Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16.0KTÓBER 1978. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir 13 MARKA SIGUR GEGN FÆREYJUM í landsleiknum á laugardag íslenzka landsliðió, með fimm nýliða sigraði Færeyinga 31—18 í Laugardals- höll á laugardag. Þrettán marka sigur, nokkuð sem raunverulega er krafizt af islenzku liði gcgn Færeyjum — en hand- knattleikur er i mikilli sókn i Færcyjum, það mátti merkja á færeyska liöinu. Færeyska liðið bar nokkuð keim af dönskum handknattleik, greinilegt að áhrifin frá Danmörku eru sterk. Hratt spil og reynt að opna fyrir linumenn. Þetta tókst nokkrum sinnum, og falleg mörk fylgdu i kjölfarið en stærsti höfuðverkur Færcyinga er skyttuleysi, — þá skortir alveg menn til að reka endahnút á sóknarlotur. En færeyska liðið er í framför, og hinir rúmlega 500 áhorfendur i Laugardalshöll klöppuðu því lof í lófa er vel var gert Jóhann Ingi Gunnarsson. einvaldur íslenzka liðsins. er greinilega að þreifa fyrir sér. Næsta verkefni eru landsleikir gegn Dönum í desember. Þá þarf ísland að geta stillt upp mun sterkara liði en gegn Færeyjum á laugardag. Þó er greinilegt að margt heppnaðist vel. Hraðinn iðulega mikill og ógnun. Hraðaupphlaup vel útfærð — þeir Geir Hallsteinsson og Páll Björgvinsson héldu spilinu vel gangandi og Viggó Sigurðsson ógnandi. en þarf að halda uppi meiri hraða. Það vantar meiri hæð i liðið, og eins skyttur — hávaxna leikmenn. íslenzka liðið á laugardag var án Valsmanna, vegna Evrópuleiks þeirra gegn norska liðinu Refstad. íþróttir reynsla þeirra verður djúg er til erfiðari leikja kemur. Það voru fimm nýliðar gegn Færeyjum, og eins og gengur og gerist gekk misjafhlega. Konráð Jónsson hafði ekki verið nema nokkrar sekúndur inn á er hann skoraði sitt fyrsta lands- liðsmark, og ef að líkum lætur á hann eftir að leika marga landsleiki þó hann hafi virkað þungur á laugardag. Þó kom Guðmundur Magnússon vel út — en meiri ógnun vantaði úr hornunum. Þeir Ólafur Jónsson og Guðmundur Magnússon spiluðu þar mikið. Staða, sem Guðmundur hefur ekki leikið mikið en Ólafur hins vegar sterkur með félagi sínu Víking. Fátt gekk upp hjá Ólafi, en með reynslu er þar framtiðarmaður. Páll Björgvinsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins á laugardag, en Færeying- ar komust fyrst á blað eftir fimm mínútur. ísland komst i 5—1, síðan 9— 4. en þá höfðu þrír leikmenn skorað mörk íslands, Geir Hallsteinsson, Páll Björgvinsson og Viggó Sigurðsson, 3 mörk hver. Forusta Íslands jókst stöðugt, i leikhléi skildu 10 mörk, 17—7. ísland reyndi nýja varnaraðferð, „hefur ekki verið reynd hér á landi áður en meðal sterkra þjóða er hún algeng,” sagði Jóhann Ingi. Aðeins fimm i vörn, — einn leikmaður lá frammi við miðlinu. Það hlutverk fékk Viggó Sigurðsson. Sú varnaraðferð stóð aðeins yfir i sex mínútur. Þá var hætt við. Færeyingar höfðu skorað þrjú mörk gegn einu íslands. Munurinn jókst, i 10 mörk, 21 — 11 og lokatölur 31 —18. íslenzka vörnin fékk of mörg mörk á sig, Jens Einarsson og Sverrir Kristjáns- son stóðu i markinu. Jens kom vel út en Sverrir. kornungur leikmaður, náði sér ekki nógu vel á strik. Tilraunalandslið — en ákveðinn kjarni myndaður, kjarni sem Jóhann Ingi ætlar sér greinilega að byggja uppá. Mörk íslandsskoruðu: ViggóSigurðs- son 9, 1 víti, Geir Hallsteinsson 5, 1 víti. Páll Björgvinsson og Konráð Jónsson 4, Guðmundur Magnússon og Þórir Gísla- son 3, Árni Indriðason 2 og ingimar Haraldsson 1 mark. -H. Halls. Björgvin skoraði 5 mörk fyrir Grambke Viggö Sigurðsson, Vlking, I hvíta búningnum á miðri mynd, skorar eitt af niu mörkum slnum gegn Færcyingum á laugardag. Árni Indriðason, Víking, fyrirliði isl. liðsins, lcngst til vinstri — Andrés Kristjáns- son, Haukum, lengst til hægri. DB-mynd Bjarnleifur. Allir hlutir sem við notum daglega þróast og breytast í tímans rás. Nú er komið að tímamótum í sögu hurða- húna og læsinga. Meroni tímatalið er hafið. Hvað veldur tímamótunum? • Gerð og notkun. Hurðin opnast þegar stutt er á hnapp ofan á húninum. Það þarf ekkert að snúa og hægt að opna með fangið fullt af pinklum. Læsingakerfið er öruggt og einfalt og býður marga kosti miðað við þarfir í stóru sem smáu húsnæði. • Húnarnir haggast ekki við langvarandi notkun. Lausir og skröltandi húnar hverfa úr sögunni. • Hávaðalaus lokun vegna innbyggðar hljóðeinangrunar. • Útlitið mótast af einföldum hring- • formum. Enn einn votturfím listfengi ítalskra hönnuða. • Litaúrvalið er fjölbreytt og m.a. völ á sérstakri húðun sem þolir vel seltu og risjótt veður. • Auðveld og fljótleg ísetning vegna þess að allt er þaulhugsað í sambandi við Meroni húna og læsingar. • Vandið val þeirra hluta sem eru í dag- legri notkun og setja svip á umhverfið. Hér eftir nota menn Meroni húna og læsingar Dankerscn og Grambke, Bremen, unnu göða sigra I vestur-þýzku Bundes- ligunni í handknattleiknum um helgina. Björgvin Björgvinsson lék sinn lang- bezta leik með Grambke — átti snjallan leik og skoraði fimm af mörkum liðsins. Hins vegar tapaði Göppingen og hefur aðeins hlotið þrjú stig i fimm leikjum. Úrslit i leikjunum um helgina urðu þessi. Grosswallstadt-Milbertshofen 22—16 Kiel-Hofweier 12—14 Hiittenheim-Rheinhausen 20—15 Nettelstedt-Gummersbach 14—12 Leverkusen-Dankersen 14—18 Gensungen-Grambke 20—25 Leikur Gensungen og Grambke var tvisýnn lengi vel. Jafnt 20—20 en Grambke skoraði siðustu fimm mörkin og vann góðan sigur. Dankersen hafði alltaf yfir gegn Bayer Leverkusen. Sigur liðsins aldrei í hættu þrátt fyrir heldur slakan leik. Það kom ekki að sök. Nýliðar Leverkusen lélegt lið. Ólafur H. Jónsson, Waltke og van Oepen skoruðu fjögur mörk hver fyrir Dankersen, Axel Axelsson þrjú, Busch ® tvöog Maiereitt. Grosswallstadt og Hofweier eru efst p með 11 stig eftir 6. umferðir. Dankersen | er í þriðja sæti með 9 stig og Grambke og Nettelsted koma síðan með 8 stig. — Útsölustaðir: Casa Norðurfell Brúnás Borgartúni 29 Akureyri Egilsstöðum Reykjavík Heildsölubirgðir: Sigurvík h/f. Sími 20640 Kaupfélag Þingeyinga Kaupfélag Húsavík Vopnfirðinga

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.