Dagblaðið - 25.10.1978, Page 5

Dagblaðið - 25.10.1978, Page 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 Fágaðasti Ijóðasöngvari okkar tíma: Með engil- tón... — og í snertingu við heilagan anda Einhvern veginn hef ég alltaf hugsaö mér Frakka heldur háværa, ögn hýra af rauðvíni og baöandi út öllum öngum, bablandi af miklum tilfinningahita. Gerard Souzay, ljóðasöngvarinn heimsfrægi, viröist ein tilfinningakvika, en hann er svo óskaplega fágaður og óaðfinnanlega mildur að það er næstum eins og hann sé ekki af þessum heimi heldur hafi hann náð einhverju fíngerð- ara tilverustigi. Ég hefði ekki orðið hissa þótt hann allt í einu hefði breytzt í engil- tón eða gylltan skýhnoðra og liðið í burtu. Og þegar ég var búin að tala við hann stundarkorn var ég orðin svo um- vafm þessu ofsalega tilfinninganæmi, sem geislar frá honum, að það olli bein- um sársauka að hverfa aftur á vit hins daglega lifs. Það var ekki aðeins hrá- slagalegur útsynningurinn, sem kvaldi mig, heldur hin hversdagslegustu hljóð eins og drunur I bílum, malandi i frúm að verzla, karlmannsrödd úr lélegu út- varpstæki. Allur þessi gamalkunni há- vaði varð alltíeinu viðbjóðslega rudda- legur og uppáþrengjandi. Ætlaði að verða liðsforingi! Souzay segist vera fæddur og uppal- inn í eldgömlum smábæ, Chinon við Loire-fljótið. Kastalinn, sem gnæfir yfir bænum og er nú allur i rústum, var aðsetur Frakkakonunga þegar á dögum Sturlunga, og hér hitti Jóhanna af örk einhvern þeirra áður en hún var brennd, en það er önnur saga. Gerard er yngstur fjögurra systkina: „ég var slys” segir hann og brosir sínu blíða brosi. Sem strákur var hann alla daga í boltaleik og tennis. Það litla sem hann spilaði á píanó gerði hann einvörð- ungu til að gleðja móður sína. Hann ætl- aði, svo fjarstætt sem það virðist þegar maður hittir þennan mann í dag, að verða liðsforingi og feta þar með í fót- spor föður síns. Seinna féll hann frá þvi og á mennta- skólaárunum ákvað hann að leggja fyrir sig heimspeki. En um það leyti kom í ljós að hann gat sungið og 19 ára tók hann þá ákvörðun að helga lif sitt tónlistinni. Allir í fjölskyldunni reyndu að telja hann af þessu nema móðir hans. „Hún treysti mér,” segir Souzay, nú löngu viðurkenndur snillingur í þessari list sem byggir svo mjög á tilfinninganæmi túlk- andans. Leyndardómur lífs og dauða og listar Ég hafði einhvers staðar heyrt að Souzay lokaði sig inni I dimmu herbergi áður en hann færi að syngja, eflaust til að bægja öllum utanaðkomandi áhrifum frá og kafa niður í leyndardjúp sálar- innar. — Fyrir mér, segir hann, er tónlistin leyndardómur öllu öðru fremur, jafn- dularfull og lífið og dauðinn. Og ég læt fremur stjórnast af tilfinn- ingum en rökhyggju ... tónlist er eitt- hvað sem ég finn mjög sterkt... þegar ég túlka þá er það ekki útreiknað hvernig ég geri heldur fær minn innri maður, eðlishvatirnar, að ráða ... ég hef mjög sterka eðlisávísun og fer mikið eftir henni... það er kannski vitlaust hjá mér. — Nú er í tízkd að tónlistarflutn- ingur á að vera þrauthugsaður — en til að syngja Schubert þarf maður ekki að vera tíu sinnum gáfaðri en hann var, heldur þarf maður að reyna að vera heill og sannur, já, heill og sannur verður maður að vera: í ástum sé það mögulegt, I list hvað sem það kostar. Listamaðurinn virðist eigingjarn, en hann á ekki annars úrkosti, hann þarf að byggja svo mikið á sjálfum sér ... draga um sig hring... Ég er fremur einmana .. nei, það er ekki rétta oröið, ég á fjölda vina, en í list- inni stend ég einn. Listamaðurinn fær góð ráð, hrós, jafnvel aðdáun, en enginn í heiminum getur sagt honum hvernig hann getur gefið ljóðunum hreinni tón — það verður hann að finna út sjálfur. Ég er rykkorn Hann segist ekki trúa á guð en samt hef ég sjaldan séð mann sem jafnóum- deilanlega var I snertingu við heilagan anda. — Sé hann til þá óttast ég hann ekki — en við vitum svo litið um alheim- inn... við komum einhvers staðar frá og förum eitthvað, en hvert? Og hvernig á ég að geta trúað á hreinsunareld og eilifa glötun — jafnvel þótt einbver hafi verið syndaselur í 75 ár, þá réttlætir það ekki að halda honum í píslum helvítið öldum og árþúsundum saman.... — Menn hugsa sér guð eins og þeir eru sjálfir, hefnigjarnan og skilnings- lausan. Sem barni var mér sagt að guð vildi að viö mennirnir fyrirgæfum mis- gjörðir, elskuðum óvini okkar. Hlýtur hann þá ekki að vera þannig sjálfur, nei, ekki hann og heldur ekki hún, þetta al- góða heimsafl... En ég virði trúarbrögð annarra, búdd- ista, múhameðstrúarmanna, kaþólskra og ykkar lúterstrú hér á íslandi — eins og ég virði ólíkustu stjórnmálaskoðanir, en ég get ekki aðhyllzt neina þeirra sjálfur, það eina sem ég trúi á er að lifa rétt og sýna öðrum kærleika ... sjálfur er ég aðeins rykkorn ... af moldu ertu kominn og til moldar skaltu aftur hverfa.... - IHH ARNALDS SINNIR MENNINGU YTRA — nýr maður íhans stað á þingi Menntamálaráðherra, Ragnar Arn- UNESCO, Menningar- og visinda- alds, og Birgir Thorlacius ráðuneytis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. stjóri sækja nú evrópsku menningar- málaráðstefnuna sem haldin er í Hannes Baldvinsson, framkvæmda- Aþenu. stjóri á Siglufirði, tók i gær sæti Á heimleið kemur ráðherra við i Ragnars á Alþingi. París og ávarpar þar ráðstefnu • BS Frá námskeiði sem Gerard Souzay hefur haldið undanfarna daga á vegum Tónlistarskólans, það þriðja I röðinni af slikum DB-myndir Bjarnlcifur .Fyrír mér er tónlistin leyndardómur „IMenn hugsa sér guð eins og þeir eru „tg var siys, ég átti ekki að koma i heiminn.” sjálfir, með mannlega gaUa. LÆRK) AÐ PRJÓNA Á SINGER PRJÓNAVÉLAR Singer prjónavél 2100. Prjónar fínt og gróft garn, með jafnri og fallegri áferð (einnig lopa). Margvísleg munsturprjón og litaprjón. Hringprjón og klukkuprjón. Prjónar sokka, heila í hæl og tá. Hefur tvö nála- borð úr málmi með 360 nálum alls. Hefur einnig tvöfaldan bandleiðir. Singer prjónavél 2200. Hefur alla þá eiginleika sem 2100 prjónavélin hefur, að auki sjálfvirkt munsturprjón sem stýrist af munstur- banka (memo martik), sem tengdur er vélinni. Og jafnframt fylgir vélinni gata- sleði og hægt er að setja rafmótor við báðar vélarnar. 6 tíma kennsla fylgir vél- unum. Sýnikennsla verður í Ármúla 3 fimmtudaginn 26. október frá kl. 2—5 e.h. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 AUGLÝSINGASTOFA SAMBANDSINS

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.