Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16.0KTÓBER 1978.
3
\i
\
Bamakærleikur dagblaðanna
Þorstcinn Steingrímsson skrifar:
Þar kom að því að dagblöðin féllu á
sjálfs sins bragði er lögmaður Vísis
Sveinn Snorrason hrl. beitti blessuðum
börnunum fyrir sig í striði, dagblað-
anna við verðlagsstjóra er hann vakti
athygli á því hve hlægileg launakjör
útburðar og sölubarna dagblaðanna
eru með þvi að laun þeirra skuli vera
einhver ákveðin prósenta af áskriftar-
gjaldi. Að sjálfsögðu hafa dagblöðin
aldrei fengizt til að ræða mál þessi
opinberlega fyrr en þau sjálf gátu
notfært sér þetta til framdráttar til
hækkunar áskriftargjalda og nú á að
beita fyrir sig þeim hópi sem þau sjálf
hafa beitt órétti í mörg ár. Gaman
væri að sjá útreikning á því hver
myndi græða mest á hækkun blað-
anna, blööin sjálf eða börnin. Því eru
laun blaðburðar og sölubarna miðuð
við áskriftargjald en ekki laun blaða-
manna, ritstjóra o.fl? Gaman væri að
fá upplýst hver laun bams eru fyrir
einhverja tiltekna götu/götur t.d. í
eldri borgarhlutanum þar sem fáar
blokkir eru og vegalengdir miklar.
Gaman væri að reikna út timakaup
viðkomandi barns, einnig að fá útskýr-
ingu á þvi hvernig standi á því að
blöðin greiða fullorðnu blaðburðar-
fólki hærri laun en börnum? Fá börnin
einhverja aukaþóknun fyrir að þurfa
að koma margsinnis til að fá greidda
mánaðaráskrift eins og mýmörg dæmi
eru um? Hefur blaðburðarfólk fengið
láglaunabætur? Hefur blaðburðarfólk
fengið greidda næturvinnu fyrir
útburð á morgunblöðunum en ætlazt
er til að þau séu komin til lesenda um
kl. 8 á morgnana þannig að þetta er
„púra" næturvinna og hún oft kalsa-
söm á vetrum. Er greitt í lífeyrissjóð
fyrir blaðburðarfólk sem er komið á
þann aldur að það lögum samkvæmt á
að greiða í lífeyrissjóð. Hvernig er
greiðslum fyrir veikindadaga háttað?
Hvern útvegar viðkomandi dagblað í
stað sjúks blaðburðarbarns? Gjarna
vildi ég fá svör við þessum
spurningum.
Vil ég hér með benda blaðburðar-
og sölubörnum á það stofna með sér
stéttarfélag til þess að sjá um
samninga sína gagnvart dagblöðun-
um. verðlagsstjóra, viðskiptaráðherra
o.fl.
Vil ég að lokum vekja athygli á að i
hönd fer bamaár og er þvi tilvalið
tækifæri að byrja á að rétta hlut
vinnandi barna, s.s. blaðburðarbarna.
Hvenær verða
trygginga-
félögin
stikkfrí?
Vegna þeirrar umræðu sem orðið
hefur upp á siðkastið i blöðum um
umferðar- og tryggingamál bifreiða og
ökumanna langar mig að leggja orð í
belg.
Það hefur verið brýnt fyrir öku-
mönnum og gangandi vegfarendum
að fara varlega og um það er auðvitað
ekkert nema gott eitt að segja. Fólk
hefur lika reynt að fara varlega en hins
vegar læðist að mér sá grunur að allur
þessi áróður og læti á haustin geri bíl-
stjóra einfaldlega taugaveiklaða i
umferðinni. Það er farið með fullorðið
fólk eins og börn og ég vil einnig vekja
athygli á því að bilstjórar og eigendur
bifreiða eru nánast undantekningar-
lítið þeir sem verða að borga brúsann.
Forvígismenn tveggja trygginga-
fyrirtækja hafa nú látið hafa eftir sér
alls kyns óhróður um íslenzka bil-
stjóra. Mér er nær að halda að þeim
færi bezt að þegja þvi þeim kemur
þetta greinilega ekkert við og hafa ekki
verið beðnir að segja neitt um málið.
Alla vega bitna slys eða árekstrar
nú i æ minna mæli á pyngju
tryggingafélaganna. Mest er um svo-
nefnda smáárekstra sem ökumenn og
eigendur bifreiða verða undan-
tekningarlitið að borga sjálfir.
Tryggingar eru lögboðnar og þessum
einkafyrirtækjum tryggðir kúnnar
með lögum. En það hefur hins vegar
verið stefnan að hækka sífellt sjálfs-
ábyrgð ökumanna. Hvenær verða
tryggingafélögin algjörlega stikkfri,
mérerspurn? „Reiðurökumaður”.
Blaðburðarbörn eru hvött af bréfritara til þess að stofna stéttarfélag sem sjái um samninga þeirra vlð dagblöðin, verðlags-
stjóra og viðskiptaráðherra.
Jafnan
fyrirliggjandi
í miklu úrvali
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI
1439 H
Heimilisborvél
Mótor: 380 wött
Patróna: 10 mm
Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn/mín.
Höggborun: 0-36000 högg/mín.
1417 H.
Heimilisborvél
Mótor: 420 wött
Patróna: 13 mm
Stiglaus hraöabreytir (rofa og tvær fastar
hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn/mín.
Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra
fylgihluta, svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússi-
kubbur og limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má
tengja við borvélina með einkar auðveldum hætti, svo
nefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernd-
uð uppfinning SKIL verksmiðjanna, Ekkert þaft að
fikta með skrúfjárn eða skiptilykla heldur er
patrónan einfaldlega tekin af, vélinni stungið
í tengistykkið og snúið u.þ.b. fjórðung úr
hring, eða þar til vélin smellur í farið. Fátt
er auðveldara, og tækið er tilbúið til
notkunar. Auk ofangreindra
fylgihluta eru á boðstólum
hjólsagarborð, láréttir og lóð-
réttir borstandar, skrúfstykki,
borar, vírburstar, skrúfjárn og
ýmislegt fleira sem eykurstór-
lega á notagildi SKIL heimilis-
borvéla.
ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL
Einkaumboð á Islandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri.
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Eigum einnig fyrirliggjandi
margar fleiri gerðir og stærðir
af SKIL rafmagnshandverkfærum.
Komið og skoðið, hringið eða
skrifið eftir nánari upplýs-
ingum.
Tekur þú lýsi?
(Nemendur i Átftamýrar-
skóla spurðir)
Borgar Ólafsson, 10 ára: Já. ég tek eina
matskeið á hverjum morgni. Það er
ágætt á bragðið. Með þvi að taka lýsi
verður maður sterkur.
Ómar Tómasson, 10 ára: Nei. Mér
finnst það ferlega vont á bragðiö. En ég
tek lýsispillur i staðinn. Þá finnur maður
ekkert bragð að lýsinu. Ef fólk tekur lýsi
þá verður það sterkt.
Jóhannes Felixson, II ára: Nei, þaðgeri
ég ekki. Það er svo vont á bragðið að ég
get ekki borðað það. Jú. ég borðaði það
þegarég varlítill.
Jón Geir Pálsson, 11 ára: Ja. ég tek ekki
lýsi á flöskum. Ég tek lýsispillur ýmist
þrjár á dag eða færri. Lýsi er hollt og svo
verður maður líka hraustur af því að
taka það.
Bima Lárusdóttir, 12 ára: Nei. mér
finnst það ferlega vont. Ég tók lýsi þegar
égvarminni.
Helga Jónsdóttir, 10 ára: Já, ég tek eina
matskeið á dag. Það er alveg hræðilega
vont á bragðið, en með því að taka það
inn verð ég hraust. „Það er auðséð að
hún Helga tekur inn lýsi, það eru engin
venjuleg högg sem maður fær frá
henni,” sagði einn skólafélaga hennar.