Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 1
t i i t 4. ÁRG. - MÁNUDAGUR 16. OKTÓBÉR 1978 - 229. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGRÉIÐSLA ÞVKRHOLTI 11.— AÐAI.SÍMI 27022. ) C | PÁLMIÁ AKRIVARAFOR- MAÐUR í STAÐ GÐRS? — enn svartur reykur úr strompi „kardinálasamkomu” f lokksins Gunnar Thor. formaður þingflokks sjálfstæðismanna: Síðast í gær lagði enn svartan reyk upp úr strompinum á „kardínálasam- komu" sjálfstæðismanna. Ekki hefur enn verið úr þvi skorið með atkvæða- greiðslu. hvort Gunnar Thoroddsen verður samþykktur sem formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Albert Guðmundsson, 1. þing- maður Reykvikinga verður ekki i framboði af hálfu Sjálfstæðisflokksins i neina þeirra 24 nefnda, sem kosið verður i á Alþingi i dag samkvæmt dagskrá. Kosið verður í sex nefndir í Sam einuðu þingi. Strax á eftir verða deildafundir. Þar verða kosnir menn i 9 þingnefndir i hvorri deild. „Gunnar Thoroddsen er sjálf- kjörinn formaður þingflokksins," sagði einn þingmanna Sjálfstæðis- flokksins i viðtali við fréttamann DB „Andstaðan. sem hefur komið fram gegn Gunnari. miðast að því að gera Geir erfitt fyrir i formennskunni," sagði þessi þingmaður. Hann sagði, að þannig væri Geir gagnrýndur fyrir að beita sér ekki af nægilegri hörku innan þingflokksins, þegar ágreiningur kem- ur upp. Þvi fer fjarri, að þessi skoðun sé hin almenna meðal þingmanna flokksins. Albert Guðmundsson þurfti af per sónulegum ástæðum að fara utan á föstudagsmorgun. Hann er svo væntanlegur heim siðdegis í dag. Sennilega verður lokafundurinn um formann þingflokksins haldinn á miðvikudag. Eins og staðan er nú. þykir allt benda til þess, að Gunnar Thoroddsen, verði endurkjörinn for maður þingflokksins, og Pálmi Jóns son verði kjörinn varaformaður hans i stað Geirs Hallgrimssonar. -BS. Samkoma þeirra hreinræktuðu Hundaræktarfélagið stendur fyrir hundasýningu nk. sunnudag. Þar verða sýndjr ýmsir hreinræktaðir hundar. Sl. laugardag söfnuðust hundaeigendur saman með gripi sina við Vifilsstaði, þar sem dýralæknir skoðaði væntanlega sýningarhunda. Þar mátti sjá ýmsar stærðir og gerðir af hunduni, allt frá smávöxnum kjölturökkum upp i stóra Collie hunda, eða Lassýhunda eins og menn þekkja e.t.v. betur. LB-mynd Hörður. Alvarlegt slys um borð í þýzkum togara í haf I — þyrla sækir höf uðkúpubrotinn háseta Það slys varð um borð í .þýzka togaranum Bremerhaven BX 681 á sjöunda tímanum í gær að einn háseta varð á milli hlera og gálga. Er talið að maðurinn sé höfuðkúpubrotinn og i morgun fór þyrla frá varnarliðinu til móts við togarann til að sækja hinn slasaða. Togarinn var að veiðum um 300 milur VNV af Reykjanesi. Eftir að hafa haft samband við land setti tog- arinn á fulla ferð til Reykjavikur og var i morgun um það bil hálfnaður þangað. Fór varnarliðsþyrla fyrir birtingu með henni Herkulesvél með eldsneyti. Var áætlað að þyrlan yrði yfir togaranum um kl. 9 og kæmi til Reykjavíkur með hinn slasaða um 11.30—12. Það hefur mjög auðveldað læknis- hjálp við manninn að um borð I Bremerhaven er islenzkur stýrimaður, Grétar Júlíusson. •ASt. Selum við Orkneyjar hlíft vegna sunnu- dagsins Landakirkja: Gjaldkerinn ákærður um skjalafals og fjárdrátt — sjá bls. 5 ^ r Af hverju ekki að nota hér erlenda peninga? — Sjá kjallara bls. 10-11 . Líflátnir fyrir 100 grömm af heróíni — sjá erlendar fréttir bls. 8og9 „Ætti að skylda fólk til að kynna sér af leiðingar slysanna” — sjá viðtöl við fórnarlömb umferðarslysanna L ábls. 22-23

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.