Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 20
20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1978.
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Liverpool-vélin óstöðvandi
fimm mörk gegn Derby!
— Evrópumeistarar Liverpool hafa nú skorað 33 mörk í 10 leikjum í 1. deild
Stórkostlegur árangur Evrópu-
meistara Liverpool heldur áfram í 1.
deildinni ensku. Stórsigur, 5-0 gegn
Derby County, á Anfield á laugardag
og liðið hefur nú skorað 33 mörk i 10
fyrstu leikjunum. Aðeins fengið á sig
fjögur. Svo mikið úrval lcikmanna er
hjá Liverpool að ensku landsliðsmenn-
irnir Emlyn Hughes og Terry McDer-
mott voru ekki valdir i liðið á laugar-
dag þó svo báðir hafa náð sér eftir
meiðsli og laslcika. Stjóri Liverpool,
Bob Paisley, vildi ekki breyta liði þvi,
scm lék og sigraði í Norwich fyrri
laugardag, Alan Hansen og David
Johnson héldu þvi stöðum sinum á
kostnað Hughes og McDermott.
Það var algjör einstefna á mark
Derby á laugardag og hinir ungu leik-
menn Derby höfðu ekkert að segja i
meistarana. Aðeins Daly og George
léku vel hjá Derby — tveir af þeim
leikmönnum, sem voru hjá félaginu.
þegar Tommy Docherty tók þar við
stjórn fyrir ári. Hitt eru mest nýir leik-
menn — og Derby á langt i land að ná
fyrri styrkleika. Og ekki bætti úr skák
hjá liðinu, þegar Georpe meiddist á 80.
mín. og varð að yfirgefa völlinn.
Kvöldið áður hlaut Docherty skurði
ogskrámuri bilslysi.
Þrátt fyrir hina miklu yfirburði
Liverpool tókst liðinu aðeins að skora
eitt mark i fyrri hálfleik. David John-
son á 29. min. 1 siðari hálfleik héldu
yfirburðir Liverpool áfram og þá voru
þeir nýttir i mörk. Ray Kenncdy og
Kenny Dalglish skoruðu tvö mörk
hvor.
En litum á úrslitin áður en lengra er
haldið.
1. deild
A. Villa — Man. Utd. 2-2
Bristol City—Nottm. For. 1-3
Chelsea — Bolton 4-3
Ipswich — Everton 0-1
Leeds—WBA 1-3
Liverpool — Derby 5-0
Man. City — Coventry 2-0
Middlesbro—Norwich 2-0
Southampton — QPR 1-1
Tottenham — Birmingham 1-0
Wolves — Arsenal 1-0
2. dcild
Blackburn — Luton 0-0
Brighton — Fulham 3-0
Leicester — Charlton 0-3
Millwall — Sheff. Utd. 1-1
NottsCo. — Bristol Rov. 2-1
Oldham — West Ham 2-2
Orient — Cardiff 2-2
Preston — C. Palace 2-3
Stoke — Burnley 3-1
Sunderland — Newcastle I -1
Wrexham — Cambridge 2-0
3. dcild
Bury — Chesterfield 3-1
Gillingham — Hull 2-0
Mansfield — Walsall 1-3
Peterbro — Oxford , 1-1
Plymouth — Shrewsbury 1 -1
Sheff. Wed — Carlisle 0-0
Southend — Blackpool 4-0
Swansea — Exeter 1-0
Swindon — Rotherham 1-0
Watford — Brentford 2-0
Föstudag:
Lincoln — Colchester 0-0
Tramnere — Chester 6-2
4. deild
Aldershot — Hartlepool 1-1
Bradford — York 2;l
Grimsby — Portsmouth 1-0
Halifax — Port Vale 0-3
Hereford — Bournemouth 0-0
Newport — Huddersfield 2-1
Northampton — Reading 2-2
Torquay — Rochdale 1-1
Wigan — Doncaster 1-0
Wimbledon — Scunthorpe 3-1
Föstudag:
Darlington — Crewe 1-1
Stockport — Barnsley 0-0
Everton er i öðru sæti, þremur
stigum á eftir nágrönnum sinum i
Liverpool. Liðið vann Ipswich á úti-
velli í mjög opnum leik þar sem furðu-
dómar settu mest svip á fyrri hálfleik-
inn. Fjórir leikmenn bókaðir. Talbot
og Mariner hjá Ipswich — King og
Pejic hjá Everton. Ipswich lék án
Kevin Beattie, meiddur, og varnar-
leikur liðsins var ekki góður. Cooper
hins vegar snjall i marki þó honum
tækist ekki að koma i veg fyrir, að Bob
Latchford skoraði nokkrum sekúnd-
um fyrir leikhléið. Það varð eina mark
leiksins — en King og Latchford áttu
báðir skot í þverslá.
Englandsmeistarar Nottingham
Forest fikra sig upp töfluna. Komnir i
þriðja sæti og hafa ekki tapað leik
frekar en Liverpool-liðin. Forest vann
góðan sigur í Bristol á laugardag þó
liðið ætti í vök að verjast mest allan
leikinn. Hins vegar var varnarleikur
Forest með Larry Lloyd og Ken Bums
sem aðalmenn mjög snjall — og Peter
Shilton frábær í marki. En óheppnin i
rharktækifærum elti lika leikmenn
Bristol-liðsins. Strax á fimmtu mín.
náði Gary Birthles — stjarna fram
tíðarinnar eins og skrifað er nú um
hann í ensk blöð — forustu fyrir
Forest eftir undirbúning gömlu kemp-
unnar John O’Hare. Hann lék i stað
enska landsliðsmannsins Tony Wood-
cock, sem er meiddur. Fimm min.
siðar jafnaði Tom Ritchie úr vita-
spyrnu — en Forest náði aftur for-
ustu, þegar dæmt var viti á Bristol
City, sem John Robertson skoraði úr.
Á 54. min. var aftur dæmt víti á
Bristol-liðið — og Robertson urðu þá
heldur ekki á nein mistök. Bristol City
sótti og sótti — fékk hornspyrnu eftir
hornspyrnu en í mark Forest vildi
knötturinn ekki. Þetta var 36. leikur
Nottingham Forest án taps og i 20 af
þessuin leikjum hefur Peter Shilton
ekki fengið á sig mark. Liðin voru
þannig skipuð: Bristol City: Shaw,
Gillies (Whitehead), Rodgers, Hunter,
Sweeney, Tainton, Gow, Mann,
Royle, Ritchie og Mabbutt. Forest:
Shilton, Anderson, Lloyd, Burns,
Frank Clarke, O’Neil, Gemmill,
McGovern, Robertson, O’Hare og
Birtles.
Furðulegasti leikurinn á laugardag
var á Stamford Bridge. Þar léku Chel-
sea og Bolton. Meðal áhorfenda var
Miljan Miljanic, sem horfði á Chelsea
í fyrsta sinn. Lengi vel var aðeins eitt á
lið á vellinum, Bolton, og Lancashire-
liðið skoraði þrjú mörk i fyrri hálfleik.
Alan- Gowling tvö og Frank
Worthington úr viti. Á 70. min. kom
Tony Brown skoraði sitt 209. deilda-
mark á laugardag. Auk þess hefur
hann skorað 47 mörk I FA-bikar-
keppninni — 41 mark I deildabikarn-
um. Eitt mark með enska landsliðinu
— og niu mörk I Evrópukeppni með
WBA.
Clive Walker inn á leikvöllinn sem
varamaður hjá Chelsea. Þá foru ýmsir
hlutir að ske. Aðeins fimm mín. síðar
skoraði Tom Langley fyrir Chelsea.
Ken Swain annað á 79. mín. og
Walker sjálfur jafnaði á 82. mín. Al-
gjör panik í vörn Bolton og á 84. mín.
sendi Sam Allerdyce knöttinn1 í eigið
mark eftir spyrnu Walkers. Það var að
sögn fréttamanns BBC á leiknum —
Reuter segir hins vegar, að atvikið hafi
átt sér stað á lokaminútu leiksins.
WBA vann góðan sigur í Leeds og
er i fjórða sæti. Þó náði Leeds fljótt
forustu með marki Byron Stevenson
(Grahams sagði í siðari fréttum af
leiknum), en það stóð ekki lengi. Tony
Brown jafnaði fyrir WBA. 209. deilda-
mark hans fyrir félagið. Hann bætti
því markamet Ronnie Allan, fyrrum
miðherja WBA og Englands, og siðar
stjóra WBA um tíma. Brown skoraði
af 35 metra færi. Staðan í háifleik 1-1.
í s.h. skoraði Cyrille Regis tvívegis
fyrir WBA — hið síðara eftir snilldar-
leik Willie Johnstone, sem kom inn
sem varamaður á 75. mín.
Manchester City vann Coventry
með mörkum úr tveimur vitaspyrn-
um, þegar langt var liðið á leikinn. Á
70. min. var Ron Futcher felldur
innan vitateigs — og Gary Owen
skoraði úr vítinu. Þegar tvær mín.
voru komnar fram yfir leiktímann var
brotið á Peter Barnes — og aftur
skoraði Owen úr viti. Hann átti við
meiðsli að striða í vikunni en rétt fyrir
leikinn var ákveðið að hann yrði með.
Hins vegar gátu Mike Channon og
Colin Viljoen ekki leikið vegna
meiðsla — en mestar áhyggjur höfðu
forráðamenn City af því að áhorf-
endur voru aðeins 36 þúsund.
Illa leit út fyrir Man. Utd. í Birm-
ingham eftir fyrri hálfleikinn gegn
Aston Villa. Flestir beztu menn Villa
eru nú með á ný. Það var aðeins góðri
Southampton gegn QPR en Paul
Goddard jafnaði.
í 2. deild heldur Crystal Palace
forustu eftir sigur i Preston, þar sem
lið Nobby Stiles hafði lengstum yfir en
Lundúnaliðinu tókst að sigra i lokin.
Stoke fylgir fast á eftir og vann Burn-
ley örugglega. West Ham lék í fyrsta
sinn í 24 ár í Oldham. Jafntefli 2-2
eftir að Pop Robson hafði skorað
fyrsta markið fyrir WH. Þá léku stóru
liðin á norð-austurEnglandi, Sunder-
land og Ncwcastle, sinn fyrsta inn-
byrðis leik í 2. deild siðan 1964. Jafn-
tefli varð 1-1. Peter Withe — áður
Forest — skoraði fyrir Newcastle en
Ron Greenwood, sem kom inn sem
varamaður, jafnaði eftir undirbúning
Mick Docherty.
í 3. deild er Shrewsbury efst með 18
stig. Watford og Swansea koma næst
með 16 stig. John Toshack skoraði
sigurmark Swansea á laugardag. Ross
Jenkins annað af mörkum Watford.
Hann er nú markhæstur i deildunum
með 15 mörk. 1 4. deild er Wimbledon
efst með 21 stig. Barnsley hefur 18 stig
og Reading 17 stig. í leik Stockport og
Barnsley á föstudag var Mike
Summerbee, leikmaður og stjóri Stock-
port, rekinn af velli. Hann var áður
enskur landsliðsmaður hjá Man. City.
- hsim.
Staðan er nú þannig:
markvörzlu Roche í marki United að l.dcild
þakka að Villa skoraði ekki nema tvö Liverpool J0 9 1 0 33-4 19
mörk í fyrri hálfleik. Hann varði Everton 10 6 4 0 13-4 16
snilldarlega frá Andy Gray — og Nottm. For. 10 4 6 0 14-8 14
einnig frá John Gidman, sem var vörn WBA 10 5 3 2 18-10 13
United mjög erfiður eftir sóknarlotur Man. City 10 5 3 2 17-10 f3
upp hægri kantinn. En Roche réð ekki Man. Utd. 10 4 5 1 14-13 13
við þrumufleyg John Gregory nokkru Coventry 10 4 4 2 14-10 12
utan vítateigs á 35 mín. Lágskot eftir Tottenham 10 4 3 3 10-18 11
að Gray hafði sigrað Gordon Arsenal 10 3 4 3 15-12 10
McQueen i skallaeinvigi og skallað til Aston Villa 10 3 4 3 13-10 10
Gregory. Rétt fyrir leikhléið skoraði Bristol City 10 4 2 4. 11-12 10
Gregory aftur með skalla. í síðari hálf- Norwich 10 3 3 4 18-18 9
leiknum breyttist leikurinn Man. Utd. QPR 10 3 3 4 8-11 9
í hag. Sammy Mcllroy minnkaði Leeds 10 3 2 5 18-16 8
muninn með skallamarki á 55. min. og Ipswich 10 3 2 5 11-13 8
Lou Macari jafnaði á 75. min. Litlu Southampton 10 2 4 4 13-16 8
munaði að United tækist að sigra. „Ég Bolton 10 3 2 5 16-22 8
skil ekki enn hvernig Jimmy Rimmer Derby 10 3 2 5 10-19 8
fór að verja frá Joe Jordan undir lok- Middlesbro 10 2 2 6 13-17 6
in,” sagði fréttamaður BBC — en Wolves 10 3 0 7 8-16 6
Rimmer var hér áður fyrr mark- Chelsea 10 2 2 6 12-21 6
vörður hjá Man. Utd. Birmingham 10 0 3 7 6-21 3
Tottenham tókst að krækja i bæði 2. dcild
stigin gegn Birmingham. Alan Ains- C. Palace 10 6 4 0 19-8 16
cow — áður Blackpool — sendi knött- Stoke 10 6 3 1 14-7 15
inn snemma leiks i eigið mark að- West Ham 10 5 2 3 21-11 12
þrengdur af Glen Hoddle. Það varð Brighton 10 5 2 3 19-13 12
eina mark leiksins. Alberto Tarantini, Fulham 10 5 2 3 10-8 12
heimsmeistari, sem Birmingham NottsCo. 10 5 2 3 15-15 12
keypti frá Boca Juniors i Argentinu, Newcastle 10 4 4 2 10-10 12
lék sinn fyrsta leik með sínu nýja Luton 10 4 3 3 21-11 11
félagi. Ekki kvað mikið að honum er Bristol Rov. 10 5 1 4 18-16 11
Osvaldo Ardiles lék mjög vel hjá Sunderland 10 4 3 3 13-14 11
Tottenham. Margir telja nú þennan Burnley 10 4 3 3 13-15 11
litla, granna leikmann hinn bezta í Wrexham 10 3 4 3 8-7 10
ensku knattspyrnunni. Charlton 10 3 4 3 12-11 10
Cambridge 10 2 5 3 7-8 9
Sammy Chung, stjóri Úlfanna, Sheff. Utd. 10 3 3 4 12-14 9
gerði róttækar breytingar á liði sinu Leicester 10 2 4 4 9-11 8
fyrir leikinn við Arsenal. Setti þá Brad- Orient 10 3 2 5 9-10 8
shaw, markvörð , Hazell og Carr út Oldham 10 3 2 5 12-16 8
og það heppnaðist. Úlfarnir hlutu Cardiff 10 1 6 3 15-24 8
bæði stigin gegn Arsenal — Mel Eves Preston 10 1 3 6 12-20 5
skoraði eina mark leiksins í s.h. Ted Blackburn 10 1 3 6 11-19 5
McDougall náði snemma forustu fyrir Millwal) 10 1 3 6 5-18 5
1. deild íVestur-Þýzkalandi:
Kaiserslautern í efsta sæti
Kaiserslautcrn, þar sem Svíarnir
Ronnie Hellström og Benny Wendt,
eru aðaimenn, heldur enn forustu sinni
i 1. deildinni vestur-þýzku í knatt-
spyrnunni. Á HM i Argentinu f sumar
var Hellström kosinn bezti mark-
vörður keppninnar. Kaiserslautern
vann útisigur á laugardag gegn
Borussia í Dortmund 2-3. Úrslit urðu
annars þessi:
Schalke— Köln
1-1
Duisburg — Darmstadt 4-4 Frankfurt — Hertha 2-2 HamburgerSV 9 5 2 2 19-9 12
B. Dortmund — Kaiserslautern 2-3 Braunschweig — Dússeldorf 1-1 Vfb Stuttgart 9 5 1 3 18-15 11
Hamborg — Niirnberg 1-1 Ein. Frankfurt 9 5 1 3 16-15 11
Gladbach — W. Bremen 4-0 Staða efstu liða er nú þannig: 1 Braunschweig 9 4 3 2 16-16 11
Bayern M. — Bochum 2-1 Kaiserslautern 9 5 4 0 21-9 14 .
Bielefeld — Stuttgart 1-1 Bayern Múnchen 9 6 1 2 24-10 13