Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16.0KTÓBER 1978. 1 Aðalsteinn Ingólfsson: Bók aldarinn- ar á Islandi „Við köllum hana bók aldarinnar,” sagði hreykið starfsfólk á skrifstofu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins og átti þá við annað bindið af Korta- sögu íslands sem Haraldur Sigurðsson fyrrverandi bókavörður hefur tekið saman. Óneitanlega er bókin glæsi- legur gripur, nokkru meiri um sig en fyrra bindið og geymir auk textans 165 myndir af landakortum og korta- hlutum og eru 19 þeirra í litum. Er þetta mun meira myndefni en var að finna í fyrsta bindinu. Hefur öll lit- prentun og uppsetning heppnast með ágætum og er sú vinna unnin af prent- smiðjunni Odda, en útliti og gerð réði Gisli B. Björnsson. Afreksverk Aðrir sem komu við sögu eru Myndamót hf., Korpus hf. og Sveina- bókbandið hf. í upplýsingum um bók- ina er hún kölluð „eitt af afreksverk- um íslenskrar prentlistar” og er óhætt að taka undir það lof. Hún mundi sóma sér vel á hvaða bóka„messu” sem eri Evrópu. Þetta bindi hefst með íslandskorti Guðbrands Þorlákssonar biskups og rekur síðan sögu islenskrar landafræði og kortagerðar uns Björn Gunnlaugs- son lýkur mælingu islands og kort hans eru gefin út. Er fróðlegt að fylgj- ast með þvi hvernig fræðimenn bæta smátt og smátt við þekkingu sina og gleggri hugmyndir um útlit og legu íslands koma til sögunnar. Ekki gefins En gæðagripur af þessu tagi er ekki gefins, því Kortasagan II kostar kr. 72.000 eða kr. 60.000 auk söluskatts en til fróðleiks má geta þess að fyrra Haraldur Á. Sigurðsson. bindið kostaði kr. 4.5Ö0 árið 1971. Framkvæmdastjóri Menningarsjóðs, Hrólfur Halldórsson, tjáði DB að fyrra bindið hefði selst upp á sínum tíma, en Menningarsjóði hefði tekist að fá 300 eintök til viðbótar sem ekki yrðu seld sér á parti heldur með síðara bindinu í einu setti. Kostaði settið kr. 96.000 með söluskatti. Erfiðleikar bókaútgáfu Lagði Hrólfur rika áherslu á þá erfiðleika sem íslensk bókaútgáfa ætti við að stríða, einkan'ega hvað snerti söluskatt sem hækkaði vandaðar bækur eins og Kortasöguna upp úr öllu valdi. Er hann var spurður hverjir það væru sem keyptu svo dýrar bækur, þá sagði Hrólfur að fyrra bindið hefðu menn mestmegnis keypt til gjafa, að því hann best vissi, en nú á síðustu timum hafi menn farið að gera meira af því að fjárfesta í eignum af þessu tagi. Sjálfur sagðist hann vona að flestir keyptu Kortasöguna sér til yndisauka og ánægju. Þegar ég verð stór.... \ „Þegar ég verð stór, þá ætla ég að verða skipstjóri.” Allir kannast væntanlega við yfirlýsingar sem þessar frá ungum mönnum eins og þeim á myndinni okkar. Þeir voru úti á Laugarnestanga aö virða fyrir sér litiö rússneskt oliuskip, sem þar var að losa eldsneytisbirgðir til okkar, en þær eiga að endast eitthvað fram á veturinn. Varðandi strákana, þá er það spurningin hvort þeir verði nokkuð skipstjórar. Síðar á llfsleiðinni munu þeir trúlega kynn- ast öðrum atvinnugreinum og leita til þeirra. Það geta nefnilega ekki allir orðið skipstjórar. — DB-mynd Bj.Bj. Landakirkjumálið: Gjaldkerinn ákærður fyrir fjárdrátt, skjalafals og brot í opinberu starf i Höfðað hefur verið opinbert mál á hendur Einari Hauki Eiríkssyni, fyrr- verandi gjaldkera Landakirkju í Vest- mannayjum og skattstjóra í Eyjum. Er hann ákærður fyrir fjárdrátt, skjala- fals og brot í opinberu starfi, eða brot á 158. og 247. greinum hegningarlag- annasbr. 138. grein. Einar Haukur er sakaður um að hafa á árunum 1970—1977 dregið sér samtals 6.485.570 krónur úr sióðum Landakirkju. Hann hefur þegar staðið skil á þeirri fjárhæð við sóknarnefnd- Þegar mál þetta kom upp i kringum síðustu áramót sagði Einar Haukur þegar lausu starfi skattstjórans í Vest- mannaeyjum. Ekkert hefur komið til álita um misferli í þvi starfi hans. Rannsókn málsins fór fram i Vest- mannaeyjum. Hún hófst 1. febrúar sl. og var endanlega lokið 21. júní. Dóm- ari í málinu í Vestmannaeyjum er Jón Þorsteinsson, fulltrúi bæjarfógetans þar. ÓV THAILAND BANK0K - PATTAYA Filippseyjar - Hong Kong Ótrúlega hagstæðar ævintýraferðir til Austur- landa með islenskum fararstjóra. Brottfarardagar: 21. nóv. 2. og 22. jan. 12. feb. 5. og 26. marz 16. aprfl Lengd ferða 15 eða 21 dagur Verð frá kr. 349 þús. Dvalið á glæsilegum hótelum. Fjölbrey ttar skemmti- og skoðunarferðir. IVfALLORCA, VETRARPARADÍS JÓLI JERÚSALEM BETLEHEM JÓLÍ AUSTURRÍKI Skiðaferð til ólympiuborgarinnar INNSBRUCK Dvalið á hóteli i miðborginni. Öll herbcrgi með baði. Morgunverður og kvöld- verður innifalinn I verði. Brottför 22. des. Heimkoma 4. jan. Verð kr. 266.000.- Ódýr langtímadvöl og fjölskylduferðir um jól og nýár. Mallorca er ákjósanlegur, fjölsóttur og vinsæll vetrardvalarstaður. Hiti er oftast 20—30 stig og sól flesta daga, enda appelsínuuppskeran i janúar á Mallorca. Brottfarardagar: 29. okt. 28 dagar 26. okt. 25 dagar 20. des. 15dagar 3.jan. 3 mán. Öll eftirsóttustu hótelin og ibúðirnar, sæ. Royal Magaluf, Antillas/Barbados, Villa Mar og Trianon. Dvalið i Jerúsalem og það verður boðið upp á skoðunarferðir um helstu sögustaði Bibliunnar. Dvalið á glæsilegu hótcli. Öll hcrbergi með sér- baði og hálft fæði innifalið í verði. Brottför 16. des Heimkoma 30. des. Verðkr. 363.000.- sunna býðnr allt það besta á Kanaríeyjnm Gran Canaria, Playa del Ingles Eftirsóttustu gististaðirnir: Kóka, Roca Verde, Corona Roja, Eguenia Victoria o.fl. Las Palmas Don Carlos, eftirsóttustu íbúðirnar, alveg við bað- ströndina. Tenerife, blómaeyjan fagra íbúðir og smáhýsi í Puerto de la Cruz og á Playa de las Americas á suðurströnd Tenerife, þar sem vetrar- sólin er svo örugg að fólk fær endurgreidda þá ferða- daga sem sólin ekki skín. Nú er rétti tíminn að panta sólarferðina, hafið sam- band við okkur strax, því mikið hefur bókazt undan- farið. Brottfarar- 13. 28. október, 17. nóvember. dagar: 1.8.15. 22. 29. desember. 5.. 12. 19. 26.janúar. 2. 9. 16. 23. febrúar. 2. 9. 16. 23. 30. marz. 6. 13. 20. 27. apríl. SVNNA BANKASTRÆTI10, SÍMI29322.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.