Dagblaðið - 24.10.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978.
13
>ttir Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir |
iATIOH&t
Hi-Top
næsta sumar.
Allison vildi
Buckley
Malcolm Allison, hinn litríki knatt-
spyrnuþjálfarí, sem nú er stjóri
Plymouth Argyle, hefur boöiö Walsall í
3. deild 175 þús. sterlingspund í mið-
herjann Alan Buckley. Stjórn Walsall
samþykkti strax en leikmaðurinn sagði
nei. Hann vill ekki fara til annars liðs i
3ju deild. Hugur hans stefnir i 1. deildina
og nokkrir stjórar í 1. deild hafa fylgzt
með honurn. Einkum þó Tommy
Docherty hjá Derby.
Alan Buckley hefur nokkrum sinnum
i,é7J í islenzka sjónvarpinu í leikjum
Walsall. Einn mesti markaskorari í
enskri knattspyrnu nú — litill en knár.
Skoraði 29 mörk á siðasta leiktímabili
— en 34 mörk leiktímahílið 1975—1976
og var þá annar markhæsti leikmaður á
Englandi.
Vetrardags-
mót unglinga
Um helgina var haldið unglingamót í
badminton í húsi félagsins. Mót þetta
nefndist „Vetrardagsmót unglinga
1978”, í tilefni vetrarkomu, og tóku þátt
I því um 60 unglingar frá TBR, KR, ÍA
og Val.
Úrslit í einstökum greinum urðu sem
hér segir:
Hnokkar — tátur, tvenndarleikur: Har-
aldur Sigurðsson og Þórdis Erlingsdóttir
TBR sigruðu Árna Þór Hallgrímsson og
Katy Jónsdóttur í A 15/7 og 15/6
Hnokkar — tvíliðaleikur: Árni Þór Hall-
grimsson og Ingólfur Helgason ÍA
sigruðu Harald Sigurðsson og Þórð
SveinssonTBR 18/16 og 18/14.
Tátur — tvíliðaleikur: Katy Jónsdóttir
og íris Smáradóttir lA sigruðu Þórdísi
Klöru Bridde og Rannveigu Björns-
dótturTBR 9/15,15/6 og 15/1.
Sveinar — meyjar — tvenndarleikur:
Þorsteinn Páll Hængsson og Drífa
Daníelsdóttir TBR sigruðu Pétur Hjálm-
týsson og ingu Kjartansdóttur TBR
15/I0og 18/16.
Sveinar — tvfliðaleikur: Ari Edwald og
Tryggvi Ólafsson TBR sigruðu Þorstein
Pál Hængsson og Gunnar Björnsson
TBR 15/1 log 15/10.
Meyjar—tvíliðaleikur: Inga Kjartans-
dóttir og Þórdís Erlingsdóttir TBR sigr-
uðu Elísabetu Þóröardóttur og Elínu
Helenu Bjarnadóttur TBR 15/7 og
18/14.
Telpur — tvíliðaleikur: Kristín
Magnúsdóttir og Bryndís Hilmarsdóttir
sigruðu Sif Friðleifsdóttur og Örnu
Steinsen KR 15/4 og 18/15.
Drengir — tviliðaleikur: Þorgeir Jó-
hannsson TBR og Gunnar Jónatansson
Val sigruðu Skarphéðin Garðarsson og
GunnarTómasson TBR 18/16 og 15/6.
Piltar — stúlkur — tvenndarleikur:
Guðmundur Adolfsson og Kristín
Magnúsdóttir TBR sigruðu Reyni Guð-
mundsson og Sif Friðleifsdóttur KR
15/4 og 18/15.
Englendingur
íborðtennis
Borðtennisdeild Vikings gengst fyrir
borðtennismóti i tilefni af 70 ára afmæli
félagsins og verður mótið haldið i
Laugardalshöll miðvikudaginn 25. októ-
ber og hefst mótið klukkan 20.
Sérstakur gestur mótsins er Alan
Hydes frá Englandi, margfaldur
Englands- og Samveldismeistari i grein-
inni og meðal annars má nefna að hann
var I úrvalsliði Evrópulanda sem fór i
hina frægu friðarför til Kína árið 1968.
Að öðru leyti er leiktaflan birt hér i
heild, en dráttur fór fram í gær.
1. Alan Hydes Englandi.
2. Gylfi Pálson UMFK
3. Kristján Jónasson Vík
4. Brynjólfur Þórisson Gerplu
5. Hjálmtýr Hafsteinsson KR
6. Jón Sigurðsson UMFK
7. Bjarni Kristjánsson UMFK
8. Gunnar Finnbjörnsson Örninn
9. Stefán Konráðsson Vík.
10. Guðmundur Halldórsson KA
11. Björgvin Jóhannsson Gerplu
12. Hilmar Konráðsson Vlk.
13. Þorfinnur Guðmundsson Vík.
14. Vignir Kristmundsson Örninn
15. Hjálmar Aðalsteinsson KR
16. Tómas Guðjónsson KR
Nadia- Comaneci, hún var drottning ólympluleikanna. Heldur hún kórónu sinni i Strassbourg. Hún mun keppa í fyrsta sinn á Heimsmeistarakeppni — áður orðið
Evrópumeistari og ólympíumeistari.
Sovétmenn byrjuðu illa á HM
í f imleikum í Strassbourg
— og Japan hefur forustu íliðakeppni karla. Mótið hófst ígær, lýkur á sunnudag
Sovétmenn fóru illa af stað i heims-
meistarakeppninni I fimleikum sem hófst
I Strassbourg i Frakklandi í gær. Liða-
keppni hófst í gær, einstaklingskeppnin
hefst síðar, og á sunnudag lýkur mótinu.
Sovétmönnum varð illa á I messunni I
gær, ólympiumeistaranum Nikolai
Andrianov og Evrópumeistaranum
Vladimir Marklov mistókst báðum í æf-
ingu á hesti, og urðu að byrja upp á nýtt.
Þetta varð til þess að Japan náði góðri
forustu í liðakeppninni. Það var í skyldu-
æfingunum, sem þeim sovézku varð svo
illa á í messunni en þeim lauk I gær.
Japan hefur nú 2.95 stiga forustu í liða-
keppninni karla. í baráttu þeirra beztu
er það gott forskot og ólíklegt að Sovét-
mönnum takist að vinna upp þann mun
en þeir eru þrátt fyrir öll mistök I öðru
sæti. Liðakeppni karla er fyrsti liðurinn,
sem til lykta verður leiddur — við taka
frjálsar æfingar.
Augu heimsins munu þessa viku
beinast mjög til Strassbourg, og til fim-
leikadrottningarinnar rúmensku, Nadiu
Comaneci. Þó er allt á huldu hvort
„augu” heimsins geti litið til Strass-
bourgar. Franskir tæknimenn eru nú í
verkfalli, 2500 að tölu og óvist hvort af
sjónvarpi geti orðið. Þegar hafa verið
gerðir miklir samningar um sjónvarps-
réttindi, fyrir um 600 þúsund dollara og I
þeim ógnar nú verkfall franskra tækni-
manna. Málið kom í gær til kasta
frönsku ríkisstjórnarinnar.
íþróttir
NATIONAL
Hi-Top
er a við
venjulegar
Fæst á ölkim tCsso) stöðvum