Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR ló.OKTÓBER 1978. BILAPARTASALAN Höfum úrval notaöra varahluta íýmsar tegundir hifreiöa, tildæmis: * Rambler American '67, Saab '67, Fiat 128 árg. '72, Taunus 17 M '67, Volvo Amazon '65, Chevrolet Bel Air '65, Willys '47. Einnig höfum viö úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleda. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höfdatúni 10 - Simi 11397 Örkin s/f C 4,4904 FASTEEGNASALA Við erum í HJARTA Kópavogs, að Hamra- borg 7. Úrval eigna á söluskrá. Seljendur athugið: Látið skrá ykkar eignir hjá okkur. Önnumst makaskipti, svo og allar sölur. Lögmaður Sigurður Halgason. Grindavfk Dagblaðið vantar umboðsmann frá 1. nóven.ber. Uppl. gefa Elín Þorsteinsdóttir. sími 8163 og afgreiðsla 22078. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóðleikhúsinu Til sölu BMW árgerð 1970 rWÁUlTj Renault 16 TL árg. 1972 Renault 12 Station árg. 1974 Renault 5 TL árg. 1978 Kristinn Guðnason hf. bifreiða- og varahlutaverzlun, Suðurlandsbraut 20, sími 86633. Frá xfingastaðnum við Vifilsstaðavatn um helgina. Hundaeigendur voru fjölmennir á æfingunni með hunda sína. Augljöst var að keppnin í Garðabæ verður hörkuspennandi um næstu helgi. DB-mynd Hörður Þrátt fyrir hundabannið: HUNDAR ALDREI VINSÆLLI^H Þrátt fyrir svokallað iiundabann á stærsta ibúðasvæði landsins virðist það staðreynd að aldrei hafa menn fest eins mikla ást á hundinum eins og einmitt nú siðustu árin. Næstkomandi sunnudag ætla hunda- vinir að efna til mikillar sýningar og keppni i íþróttahúsinu í Garðabæ. Þar munu koma fram hátt i 100 hundar og keppa um titilinn „fegursti hundur íslands”. Matthías Pétursson, einn af frum- kvöðlum þessarar sýningar og keppni, sagði Dagblaðinu að hundarnir kæmu —100 hundar keppa um titil íkeppni um næstu helgi hvaðanæva að af landinu, en eingöngu væru teknir með hreinræktaðir hundar. þ.e. þeir sem hægt væri að sanna hrein- rækt með ættartölu eða upplýsingum sem þættu óyggjandi. Um helgina mættu 50—60 hundaeig- endur til æfingar við Vifilsstaðavatn og þótti æfingin gefa góð fyrirheit um stranga keppni um næstu helgi. Þar voru margir bráðfallegir hundar, gæddir réttu byggingarlagi og útliti og hegðunin var til fyrirmyndar. Hingað til lands er væntanleg Jean Lanning frá Bretlandi, en hún verður adaldómari keppninnar. Mark Watson, hinn mikli vinur hundaeigenda hér á landi, greiddi fargjald ungfrúarinnar og hefur enn einu sinni sýnt í verki velvilja sinn i garð hunda og eigenda þeirra hér á landi. Hundar eru orðnir mjög dýrir ef þeir eru hreinræktaðir. Þannig kostar t.d. labradorhundur rúmlega 150 þúsund og hreinræktaður „lslendingur" kostar yfir 50 þúsund krónur, að sögn Matthí- asar Péturssonar. -JBP Hárgreiðslustofan Yr í efra Breiðholti: Guðfinna Jóhannsdóttir þjónar einum viðskiptavini sínum. TVÆR NÝJAR HÁRGREIÐSLU- ST0FUR í BREIÐH0LTINU Þjónustustofnunum i Breiðholtshverf- unum fjölgar hægt og sigandi. Um helg- ina var opnuð hárgreiðslustofa i verzl- unarhúsinu við Leirubakka 36 og ber hún nafnið Aþena. Eigendur og starfsmenn stofunnar eru þær Lára Daviðsdóttir og Björk Hreiðarsdóttir. Bjóða þær upp á alhliða hárgreiðsluþjónustu og báðar hafa langa reynslu í faginu. Þær voru áður hjá Sig- urði „Brósa” Benónýssyni. Aþena er opin alla virka daga kl. 9— 18 ogá laugardögum kl. 8—16. Þá var fyrir nokkru opnuð ný hár- greiðslustofa i efra Breiðholti. í Dúfna- hólum 2, og ber sú stofa heitið Ýr. Eig- andi stofunnar og meistari er Guðfinna Jóhannsdóttir, en henni til aðstoðar er Inga Gunnarsdóttir. Guðfinna hefur verið lengi í hárgreiðslu, lengst af á hár- nroiAclnctAfiinm Dnrmn Hárgreiðslustofan Ýr er opin daglega kl. 9— 18 og kl. 8—14 á laugardögum. Aþena heitir nýja hárgreiðslustofan I neðra Breiðholtshverfi. Á myndinni eru eigendurnir, Lára Daviðsdóttir (til vinstri) og Björk Hreiðarsdóttir með hendur f hári viðskiptavina sinna. DB-myndir: Hörður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.