Dagblaðið - 25.10.1978, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978
7
Danmörk:
ATVINNUKNATT-
SPYRNAN ALVEG
A HAUSNUM
— mikil fækkun knattspyrnumanna atvinnuf élaga eftir
f jórðungsfækkun áhorfenda síðan ífyrra
Hin nýja atvinnuknattspyrna í
Danmörku er á hausnum. Um það bil
fjörutíu knattspyrnufélög af fjörutíu
og átta knattspyrnufélögum i deilda-
keppninni þar í landi eiga í verulegum
fjárhagslegum erfiðleikum. Ástaeðan
fyrir þessu er sú að áhorfendur hafa
ekki verið eins hrifnir af atvinnuknatt-
spyrnunni eins og forgöngumenn
hennar höfðu gert sér vonir um.
Samkvæmt tölum um áhorfendur
hafa fjórðungi færri áhorfendur komið
til að sjá knattspyrnuleiki í ár, sem er
fyrsta árið sem atvinnuknattspyma er
rekin í Danmörku, heldur en í fyrra.
Samkvæmt könnun, sem gerð hefur
verið meðal danskra knatt-
spyrnufélaga, þá mun aðeins vera
grundvöllur fyrir atvinnuknattspyrnu
í fyrstu deildinni. Þar þarf þó að
líkindum að fækka liðum niður í tólf.
Flest knattspyrnufélaganna munu
fækka mjög þeim leikmönnum á
næstunni, sem boðið verður upp á
áframhaldandi atvinnusamninga.
Reynslan hefur einnig sýnt að
minna hefur borizt af fjármagni frá
stuðningsfyrirtækjum, auglýsendum
o.s.frv. Fjárhagur atvinnuknatt-
spyrnufélaganna er því einnig af þeirri
ástæðu slæmur.
Formaður danskra knatt-
spyrnumanna hefur sagt í viðtali, að
árið í ár hafi verið slæmt ár til að hefja
atvinnuknattspyrnu. Fólk hafi verið
búið að fá nóg af knattspyrnu I
sjónvarpinu, er heimsmeistaraknatt-
spyrnunni í Argentínu lauk. Því
hafi áhorfendum fækkað. Hann
sagðist telja að næsta ár yrði betra að
þessu leyti.
Einnig sagðist formaðurinn
telja að í framtíðinni mundu félögin
gæta sín betur fjárhagslega og gera
raunhæfari samninga við leikmenn en
gert hefði verið í byrjun.
: v ? v.
■
Sovétríkin:
Eiginkonu Kortsnojs
enn neitað um leyfi
til brottf lutnings
Á meðan Viktor Kortsnoj hinn land-
flótta Sovétmaður var að berjast síðustu
skákirnar gegn landa sínum Anatoly
Karpov í Manila á Filippseyjum á dög-
unum var eiginkonu Kortsnojs enn einu
sinni neitað um leyfi til að flytjast á
brott frá Sovétríkjunum með syni þeirra
hjóna.
Eiginkonan Isabella sagði að þessi úr-
skurður hefði komið i byrjun september
en hún hefði ekki viljað trufla mann
sinn i heimsmeistarakeppninni með þess-
um slæmu tíðindum.
Viktor Kortsnoj skákmeistari til-
kynnti árið 1976 að hann mundi ekki
snúa aftur til Sovétríkjanna. Hafði hann
þá átt i deilum við þarlend skákyfirvöld
um nokkra hrið. Eiginkona hans sagðist
vera hrædd um að sonur þeirra sem er
nítján ára yrði fljótlega kallaður í her-
inn. Herskylda er tvö ár í Sovétrikjunum
og eftir það getur verið erfitt að fá leyfi
til að flytjast úr landi.
Isabella Kortsnoj er tæknifræðingur
að mennt en hefur ekki starfað sem slík-
ur síðastliðin tólf ár.
Eiginkona Kortsnojs er hrædd um að
sonur þeirra verði brátt kallaður til
herþjónustu og eftir það er erfitt að fá
leyfi til að flytja frá Sovétrlkjunum.
Portúgal:
Lagaprófessor
næsti forsætis-
rádherra?
— Eanes forseti tilnef nir í dag
Talsmaður Eanes, forseta Portúgal Soares, sem varð að fara frá völdum,
sagði í gærkvöldi að búast mætti við er Miðdesmókrataflokkurinn hætti
tilnefningu hans á, hver reyna ætti að stuðningi við hann og stjórn hans því
mynda starfhæfa stjórn í landinu, í ekki lengur með meirihluta á þingi
dag. Samkvæmt portúgölskum dag- 'landsins.
blöðum er lagaprófessor að nafni Carlos Nota Pinto prófessor, sem
Carlos Nota Pinto talinn líklegastur til líklegastur er talinn til að vera falin
að hljóta hnossið. stjórnarmyndun er 42 ára, var áður
þingmaður fyrir Sósíaldemókrata-
Ríkisstjóm Alfredo Nobre da Costa flokkinn, sem hefur fremur hægri
hefur setið að völdum til bráðabirgða sinnaða stefnuskrá. Var Pinto leiðtogi
siðan efnahagsmálatillögur hennar flokksins á þingi en þar er hann annar
voru felldar á þingi landsins hinn 14. stærsti þingflokkur, aðeins Jafnaðar-
september siðastliðinn. Tók sú stjórn mannaflokkur Mario Soares er
við af rikisstjórn sósíalistans Marios fjölmennari.
Bandaríkin:
Hætt við gildru-
girðingu við landa-
mæri Mexíkó
Bandarisk innflytjendayfirvöld
tilkynntu I gær að þau hefðu hætt við
að setja upp nítján kílómetra langa
girðingu á stað einum meðfram landa-
mærum Bandaríkjanna og Mexikó þar
sem mjög margir Mexíkanar eru sagðir
fara ólöglega inn í fyrrnefnda landið
árlega.
Mikil mótmæli risu gegn girðingunni
er hönnuður hennar lét hafa eftir sér að
þeim sem festist í henni, þó svo ekki
væri meira en á einni tá gæti ekki losað
sig af sjálfsdáðum aftur. Var
hönnuðurinn hinn ánægðasti með verk
sitt enda taldi hann sig hafa fengið það
hlutverk að hindra einhvern hluta
hinnar hálfu milljónar Mexíkana til að
komast yfir í Bandaríkin sem sagðir eru
fara ólöglega yfir landamærin árlega.
Við mótmælin tóku innflytjendavöld
við sér og sögðu að girðingunni væri að
visu ætlað þetta hlutverk en þó ekki
þannig að fólk gæti borið varanlegan
skaða af tilraunum til sliks.
Keith Richards
slapp með
skrekkinnfrá
heróínákærunni
Keith Richards gitarleikari Roll-
ing Stones var í gær dæmdur til að
halda hljómleika innan hálfs árs til
ágóða fyrir blinda. Átti hann yfir
höfði sér sjö ára fangelsisdóm fyrir
heróínneyzlu i Kanada en sleppur
gegn hljómleikahaldinu. Richards
hefur sagt að hann telji sig hafa
unnið bug á heróinfikn sinni.
Dollarinn íbotn
Bandaríski dollarinn hefur
aldrei staðið jafn lágt gagnvart jap-
önsku yeni og hann gerði í gær,
siðanilok síðari heimsstyrjaldar.
Virðast japanskir kaupsýslumenn
yfirleitt láta sér fátt um finnast
ráðagerðir Jimmy Carters Banda-
ríkjaforseta um styrkingu efna-
hagslífs ríkis síns og bætta stöðu
dollarans.
Læknirinn sýkn-
aðurogFarber
látinn laus
Læknir nokkur í Bandaríkjun-
um var i gær sýknaður af
ákærum um að hafa ráðið
nokkrum sjúklingum sinna bana
með lyfjagjöfum. Jafnhliða var
blaðamanni að nafni Myron
Farber sleppt lausum úr varðhaldi.
Þar sat hann vegna þess að hann
vildi ekki afhenda dómi gögn sín,
sem hann hafði undir höndum og
leiddu líkur að sekt læknisins, sem
er af argentínskum uppruna. Mál
beggja aðilanna mun nú fara fyrir
hæstarétt.
Sjómenn
stukku í sjóinn
Tveir rúmenskir togarasjómenn
vörpuðu sér fyrir borð á skipi sínu
þar sem það lá fyrir akkerum út af
strönd Bandaríkjanna í gær. Tókst
þeim að synda til strandar. Opin-
berir aðilar I Bandaríkjunum hafa
tilkynnt að tvímenningunum hafi
verið veitt hæli sem pólitískum
flóttamönnum.