Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 30
30
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16.QKTÓBER 1978.
r Veðrið "
Vestan og norðvestan átt é
landinu f dag, kaldi og lóttskýjað
Austanlands en stinningskaldi eða
allhvasst og dálítil slydduél i öðmm
landshlutum.
HKi kl. 6 í morgun: Reykjavík 5 stig
og skýjað, Gufuskálar 6 stig og lótt-,
skýjað, Galtarviti 4 stig og skýjað,
Akureyri 4 stig og skýjað, Raufarhöfn
2 stig og skýjað, Dalatangi 7 stig og
léttskýjað, Höfn Homafirði 5 stig og
lóttskýjað og Stórhöfði I Vestmanna-
eyjum 5 stig og léttskýjað.
Þörshöfn í Færeyjum 6 stig og létt-
skýjað, Kaupmannahöfn 10 stig og
rigning, Osló 5 stig og rigning,
London 7 stig og skýjað, Hamborg
12 stig og rigning é siðustu klukku
stund, Madríd 11 stig og lóttskýjað,
Lissabon 18 stig og rígning og New
York 9 stig og heiðríkt A
Sólveig Vilhjálmsdóttir lézt 6. okt. Hún
var fædd að Ölduhrygg i Svarfaðardal
27. sept. árið 1900. Foreldrar hennar
voru hjónin Kristín Jónsdóttir frá
Jarðbrú og Vilhjálmur Einarsson
kennari við Bakka í Svarfaðardal.
Sólveig fluttist að heiman á tvitugsaldri
til Reykjavíkur, vann hún ýmis störf, þó
aðallega i vistum. Síðar gerðist hún
ráðskona á Siglufirði og kynntist hún
þar eftirlifandi manni sinum. Magnúsi
Jónssyni Scheving. Eignuðust þau tvö
börn. Eyjólf Ægi kennara og Sigrúnu
kaupmann. Sólveig verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju í dag mánudag kl.
1.30.
Sigrún Guðmundsdóttir frá Skipholti
verður jarðsett frá Hruna
miðvikudaginn 18. okt. kl. 2.
Gunnar Björn Halldórsson, Stóragerði
38 lézt í Borgarspítalanum 13. okt.
Jón Haukur Steinþórsson, Staðarvör 2,
Grindavík er lézt 8. okt. verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 17. okt. kl. 10.30.
Jóna Vigdís Gunnlaugsdóttir verður
jarðsungin frá Fríkirkjunni þriðjudaginn
17. okt. kl. 1.30.
Sesselja Vilhjálmsdóttir, Laugarásvegi
7, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 17. okt. kl. 1.30.
WMIMÍ
„Old boys" leikfimi
er í Breiðagerðisskóla á mánud. kl. 19.00 og fimmtud.
kl. 19.15. Innritun i tímunum.
Fimleikar í
Fellaskóla
Fimleikar fyrir drengi 10—12 ára á miðvikud. kl.
19.10 og laugard. kl. 18.10 í iþróttahúsi Fellaskóla.
Innritun i timunum.
Kvennaleikfimi
Æfingar eru í Breiðagerðisskóla á mánud. kl. 19.50 og
fimmtud. kl. 20.05. Innritun í tímunum.
Vetrardagsmót
unglinga 1978
Þann 21. október verður haldið i TBR-húsinu opið
unglingamót i tvíliðaleik og tvenndarleik i cftirtöldum
flokkum:
Piltar — stúlkur (f. 1960—1961)
Drengir — telpur (f. 1962— 1963)
Sveinar — meyjar (f. 1964—1965)
Hnokkar — tátur (f. 1966 og síðar)
Keppnisgjald verður 1500 krónur fyrir hvora grein i
piltar — stúlkur og drengir — telpur og 1000 krónur i
sveinar — meyjar og hnokkar — tátur.
Mótið hefst kl. 2.
Þátttökutilkynningar skulu sendar til TBR fyrir
þriðjudaginn 17. október og skulu þátttökugjöld fylgja
með.
Frjálsíþróttasamband
íslands
\rsþing Frjálsiþróttasambands íslands verður haldið i
Reykjavik 25.-26. nóvember 1978.
Málefni sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði
fyrir á þinginu skulu tilkynnt FRl minnst tveim vikum
fyrir þing.
33. ársþing KSÍ
verður í Kristalssal Hótel Loftleiða dagana 2. og 3.
c'es. nk.
Skíðadeild Ármanns
Mumö Bláfjöllin um helgina. Mætingar alltaf skráðar.
Komizt öll á blað fyrir reisuhátiðina.
Alþýðubandalagið Vestur-
Skaftafellssýslu
Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Vestur-Skaftafells-
sýslu verður haldinn að Ketilsstöðum mánudaginn 16.
október. Fundurinn hefst kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning í
flokksráð og kjördæmisráð. 3. önnur mál.
Garðar Sigurðsson og Baldur Óskarsson mæta á fund-
inum.
Alþýðubandalagið í
Hveragerði — Skemmtun
í tengslum við aðalfund kjördæmisráðs Alþýðubanda-
lagsins í Suðurlandskjördæmi sem haldinn verður
laugardaginn 21. október í ölfusborgum gengst A1
þýðubandalagið i Hveragerði fyrir dansleik þá um
kvöldið i félagsheimili ölfusinga ætluðum ráðsi'ulltrú-
um, öðru Alþýðubandalagsfólkí og gestum þeirra.
Skemmtunin hefst kl. 22.
Sjálfstæðiskvennafélagið
Edda, Kópavogi
heldur aðalfund þriðjudaginn 17. okt. 1978 kl. 21.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar. önnur
mál. Innritun á námskeið er haldin verða i vetur fer
fram á fundinum.
Alm^nnur stjórnmála-
fundur á Seffossi
Framsóknarfélag Árnessýslu heldur almennan stjórn-
málafund á Selfossi fimmtudaginn 19. október kl.
21.00. Frummælandi verður Steingrimur Hermanns
son ráðherra.
Kjördæmisráð Alþýðubanda-
lagsins á Suðurlandi
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins
Suöurlandskjördæmi verður haldinn i ölfusborgum
laugardaginn 21. október og hefst kl. 13.30. Ráðgert
er að Ijúka fundinum þann dag.
Sjálfstæðisfélag
Akureyrar
heldur aðalfund mánudaginn 16. okt. nk. i Sjálfstæðis
húsinu kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál.
Jón G. Sólnes alþingismaður og Gísli Jónsson bæjar
ráðsmaður flytja stutt ávörp og svara fyrirspurnum.
Félagar, mætið vel og stundvislega.
Félag sjálfstæðismanna
í Háaleitishverfi
Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 18. okt. i
Valhöll, Háaleitisbraut I. Fundurinn hefst kl. 18.
Dagskrá: Venjulegaðalfundarstörf.
Kvenfélag
Bæjarleiða
Aðalfundur Kvenfélags Bæjarleiða verður haldinn
þriðjudaginn 17. okt. kl. 20.30 að Siðumúla 11.
Venjuleg aðalfundarstörf og myndasýning.
Félag einstæðra
foreldra
Aðalfundur félagsins verður að Hótel Esju fimmtud.
19. okt. næstkomandi og hefst kl. 21. Veitingar á
staðnum, skemmtiatriði. Mætið vel og stundvislega.
Nýir félagar velkomnir.
Framhaldsaðatf undur BÍ
Framhaldsaðalfundur Blaðamannafélags íslands,
verður haldinn þriðjudaginn 17. október kl. 20.30 að
Hótel Esju. Lagabreytingarogönnur mál.
Aðalfundur
Vélbátaábyrgðarfélags
ísfirð-rga
verður haldinn i skrifstofu Vinnuveitendafélags Vest-
fjarða i Isfirðingshúsinu við Árnagötu laugardaginn
2l.okt. kl. 2e.h.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál.
Skíðadeild Fram
Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 19. október
kl. 20.30 i félagsheimilinu við Safamýri.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, lyftukaup,
önnur mál.
Sjálfboðaliðar óskast til starfa um næstu helgi til þess1
að reisa Ijósastaura og grafa fyrir jaröstreng. Hafið
með ykkur skóflu og nesti.
Aðalfundur
Meitilsins hf.
verður haldinn i Þorlákshöfn mánudaginn 30. október
og hefst hann kl. 2 siðdegis.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Knattspyrnudeild Fram
Knattspyrnudeild Fram heldur aðalfund sinn i félags-
heimilinu við Safamýri i dag 15. október kl. 2.
Venjuleg aðalfundarstörf.
FUF Kópavogi
Þriðjudaginn 17. okt. verður opið hús að Neðstrutröð
4. Bæjarfulltrúarnir verða á staðnum og skýra frá
gangi mála. Nefndarfólk og aðrir Kópavogsbúar
fjölmennum.
Framsóknarmenn —
Reykjaneskjördæmi
Fundur verður í Fulltrúaráði kjördæmasambandsins
fimmtudaginn 19. okt. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu
Keflavik.
Fundarefni: Skipulag og starfshættir Framsóknar
flokksins.
Formenn flokksfélaga fulltrúaráða og miðstjórnar-
menn mæti.
íðja, félag
verksmiðjufólks
Félagsfundur i Iðju verður haldinn miðvikudaginn 18.
okt. kl. 20.30 í Lindarbæ.
Dagskrá: Kjarasamningarnir. önnur mál.
Mætið vel og stundvíslega.
Kvenfélagið
Seltjörn
Fyrsti fundur félagsins i vetur verður þriðjudaginn 17.
okt. kl. 8.30 i Félagsheimilinu. Ingibjörg Dungal
snyrtisérfræðingur kemur á fundinn. Konur takið
með ykkur nýja félaga.
Sálarrannsóknarfélag
íslands
Fundur verðurað Hallveigarstöðum mánudaginn 16.
október kl. 20.30.
Frá IMáttúrulækninga-
félagi Reykjavíkur
Almennur fundur verður i Matstofunni að Laugavegi
20B mánudaginn 16. okt. nk. kl. 20.30. Sagt frá félags-
starfinu og umræður um félagsmál.
Háskólafyririestur
Otmar Werner, prófessór i málvisindum við há
skólann í Freiburg i Vestur-Þýzkalandi, flytur
opinberan fyrirlestur í boði heimspekjdeildar
mánudaginn 16. okt. kl. 20 í stofu 101 í Lögbergi.
Fyrirlesturinn nefnist samanburður á færeysku og
islenzku máli og verður fluttur á islenzku. Öllum er
heimill aðgangur.
Sýningarsalur FÍM
Á morgun opnar Hjörleifur Sigurðsson listmálari og
formaður FÍM sýningu i sýningarsal FÍM að Laugar-
nesvegi. Sýnir hann 44 myndir og er þetta bæði yfir-
litssýning og einkasýning. Sjá má sýnishorn mynd-
listar Hjörleifs frá 30 ára timabili og einnig 13 .nýjar
myndir, málaðar undir áhrifum frá Kinaför lista-
mannsins. Sýningin verður opin daglega til 29.
október frá kl. 15—19 virka daga og 14—22 um
helgar.
íslenzkar
handbækur
Út er komið ritið íslenzkar handbækur, flokkuð skrá
með umsögnum, tekið saman af Sigriði Láru
Guömundsdóttur og Inga Sigurðssyni.
Ritiö tekur til allra efnissviða og er fjallað um samtals
521 rit en aftast er registur þar sem greindir eru bóka-
titlar, höfundar, þýðendur og aðrir sem aðild eiga að
þeim ritum, sem fjallað er um i bókinni.
Bókin er samin i Háskólabókasafni. en Rikisprent-
smiðjan Gutenberg offsetprentaði. Útgefandi er
Bóksala stúdenta.
Frá skrif stofu
borgarlæknis
Farsóttir í Reykjavik vikuna 17,—23. september
1978, samkvæmt skýrslum 7 (6) lækna.
Iðrakvef 18(14), kighósti 3 (0). hlaupabóla I (0), hvot-
sótt I (0), hálsbólga 21 (34), kvefsótt 54 (60), lungna
kvef 18 (6). inflúenza 4 (14), kveflungnabólga 3 (3).
virus 12(12) dilaroði 3 (0).
Frá Egilsstaðadeild
AA samtakanna
Gróska er í AA starfi á Austurkjálkanum. Þegar
hefur verið stofnuð AA deild á Egilsstöðum og
Alanon-deild (aðstandendur AA manna) starfað
jafnhliða henni.
Seyðfirðingar og Fáskrúðsfirðingar eru að hleypa af
stokkunum nú um þessar mundir.
Næstkomandi sunnudag 15. okótber verður AA
kynningarfundur i barnaskólanum á Eskifirði. Hafa’
Esk- og Reyðfirðingar hug á að stofna sameiginlega
deild i vetur. Egilsstaðamenn ásamt fleirum munu þá
skýra starfsemi AA samtakanna, og leitast við að
svara spurningum fundarmanna og miðla af reynslu
sinni til þeirra sem hafa áhuga á þessum málum.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
Námskeið i hnýtingum hefst mánudaginn 16. október.
Upplýsingar og innritun i sima 23630 eftir kl. 6 e.h.
Vetraráætlun
Akraborgar
Gildir frá 1. október. Frá Akranesi kl. 8.30, 13.30 og
17.00. Frá Reykjavik kl. 10, 15.30 og 18.30. Simi i
Reykjavik 16420 og 16050. Simi á Akranesi 2275 og
1095.
Myndlistarklúbbur
í Hvassaleitisskóla
Myndlistarklúbbur fyrir áhugamenn verður stofnaður
á næstunni. Aðsetur verður í Hvassaleitisskóla.,
Klúbburinn verður fyrir fólk á öilum aldri. Upplýsing-
ar og innritun er í síma 85014 næstu daga.
Félag óháðra
borgara Hafnarfirði
Spila- og skemmtikvöld verður i Góðtemplarahúsinu
nk. laugardag 21. okt. (fyrsta vetrardag) kl. 20.30.
Félagsvist (12 umferðir). Sýndar myndir úr sumar-
ferðinni. Sameiginleg kaffidrykkja og almennur
söngurogdans.
Aðgöngumiðar kr. 1000.- (kaffiveitingar innifaldar),
afhentir að Austurgötu 10, eða óskast pantaðir sem
fyrst.simi 50764.
Minningarkort
Styrktar- og minningarsjóðs
Samtaka asma-
og ofnæmissjúklinga
fást hjá eftirtöldum: Skrifstofu samtakanna
Suðurgötu 10, slmi 22153, og skrifstofu SÍBS, simi
22150, Ingjaldi, simi 40633, Magnúsi, simi 75606,
Ingibjörgu, simi 2744 Im i Sölubúðinni á Vifils-
stöðum. simi 42800, og Gestheiði, simi 42691.
Minningarkort
Kvenfélags Háteigssóknar
eru afgreidd hjá Guðrúnu Þorsteinsdóttur, Stangar-
holti 32, simi 22501, Gróu Guðjónsdóttur, Háaleitis-
braut 47, sími 31339, Sigræði Benónýsdóttur, Stiga-
hlíð 49, simi 82959, og i Bókabúð Hliðar, simi 22700.
Minningarkort
Sjúkrahúsjóðs Höfða-
kaupstaðar Skagaströnd
fást hjá eftirtöldum: Blindravinafélagi íslands Ingólf-
stræti 19, Rvík, Sigríði Ólafsdóttur, simi 19015, Rvik,
Birnu Sverrisdóttur, simi 8433, Grindavik, Guðlaugi
óskarssyni skipstjóra, Túngötu 16, Grindavik, önnu
Aspar, Elísabetu Árnadóttur og Soffiú Lárusdóttur
Skagaströnd.
Minningarkort
Styrktarfélags vangefinna
fást i bókabúð Braga, Verzlanahöllinni, Bókaverzlun
Snæbjarnar, Hafnarstræti, og á skrifstofu félagsins.
Skrifstofan tekur á móti samúðarkveðjum i sima
15941 og getur þá innheimt upphæðina í giró.
Minningarspjöld
Styrktarsjóðs
vistmanna á Hrafnistu '
fást hjá aðalumboði DAS, Austurstræti, Guðmundi
Þórðarsyni gullsmið, Laugavegi 50 Rvik., Sjómanna-
félagi Reykjavikur, Lindargötu 9, Tómasi Sigvalda-
syni, Brckkustig 8, Sjómannafélagi Hafnarfjarðar,
Strandgötu 11. og Blómaskálanum við Nýbýlaveg og
Kársnesbraut.
Minningarkort
Hallgrímskirkju
í Reykjavík
fást i Blómaverzluninni Dómus Mcdica, Egilsgötu 3,
Kirkjufelli, verzl. Ingólfstræti 6, verzlun Halldóru
Ólafsdóttur, Grettisgötu 26, Erni & örlygi hf., Vestur-
götu 42, Biskupsskrifstofu Klappastíg 27 og í
Hallgrimskirkju hjá Bibliufélaginu og
kirkjuverðinum.
Minningarkort
Byggingarsjóðs
Breiðholtskirkju
fást hjá Einari Sigurðssyni, Gilsárstekk 1, sími 74130
og Grétari Hannessyni, Skriðustekk 3. simi 74381.
Minningarkort
Líknarsjóðs
Áslaugar K. P. Maack
fást á eftirtöldum stöðum i Kópavogi: Sjúkrasamlagi
Kópavogs, Digranesvegi 10, Verzluninni Hlif, Hliðar-
vegi 29. Verzluninni Björg, Álfhólsvegi 57, Bóka- og
ritfangaverzlunini Veda, Hamraborg 5, Pósthúsinu i
Kópavogi, Digranesvegi 9.
Minningarkort
Flugbjörgunarsveitarinnar
tást hjá eftirtöldum: Bókaoúð Braga, Laugavegi 26,
Amatörverzluninni, Laugavegi 55, Húsgagnaverzlun
Guðmundar, Hagkaupshúsinu, simi 82898, Sigurði
Waage, sími 34527, Magnúsi Þórarinssyni, sími
37407, Stefáni Bjarnasyni, simi 37392, og hjá Siguröi
Þorsteinssyni, simi 13747.
Minningarkort
Sambands dýraverndunar-
félaga íslands
fást á eftirtöldum stöðum: I Reykjavik: Loftiö,
Skólavörðustig 4, Verzl. Bella, Laugavegi 99,
Bókaverzl. Ingibjargar Einarsdóttur, Kleppsvegi 150,
Flóamarkaði Sambands dýraverndunarfélags íslands,
Laufásvegi I, kjallara, Dýraspitalanum, Viðidal. Í
Kópavogi: Bókabúðinni Veda, Hamraborg 5. 1
Hafnarfirði: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31.
Á Akureyri: Bókabúð Jónasar Jóhannssonar, Hafnar-
stræti 107. í Vestmannaeyjum: Bókabúðinni Heiðar-
vegi 9.
Sundfélagið Ægir
Æfingatafla sundfélagsins Ægis 1978—1979.
Yngri félagar
Sundhöll Rcykjavíkur
þriðjud. og föstud. kl. 18.50—20.45.
fimmtudaga kl. 18.50—20.00.
Eldri félagar.
Sundlaugin i Laugardal.
Alla virka daga kl. 17.30.
Sundknattleikur.
Sundhöll Reykjavíkur.
Mánud. og fimmtud. kl. 20.45.
Þjálfarar i vetur verða: Guðmundur Harðarsson
landsliðsþjálfari, Helga Gunnarsdóttir iþróttakennari.
Kristinn Kolbeinsson.
Nýir félagar ávallt velkomnir.
Æfiðsund hjá viðurkenndum þjálfurum.
Æfið sund hjá Ægi.
17. júní voru gefin saman í hjónaband af
séra Ragnari Fjalar Lárussyni í
Hallgrímskirkju Kristin Lilja Kjartans-
dóttir og Esra J. Esrason. Heimili þeirra
er að Grund, Súðavík. Ljósmyndastofa
Gunnars Ingimars, Suðurveri.
17. júni voru gefin saman í hjónaband af
séra Þorsteini Björnssyni Margrét
Grimsdóttir og Ásgeir Skúlason. Heimili
þeirra er að Varmahlíð, Skagafirði. Ljós-
myndastofa Gunnars Ingimars, Suður-
16. júni voru gefin saman i hjónaband af
séra Þóri Stephensen i Dómkirkjuni
Jóna Ólafsdóttir og Tryggvi Pétursson.
Heimili þeirra er að Bræðraborgarstíg
41, Rvík. Ljósmyndastofa Gunnars
Ingimars, Suðurveri.
17. júní voru gefin saman í hjónaband af
séra Árna Pálssyni í Kópavogskirkju
Heiðrún Jensdóttir og Baldur H. Úlfars-
son. Heimili þeirra er að Álftahólum 6,
Rvik. Ljósmyndastofa Gunnars Ingi-
mars, Suðurveri.
GENGISSKRÁNING NR. 184. - 12. október 1978. Ferðamanna- gjaldeyrir
Eining KL 12.000 Kaup Sala Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 307,10 307,90 337,81 338,69
1 Steríingspund 613,35 614,95* 674,69 676,45*
1 Kanadadoltar 258,40 259,10* 284,24 285,01*
100 Danskar 5947,20 5962,70* 6541,92 6558,97*
100 Norskar krónur 6222,90 6239,10* 6845,19 6863,01*
100 Sœnskar krónur 7114,60 7133,10* 7826,06 7846,41*
100 Finnskmörk 7759,00 7779,20* 8534,90 8557,12*
100 Franskir frankar 7219,50 7238,30* 7941,45 7962,13*
100 Belg.frankar 1047,40 1050,10* 1152,14 1155,11*
100 Svissn. frankar 20088,30 20140,60* 22097,13 22154,66*
100 Gyllini 15195,45 15235,05* 16715,00 16758,56*
100 V.-Þýzk mörk 16504,55 16547,55* 18155,01 18202,31*
100 Lirur 37,77 37,87* 41,55 41,66*
100 Austurr. Sch. 2274,80 2280,70* 2502,28 2508,77*
100 Escudos 685,50 687,30* 754,05 7E6,03*
100 Pesetar 437,80 438,90* 481,58 482,79*
100 Yen 165,70 166,14* 182,27 182,75*
Brayting fró siöustu skráningu