Dagblaðið - 02.10.1978, Side 13
DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978.
13
Hagvangur hf.:
Mælir með negld-
um hjólbörðum
— skiptar skoðanir um gildi þeirra
„Ýmislegt hefur verið rætt um hálku-
akstur fyrr og síðar. Á sl. hausti var lögð
áherzla á að ökumenn notuðu óneglda
snjóhjólbarða. Slíkur útbúnaður er
óhæfur og stórhættulegur við margar
aðstæður hér á landi. sem skapazt geta
snögglega og raunar cr liklegt að benda
Grófmynstruð dekk eru af mörgum
talin miklu öruggari en negldir hjól-
barðar. En þá hefur komið upp annað
vandamál i Reykjavik. Malbikið leysist
upp í saltaustri borgarstarfsmanna. sezt i
dekkin og gerir þau hál sem ís.
Rækileg
rannsókn
— á innflutnings-
verzluninni
í framhaldi af rannsóknum
verðlagsstjóra á innkaupsverði
vöru til íslands hefur viðskipta-
ráðuneytið fyrirskipað frekari
rannsókn verðlagsstjóra og tillögu-
gerð varðandi úrbætur á ýmsum
þáttum innflutningsverzlunar-
innar. Er hann beðinn að rannsaka
hugsanlegar orsakir verðmunarins
sem fram kom í könnun hans nú
nýverið á innkaupsverði til ýmissa
landa. Sérstaklega á hann að rann-
saka þátt umboðslauna i þessum
verðmun og gera úttekt á áhrifum
hins háa innkaupsverðs á verðlag.
lifskjör, verðbólguþróun og gjald-
eyrisstöðu. Áliti og tillógum á að
skila fyriráramót.
Honum til aðstoðar verða
Garðar Valdima'sson skattrann-
sóknarstjóri. Siguröur Albertsson
hjá tollstjóra, Sveinn Sveinsson
hjá Gjaldeyriseftirlitinu og Gylfi
Knudsen i viðskiptaráðuneytinu.
Ráðuneytið leggur áherzlu á i
bréfi til verðlagsstjóra að nánu
sambandi verði áfram haldið við
verðlagsyfirvöld annars staðar á
Norðurlöndum, og það samstarf
verði fastur þáttur í starfi verðlags-
yfirvalda hérá landi.
ASt.
ÚRVflL/ HJÖTVÖRUR
OG ÞJÓflU/Tfl
A'áíffeitthvaó
gott í matinn
STIGAHLIÐ SIMI 35645
megi á nokkur stórslys, sem stafað hafa
af þvi að bifreiðir hafa eigi verið nægi
lega búnar til akstur við hálkuaðslæður.
Vegna öryggis umferðarinnar verður
annaðhvort að nota keðjur eða neglda
snjóhjólbarða. Annar búnaður er í raun-
inni óhæfur og stórhættulegur þegar um
er að ræða vetrarakstur hér á landi.”
Þannig segir í greinargerð um aukið
umferðaröryggi og bætta umferðar-
menningu sem blaðinu hefur borizt frá
Hagtryggingu hf. í tilefni af þessari
greinargerð og þar sem veturinn er nú á
næsta leiti sneri DB sér til Ragnars Jóns-
sonar. fulltrúa hjá Bifreiðaeftirliti rikis-
ins og spurði hann hvað þeir bifreiða
eftirlitsmenn ráðlegðu bifreiðaeigendum
varðandi útbúnað hjólbarða i hálku.
Ragnar vitnaði i reglugerð um gerð og
búnað ökutækja, frá þvi i ágúst 1969,
17. grein. Þar segir: „Þegar snjór eða
ising er á vegi skal hafa snjókeðjur á
hjólum eða annan búnað t.d. hjólbarða
með grófum mynstrum eða nöglum, sem
veitt getur viðnám. Eigi leysir notkun
þessa búnaðar ökumann undan því að
sýna itrustu varúð í akstri."
Ragnar sagði að i fyrra hefði gatna-
málastjóri mælt gegn notkun nagla i
hjólbörðum og væri þá vafalaust með í
huga slit á malbikinu. Um naglana væru
mjög skiptar skoðanir. „Við teljum þó
að negldir hjólbarðar gefi meira öryggi
heldur en grófmynstraðir. Það á sérstak-
lega við um að koma bifreiðinni áfram í
hálku.” Er við spurðum Ragnar hvort
eitthvað bæri á þvi að bifreiðaeigendur
hefðu sett svokallaða pýramidanagla i
hjólbarða bifreiða sinna. sagði hann að
ekki bæri mikið á þvi enda væri það
bannað i reglugerð: „Óheimilt erað nota
rörnagla. oddhvassa nagla eða áþekkar
gerðir nagla." -GAJ.
Nú byrjar senn slagurinn við
vetrardekkin
IB-lánin:
Nokkrar
nviunaar
?66.880
1.001.100
Þessar tölur sýna breytingar á ráöstöfunarfé
eftir 6 og 12 mánaöa sparnað.
IB lánin hafa vakið verðskuldaða athygli.
Þau eru raunhæf leið til lána fyrir almenning.
En til þess að þau haldi kostum sínum þarf að endur-
skoða kerfið reglulega, m.a. með tilliti til verðlags-
þróunar.
Þetta hefur Iðnaðarbankinn einmitt gert. Því hefur
verið ákveðið að gera eftirtaldar breytingar:
1. Stofnaður hefur verið nýr 18 mánaða flokkur.
Hámarks innborgun er kr. 50.000. Ráðstöfunarfé (eigin
sparnaður ásamt IB-láni) að loknu sparnaðartímabili,
með slíkri innborgun, nemur þá 1.8 milljón króna auk
vaxta.
2. Hámark mánaðarlegra innborgana hefur verið endur-
skoðað. Gildir það um nýja reikninga og er sem hér segir:
í 6 mánaöa flokki kr. 30.000
í 12 mánaða flokki kr. 40.000
f 18 mánaða flokki kr. 50.000
í 24 mánaða flokki kr. 60.000
I 36 mánaða flokki kr. 60.000
(48 mánaða flokki kr. 60.000
3. Þá hefur Iðnaðarbankinn ákveðið, að fengnum fjölda til-
mæla, að gefa fólki kost á að lengja sparnaðartímabilið,
enda lengist þá lánstíminn og upphæð IB-lánsins
hækkar að sama skapi.
Nánari upplýsingar veita IB ráðgjafar hver á sínum
afgreiðslustað — þeir vita allt um IB lán.
Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni
* Iðnaðarbankinn
|
Aðalbanki og útibú