Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. "N Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttestjóri: Jón Birgir Póturmson. RitstjómarfuHtnii: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jó- hannos Reykdal. íþróttir Haílur Simonarson. Aflstoflarfréttastjórar. Atil Steinarsson og Ómar Valdk marsson. Monningarmál: Aflalsteinn IngóHsson. Handrít: Ásgrimur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elfn Alborts- dóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir Ari Kristinsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlerfur BjamleHsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólaffur EyjóHsson. Gjaldkori: Þráinn ÞorieHsson. Sökistjóri: Ingvar Svoinsson. DreHing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Rítstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsfmi blaflsins er 27022 (10 llnur). Áskrift 2000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakifl. Sotning og umbrot Dagblaflifl hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf. Sfflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Rökrættíhríng Fulltrúar innflutningsverzlunarinnar og stjórnvalda urðu sér til skammar í bófahasar í sjónvarpinu í fyrrakvöld. Þar gerðu báðir aðilar sig seka um að halda fram tveimur gagnstæðum skoðunum samtímis. Innflutningsmenn kenndu stjórnvöldum um úreltar reglur, sem leiði til óhagkvæmari innkaupa og til hærri umboðslauna erlendis en ella væri. Þetta er gamalkunn kenning, sem á mikinn rétt á sér. í miðjum sjónvarpsþættinum hófu innflutningsmenn svo gagnsókn úr hinni áttinni. Þeir lögðu fram tölur, sem áttu að sýna, að í rauninni væri vöruverð lægra hér en á Norðurlöndum. Notuðu þeir tækifærið til að berja sér á brjóst. Sami tvískinnungurinn kom fram í jafnmiklum mæli hjá verðlagsstjóra og viðskiptaráðherra. Fram eftir þætti lögðu þeir þunga áherzlu á samnorræna könnun, sem átti að sýna 21—27% hærra innkaupsverð til íslands en Norðurlandanna. Sýndi þetta alvarlega meinsemd í ís- lenzkri innflutningsverzlun. Síðan mættu þeir gagnsókn influtningsmanna með því að snúa sér í hring. Tölur um lægra vöruverð hér á landi sýndu einmitt, að núverandi verðlagshöft væru nytsam- leg og nauðsynleg. Báðir aðilar byrjuðu þáttinn með því að viðurkenna vandamálið og kenna hinum aðilanum um. Síðan luku þeir báðir þættinum með því að afneita vandamálinu og þakka sér hið ágæta ástand mála. Öll þessi frammistaða var hin ómerkilegasta. Ekki þarf kannski að koma á óvart, þótt hagsmunaaðilar leiti víða fanga í röksemdafærslu. En það kemur vissulega á óvart, þegar stjórnvöld, sem menn héldu vera hlutlaus, leika sama leikinn. Ekki er þetta þó svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Viðskiptaráðherra lofaði, að fé yrði útvegað til að gera skrifstofu verðlagsstjóra kleift að gera marktækan samanburð á verðmyndun hér á landi og í nálægum löndum. Slíkan samanburð þurfum við að fá, svo að gagnstæðar fullyrðingar rekist ekki lengur á. Fyrsta samnorræna tilraunaathugunin var ekki nógu góð. Hún náði til fárra vörutegunda og aðeins til hluta verðmyndunar þeirra. Þar að auki er hún leyniplagg, sem hlýtur að vekja grunsemdir. Að mikilvægasta leytinu var hún þó einkar gagnleg. Moldviðrið umhverfis hana er orðið svo magnað, að málið verður ekki leyst með öðrum hætti en þeim, að gerðar verði mun ýtarlegri og vandaðri kannanir. Að fengnum slíkum upplýsingum verður unnt að byrja að ræða innflutningsverzlunina af skynsemi. Þá verður unnt að rökræða, hvort heppilegri sé álagning eða um- boðslaun, sem hlaða á sig flutningskostnaði og opinber- um gjöldum. Þá verður einnig hægt að ræða, hvort ekki sé rétt að hætta prósentukerfinu í álagningu, hvort sem annað kerfi eða frelsi verði tekið upp í staðinn. Núverandi kerfi leiðir til hærra vöruverðs, hvort sem menn kenna um kerfinu eða innflutningsverzluninni. Þá verður einnig unnt að bera saman í smáatriðum þau atriði, sem eru misjöfn í verðmyndun hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Vandamálið þarf að vera áþreifanlegt, til þess að unnt sé að ráðast skynsam- lega gegn því. Þetta gerist ekki nema málsaðilar leggi niður bófahas- ar og fari að vinna að málinu eins og menn. Það gildir jafnt um stjórnvöld sem innflutningsmenn. WEIZMAN 0G DAYAN BJÖRGUDU CAMP DAVID VIÐRÆÐUM þegar Begin hafði siglt öllu í strand Nú liggur við að Menachem Begin forsætisráðherra ísraels sé orðinn þjóðhetja í landi sínu. Aldrei fyrr hefur forsætisráðherra verið fagnað svo þar í landi eins og honum, er hann sneri aftur til ísraels frá viðræðunum í Camp David á föstudaginn. Mætt voru þrjátíu þúsund, sem flykktust á flugvöllinn og meðfram leiðinni þaðan til Jerúsalem. Stjórnmálalegir andstæðingar víðurkenndu þessa breytingu fyrstir manna og svo virðist sem honum hafi tekizt að yfirvinna þá andúð, sem fólk virtist svo lengi hafa á honum. 1 ávarpi sem Begin flutti við komuna til tsraels þakkaði hann allri sendinefndinni, sem fór með honum til Bandaríkjanna. Þó segja kunnugir að án þess að hafa þá Weizman varnarmálaráöherra og Dayan utan- ríkisráðherra sér við hlið hefði Begin aldrei fengizt til samkomulags. Weizman hefur nú i eitt ár barizt fyrir þeirri skoðun sinni að Sadat bæði vildi og þyrfti friðarsamninga við tsrael. Samkvæmt kenningu Weizmans skorti Sadat Egyptalands- forseta aðeins tækifæri til að sýna samningsvilja sinn og ýta til hliðar þeirri andstöðu sem Ijóst var að hann mundi verða fyrir af hálfu leiðtoga annarra Arabarikja. Bandarikjamenn höfðu sterka tilhneigingu til að styðja þessa skoðun Weizmans. Tækifærið kom, þegar Sadat bauðst til að koma til Jerúsalem fyrir tæpu ári. En Begin var ekki sannfærður og Weizman var af sumum sakaður um barnaskap vegna trúar sinnar á friðar- vilja Sadats. Vegna þessarar stöðu kom viljandi eða óviljandi upp sú staða að bæði Weizman og bandarísku fulltrúarnir reyndu að vinna Dayan utanríkis- ráðherra Israels á sitt mál. Vitað er að hann hefur haft mikil áhrif á stefnu Begins varðandi friðarumleitanirnar alveg siðan viðræður hófust í desem- ber í fyrra. Einnig var Ijóst að Begin treysti mjög á dómhæfni Dayans i utanríkismálum. Þess vegna stefndu Bandarikjamenn og Weizman að því að Sadat og Dayan hittust á sérstökum fundi þar sem þeir væru tveir einir. Ekki géngu þessar tilraunir vel í byrjun þvi Sadat hefur hingað til algjörlega neitað að ræða við Dayan í einrúmi. Það var ekki fyrr en á níunda degi Camp David viðræðnanna sem tókst að fá Sadat til að ræða við ísraelska utanríkisráðherrann. Þessar viðræður voru að mati kunnugra mjög mikilvægar. Hvorki Dayan né Weizman eru bundnir þeim böndum hugsjóna, sem Begin er sagður svo fastur i. Þess vegna eru þeir sagðir hæfari til að ræða málin og finna leiðir til að báðir aðilar geti sætt sig við samkomulagstexta, sem kannski eru ekki svo skýrir ef þeir eru gaumgæfðir vendilega. Hvað eftir annað gátu þeir og þá sérstaklega Weizman komið með málamiðlunar- tillögur, þegar Begin forsætisráðherra virtist búinn að sigla öllu í strand með einstrengingshætti og Sadat forseti Egyptalands kominn að þvi að yfirgefa Camp David I reiði sinni. Á þennan hátt tókst að búa til heildartexta, sem báðir aðilar gátu skrifað undir. Sá texti er þó svo rúmur að báðir aðilar geta túlkað hann nokkuð sér í hag. Begin getur til dæmis sagt að hann hafi ekki lofað neinu um að lsraelsmenn verði fluttir brott frá vesturbakka Jórdan en um leið getur Sadat fullyrt að ekki hafi verið gefinn eftir einn einasti þumlungur arabisks lands. Opiö bréf til fyrrverandi formanns Leikf élags Akureyrar, Jóns Kristinssonar: ■ ■ ■ ■ ■ ■ „sjo oorn á lanri Í ftfif U IUIIU sjö í s, ■ ug Íó” Jón Kristinsson, fyrrverandi for- maður Leikfélags Akureyrar, skrif- ar grein I Visi 5. sept. undir fyrir- sögninni „Sagan hennar Brynju”. Tilefnið er viðtal við Brynju Benediktsdóttur, fv. leikhússtjóra á Akureyri, sem birtist í Þjóðvilj- anum þ. 27. ágúst. „Það er til lítils að fá fólk langt að til að leiðbeina sér ef maður sjálfur er ófær um að taka tilsögn.” Jón! Ég vona að þú verðir ekki hissa, þótt ég verði til að skrifa þér opið bréf I dagblaði. Eins og þú veist, þá skiptum við Brynja með okkur störfum norður á Akureyri I fyrravetur, eins fer okkur hér syðra oft á tíðum. í helgarblaði Þjóðviljans 27. ágúst sl. birtist viðtal við Brynju um Leikfélag Akureyrar. Hún talar þar um starfið á nýliðnu leikári, vanda félagsins og þarfir. Auk þess minntist hún á glöp, sem leikfé- lagið ætti að forðast að endurtaka. Ófús en þó tilneyddur að eigin sögn prjónaðir þú í dagblaðinu Vísi 5. sept. eftirmála við viðtal Brynju, sem þú kallar „Sagan hennar Brynju”. Við urðum hissa, þó ekki alveg klumsa, og þvi prjóna ég við þitt prjón til þrifn- aðar í fjósinu. Þér þótti örla á ofurlitilli

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.