Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. c Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir iþróttir Sigra Akumesingar Kðln? Akurnesingar og Köln leika síöari leik sinn 1 Evrópubikarnum — keppni meist- araliða — á Laugardalsvellinum i dag. Leikurinn hefst kl. 17.00 og þar verður áreiðanlega um mjög skemmtilega viður- eign að ræða. Landsliðsmenn f nær hverju sæti f liði Kölnar, Þýzkalands- meistaranna, og Akurnesingar stilla upp sfnu sterkasta liði f dag. Þar er einnig um marga landsliðsmenn að ræða. Fyrri leik liðanna í Köln lauk með og Englands-meistaranna. Forest sigraði Þá. vann Lausanne, Sviss, Jeuness Esch. sigri þýzka liðsins 4—1. Akurnesingar sýndu þar prýðilegan leik og voru óheppnir að tapa með þriggja marka mun. Þeir ættu mjög að geta staðið í þýzka liöinu í kvöld. Sá leikurinn í Evrópubikarnum, sem mesta athygli mun vekja í kvöld, er leikur Liverpool og Nottingham Forest á Anfield i Liverpool. Keppni Evrópu- Ally MacLeod, landsliðsþjálfari Skot- lands f knattspyrnunni, sagði starfi sinu lausu f gærkvöld. Hann var með skozka landsliðið f 16 mánuði. Gekk vel f byrjun en Iftið gekk svo hjá Skotlandi á HM. MacLeod réði sig f gærkvöld til Ayr í 1. deild. Hann var með það lið 1968 til 1975. Réðst þá til Aberdeen og tök sfðan við skozka landsliðinu. Derby hefur selt írann Gerry Ryan til Brighton fyrir 60 þúsund pund — og annar íri hjá Derby, Gerry Daly, stóð í samningum við Leeds. Þegar Derby vildi fá 400 þúsund sterlingspund fyrir hann gafst Lecds upp. Tommy Docherty, nú- verandi stjóri Derby, seldi Daly til Derby fyrir 18 mánuðum. Kaupverð 180 þúsund pund. 2—0 i heimaleiknum og Liverpool nægir ekki í kvöld að sigra með 2ja marka mun ef Forest skorar mark. Liverpool, sem leikið hefur í Evrópumótum 15 ár í röð, er því í hættu að falla úr keppninni í 1. umferð í annað skipti. Atletico Bilbao, Spáni, sló Liverpool út fyrir mörgum árum i 1. umferð. Vann á hlutkesti. í Evrópukeppni bikarhafa leika Vals- menn síðari leik sinn við Magdeburg í dag. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 1—1 og það mundi vekja gífurlega at- hygli ef Valsmenn kæmust áfram í keppninni. Jafntefli 2—2 nægir Val. Tveir leikir voru í Evrópumótunum í gær. í UEFA-keppninni vann Everton Finn Harps frá Irlandi 5—0 á Goodison Park. Samtals í báðum leikjunum 1—0. Luxemborg, 2—0 í Lausanne í sömu keppni. Vann samanlagt 2—0. (Jrslit f knattspyrnu á Bretlandi i gær uröu þessi: gær uröu þessi: 3. deild Blackpool-Gillingham 2-0 Rotherham-Watford 2-1 Sheff. Wed. -Bury 0-0 Shrewsbury-Hull 1-0 Walsall-Peterbro 4—1 4. deild Darlington-Barnsley 0-0 Doncaster-Boumemouth 1—1 H uddersfield -G rimsby 2-0 Portsmouth-Wigan 1-0 Port Vale-Northampton 2-2 Scunthorpe-Aldershot 2-0 York-Hereford 1-0 1 ensk-skozka bikamum vann Oldham-Morton 4— 0, 4—3 samanlagt. St. Mirren og Bristol City gerðu jafntefli 2—2. St. Mirren vann samanlagt 4—3. Þorbjörn Guðmundsson, alveg frfr, skorar fyrir Val gegn Þrótti. DB-mynd Hörður. Valur kominn í úrslitin íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti I úrslitakeppni Reykjavíkurmótsins f handknattleik, þegar þeir unnu Þrótt 20-15 i A-riðli i Laugardalshöllinni i gærkvöld. Sigur Vals var aldrei i hættu. Jáfnræði var með liðunum framan af allt upp í 7-7. Valur oftast með eitt til tvö mörk yfir. Þá kom góður kafli hjá Vals- mönnum. Þeir skoruðu fimm síðustu mörkin í f.h. og staðan i hálfleik var 12-7. 1 síðari hálfleik vann Þróttur smám saman upp forskot Vals. Um tíma munaði einu marki, 15-14, en þar með var þrek Þróttara búið. Valurseig fram úrá ný. Mörk Vals skoruðu Gísli Blöndal 4, Jón Pétur Jónsson 4, Bjarni Guðmundsson 3, Gisli Amar Gunnarsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Þorbjöm Guðmundsson 2, Hörður Sigurðsson 1 ogJónH. Karlsson 1. Mörk Þróttar skoruðu Konráð Jónsson 9, Halldór Harðar- son 3, Sveinlaugur Kristjánsson 2 og Halldór Arason 1. Ragnar varði víti og Ármann sigraði Ragnar Gunnarsson, landsliðskappinn hér áður fyrr i mark- inu, gerði sér lítið fyrir og varði viti frá Birni Péturssyni, KR, nokkrum sekúndum fyrir leikslok, þegar Ármann og KR léku á Reykjavfkurmótinu, B-riðli. Það hafði afgerandi áhrif. Ármann sigraði með eins marks mun, 19-18. Ármenningar byrjuðu vel. Skoruðu þrjú fyrstu mörkin og KR komst ekki á blað fyrr en eftir átta min. En þeim tókst að jafna i 5-5. Jafnt var í hálfleik, 10-10. Framan af s.h. voru Ármenningar sterkari. Náðu forustu og höfðu 2—3 mörk yfir þar til í lokin. Þegar tvær min. voru eftir minnkaði Björn Pétursson muninn i 19-18 og fékk svo tækifæri til að jafna metin. Það tókst honum ekki og Ármann hefur nú alla mögu- leika að komast i úrslit. Friðrik Jóhannsson skoraði flest mörk Ármanns eða fjögur. Björn Jóhannesson 3, svo og Þráinn Ásmundsson og Jón Viðar. Óskar Ásmundsson 2, Grétar Árnason 2, Einar Þór- hallsson 1 og Pétur Ingólfsson I. Mörk KR: Björn Pétursson 6/5, Jóhannes Stefánsson 3, Ólafur Lárusson 3/1, Símon Unndórsson 2, Einar Vilhjálms- son, Ingi Steinn, Þorvarður Höskuldsson og Kristinn Ingason eitt hver. Stef án í sókn Stefán Hallgrímsson tugþrautarkappinn kunni sigraði i 110 metra grindahlaupi á frjálsiþróttamóti i V-Þýzkalandi á sunnudagskvöldið. Hann hljóp á 15.3. Stefán dvelst nú um nokkurra vikna skeið f Þýzkaiandi við æfingar og keppni. Hann hefur bætt sig verulega i 800 metra hlaupi, hljóp á 1:56.2, sem er Austurlandsmet. Stefán Hallgrímsson keppti eins og kunnugt er í tugþrautar- keppninni í Frakklandi og í fyrsta sinn í tvö ár komst Stefán i gegn um þrautina en meiðsli hafa mjög hrjáð hann síðustu ár. Þrátt fyrir að meiðsli settu strik í nokkrar greinar, þá varð Stefán fi. eftir aðhafa verið næstsiðastur eftir fyrri dag keppninnar. Hann hlaut samtals 6762 stig, árangur hans var: 100 metra hlaup 11.83, langstökk 6.07, langt frá hans bezta, sama gilti raunar um kúluna, varpaði 13.24, en á bezt 15.70. Stefán stökk 1.80 í hástökki, hljóp 400 metrana á 50.57, 110 metra grind á 15.57, kastaði kringlu 36.02, stökk 3.40 á stöng, kastaði spjótinu 51.76 og í 1500 metra hlaupinu náði hann at- hyglisverðum árangri, 4:16.0. Stefán á því enn langt í land í kastgreinunum. Hann mun keppa i tugþraut í V-Þýzkalandi I október, en fer síðan til Kalifomíu síðar i vetur, til æfinga og keppni. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. 13 jþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ) Maraþon-boðhlaup Breiðabliks og Dagblaðsins: Hlaupið um Kópavog stanz- laust á annan sólarhring! Tuttugu ogfimm manna boðhlaupssveit Breiðabliks tekur þátt í hlaupinu, sem hefst á laugardag kl. tvö „Það er erfitt að segja hve lengi mara- þonboðhlaupið stendur yfir en við gerum okkur vonir um að það verði talsvert fram á sunnudaginn 1. okt. Hlaupið hefst kl. 14.00 laugardaginn 30. sept. og stanzlaust verður hlaupið, að mestu f Kópavogi, þar til siðasti hlauparinn af þeim 25 sem hlaupa getur ekki meir. Það er vegalengdin, sem skiptír máli, ekki timinn,” sagði Hafsteinn Jóhannesson, fþróttamaðurinn kunni f Breiðabliki, þegar DB ræddi við hann um maraþon- boðhlaupið, sem frjálsiþróttadeild Breiðabliks og Dagblaðið gangast fyrir f Kópavogi nú um helgina. Hlaupið hefst kl. 14.00 á laugardag á Kópavogsvelli með því að yngsti kepp- andinn í hlaupinu, Bjöm Már Svein- björnsson, sem aðeins er niu ára, leggur af stað. Þegar Bjöm Már hefur hlaupið eins lengi og hann getur tekur sá næsti við og þannig verður það koll af kolli. Elzti þátttakandinn, sovézki þjálfarinn hjá Breiðabliki, Mikhael Bobrov, hleypur síðast. Hann er 55 ára. Að mestu verður farinn hringur i Kópavogi. Fyrst inn Fifuhvammsveg, niður Ný- býlaveg og út Kársnesbraut, inn Kópa- vogsbraut og aftur inn á Fífuhvamms- veg. Þeir hlauparar Breiðabliks, sem lengst geta hlaupið, munu eitthvað bregða útaf. Jafnvel hlaupa upp á Vatns- endahæð og sumir munu bregða sér i Garðabæ. Mannaður bíll mun fara á eftir hverjum hlaupara og mæla þá vega- tengd, sem hlaupin er. Hugmynd að þessu hlaupi skaut upp, þegar Vestmannaeyingar þreyttu mara- þon-knattspymu í sumar og mjög var fylgzt með. Nú hefur Breiðablik í sam- vinnu við Dagblaðið ákveðið að þreyta maraþon-boðhlaupið eins og hér er að framan skýrt frá. Það er í fyrsta sinn, sem slíkt er reynt hér á landi. Kl. 14.00 leggur sá fyrsti af stað og svo verður hlaupið stanzlaust allan laugardaginn, laugardagskvöld, aðfaranótt sunnudags, og haldið áfram fram eftir sunnudegin- um eins og þrekið leyfir. Ýmsir munu styrkja frjálsíþróttadeild Breiðabliks í sambandi við hlaupið. Greiða einn eyri fyrir hvern metra, sem hlaupinn verður. Já, einn eyri á metra. Útbúnir hafa verið sérstakir áskriftar- listar, sem liggja frammi á ritstjórn Dag- blaðsins og einnig er hægt að tilkynna styrktarþátttöku i síma 41570, svo og 40420. Hægt er að gerast styrktarfélagi alveg fram að þvi að hlaupið hefst og jafnvel lengur. Allt fram á sunnudag en nánari ákvæði verða sett um það. Það er ástæða fyrir íþróttaunnendur að styrkja Breiðabliksmenn i þessu skemmtilega framtaki. Það verður áreiðanlega fjör í Kópavogi og skemmti- legur blær þar meðan á hlaupinu Magnús Guðfinnsson skorar eitt af þremur mörkum sinum fyrir Viking. DB-mynd Hörður. Létt hjá Víkingum Bikarmeistarar Vikings unnu frekar auðveldan sigur á Fylki i Reykjavikur- mótinu i gærkvöld. Lokatölur 18-12 fyrir Víking eftir 9-7 í hálfleik. Framan af var leikurinn jafn og strák- arnir efnilegu úr Árbæjarhverfi gáfu hinum kunnu mótherjum sínum lítið eftir. Komust meira að segja yfir um tima og með smáheppni hefði sá munur Jafntefli Cosmos og Chelsea Cheisea og New York Cosmos gerðu jafntefli 1—1 á Stamford Bridge í Lund- únum í gærkvöld að viðstöddum 39.659 áhorfendum. Það verður eini leikur Cosmos á Bretlandi f Evrópuferðinni. Johan Crijuff lék með Cosmos og eitt sinn renndi Hollendingurinn sér i gegn, næstum allan völlinn, en Peter Bonetti, markvörður Chelsea, varði skot hans. Dennis Tueart skoraöi fyrir Cosmos á 32. min. en Ray Wilkins jafnaði á loka- mínútunni með spymu frá vítateig. getað verið meiri. En undir lok hálfleiks- ins náðu Vikingar góðum tökum á leikn- umogsiguframúr. í síðari hálfleiknum var lengi vel um einstefnu að ræða. Eftir að Fylkir hafði skorað fyrsta markið komu sex Víkings- mörk í röð. Staðan breyttist i 14-8 og úr- slitin voru ráðin. Mesti munur var 17-9 en í lokin minnkaði Fylkir aðeins mun- inn. Mörk Víkings skoruðu Sigurður Gunnarsson 4, Viggó Sigurðsson 4, Magnús Guðfinnsson 3, Árni Indriða- son 2, Erlendur Hermannsson 2, Ólafur Einarsson, Ólafur Jónsson og Páll Björg- vinsson eitt hver. Einar Einarsson skoraði flest mörk Fylkis, eða fjögur, Einar Ágústsson 3, Gunnar Baldursson 2, örn Hafsteinsson 2 og Stefán 1. stendur. Ef hlaupararnir 25 leggja að I safnast þegar saman kemur. Breiðabliks- I verður hægt að gerast styrktarmaður á baki 100 km þýðir það að hverjum menn hafa nóg við peningana að gera og hlaupstaðnum. styrktarmanni ber að greiða þúsund kr. öflugt starf er í frjálsiþróttadeildinni. Nú Hér er um skemmtilega nýjung að Ef hlaupnir verða 150 km ber að greiða er að slá strax til og veita þeim stuðning ræða, sem Dagblaðinu þykir fengur að 1500 krónurog 2000 kr.fyrir 200 kmog annaðhvort með því að koma eða vera aðili aö. Nánar verður rætt um svo framvegis. Upphæðin á hvern hringja á ritstjórn Dagblaösins eða sím- maraþon-boðhlaupið í næstu blöðum styrktarmann verður þvi ekki há, en I ana tvo, sem gefnir voru upp. Einnig | DB.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.