Dagblaðið - 02.10.1978, Síða 9

Dagblaðið - 02.10.1978, Síða 9
DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978. 9 Aldrei frjálst Pal- estínuríki - segir Begin f orsætisráðherra ísraels Menachem Begin forsætisráðherra ísraels sagði i gær að Ísraelsstjórn mundi aldrei að eilifu veita Palestínu- aröbum á vesturbakka Jórdanár fullt sjálfstæði. Slík aðgerð mundi ekki þýða annað en stöðuga hernaðar- ógnun gagnvart israel og þess vegna kæmi sjálfstæði landsvæðisins ekki til greina. Begin tók einnig fram að hlé á land- námi israelsmanna mundi aðeins standa í þrjá mánuði. Vill hann túlka samkomulagið í Camp David á þann hátt. Aftur á móti telja Bandarikja- menn og Egyptar að samningurinn geri ráð fyrir fimm ára hléi á landnám- inu. Begin er nú á sjúkrahúsi síðan í gær og hafa læknar skipað honum að halda kyrru fyrir. Hefur hann tvisvar sinnum fengið snert af hjartaslagi á síðustu rúmum tveim árum. Búizt er við að friðarviðræður milli ísraelsmanna og Egypta muni hefjast aftur hinn 12. þessa mánaðar og þá i Washington. Begin forsætisráðherra ræðir við Weizman varnarmálaráðherra i miðju og Yigael Yadin aðstoðarforsætisráðherra i Knesset, þingi þeirra ísraelsmanna, á meðan umræður um Camp David samkomulagið stóðu yfir. - ________‘ AUKAVINNA KENNARANS Bernie Falahee kennari var blankur og datt þá það snjallræði i hug að fara að draga hjólakerru eða ricksha. Þetta farartæki, sem svo þekkt er frá Asiu, þýtur því um götur Detroit borgar í Bandarikjunum. Þeir lokuðu nefnilega alveg fyrir umferð um eitt stórstrætið til að hressa upp á lifið i miðborginni svo þar getur Bernie dregið kerru sína óáreittur Bretland: CALLAGHAN í KLÍPU James Callaghan forsætisráðherra Breta og formaður Verkamanna- flokksins getur jafnvel lent i því í dag að samþykkt sem gengur þvert á launamálastefnu hans verði samþykkt á fundi flokksmanna hans í Blackpool. Vill Callaghan að launahækkanir verði takmarkaðar við fimm prósent en margir verkalýðsleiðtogar vilja ekki sætta sig við það. Hefur Callaghan lagt á þetta ríka áherzlu og jafnvel gefið í skyn að hann muni segja af sér ef hann bíði ósigur. Zaire: Uk fómarlamba Shabainnrásar Nýlega hafa fundizt lík tvö hundruð og fjögurra fórnardýra innrásarmann- anna i Shaba hérað Zaire í maí siðast- liðnum. Þar af mun níutíu og eitt vera af hvítum óbreyttum borgurum. Er þetta haft eftir fréttastofu Zairestjórnar í Erlendar fréttir gær. Shabahéraði. Urðu þar mest átökin við Tekizt hefur að þekkja hina hvítu og borgina Kolwezi en þar eru höfuð- sjötíu og fimm óbreytta borgara Zaire- stöðvar þeirra sveita sem leita líkanna ríkis, auk þrjátíu og átta hermanna. með aðstoð Alþjóða Rauða krossins. Haldið er áfram að grafa upp fleiri lík Eru lik þeirra sem tekizt hefur að þekkja þeirra sem féllu í átökunum í jarðsett þar. REUTER ÞEGAR ÞJÓFARNIR ætla sér inn er erfitt að stöðva það er auðvelt að hræðá þá og gera lögreglu oghúsráðanda viðvart. Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og aðstoð við skipulagningu þjófavarna. Áratugs reynsia og þjálfun starfsmanna okkar i Bretlandi og Banda- rikjunum tryggja yður góða þjónustu. Við bjóðum allt til þjófavarna': Búðarspegla - öryggisherðatré fyrir dýran fatnað - þjófheldar læsingar - öryggisgler - öryggisnet fyrir búðar- glugga - þjófabjöllur i bita - sjónvarps- kerfi - myndavélar - öryggistöskur fyrir peningaftutninga. Auk þess fullkomin þjófaviðvörunarkerfi með t.d. Ijósgeislum, hreyfingaskynjurum, hljóðnemum, rúðu- borðum, hurðarrofum og simhringingar- tækjum. Alhliða þjónusta á sviöi þjófa- og brunavarna. Pósthólf 1101 Simi 15155 (kl. 2-5) ÖRYGGI YÐAR ER SÉRGREIN

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.