Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978.
.............
T ollgey mslur allar f ullar en
geymslur kaupmanna tómar
5
\
V
— Innlend verzlun að sligast undan byrði verðbólgu og samdráttar peningamála
Það er ekki ofsögum sagt af erfið-
leikum innflytjenda og kaupmanna
um þessar mundir. „Það harðnar
stöðugt á dalnum og fer versnandi þvi
enginn ræður við 50% verðbólgu,”
sagði Jón Magnússon form. Fél. stór-
kaupmanna.
Vörugeymslur kaupmanna og heild-
sala eru tómar og leystar eru út vörur
eftir hendinni, en allt hefur það kostn-
aðarauka I för með sér miðað við eðli-
lega verzlun og eðlilegt ástand í pen-
ingamálum.
„Já, álagið hér hjá okkur hefur
mjög aukizt og hér er allt fullt af að-
fluttum vörum,” sagði Helgi K.
Hjálmsson forstjóri Tollvörugeymsl-
unnar. „Og þó rennsli vara sé mikið i
gegnum geymsluna hefur álagið auk-
izt. Meiri óskir eru um að fá hér að-
stöðu en nokkru sinni. Við höfum
engan rekið frá en reynt að verða öll-
um að liði.”
Allar vörur i Tollvörugeymslunni
eru, eins og i pakkhúsum skipafélag-
anna, ógreiddar I banka og hjá tolli. 1
Tollvörugeymslunni geta innflytj-
endur vara tekið út lítinn skammt
vörusendingar I senn, greitt hann og
fengið út i verzlunina. Raunverulegir
eigendur varanna eru erlendir selj-
endur þar til greitt er I banka og tolli.
Sagði Helgi að innflytjendur spöruðu
sér milljónatugi með þessu enda
kæmust sífellt fleiri upp á það að not-
færa sér Tollvörugeymsluna. Gengis-
fellingar og peningasig spiluðu einnig
inn í, þvi þegar greitt er fyrir smá-
skammt gildir gengi dagsins í verðút-
reikningi og varan sem I Tollvöru-
geymslunni situr eftir hækkar i verði
með gengissigi næsta dags. Lánsfjár-
skortur hvetur menn og til notkunar
Tollvörugeymslunnar og léttir mikið á
bönkum,” sagði Helgi.
„Samdrátturinn á peningamarkaðn-
um er annar höfuðóvinur verzlunar-
innar,” sagði Jón Magnússon form.
Samtaka stórkaupmanna. „Ætli sam-
drátturinn nemi ekki einum banka á
ári. Verðbólgan skekkir svo alla verzl-
unarhætti og reikningsviðskipti.”
Jón kvað notkun tollvörugeymslu
skapa margvíslegan aukakostnað. Það
er verið að fylla út og fara með smá-
slatta af toll- og bankaskjölum, senda
bíla eftir smávöruslöttum og koma í
viðskipti. 100 þúsund króna útleysing
vara með slíkum hætti gæti kostað alla
heildsöluálagninguna.
„Ef varan fengist beint frá skipi og
heildsalar hefðu tollkrítina, sem þeir
eru alltaf að biðja um, gæti það fyrir-
komulag sparað verzluninni milljarð
árlega að dómi nefndar og rekstrarsér-
fræðings, er nefndin, sem nú er búin
að skila af sér störfum, hefði fengið til
útreikninga.”
Jón sagði og að flest innflutnings-
viðskipti færu nú fram á 90 daga
víxlum. Þvi væru víxlarnir oftast eða
alltaf greiddir á miklu hærra gengi en
gilt hefði er viðskiptin fóru fram. í ótal
tilfellum æti gengismunurinn upp alla
álagningu heildverzlunarinnar.
Sárast kvað Jón að sjá geymslur
innflytjenda og kaupmanna tómar en
I Tolivönigeymslunni hlaðast vörur upp —
smislðttum.
en þaðan rennur einnig mikið ht I
önnur vöruhús væru full og afgreiðsla
úr þeim færi fram með aukinni fyrir-
höfn og miklum kostnaðarauka.
-ASL
KÖKUR í GRÓÐURHUSINU
Sýnir 50 pastel- og kolateikningar
Nú er sá árstími þegar kökusölur og
basarar eiga hvað mestum vinsældum
að fagna. Um hverja helgi eru haldnir
margir slíkir, allt til styrktar góðum mál-
efnum. Fólk gerir lika góð kökukaup á
kökusölunum enda staðreynd að á flest-
um hverfa kökurnar eins og dögg fyrir
sólu.
Kl. 21 dag hefst kökusala í Blómavali i
Sigtúni. Það er Foreldra- og styrktar-
félag Tjaldanesheimilisins I Mosfells-
sveit sem stendur fyrir kökusölunni. Eru
velunnarar Tjaldanesheimilisins hvattir
til þess að koma, fá sér gott með kaffinu
og styrkja um leið gott málefni.
I dag kl. 2 opnar Guðmundur Björg-
vinsson sýningu í Norræna húsinu á 50
pastel- og kolamyndum. Flestar mynd-
anna eru frá þessu ári. Þetta er önnur
einkasýning Guðmundar en sú fyrsta
var fyrir 3 árum í sýningarsal Arkitekta-
félagsins.
Þessi sýning' Guðmundar er sölusýn-
ing. Hún er opin frá kl. 2—10 2—13.
desember.
Guðmundur hóf nám i mannfræði og
sálfræði I Bandaríkjunum fyrir tveimur
árum og heldur því nú áfram hér. Hann
hefur numið listfræði með sinu aðal-
námi, sótt námskeið ytra og nám hér hjá
Birni Th. Björnssyni.
- ASt.
wff'- -