Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 35
 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR ló.OKTÓBER 1978. « Utvarp Sjónvarp D Kvennarirkið nefnist leikritið sem sýnt verður á mánudagskvöld. Á myndinni sjáum við fjörar leikkonur sem fara með aðalhlutverk. Það eru þær Linda Kriiger, Gunilla Olsson, Eva-Britt Strandberg og Inga Gill. KVENNAVIRKIÐ - sjónvarp kl. 21.00: Þegar karlmaður leggst inn á kvensjúkdómadeild Á mánudag sýnir sjónvarpið sænskt sjónvarpsleikrit i gamansömum dúr eftir Önnu-Mariu Hagerfors. Leik stjóri er Judith Hollander og með aðal- hlutverk fara Inga Gill, Eva-Britt Strandberg. Gunilla Olsson og Linda Kriiger. Leikritið fjallar um fjórar konur sem allar eru sjúklingar á kvensjúk- dómadeild. Þær frétta af sjúklingi sem kominn er á deildina en fær hvergi inni vegna þrengsla. Konurnar eiga við ólík vandamál að stríða en eru þó nokkuð hressar. Þær ræða vandamál sín á opinskáan og gamansaman hátt. Þegar þær frétta af sjúklingnum sem verið hafði á geðdeild en er nú kominn á kvensjúkdómadeildina vilja þær ólmar rýma til á stofunni, svo hægt sé að bæta við rúmi. Sjúklingur- inn er dálítið ólikur þeim. þvi hann er karlmaður. Karlmaðurinn er í rann- sókn á kvensjúkdómadeildinni vegna þess að hann er með stóra kúlu á maganum og heldur hann að hann sé óléttur. Leikritið lýsir síðan samræðum sem eiga sér stað á deildinni og er gert heldur litið úr karlmanninum. Hann vill ólmur komast burt eftir að hafa verið skoðaður á fæðingarbekk og fleira í þeim dúr. Það má segja að leik- ritið sé kvenréttindaleikrit og er tals- vert um ádeilu á karlmanninn. En engu að síður er leikritið fyndið og mjög svo opinskátt. Að sögn þýðanda er vel hægt að mæla með því og ætti engum að leiðast. Leikritið er í lit og tekur rúmlega klukkustund i flutningi. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. ELA / \ Popphorn í útvarpi í dag kl. 16.20: „Synd að hljómplötur skuli ekki lengur ætlaðar almenningi” — segir Þorgeir Ástvaldsson „Ég ætla að kynna glænýja plötu með Billy Joel sem kemur út i dag, samtimiá hér á landi og i Bandarikjun- um,” sagði Þorgeir Ástvaldsson, kynnir Popphornsins i dag. „Billy Joel er einn athyglisverðasti hljóm- flutningsmaður sem fram hefur komið á þessu ári, enda þótt hann sé mikið búinn að hafa fyrir þvi að öðlast frægð og frama. Billy er lífsreyndur maður, hann hefur starfað sem klassískur píanóleikari og hann hefur einnig lagt fyrir sig hnefaleika. Það má segja að hann muni timana tvenna, allt frá ræsinu og til listamanns sem er hampað. „Hann hefur gefið út sex breið- skifur og semur hann allt sjálfur. Nýjasta plata hans hefur að geyma svipaðar lagasmiðar og fyrri plötur hans. Tónlist hans er frá rólegri rómantiskri tónlist og allt upp í kraft- mikið rokk. Billy ' hefur alltaf frá einhverju að segja i textum sinum og lýsa þeir gjarnan lifsskoðunum hans og því sem hann hefur upplifað," sagði Þorgeir. Þorgeir sagðist ennfremur verða með eldri lög frá Billy Joel og reyna að blanda gömlu og nýju saman. „Eitthvað verð ég með meira af nýju efni," sagði Þorgeir „en ekki er alveg ákveðið hvað það verður. Það er svo mikið til af nýju efni að maður nær því ekki að fylgjast með. Það er bara verst að hljómplötur skuli ekki lengur vera ætlaðar almenningi, að minnsta kosti bendir verðlagið til þess,” sagði Þorgeir ennfremur. Þorgeir hefur nú séð um mánudags- popphornið í um tvö ár og sagði hann að þátturinn sinn myndi ekkert breytast með tilkomu vetrardagskrár. Popphorn hefst kl. 16,20 i dag og er klukkustundar langur. ELA 35 Nióttu dagsins með Dentokej Xylilwl cr núilúrulcgl sxticfni i.sykurlaust tyggigúmmí frá Wriglcys Seljum f dag:a Saab 99 GL árg. ’77, 2 dyra beinskiptur, ekinn 25 þús. km, verð 4,5 milljónir. Saab 99 árg. ’74, ekinn 18 þúsund km, úrvals bill, verð 2700 þús. Saab 99 árg. '76, ekinn 23 þúsund km, verð 3700 þús. Saab 99 GL árg. ’78, ekinn 20 þús. km, 4 dyra, beinskiptur, verð 5 m Saab 96 árg. ’74, ekinn 46 þús. km, bíll i sérflokki, verð 2200 þús. Pontiac LeMans árg. ’73, ekinn 81 þús. km, 2ja dyra sjálfskiplur með öllu, verð 3000 þús. Toyota Corolla SL árg. '71, litað gler, ekin 78 þús. km, sportfelgur, verð 1000 þús., skipti möguleg á Saab 99 árg. ’74. lánum 600 þús. Autobianchi árg. '11, ekinn 34 þús. km, verð 1700 þús. Saab 95 árg. ’72, ekinn 120 þús. km, verð 1400 þús. Saab 96 árg. ’73, ekinn 74 þús. km, verð 1500 þús. Saab 99 árg. '12, ekinn 100 þús. km, verð 1800 þús. Saab 99 EMS árg. '75, ekinn 47 þús. km, verð 350Ó þús.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.