Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.10.1978, Qupperneq 11

Dagblaðið - 02.10.1978, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ, MANUDAGUR 2. OKTÖBER 1978. skipta um rafhlöður á ca hálfs árs fresti og framkvæma alkóhólprufuna innandyra ef frostið er yfir 20 gráður. Blóðprufa endanlega sonnunm Ef sá, sem er beðinn um að blása í tækið, neitar niðurstöðunni, þá hefur hann inni á næstu lögregluvarðstöð rétt til að biða í kortér, skola munninn og blása aftur. En tækið eitt nægir ekki sem sönnun, það bara skilur úr þá, sem grunur fellur á og sleppir hinum. Þeir, sem tækið „fangar", verða síðan að gangast undir blóð- prufu, sem er endanleg sönnun um sekt eða sakleysi. Síðan gekk samtalið út á ýmis efni, sem kynnu að rugla mælinn i riminu, svo sem konfekt með alkóhóli í, hósta- saft og sterk lyf, en það kom á daginn að ekkert af þessu getur ruglað mælinn. Aftur á móti gat blaðran orðiö fyrir áhrifum af öðrum efnum en alkóhóli, t.a.m. efninu aceton, sem getur komið sterkt fram hjá sykur- sjúkum, fólki sem ekki hefur borðað i lengri tima, eða fólki sem hefur magakvilla. Ógnvekjandi tilraun Að endingu var lögreglufulltrúinn spurður hvort hann teldi 0.5 prómill vera nógu lágt. — Ef eitthvert lágmark á aö vera, þá sýnist mér það i sjálfu sér nógu lágt. En ég las nýlega um tilraun, sem gerð var á tveimur 10 manna hópum. Annar hópurinn hafði 0.3 til 0.4 prómill I blóðinu. hinn hópurinn ekkert. Þessir tveir hópar voru látnir aka erfiða leið í myrkri. Þegar komið var á áfangastað beið þeirra hin raun- verulega gildra. Á leiðinni heim aftur var hálmdúkku, sem var alveg eins og maður, slengt fyrir ljósgeisla bílanna, og niðurstaðan varð ógnvekjandi: 8 af 10, sem höfðu þetta litla alkóhólmagn i sér, sem er undir þvi magni sem er refsivert hér i Noregi, óku á dúkkuna, en enginn úr hinum hópnum svo mikið sem snerti dúkkuna. Ætar kjarabætur Það virðast vera álög sem ráða þvi að í íslenzkri pólitík fer allt á annan veg en upphaflega var ætlað. Ný ríkis- stjórn er að sanna þessa kenningu enn einu sinni um þessar mundir. Það eina sem virðist geta orðið til framfara i höndum þessarar ríkisstjómar væri samdráttur í hinni hrikalegu fjársóun ríkisins vegna reynsluleysis ráðherranna. Það hafa aldrei verið gerðar miklar kröfur um sérþekkingu þegar að því kemur að velja menn í ráðherrastóla þótt látið sé i veðri vaka að hún myndi ekki skaða. Kröfurnar virðast hinsvegar ekki hafa verið minni í aðra tíð, þar sem ráðherra sjávarútvegsins hefur ekki einu sinni séð um bókhald fyrir mjólkuflutninga- bát og hefur sennilega aldrei á sjó komið svo vitaðo sé. Yfirstjórn iðnaðarmála fer nú úr höndum lög- fræðiprófessors og við tekur lif- fræðingur, dómsmál eru í höndum verkfræðings, viðskiptaráðuneytið orðið að útibúi Þjóðviljans og i sjálfu hásætinu trónir pólitiskur refskapur holdi klæddur. Kostir ríkis- stjórnarinnar, þeir einu sem eru augljósir, eru þeir að utanrikis- ráðherrann talar ágæta ensku, menntamálaráðherrann hefur merkilegt nokk, verið kennari og skólastjóri og félagsmálaráðherrann hefur langa reynslu að baki á sviði félags- og sveitarstjórnarmála. Hvort slík reynsla kemur að gagni hefur engri ríkisstjóm á íslandi tekist að sanna. Launalækkun heitir kjarabót Eins og að likum lætur hefur rikis- stjómin þurft að byrja á þvi að éta ofan i sig kosningaloforðin í réttri rennd. Kjarasamningana í gildi hét ein slagorðasyrpan. Allir vita hvernig það loforð var haldið, samningarnir voru ekki gerðir gildir nema að vissu leyti. Stjómin bauð uppá „kjarabætur” í mynd ódýrs kjöts, sem síðan reyndist vera meira og minna illfáanlegt — og kjarabætur þeirra sem á annað borð eta kindakjöt, — hinir t.d. náttúru- lækningafélagar fá ekki þessar kjara- bætur nema því aðeins að þeir afneiti þeirri trú sinni að jurtfæði sé mannin- um eðlilegast. Þegar öllu er á botninn hvolft hafa laun lækkað aö krónutölu og aldrei slíku vant kaUa kommakvikindin launalækkunina kjarabót og segja hana verða því meiri sem meira er etið af rollukjöti. Nú er sú verðbólguhagfræði í algleymi að spara með því að éta, þvi meira sem fólk getur í sig látið, því hærra kaup hefur það á mánuði hverjum. Svona hundalogia mundi hvergi ganga nema á íslandi. Skattavítið fullkomnað Fyrir kosningar töluðu vinstri menn mikið um nauðsyn þess að komast fyrir þau gífurlegu skattsvik, sem viðgangast ár eftir ár fyrir allra augum. Nú hefði maður haldið að beitt yrði spánnýjum aðferðum i þvi skyni að girða fyrir að stór hluti landsmanna drægi leynt og Ijóst undan skatti og kæmi þannig skattbyrðinni yfír á þá sem gefa samvizkusamlega upp allar sinar tekjur til skatts. Ónei, ný rikisstjóm reyndist aldeilis ekki vera á þeim buxunum. í stað þess að koma með ný úrræði þá er einfaldlega valin auðveldasta leiðin, sem er sú, að hækka skattbyrði þeirra sem telja fram af heiðarleika. Það á, sem sagt, að hegna þeim fyrir heimskuna í staö þess að taka raunverulegum skattsvikurum tak. Nú á að hegna þeim eftirminnanlega. sem nenna að vinna, — þvi duglegri sem einstaklingarnir eru þeim mun meira skal þeim refsað. Skattakerfi sem vinnur á þennan hátt er ekki einungis niðurrifsafl sem sett er til höfuðs bjargálna fólki heldur er það einnig sjálfvirkur framleiðandi skattsvika. Það er alveg stórfurðulegt að flokkur á borð við Alþýðuflokkinn skuli geta staðið að baki svona aðgerðum þegjandi og hljóðalaust. Skattakerfið sem við búum við var þegar orðið að slikum frumskógi ranginda og misréttis að brýna nauðsyn bar til að taka það allt til gagngerrar endurskoðunar, en það var eitt af þeim málum, sem Vilmundur Gylfason hefur unnið Al- þýðuflokknum atkvæði út á í síðustu kosningum. Þeir sem voru svo bláeygðir að trúa því, að Vilmundi myndi verða gert kleift að koma fram umbótum í krafti þeirra atkvæða sem hann aflaði Alþýðuflokknum, sitja nú eftir með sárt ennið og hugsa flokknum þegjandi þörfina í næstu kosningum. Skattbyrði á íslandi sú mesta f heimi? Þeir sem vilja á annað borð vita af hverju verðbólgan stafar fara ekki i grafgötur um það að eyðsla rikisins umfram aukningu þjóðar- framleiðslunnar er megin orsökin. „Hugsjónafyllerí” fyrri ríkisstjórna með tilheyrandi brjálsemisfjárfestingu er orsök þess að skattbyrði eykst sifellt á Íslandi. Þegar þess er gætt að þær þjóðir heims sem leggja mesta skatta á þegna sína hafa álika skattbyrði og Íslendingar en verja þó um 6—7% Kjallarinn Leó M.Jónsson __ þjóðartekna til varnar- og hermála, á meðan Íslendingar fá greitt fyrir að hafa varnarviðbúnað í landinu, — þá er augljóst að skattbyrði er mest á tslandi. Ef allir óbeinir skattar væru teknir með i dæmið er sennilegt að hlutdeild rikisins i eyðslu þjóðartekna sé hvergi á byggðu bóli eins mikil og á Íslandi. Á meðan eyðsla ríkisins er ekki minnkuð að ráði verður áframhald- andi verðbólga i landinu og skatta- kerfið mun sifellt verða ranglátara og flóknara. Það mun verða fróðlegt að sjá hver verður „Borgarfjarðarbrú” þessarar ríkisstjórnar og hve mikið henni mun takast að skerða lífskjör þjóðarinnar á þeim tíma sem hún fær setið. Sá flokkur sem þegar hefur gengið lengst i að svíkja sína kjósendur er Alþýðuflokkurinn, sem nú stendur að því að hækka skatta á þeim, sem ekki hafa annað til saka unnið en að gefa heiðarlega upp til skatts. Verði nýjar kosningar til Alþingis nú á næstunni mun Alþýðuflokkurinn þurrkast út i islenzkum stjórnmálum í eitt skipti fyrir öll. Leó M. Jónsson, tæknifræðingur. | Afturvirkni skattalaga: J AÐ OREYNDU ÓMERKIR HÆSTIRÉTT- UR EKKISKATTALÖGIN ugt, frádráttarliðir skattalaga, kostn- aður skrifaður á fyrirtæki og bein skattsvik ásamt ónógu skatteftirliti. Erlendis hefur viða tíðkazt að skatt- yfirvöld lita á lifnaðarhætti fólks sem sönnunargagn í skattamálum þess. Mætti einnig gera það hér á landi. Ef Hæstiréttur tæki upp á þvi að ómerkja nýju skattalögin, sem efnis- lega sýnast ekki vera rök til, gæti hann alveg eins ómerkt skattalögin i heild. Eins og framkvæmd skattalaganna er háttað leggjast skattarnir alls ekki á fólk eftir hlutlægum mælikvarða, þar sem allir með sama gjaldþol koma til með að bera sömu skatta. Til sönnun- ar því eru dæmin allt í kringum okkur og eru á allra vitorði. Til hliðsjónar tslenzk löggjöf og réttarfar er mjög sniðin eftir fyrirmyndum á hinum Noröurlöndunum. Hæstiréttur Dana mun aldrei hafa ómerkt lög sakir þess að þau væru ósamrýmanleg stjórnar- skrá Danmerkur, enda þótt rétturinn hafi hvað eftir annað lýst sig hafa vald til þess. Norðmenn munu vera eina Norður- landaþjóðin sem hefur bann við aftur- virkni i stjórnarskrá sinni. Mig minnir að i norska Stórþinginu hafi verið talsverðar deilur um þetta ákvæði. Þingmenn á vinstri kanti töldu það hefta um of svigrúm lands- stjórnar til afskipta af efnahagslifinu. En þrátt fyrir mikil völd norska verka- mannaflokksins hefur ákvæðið þó ekki verið fellt niður. Stundum getur slikt afturvirkni- bann verið til mikils trafala á öðrum sviðum en fjármálasviðinu því að stundum ber nauðsyn til að löghelga athafnir eftir á sem allir eru sammála um, að vandræðum valdi ef ekki yrði gert. Hér á landi gáfu t.d. prestar sem látið höfðu af embætti um áratugi fólk saman í hjónaband án þess að hafa heimild til þess að lögum. öll þessi hjónabönd töldust þvi ólögleg með gifurlegum afleiðingum unz Hæsti- réttur tók sér það „bessaleyfi” að lýsa þau lagalega gild fyrir hefð. Skák í uppnámi og tímahraki Sviptivindar í íslenzkum stjórn- og efnahagsmálum hafa þröngvað stjórn- arvöldum til æ víðtækari afskipta af efnahagsmálum, eða m.ö.o. skapað ís- lenzka félagshyggjuþjóðfélagið (sósial- istíska þjóðfélagið). Sjálfstæðisflokkur- inn, sem i orði kveðnu þykist berjast gegn sliku, hefur hér átt hlut að máli, eins og allir hinir flokkarnir. Stjórnarskrárákvæði eins og norska afturvirknibannið eru sett i anda frjálshyggju og einstaklingshyggju. Sjónarmiðið er að fólk eigi að geta treyst þvi að ekki verði meira tekið af því í skatt en skattalög segja til um á meðan starf er unnið. Fólk á þannig að geta gert skynsamlegar áætlanir um líf sitt og framtið. Sífellt er að kvarnast úr eignarréttar- vemdinni Á síðustu áratugum hefur sífellt verið að kvarnast úr þeirri festingu sem ákvæöi stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttar hafa verið einstaklingum gagnvart samfélaginu. Á fjölda sviða hefur þessi tak- mörkun eignarréttinda átt sér stað, bæði með alls kyns opinberum verð- lagsákvörðunum, vaxandi skattþunga, skylduákvæöum um samnotkun eigna, verðjöfnunarsjóðum o.fl. Löggjöfin um lax- og silungsveiði er dæmi þessa. Og lögin um verðjöfnun- arsjóð fiskiðnaðarins sömuleiðis. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins er sósíalistísk stofnun í anda nýfrjáls- hyggju. Útgerðin fær ekki nema hluta af söluverði sjávaraflans á feitu árun- um og fær siðan endurgreitt á mögru árunum. En þegar mögru árin koma verður það ef til vill allt annar maður sem á útgerðarfyrirtækið. Vafasamur dómur Hæstaréttar í máli rækjufram- leiðenda á Vestfjörðum gegn Verð- jöfnunarsjóði flskiðnaðarins sýnir hversu litils einstaklingar mega sín oft gagnvart stofnanavaldinu. Annars er Verðjöfnunarsjóður fisk- iðnaðarins þörf og snjöll aðferð til að draga úr hagsveiflum I þjóðfélaginu og þar með verðbólgu. Vísiregla Regla 67. gr. stjómarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar er vísiregla (rets- lig standard), sem kallað er. Hún vísar til hinnar almennu réttarvitundar og lætur löggjafa og dómstólum komandi tíma eftir að draga mörkin milli þess, er rikið getur gert almennar takmark- * anir á eignarréttinum, og hins, er rikið verður að bæta eignarréttartakmark- anir fé. Álitamálið er m.ö.o. hvað skuli t.d. teljast eignarnám. og því bætast fullum bótum og hvað skuli hins vegar teljast skattur, verðjöfnun, skylda til að eyðileggja ekki eign, t.d. skóg. íslenzka þjóðfélagið er eins og skák i uppnámi. i uppnámi og timahraki verður taflmennskan lélegri en í rólegu stöðutafli. Það er margt sem þrengir kosti nýju vinstri stjórnarinnar: 40—50% verð- bólga. Voldug fjöldasamtök sem beita ríkisstjórnina valdi. Yfirlýsingarsigur- vegara kosninganna, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, um fortakslaust gildi kjarasamninga án tillits til ástandsins í efnahagsmálum. Miklar erlendar skuldir o.s.frv. Að minni hyggju er vafasamt að auðveldara sé aö stjórna við þessar að- stæður en í kreppu eða á striðstimum fyrráárum. Vitaskuld eru skynsamlegustu ráð- stafanir í efnahagsmálum ekki nauð- synlega eitt og sama og þær ráðstafan- ir sem almenningur hefur kosið yflr sig. En í ljósi þess hefur það litið upp á sig að dæma athafnir ríkisstjórnarinn- ar í Ijósi siðgæðis eða siðleysis. Og stjórnarskrá lýðveldisins virðist ekki vera henni fótakefli, þótt lögmál efna- hagslífsins kunni að verða henni það síðar. Sigurður Gizurarson sýslumaður.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.