuga fyrst hverjir eðlilegir og fram- kvæmanlegir tekjumöguleikar eru og ákvarða síðan útgjöldin í samræmi við það.’ - HH Sjávarútvegsráðuneytið: Úttekt á stöðu fisk- vinnslufyrirtækja — saltsfldardeild Verðjöf nunarsjóðs stofnuð Nú hyggst sjávarútvegsráðherra gera athugun á stöðu fiskvinnslufyrir- tækja sem búa við svæðisbundin vandamál, t.d. á Suðurnesjum. Hefur ráðherra kvatt saman þriggja manna starfshóp til verksins og falið honum að gera tillögur um úrlausn vandamál- anna. Á að framkvæma athugunina í sam- ráði við alla hagsmunaaðila á hverj- um stað. Er hópnum falið að skila til- lögum um fjárhagslega, tæknilega og stjórnunarlega endurskipulagningu á hverju svæði með fyllsta tilliti til at- vinnuöryggis um leið. Formaður er Gamalíel Sveinsson. Þá hefur ráðherra, með reglugerð, stofnað saltsíldardeild við Verðjöfn- unarsjóð fiskiðnaðarins og ætti þessi grein fiskvinnslu eftir það ekki að fara eins illa út úr gengisbreytingum og komið hefur fyrir. . G.S. Völundarsmiðir í Eyjum með nýjungar fyrir f rystihúsin: ÆTLA AÐ BÆTA NÝTINGUNA UM 3 TIL4PRÓSENT Með því að setja upp teljara og vigt- ar við inn- og úttak flökunarvéla og tengja þann búnað tölvu, sem strax gefur til kynna ef flökunarvélin er orð- in vanstillt, hyggjast forráðamenn Vélsmiðjunnar Völundar í Vest- mannaeyjum geta bætt nýtingu afla um l ,5 til 2 prósent. Þetta kerfi er nú i hönnun. Sama vélsmiðja hannaði stærðarflokkunar- vélar í samvinnu við Fiskiðjuna hf. og sýnir reynslan að þær vélar auka nýt- ingu um ca l ,5 prósent. Hafa þegar verið seldar 12 slíkar víða um land. Virki nýi búnaðurinn eins og til er ætlazt hefur vélsmiðjunni tekizt að bæta aflanýtingu um þrjú til fjögur prósent, sem þýðir geysilegar upp- hæðir á ári i stórum frystihúsum. Flokkunarvélin kostar 2,2 milljónir þannig að miðað við mikla nýtingu borgar hún sig á örskömmum tíma. - G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.