Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16.0KTÓBER 1978. DAGAR í DISNEY G iERD Um Ijóðabók Þórarins Eldjárns, „Disneyrímur”, Myndskreytingar: Sigrún Eldjárn Iðunn, 89bls. ræna íþróttamennsku. Að þessu sögðu verð ég samt að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvers vegna Þórar- inn kýs að skrifa heilan bálk um Walt Disney og misgjörðir hans. Arðræninginn Disney Það er nú orðið gamalt efni og vel tuggið, eins og reyndar kemur fram í bókalista Þórarins i lokin, bæði pró og kontra, en margir helstu hatursmenn Disneys hafa einmitt verið Svíar. Ég verð nú að segja að allt þetta Disney- hatur fer svolítið fyrir brjóstið á mér. Ég efa t.d. að Disney hafi verið verri við sín hjú og meiri arðræningi en margir af af Hollywood-mógúlunum svonefndu, þótt ekki hafi hann alltaf verið geðslegur. Það setur jafnan að mér óstjórnlegan hlátur þegar ég sé grafalvarlegar ritgerðir um „imperíal- isma, sadó-masochisma og kvenhatur í Andrési önd”, m.a. vegna þess að ég hef hvergi séð sannanir fyrir því að börn og unglingar taki þessar teikni- myndir á nokkurn hátt alvarlega og ég held satt að segja að þeim detti ekki í hug að bera „hegðunarmynstur” þeirra saman við daglegt líf. Afleiðing, ekki upphaf Alla vega gerði mín kynslóð það ekki. Kannski við höfum verið óvenju harðsoðin. En að sjálfsögðu má álasa Disney fyrir margt, m.a. væmnar og útvatnaðar útsetningar á gömlum ævintýrum, rit- og tónstuld og trölls- legt smekkleysi i Disney-löndum sinum í Kaliforniu og Flórida. En Walt Disney er fremur afleiðing af ákveðinni þróun i Bandaríkjunum en upphafsmaður hennar. En fjanda- kornið — ég fyrirgef Disney margt vegna Fantasiu. Nú, nú, þetta átti nú ekki að vera varnarræða fyrir W. Disney heldur umræða um ástæður Þórarins. Svo er spurningin hvers vegna höfundur velur rimnaformið á okkar rímlausu skeggöld. Sennilegasta tilgátan er: sér til gamans, auk þess sem rímur hafa löngum reynst vel í endursögnum eða frásagnarlist. í sjöttu rímu segir Þórarinn: „Ekki flý þó æpt sé hí / örlög mín: að ríma”. Svona einfalt er það. ✓ Á kostum Og þar fer Þórarinn á kostum. Ég man reyndar ekki eftir bók sem ég hef haft eins gaman af að lesa upphátt. Viðbrögð áheyrenda voru á sama veg: miklar hlátursrokur og læraskellir. Inn i umgjörð rimnanna smellir, treður og rennir Þórarinn frásögn sinni og tekur ýmsa áhættu með erfið rím og orð- Bók menntir Bók menntir því að fara skammt inn i hug drengsins, með þvi að hafa litið af samtölum i sögunni, og með því að lýsa fólki fremur sem heild en sem ákveðnum persónum, eins og „fólkið”, „konurnar”, „kallarnir”. Einstaka persónur skera sig þó úr, en þær eru fremur fulltrúar ákveðinna lífsforma eða lifsskoðana heldur en skýrt mótaðir einstaklingar; Hans bóndi, „þjóðdansari og forsöngvari”, er hold tekja hinnar sérstæðu færeysku dans- og kvæðamenningar, og útlit hans sver sig í ætt við það umhverfi sem hefur mótað hann: hrukkurnar á andliti hans voru djúpar ristur, eins og lækjarfarvegir í færeysku landslagi.” (s. 43). Hörð lífsbarátta Tryggvi Gunnarsson safnvörður og loftárásir eru hafnar á England. Óvissan um framtíðina orsakar „vanmáttartilfinningu og uppgerðar- kátínu” með fólkinu og hugir þess „vega salt á hnifsegg milli bjartsýnis- vona og svartnættiskviða.” (s. 51) Helköld hönd stríðsins heldur mannlífi eyjanna i járngreipum, enda þótt hið eiginlega stríð hafi ekki náð þangað með eyðileggingarmætti sínum og manndrápum. Frásögnin Frásögninni má lýsa með oröum eins og fáguð, látlaus, hljóðlát. Sagan er alveg laus við þá hávaða- og æsi- mennsku, sem svo margar bækur stæra sig af nú á dögum. Höfundur skapar vissa fjarlægð í sögunni með Einstöku sinnum bregður höfundur sér yfir i ljóðrænar umhverfis- og náttúrulýsingar, eins og til að leggja áherzlu á hið nána samspil manns og náttúru í Færeyjum. Líf eyjaskeggja hefur öðru fremur einkennzt af hinni hörðu baráttu, sem ibúarnir hafa orðið að heyja gegn óbliðum náttúruöflum í aldaraðir. Grindhvaladrápið með öllum þeim „æsingi og gauragangi” sem þvi fylgir, og síðan fagnaðar- skemmtunin á eftir, verður sem tákn fyrir enn einn sigur eyjabúa yfir náttúruöflunum. Með þessari bók hefur höfundi tekizt að draga upp skýra og raunsanna mynd af liðnum tíma, en einmitt það held ég að hafi verið markmið hans. 1 stuttu máli sagt: góð og athyglisverð bók, sem að auki er vel þýdd. Þórarínn Eldjárn skripi en þrátt fyrir það er það gletti lega sjaldan sem honum mistekst. Þó verð ég að segja að „röskan" og „Tuscon” gengur ekki og nokkur önnur skemmtilegheit eru á mörkun- um. Rímurnar eru sjö talsins og breytir Þórarinn bragarhætti frá rímu til rimu. Hver ríma hefst síðan á for- spjalli og glensi höfundar um eigin að- stæður, afstöðu til kveðskapar, basl rithöfunda, leit að innblæstri og ýmis- legt hugarangur on síðan vindur Þórarinn sér út í „plottið” sem spunnið er frá því „Vilja drottins var ei breytt: / Walt kom undir, Disney”, og þangað til „Kall hann heyrði, klukka sló, / krabba fékk í lunga, dó”. Lopinn teygður Epílóg fylgir svo þar sem Þórarinn fjallar um áhrif Disneys eftir dauðann. Það má e.t.v. segja að Þórarinn teygi lopann einum um of ef á heildina er litið, ómerkilegir atburðir fá mikið pláss á köflum — en höfundi fyrirgefst ansi margt sökum fyndni sinnar og fimi. „Disneyrímur” eru myndskreytt- ar af Sigrúnu Eldjárn sem vex með hverju verkefni og fara myndir hennar prýðilega við textann. Sambandsverksmiðjurnar Akureyri VERKSMIÐJU- ÚTSALAN SLÆR ÖLL FYRRI MET tízkuvörur úr ull Pils frá kr. 2.000.- Vesti frá kr. 2.000.- Ofnar slár frá kr. 6.000.- Peysur frá kr. 2.000.- Fóðraðir jakkar frá kr. 5.000.- Prjónakápur frá kr. 4.000 Ullarteppi Teppabútar Áklæði Gluggatjöld Buxnaefni Kjólaefni Gallabuxur Vinnubuxur Ullarefni Sængurveraefni Gam, margar gerðir Loðband Lopi Anorakkar Peysur Karlmannaskór Kvenskór Kventöflur Unglingaskór Mokkahjffur Mokkahúfur útsölu- dagur á morgun þriðjudag. Sambandsverksmiðjurnar Iðnaðarmannahúsinu Hallveigarstíg 1.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.