Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. ósigra vegna þess að heiðarlegur mál- flutningur náði ekki eyrum kjósenda segja þeir á sama tíma og áróðri Kjallarinn ' . . Sjálfstæðisflokkur í eyðimerkurgöngu: Frá munaðarleysi til mannvirðinga um árin en aðrar borið beinin. Þar köstuðu fornmenn heiðnum sið og tóku upp annan yngri. Margt gott sjálfstaeðisfólk hefur haft þungar raunir af undarlegum siðum forystu sinnar. Það væntir siðaskipta á þeim bæ og að ekki verði blótað mjög á laun. Þingfulltrúar mega ekki bregðast vonum þessa fólks um næstu helgi. Alvarlegir fjölleikar? Ungt fólk sem býöur meðbræðrum sínum jarðneska forsjá þarf vissulega aö taka sjálft sig töluvert alvarlega á köflum. Miðlungs pólitískum unglingi með sæmilega friska athafnaþrá hrýs því oft hugur við öllum 'iátíð'eikan- um sem honum finnst hljóta að fylgja stjórnmálastarfi.Ungliðafélögin gjalda þessa yfirbragðs og því safnast þangað frekar einlitur hópur unglinga til starfa. Félögin skortir stundum nauðsynlega viðáttu til að tengjast öllum hornum þjóðlífsins. Álengdar við stjómmálastarfið standa margir góðir kraftar sem flokknum væri í mikill fengur. Þeir halda að alvörunni fylgi ekkert gaman. Aðeins hátiðleiki án sjáanlegr- ar æsku þrátt fyrir aldur. Þeir skoppa því gjörð sinni áfram á vit öðruvísi félaga. Sjálfstæðisflokkurinn missir þarna jafnvel vænsta sauðinn. í félögum ungra sjálfstæðismanna eru þúsundir unglinga sem aldrei hafa látið flokksstarfið til sin taka. Margir þeirra munu þó til starfa reiðubúnir en skortir stað og stund til að stíga fyrsta skr'efið. Aukaþing SUS um næstu helgi er kjörinn viðburður til að hleypa heimdraganum. Ungt sjálfstæðisfólk fær allar upplýsingar um SUS þingið i síma 82900. Ásgeir Hannes Eiríksson, verzlunarmaður. 4C Þingvellir við Öxará hafa verið vettvangur helztu viðburða íslandssögunnar. Von- andi stiga ungir sjálfstæðismenn þar fyrsta skreflð til siðaskipta I Sjálfstæðis- flokknum um næstu helgi. — Sjálfstæðisflokkurinn er nú bæði áttavilltur og munaðarlaus I miðri eyðimörkinni. Leifar flokksins eru að smásafnast til feðra sinna. Þetta er flestum stuðningsmönnum hans ljóst utan liðsmanna svokallaðs flokkseig- endafélags. Þeim stendur á sama hvernig flokkurinn dafnar svo lengi sem þeirra bíður valdastóll að morgni. Þeim þykja betri góð grip á litlum flokki en léleg grip á stórum flokki. Bezt þykir þeim þó að draga hatt- börðin vel niður fyrir eyrun. Þá heyra þeir aðeins það sem þeir vilja heyra likt og nafntogaður Mikki refur I frægu leikhúsverki um dýrin i Hálsa- skógi. Nú eða aldrei Það má sjálfsagt deila um hvenær stjórnmálaflokkum ber að kalla saman æösta vald sitt til fundarhalda. Stórt tap Sjálfstæðisflokksins i tvennum kosningum með falli höfuðborg- arinnar undir ráðstjórn og innreið bolsevika í ríkisstjórn landsins hefði einhvern tímann þótt tilefni fyrir landsfund flokksins. I stjórnarand- stöðu gilda lika aðrar leikreglur á sjálf- um stjórnpallinum. Þá biða önnur mál afgreiðslu æðsta valds flokksins. Þeirra á meðal eru ekki ómerkari erindi en að finna flokki þessum ein- hverja stefnu í þjóðmálum og færa hann í sjónmál við upphaflegan tilgang sinn. Betra er að láta aðra flokka framvegis um útbreiðslu sósíalismans. Langþráð kynslóðaskipti eru nú hafin i öðrum flokkum en Sjálfstæðis- flokknum. Hæfileg endurnýjun I forustusveit er stjórnmálaflokki höfuðnauðsyn. Annars dagar hann fljótt uppi sem nátttröll I dagrenningu. Þá er ekki siður mikilvægt að fá úr því skorið hvort flokksforystan skuli halda úti kostnaðarsamri andspyrnu viö fjór- faldan meirihluta kjósenda sinna I höfuðborginni. Það er undarleg niðurstaða forystumanna Sjálfstæðisflokksins að lífsmark og heiðarleiki fari ekki saman. Flokkurinn beið kosninga- flokksins var lætt með húsveggjum. Það er mál til komið að skipuleggja á- tökin viö nýja kynslóð andstæðinga með nýjar baráttuaðferðir. Tími blaðaeinokunar og annarra fríðinda hefur vikið fyrir jafnrétti á öld rit- frelsis. Sjálfstæðisflokkurinn verður sjálfur að finna sér leið heim úr eyðimerkursólinni. Það dugir honum skammt aö sitja meö hendur I skauti unz einhver óskilgreindur heiðarleiki teymir hann til fyrirheitna landsins á fjörutiu ára fresti. Vonin bíður á Þingvallasléttu Samband ungra sjálfstæðismanna hefur blásið til aukaþings á Þingvalla- sléttunni um næstu helgi. Væntanlega verður sá mannfagnaður undanfari landsfundar. Það þykir ekki tiltökumál að SUS félagar ríði á vaðið, þegar flokkurinn býr við þrengingar. Miklu frekar náttúrulögmál. Lifsmarkið sem máli skiptir með Sjálfstæðisflokknum hefur oftast kviknað I röðum yngri manna. Nú seinast mögnuð skoðanakönnun sem færði heim sanninn um vilja almennra kjósenda I höfuðborginni. Frá ungliðum er runnin fjölbreytt gagnrýni og vilji til að finna löngu týnda stefnu. Ungt sjálfstæðisfólk á því í rauninni enga samleið með valda- kynslóð flokksins. Þreyttir nesjamenn forystunnar hafa strikað undir kyn- slóðabilið með rauðum lit og kalla sér betra fólk sperrileggi á hátíðisdögum. Ungir sjálfstæðismenn finna miklu fremur svörun hjá almennum flokks- félögum. Þar liggur styrkur þeirra fólginn. I sögufrægum þjóðgarði við Öxará hafa bjartar vonir manna fæðzt í gegn ÁsgeirHannes Eiríksson ónákvæmni i sögu Brynju. Mér fannst hins vegar sem hreinlega slægi út i fyrir þér. Það er til litils að fá fólk langt að til að leiðbeina sér, ef maður sjálfur er ófær um að taka tilsögn og svarar með hortugu skítkasti, þegar reynt er að segja manni til. Slíkt ástand er sem betur fer algengara í skólabekkjum vandræðabarna en meðal fullorðinna. Þú lætur sem þér komi ókunnuglega fyrir sjónir, að leikhússtjóri fái færi á að undirbúa störf sin, — slikt hafi alls ekki tíðkast á Akureyri. Ef til vill er þessi meinloka þín orsök þess að leik- hússtjórarnir, sem þú nefnir, Magnús,. Eyvindur, Brynja og Oddur fengu eng- an undirbúningstíma. Nú vil ég í allri vinsemd benda þér og eftirkomendum þínum í stjórn L.A. á, að glöp sem þessi á ekki og þarf ekki að endurtaka. Ef gjaldkeri félagsins stendur í stöðu sinni og skilar reikningum fyrir aðal- fund i febrúar, þá á fyrsta verk stjórn- ar að vera áð festa sér leikhússtjóra, þvi að tíminn er raunar orðinn heldur naumur strax I febrúar fyrir þann sem við tekur I. september. „Heilaspuni" Nú ætlast ég ekki til að neinn skilji orð mín svo, að ég telji fyrsta starfsár þessara mætu manna, sem þú nefndir, hafaverið stórslys i sögu leikfélagsins. Þvi fer fjarri. en ég leyfi mér að halda þvi fram, að það hefði sparað leikfélag- inu alls konar árekstra og beinlinis stórfé, ef þeir hefðu haft fyrirvara til skipualgningar. •Úr því að ég minntist á gjaldkerann, fyrirgefðu, finnst þér undarlegt að fundið sé að því við hann að hann tafði aðalfund Leikfélags Akureyrar um 4 mánuði og þar með stjórnar- kjör, með því að Ijúka ekki bókhaldi reikningsársins fyrir fundinn, þótt Kjallarinn Erlingur Gíslason hann væri á hálfum árslaunum sem slíkur? Ég ætla að rifja hér upp fyrir þér að sjálfur greiddi hann sér þessi hálfu laun mánuðum saman, án þess að fyrir lægi formlegt leyfi stjórnar fyrir þeirri ráðstöfun, og það varð ekki fyrr en Brynja gekk eftir þvi að þessu tveggja manna hjali var breytt i ákvörðun stjórnar. Af grein þinni má skilja, að þér finnist þessi óformlegi kumpánaskapur eðlileg meðferð mála, en ekki verða hissa og hortugur þótt öðru fólki, annars staðar, finnist ekki hið sama. Þú notar orðið heilaspuni. Var það heilaspuni okkar, að ástæðan til þess að þú gafst ekki færi á þér til formannskjörs, öllum að óvörum, var sú, að þér mislíkaði handvömm gjald- kera að hafa ekki reikninga tilbúna á aðalfundi, eða var þér alveg sama um það? Þú talar um „þrugl” og segist ekki skilja „hvað konan sé að fara”, „bægslagang”, „blóðneyti i flagi”, gróusögur” o.s.frv. og maöur fer að efast um að hafa nokkurn tima hitt þig að máli. En það fáránlegasta sem kemur fyrir þig er, þegar þú ruglar saman fyrrverandi stjórn L.A., en þar varst þú formaður, og núverandi stjórn, sem þú ert alls ekki í. Það er ekki logið uppá góða veðrið á Akur- eyri, ef sólstingi er um að kenna. Því miður mun ástæðan hins vegar sú, að þig vantaði réttlætingu fyrir útúrsnún- ingi. Hver trúir? Þegar áhugamannafélag verður aé atvinnuleikhúsi (þetta hefur gerst hér á landi áður) má við ýmsu búast. Bylt- ingum fram og aftur og átökum þar. sem stríöandi þátttakendum er ekki alltaf ljóst, hvorum megin víglínunnat þeir standi. Gildi breytast, þeir, sem áð- ur voru ágætir, verða ónothæfir, ef þeir geta ekki mætt á venjulegum vinnutíma. Sá, sem áður naut þess að taka þátt í starfinu, bregst ókvæða við og mislíkar, þegar rekið er á eftir honum af hlifðarleysi atvinnumennsk- unnar o.s.frv. Þess vegna þarf engan að undra þótt einhver særist og reki upp ramakvein í einu horninu, en ann- ar standi niðurlægður og smáður I hinu. Nú kemur mér i hug, að þú ert svo óheppinn að ætla Brynju það að henni gremjist velgengni L.A Tilvitn un: „Hún er særð og vonsvikin yfir þvi að núverandi stjórn er búin að koma starfinu mjög myndarlega af stað". Ertu sjálfur svona heimskur eða þyk istu viss um að lesendur Vísis séu svo heimskir að trúa þessu? Ég er viss um að jafnvel Heimir, gjaldkeri L.A., trúir þessu ekki. Til hvers er þessi dóna- skapur, þetta nið? Við skulum kalla þennan róg kurfshátt og láta þar við sitja. Umhugsunarefni Nýgerðir samningar núverandi stjórnar L.A. við nýja leikhópinn eru umhugsunarefni, sem ættu að lyfta anda þínum á flug. Ég hef í huga kauplaust starf þitt sem húsvörður heilan vetur fyrir L.A., sælgætissölu á hverju sýningarkvöldi, svo ekki sé minnst á stjórnarfundi og erindrekstur út um allar trissur. Þessir nýju samn- ingar eru tilboð stjórnar L.A. og eftir þeim fer hver og einn á föst þriggja vikna laun að minnsta kosti, taki hann að sér að æfa, þótt ekki sé annað en smæsta hlutverk fyrir L.A. Þessir samningar eru ástæðan fyrir því að Brynja grunar ykkur um að lúra á gullnámu þarna fyrir norðan. Hefði veitt af ráði einhvers, sem gat gert sér grein fyrir þeim kostnaðarauka, sem þessir samningar hafa í för með sér? Sem atvinnumaður óska ég leikurum fyrir norðan til hamingju með kjörin og vissulega vona ég, að áhyggjur mín- ar séu óþarfar og ég sé blindaður af fátækrabasli liðins leikárs og þessir glæsilegu samnir.gar verði lyftistöng atvinnuleikhússins, en kafsigli það ekki á miðju leikári. Liklega hefur þú I áratug eða meir unnið ötullega að þvi að styrkja grund- völl atvinnuleikhúss á Akureyri. Sann- arlega hefur það ekki ævinlega verið dans á rósum alla tið og sérhver veit einn um hinn þyrnum stráða veg sem hann valdi sér. Vegna óeigingjarns starfs þíns allan tímann vona ég að þér verði hlift við þeirri bitru reynslu að líta upp í miðjum orustugný og upp- götva að þú sért vitlausu megin víglin- unnar. Þá held ég að þér yrði um og ó. Ég hef skrifað þér þannig að svo gæti virst sem ég leitaði álits þíns á einu eða öðru. Ég hef jafnvel varpað fram spurningum, en i rauninni ætlast ég ekki til svars. Ég ætlast ekki heldur til, að þú útskýrir skrifin þín né reiðubúna verndarhönd þina yfir fjaldkera félags- ins. Ég hef látið þig biða eftir þessu bréfi, því að satt að segja var ég upp- tekinn viðannað. Það gerir að vísu ekkert til. Leikfélagi Akureyrar kemur það jafnvel, að vakin sé athygli á því í blöðunum núna, þegar liðui að frum- sýningu. Okkur leið vel fyrir norðan, likaði staðurinn og samfélagið. Við eignuðumst marga ágæta vini, prýðis nágranna og samstarfsfólk og ég er viss um að við munum njóta vináttu þeirra framvegis, en þig vil ég kveðja hér og nú þvi erfitt verður að læra að meta skrif þín i Vísi þann 5. september 1978. Erlingur Gislason leikari. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.