Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR ló.OKTÓBER 1978. 11 N réttri pólitískar. Þar var bæði um að ræða Libana og Sýrlendinga sem vildu ekki styðja Baa'th flokkinn og höfðu leitað hælis í Líbanon af ótta við refs- ingar. Þó að ekki hafi verið unnt að fá upplýsingar um fjölmarga hefur Amnesty tekizt í öðrum tilvikum aðfá vitneskju um t.d. opinberan embættis- mann, háskólakennara, og tvo lækna, sem teknir voru í Trípólí og Beirút árin 1976 og 1977, en þeir eru nú i Al Mezze fangelsi og hafa ekki komið fyrir rétt. Þeir eru allir skoðanafangar. Fjöldi þeirra, sem brottfluttir hafa verið frá Libanon, hefur vaxið stórlega siðan sýrlenzki herinn hóf að miðla málum eftir að borgarastyrjöld hófst í Libanon árið 1976, en hann er uppi- staða arabíska friðargæzluliðsins í Líbanon. Fangabúðirnar í Mazna og Shtaura eru á líbönsku landssvæði og yfirheyra sýrlenzkir öryggisverðir þar fanga sina. Sumir hinna handteknu eru látnir lausir aö rannsókn lokinni en mörg hundruð hafa verið send, mis- jafnlega langan tima, i fangabúðir í Sýrlandi. Fangar sem fluttir eru frá Libanon, eins og raunar allir aðrir pólitískir fangar í Sýrlandi, eru oft langtímum „horfnir"ogengin takmörk eru fyrir því hve lengi hægt er að hafa þá í haldi án yfirheyrzlu. Ættingjar þeirra hafa oft ekki minnstu hugmynd um afdrif þeirra eða dvalarstaði, stundum árum saman. Enginn veit nákvæmlega um fjölda pólitískra fanga í Sýrlandi. Herlögin sem nú eru þar i gildi veita öryggis- vörðum óskorað vald til handtöku þeirra sem grunaðir eru. Þeir fangelsa fólk um óákveðinn tima án lögmætrar yfirheyrslu eða málsmeðferðar. Þau mannréttindi og lögvernd sem giltu með lögum frá 1973 eru einskis metin i mörgum tilvikum og látin vikja fyrir öryggisreglugerðum. Mörgum hinna pólitisku fanga er haldið í leynilegum fangabúðum öryggissveitanna og þar eru þeir yfir- heyrðir. Fregnir hafa borizt um. að þar sé beitt grimmilegum pyntingum, iljastrokum, kaffæringum, fangar séu brenndir með glóandi vindlingum og kvaldir með rafslraumum. Að þvi loknu eru fangar venjulega sendir i borgaraleg fangelsi, annað hvort i Damaskus eða öðrum stórborgum, stundum i fangelsi hersins í A1 Mezze. En jafnvel þar er oft erfitt að leita fangana uppi, þar eð þeir eru fluttir með vissu millibili úr einu fangelsinu i annað. Víetnam búddista gegn öllu ofbeldi og algjör neitun þeirra á herkvaðningu og vopnaburði. Að minnsta kosti tvisvar siðan 1975 hafa munkar og nunnur kveikt í sér til að andmæla trúarbragðakúgun. 2. nóvember 1975 fórnuðu 12 munkar og nunnur lífi sinu á báli. Hinn 3. marz 1977 tók nunna til sömu ráða eftir að stjórnvöld létu ráðast á hjálparstofnun búddista. 1 bæði skipt- in lýsti stjórnin því yfir að fólkið hefði gerzt sekt um kynferðisafbrot og þvi gripið til þessara óyndisúrræða. Skól- um, hælum, dagvistunarstofnunum og öðrum liknarstöðvum búddista hefur nú ýmist verið lokað eða stofnanirnar lagðar undir stjórnvöld landsins. HVAÐ MYNDISKE? Hvað myndi ske, ef við lslendingar hættum að nota islenzkar krónur og •' notuðum i þeirra stað peninga annarra þjóða? Bóndinn fengi greitt fyrir kjötið sitt og ullina i beinhörðum dollurum, sjó- maðurinn fengi pund fyrir fiskinn sinn, launþeginn kaupið sitt i mörkum og ellilífeyrisþeginn fengi styrkinn sinn í svissneskum frönkum. Kaup- maðurinn seldi að sjálfsögðu sína vöru i þessum gjaldmiðlum og allir hefðu gjaldeyri til Kanarieyjaferða. Þessir aðiljar myndu ekki tapa á þvi fyrirkomulagi og kæmust þeir i eitt skipti upp á lagið með það að fá greitt fyrir þjónustu sína i gjaldeyri, myndu þeir aldrei samþykkja að fara aftur að fá greitt í krónum, sem hjaðna og verða að engu i höndum þeirra í óða- verðbólgunni. Stjórnmálamenn okkar hafa sýnt það og sannað, að þeir geta ekki stjómað fjármálum landsins og nú er svo komið, að við erum alveg að þvi komin að verða gjaldþrota, því enginn hefur þor eða kannski frekar styrk til þess að stjórna landinu. Sama staðan er að koma uppogi Þýzkalandi eftir fyrri heimsstyrjöld- ina, þegar óðaverðbólga eyðilagði hag- kerfi landsins og eitt rúgbrauð kostaði i lokin tvær milljónir marka. Þá var svo komið að fólk vildi ekki taka við greiðslum í þýzkum mörkum, heldur verzlaði sín á milli i vöruskiptum eða i erlendum gjaldeyri. Hér á landi höfum við nú þegar visi að þessu og mörg viðskipti manna á meðal fara einungis fram i gjaldeyri. Sparifjáreigendur opna gjaldeyris- reikninga erlendis eða i Landsbank- anum og Útvegsbankanum með 2— 5% vöxtum í stað þess að fá 32% vexti i íslenzkum krónum. Fólk trúir ekki lengur á islenzka gjaldmiðilinn. Hví þá ekki að taka skrefið að fullu og hætta að nota gjaldmiðil, sem ekki gegnir lengur hlutverki sínu, hvorki sem greiðsla fyrir þjónustu né tæki til þess að geyma fjármuni? Við þurfum ekki endilega að nota peninga einnar þjóðar eins og dollara, heldur getum við notað fleiri gjald- miðla t.d. pund, mörk og franka. Það er þegar gert í fríhöfninni hér og víða i stórverzlunum erlendis, þar sem allt er hægt að kaupa fyrir þessa gjaldmiðla og afgreiðslufólk notar töflur til þess að fljótt og vel geta reiknað út hvað hlutirnir kosta í hverjum gjaldmiðli fyrir sig. En hver græðir á þessu? Óðaverð- bólgan hverfur eins og dögg fyrir sólu, bændur, launþegar, ellilífeyrisþegar og sparifjáreigendur fá allt í einu raun- veruleg verðmæti milli handanna í stað íslenzkra króna, sem misvitrir stjórnmálamenn hafa gert að gervi- peningum, brátt álíka verðmætum og matadorpeningum. Kjallarinn GrétarH. Óskarsson En hver tapar þá á þessu? Við látum þá svara þvi sem vita. Grétar H. Óskarsson flugvélaverkfræðingur Kjallarinn Banaslys í Breiðholtinu Engar gangbrautir Sú þróun hefur orðið í skipulags- málum borgarinnar og undirbúningi byggingarsvæða að ekki er úthlutað lóðum fyrr en byggingarsvæðin eru frágengin með götum sem lagðar eru með varanlegu slitlagi. Þessi þróun mála er mjög ánægjuleg og til mikilla bóta í sambandi við alla umgengni og umferð. Þróunin byggist fyrst og fremst á þvi að lóðirnar eru seldar og greiðsla fer fram strax og úthlutun er lokið og hefur þetta gert yfirvöldum kleift að ganga að fullu frá akbrautum áður en byggingar eru hafnar. Nú er svo ástatt í Breiðholtinu viðast hvar að þrátt fyrir há gjöld fyrir lóðir og þrátt fyrir að hverfið er mesta bamahverfi borgarinnar sjást nær engar gangbrautir. Hvernær verður banaslys? Þegar ekið er um Breiðholtið kemur fljótt í Ijós að allvel er séð fyrir þörfum hins akandi vegfaranda, alls staðar malbikað og ekki möguleiki að komast út af malbikinu nema aka upp á Vatnsendahæð. Malbikið er alls staðar fyrir bílana og svo virðist að næsta skref i gatnafrágangi sé að leggja kant- stein. Breiðholtsgöturnar eru frábær- lega vel lagðar malbiki og kantstein- um. Það sem að bílunum snýr er í lagi. Annar frágangur gatna, eða það sem að gangandi vegfaranda snýr. er algerlega vanrækt og vegna stórgrýtis eða aurs þar sem gangbrautir ættu að koma, hrökklast gangandi vegfarend- ur út á götuna og (reim mun lengra út á göturnar þar sem kantsteinarnir eru komnir. en þar sem þeir eru ekki er þó hægt að kóklast á mótum malbiksins og moldarinnar. Ástandið i gangbrautarmálum i Breiðholti er þannig að hægt er að segja til um hvenær banaslys verður. Það er ægileg staðreynd að því virðist mega bæta við að höfundar skipulags- ins virðast ekki hafa gert ráð fyrir gangbrautum þar sem þeirra er þó augljós þörf. Skólahverfi — slysagildra Á svæðinu milli Austurbergs og Vesturbergs eru nú starfandi þrir skólar en engin frágengin gangbraut er finnanleg með jjeim götum nema á litlum hluta með Norðurfellinu sem afmarkar reitinn að sunnan. Börn og V ....... þeim megin. Milli Seljabrautar og Breiðholtsbrautar er búið að ganga að fullu frá landinu. settár hafa verið niður trjáplöntur og gras er komið frá kantsteini og alla leið að trjáplöntu svæðinu. Það er þannig engin gang- braut með götunni austanverðri eða þeim megin sem biðskýlin eru, hins vegar götunnar eru bílastæði og út- keyrslur með svo stuttu millibili að þar væri óframkvæmanlegt að koma fyrir gangbraut. Það virðist þvi augljóst að skipu- leggjendur svæðisins hafa gert ráð fyrir þvi að ibúar svæðisins kæmu svif- andi ofan úr skýjunum til þess að taka strætó. Það er svo umhugsunarefni til hvers þeir þurfa að fara i strætó sem geta svifið i loftinu. Áður en slysið verður Það er staðreynd að algert ófremdarástand er í umferðarmálum gangandi vegfaranda i Breiðholti. fatl- aðir vöktu með myndarlcgum hætti athygli á samgöngumálum sínum nú nýlega. íbúar í Breiðholti mættu taka þá til fyrirmyndar með þvi að skipuleggja gönguferð um byggðina. 1 þá göngu ætti að fá konur með barnavagna, börn á þrihjólum, reiðhjólafólk og gangandi vegfarendur. Þessi hópur ætti síðan að fara vítt og breitt um byggðina til þess að sýna hversu oft akbrautin verður eina færa leiðin. Nokkur hluti göngufólks gæti svo reynt að komast gangandi niður i bæ. en þeim sem ekki þekkja til skal bent á að fylgjast sérstaklega með þeirri til- raun enda gæti hún orðið stórkostlega spennandi þar sem hvergi finnst ncin gangbraut með allri Breiðholtsbraut- inni. þó svo að hún sé eina samgöngu- leiðin niður í bæ. Þessum hugleiðingum skal svo lokið nteð þvi að benda á að strax verður að gera stórátak í frágangi gangbrauta i Breiðholti áður en of mörg slys hljót- ast af ófremdarástandinu. Nýlega urðu tvö slys á smábörnum sama dag á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjabakka. Þessi börn voru á hjól- um á akbrautinni en engin gangbraut finnst þarna né hcldur hjólreiðastigur. Slys þessi urðu ekki stórvægileg en með vetri og myrkri fer i hönd erfiðari og hættulegri timi, þvi er ekki (il set- unnar boðið. Borgaryfirvöld verða að gera átak í þessu máli, venjan ætti að vera sú. að ganga i það minnsta frá gangbraut annars vegar við götu um leið og byggingar hefjast, en neyðar kall mitt skal vera það að krefjast þess að borgin sendi í það minnsta gröfu á vettvang. Hún'gæti rutt burt stærsta grjótinu þar sem gangbrautir eiga að vera og sléttað drulluna, þá verður þó hægt að ganga þar sem gangbrautirn- ar eiga að vera í frostum (þegar um- ferðarskilyrði eru best). en í rigningu og þíðu verður þá að vaða drulluna eða ganga akbrautina þegar aksturs- skilyrði eru verst. Það er með miklum kviða sem ég horfi á eftir börnum minunt út í um- ferðina i Breiðholtinu. Jóna Jónsdóttir húsmóðir Jóna Jónsdóttir unglingar úr öllu Breiðholti sækja þessa skóla og þau sem ganga alla leið i skólann eru meira og minna á ak- brautunum alla leið. Þau sem vildu hjóla í skólann eru lika dæmd á göt- una að mestu leyti. Þau börn sem taka strætisvagn i skólann eru sýnu best sett en vegna gangbrautaleysis eru þau þósett i stór- hættu þann spöl sem er að og frá bið- stöðvum enda eru til stórfurðuleg dæmi um staðsetningu eða öllu heldur frágang við biðstöðvarnar. Sem dæmi skal nefnt að við Seljabraut austan verða eru nokkur biðskýli og gatan frágengin með malbiki og kantsteinum /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.