Dagblaðið - 02.12.1978, Side 10
10
Iríálst áháð
Útgefandh Dagbláðið hf. t # f _
Framkvœmdastjóri: Svainn R.EyjóHsson. RHstjóH: Jónas Krb^Snsson.
FróttastjóH: Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuRtrúi: Haukur Halgason. SkrifstofustjóH rttstjóman Jó-
• hannas ReykdaL íþróttir: Hallur Slmonarson. Aöstoóarfréttáétjórar. Atii Stsinarsson og ómar Valdi-
^marsson. Manningarm&l: AÖabtainn Ingótfsson. Handrit Asgrimur Páisson.
Blaöamann: Anna Bjamason, Asgair Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofánsdóttir, EHn Afcarts-
dóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hailur HaNsson, Halgi Pétursson, Jónas Haraldsson,
Óiafur Geirsson, ólafur Jónsson. Hönnun: Guöjón H. Pálsson.
Ljósmyndir Ari Kristínsson, Ami Páll Jóhannsson, Bjamlaifur Bjamietfsson, Hörður Vilhjálmsson,
Ragnar Th. Sigurðsson, Svainn Pormóðsson.
Skrifstofustjóri: ólafur Eyjóifsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sökistjóri: Ingvar Svainsson. Dreriing-
arstjóri: Már E.M. HaHdórsson.
Ritstjóm Síöumúla 12. Afgraiösla, áskriftadaild, auglýsingarog ^krtfstofur Þvarholtí 11.
Aöalsimi blaösins ar 27022 (10 Nnuri. Askrift 2400 kr. á mánuði impnlands. i lausasölu 120 kr. eintokiö.
Setning og umbrot Dagblaöið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugarö: HHmir hf. Slöumúla 12. Prenturv
Arvakur hf. Skeifunni 10.______________%______________________
Endaleysurnar má laga
Enginn skyldi trúa, þrátt fyrir ofur-
áherzlu síðustu vikna á áhrif vísitölu-
hækkana launa á verðlagið, að verkafólk
með um 150 þúsund krónur á mánuði
fyrir dagvinnu beri sök á verðbólgunni.
Augljóst er, að þetta kaup er alltof lágt
miðað við dýrtíðina. Þegar litið er á kauphækkun megin-
þorra launþega, eigi hún ekki stoð í aukinni framleiðslu,
skapar núgildandi kerfi hins vegar víxlhækkanir kaup-
gjalds og-verðlags, sem ýta undir verðbólguna, þótt
meginorsakir hennar sé allt annars staðar að finna.
Stjórnvöld geta því aðeins beðið launþega um fórnir,
ef hið sama gengur yfir alla þjóðfélagsþegna sem þáttur í
róttækri atlögu gegn verðbólgu. Þá ber markvisst að
varðveita kaupmátt hinna lægstu launa, en láta þá með
meiri tekjur bera byrðarnar. í því sambandi væri
æskilegt, að breytt yrði núgildandi vísitölukerfi, sem
felur í sér margs konar endaleysur.
Þegar verðbætur á laun valda kauphækkun vegna
hækkaðs verðs á neyzluvörum, án þess að aukin fram-
leiðsla þjóðarinnar standi undir hækkuninni, má búast
við, að hækkunin renni út í verðlagið. Hagur fyrirtækja
almennt hefur ekkert batnað, og hann versnar við kaup-
hækkunina. Því hafa stjórnvöld venjulegast hleypt í
gegn hækkun á verðlagi, þegar fyrirtækin leggja fram
kostnaðarreikninga, sem sýna verri útkomu þeirra. Verð
hækkar, og síðan verðbætur, kaup hækkar að nýju,
verðlag að nýju og svo framvegis.
í drögum að áliti vísitölunefndar, sem fyrir liggja, segir
um vísitölukerfið: „í fyrsta lagi má ætla, að sé launa-
hækkun í heild stefnt fram úr hagvexti til lengdar, auki
vísitölukeifið á þann verðbólguvanda, sem því hlýtur
jafnan að fylgja.” Nú hafa skapazt aðstæður til að lag-
færa meingalla vísitölukerfisins sem hluta af víðtækum
aðgerðum í baráttu við verðbólgu, en því aðeins getur
slíkt orðið, að stjórnvöld standi við fyrirheitin um slíkar
umfangsmiklar aðgerðir.
Nefndarmenn voru sammála um, að finna þyrfti
nýjan vísitölugrundvöll, enda er núverandi grundvöllur
löngu orðinn forngripur. Hann byggist á búreikningum
100 fjölskyldna í Reykjavík árin 1964 og 1965. Síðan
hafa neyzluvenjur tvímælalaust breytzt gífurlega. Nýr-
grundvöllur mundi gera kleift að standa að lausn
vandans af meira viti en nú er, en hann dygði þó skammt
í viðureign við verðbólguna. 1 því tilliti eru merkari hug-
myndir, sem fulltrúar launþegasamtaka hafa tekið allvel
og gætu afstýrt nokkru af voða skrúfugangsins.
Verðhækkanir á innfluttum vörum eiga samkvæmt
núgildandi kerfi að hækka verðbætur á laun. Sé hækkun
á verði vara, sem við flytjum út, ekki samfara hækkun á
vörum, sem við flytjum inn, hefur hagur þjóðarbúsins
versriað. Kauphækkanir af þessum völdum hafa því
jafnan brunnið á verðbólgubálinu, og það hefur gert hlut
þjóðarbúsins enn verri en ella hefði orðið.
Rök má einnig færa að því, að ekki beri að reka stjórn-
völd til að hækka frekar beina tekjuskatta en söluskatta,
eins og nú er með því að hækkun óbeinna en ekki
beinna skatta kemur inn í vísitöluna. Ennfremur ætti
það ekki að leiða til kauphækkunar, þótt hið opinbera
reisi skóla eða sjúkrahús og afli fjár til þess með hækkun
söluskatta. Slíkt skapar ekki grundvöll fyrir kjarabætur í
formi launa.
Fulltrúar launþega munu sennilega gangast inn á
leiðréttingu á slíkum þáttum, sjái þeir fram á, að stjórn-
völdum sé alvara með öllu talinu um atlögu gegn
verðbólgu.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978.
Er síðasta stund
gömlu stórblað-
anna að nálgast?
—óvíst að The Times í London komi af tur út og horf ur
á að dagblöðin með milljóna útbreiðslu nái
öllum markaðinum
Timabil hinna stóru og sjálfstæöu
dagblaða í heimsborgunum þrem, New
York. London og París er ekki langt.
Uað hefur i raun aöeins staðið í rúm
citt hundrað ár. Verið getur að þessu
timabili sé að Ijúka. Á fimmtudaginn
stóðvaði The Times í London útgáf-
una og svo mun einnig verða með
íiysturblað þess, The Sunday Times.
Enginn veit hvenær eða hvort þessi
trlöð munu nokkurn tima hefja út-
komu aftur.
Árið i ár hefur verið erfitt fyrir hin
láu dagblöð sem enn reyna að stunda
■sjálfstæða fréttaöflun á alþjóðlegum
vettvangi. Flest önnur blöð láta sér
nægja þjónustu stóru fréttastofanna
AP. UPl, Reuter og AFP og greinar
frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig á
þeim vettvangi. The New York Times
ur nýlega byrjað aftur að koma út eftir
iittatíu og átta daga verkfall, sem
Ikostaði blaðið og þau blöð önnur sem í
því lentu 150 milljónir dollara í auglýs-
ingum og lausasölu.
Hin svokölluðu stórblöð í London
;ins og The Guardian og The Times
hafa tapað milljónum punda á hverju
ári siðasta áratuginn. Eitt þeirra, The
Daily Telegraph, hefur ekki komið út
svo vikum skiptir vegna stöðugra
deilna við verkalýðsfélög.
í Frakklandi er ástandið litið betra.
Dagblöð sem reka sjálfstæða fréttaöfl-
un á alþjóðavettvangi eru óðum að
hverfa en i staðinn koma blöð hins
hægrisinnaða fyrrverandi þingmanns,
M. Robert Hersant. Af blöðum í París
sem enn halda uppi þessu merki er
aðeins um að ræða Le Monde. Margir
Frakkar, sem eru ekki sáttir við hina
vinstri sinnuðu stefnu þess, láta sig
samt hafa það að kaupa blaðið
eingöngu vegna þess að annars staðar
telja þeir sig ekki fá fréttirnar frá nægi-
lega góðum heimildum.
Það sem sagt hefur verið má ekki
skilja þannig að öll áreiðanleg dagblöð
á Vesturlöndum séu að leggja upp
laupana. í það minnsta tíu til fimmtán
önnur blöð reka enn sína eigin frétta-
þjónustu á alþjóðavettvangi. Mörgum
fleiri tekst að halda uppi vandaðri
fréttaþjónustu með þvi að velja og
túlka fregnir frá stóru fréttastofunum
af viti og skynsemi. Siðan leggja þessi
blöð mesta krafta sina í að fylgjast
með fréttum á heimaslóðum.
En hvað er það sem er að ganga af
þessum stóru alþjóðlegu dagblöðum
dauðum? Segja má að þar sé um
margar ástæður að ræða, einhvers
konar blöndu af efnahagslegum.
Erlent
málefni
Gwynne Dyer
tæknilegum og mannlegum ástæðum.
Ástæðurnar fyrir því að The Times og
The Sunday Times hafa stöðvað út-
gáfu er nærri sú sama sem stöðvaði
The New York Times í haust. Þróunin
i prenttækni er stöðugt meir og meir
að þrýsta þessum stórblöðum í þá átt
að dreifing þeirra og útbreiðsla verði
um allt landið og efnisval þeirra yrði
þá meira í áttina við dagskrá sjón-
varpsstöðvanna.
Þessi gömlu stórblöð með sitt sér-
stæða efnisval hafa stöðugt tapað
markaðinum til þeirra dagblaða sem
einbeita sér meira að þeim atburðum
sem verða í heimalandinu. Þeim
lesendum sem vilja fylgjast með frétt-
um frá öllum heiminum og túlkun
þeirra á hverjum degi virðist fækka.
Gömlu stórblöðin tapa kaupendum og
hafa nú aðeins lítinn hluta markaðar-
ins. Flest þeirra eru þannig sett að
meirá en helmingur útbreiðslu þeirra
er i þeim borgum sem þau eru gefin út.
Þessu fylgir að auglýsingar dragast
saman og þar af leiðandi tekjurnar.
Þau hafa lika lagt upp laupana hvert á
fætur öðru á undanförnum árum.
Þróun þessara mála hefur verið
svipuð i Vestur-Þýzkalandi. Þau fáu
blöð sem einbeita sér að alþjóðlegum
málefnum ogsjálfstæðri túlkun þeirra
gera ekki einu sinni tilraun til að ná út-
breiðslu um allt landið. Meira en
helmingur seldra dagblaða i Vestur-
Þýzkalandi er i höndum útgáfufyrir-
tækis auðmannsins Axels Springers.
Blöð hans einbeita sér að glæpamálum
og léttu klámi.
Síðustu vígi hinna gömlu stórblaða
eru stór lönd eins og Bandarikin,
Kanada, Ástralia og Sviþjóð. Þar
hefur krafan um almenna útbreiðslu
innanlands ekki orðið skilyrði fyrir
lífsmöguleikum þeirra. Þar eru yfir-
leitt tiltölulega litil blöð í hverri borg
eða héraði sem fullnægja þörfinni fyrir
fréttir frá nánasta umhverfi
lesendanna. The New York Times er
undantekning i þessu tilviki. Vegna
stærðar New Yorkborgar hefur
blaðinu reynzt unnt að gerast hvort
tveggja í senn, blað sem heldur uppi
sjálfstæðri alþjóðlegri fréttaþjónustu
og blað með almennum fréttum úr
borginni sjálfri.
Enn standa málin svo að hin hefð-
bundnu héraðs- og borgarblöð i
Bandarikjunum eru til muna betri en
Evrópublöðin i milljónaupplögunum.
Má þar til dæmis nefna útbreiddustu
brezku blöðin tvö, Daily Mirror og
The Stin, sem flytja nánast engar al-
mennar fréttir. Sá tími mun þó að lík-
indum koma að tæknilega verði auðið
að prenta og gefa út slík milljónadag-
blöð I víðlendu landi sem Bandarikjun-
um. Þá munu borgar- og héraðsblöðin
hverfa og það verður mikill missir.
'm -V fE&tíæ
; ÍWi
/jy/As /a
jy/t li T
Wf/;_ //•
. ff/J 4 r • ■
V / : ....
fí/ »//
'W
. .... •' t,y ■’> < • ,
* - ''**•1/, ’u»s
W.
/// . >> iy