Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978. Útvarp Sjónvarp t—-----------------------------\ SJÓNVARPSM YNDIN - sjónvarp íkvöld kl. 22.25: Veitingastofa Alice —skemmtileg og raunsæ kvikmynd Ur myndinni Veitingastofa Alice. í kvöld kl. 22,25 sýnir sjónvarpið okkur bíómyndina Veitingastofa Alice (Alice’s Restaurant), sem hlaut mjög góðar viðtökur er hún var sýnd hér í Tónabíói fyrir nokkrum árum. Myndin er bandarísk frá árinu 1969 og leikstjóri er Arthur Penn. Með aðal- hlutverk í myndinni fara þau Arlo Guthrie, Pat Qttinn 0g James Broderick. Arlo Guthrie er vel þekktur þjóðlaga- söngvari og fjallar myndin um hann og félaga hans og daglegt líf þeirra. Á myndin að gerast á því tímabili sem hippaæðið var sem mest í Bandaríkjun- um. Arlo Guthrie samdi sjálfur alla söngv- ana í myndinni en þeir eru til á sam- nefndri LP plötu. I söngvunum lýsir Arlo þvi sem gerist í kvikmyndinni. Arlo og félagar hans búa saman í gamalli kirkju og gengur á ýmsu hjá þeim. Myndin lýsir lifsmáta þeirra, hug- myndum og vandamálum. Ein af hópnum, Alice, setur á stofn veitingastofu, þar sem þeir eru tíðir gestir. Alice er lifandi ennþá í verunni og rekur ennþá veitingastofuna sem er orðin bæði vel sótt og fræg. Veitinga- stofa Alice er í Los Angeles. Kvikmyndahandbók okkar gefur myndinni fjórar stjörnur og er það hæsta einkunn sem gefin er. Myndin er vel þess virði að sitja heima og horfa á hana. Þýðandi er Ellert Sigurbjörnsson og er myndin tveggja tíma löngogí lit. - ELA KVÖLDUÓÐ — útvarp kl. 21.20: Hljómplötuútgefendur og jólaplötuf lóðið Kvöldljóð — tónlistarþáttur í umsjá Ásgeirs Tómassonar og Helga Péturs- sonar — verður á dagskrá útvarpsins i kvöldkl. 21.20. t þættinum í kvöld verður fjallað um ELIN ALBERTS DÖniR. hinar nýútkomnu jólaplötur og spilaðar verða nokkrar þeirra. Ennfremur verður ■rætt við þrjá hljómplötuútgefendur um jólamarkað hljómplatnanna. Verður i því sambandi rætt við Svavar Gests hjá SG hljómplötum, Björn Valdimarsson hjá Fálkanum og Jónatan Garðarsson hjá Steinari. Spjallað verður um kostnaðarhlið plötunnar og hvernig lög sem setja skal á plötu eru valin, auk margs annars sem fylgir þvi að gefa út hljómplötu. Þáttur- inn er þriggja stundarfjórðunga langur. Þess má geta að eftir hálfan mánuð verður sérstakur jólaþáttur hjá þeim félögum Ásgeir og Helgaog ætla þeir að fá til sin i heimsókn jólasveina, til að gera þáttinn sem jólalegastan. - ELA Umsjónarmenn Ásgeir og Helgi. Kvöldljóðs, þeir t------------------------------^ TVÆR FRAMHALDSMYNDIR — sjónvarp kl. 16.30 og 18.30: Það er von á barni, og vonandi þá bróður Við eigum von á barni nefnist mynd fyrir böm og unglinga sem sjónvarpiö sýnir í dag kl. 18.30. Myndin er finnsk og i þremur þáttum. Fjallar hún um Mariti litlu sem er sjö ára. Mamma hennar á von á barni og Marit vonar að það verði litill bróðir. Hún lætur sig dreyma um þegar litli bróðir hennar fer að hjálpa henni þegar aðrir áreita hana. En svo kemur að þvi að mamma leggst inn á fæðingardeildina og þá er bara að bíða og sjá hvort barnið verði nú strákur eða stelpa. Þess má geta að klukkan fjögur sýnir sjónvarpið annan þátt um bamsfæðing- ar. Nefnist hann Fjölgun i fjölskyldunni. Þátturinn i dag lýsir einkum fæðingar- undirbúningi og sjálfri fæðingunni. Þýðandi og þulur er Arnar Hauksson læknir og er sú mynd tuttugu mínútna löng. Við eigum von á barni er einnig tuttugu mínútna löng, en þýðandi er Trausti Júlíusson. . ELA Laugardagur 2. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 LcikBmi. 7.20 Bæn. 7.25 Ljósaskipti: Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 8.00 Fréttir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmls lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.20 Leikfimi. 9.30 Óskakjg sjúklinga: Kristin Sveinbjörns- dóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir). 11.00 Ungir bókavinir: Hildur Hermóðsdóttir stjómar barnatima. ' 12.00 Dagskráin. Tónlcikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í vikulokin. Blandað efni i samantekt ólafs Geirssonar, Eddu Andrésdóttur. Árrla Johnsen og Jóns Björgvinssonar. 15.30 Á grænu Ijósi. óli H. Þóröarson framkv. stj. umferðarráðs spjallar við hlustendur. 15.40 Islenzkt mál. Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplógin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Stundarkorn með Gunnari M. Magnúss rithöfundi. Jón úr Vör tekur höfundinn tali ogsér um dagskrána. Gisli Halldórsson leikari les „Gestinn i fiskiverinu”, smásögu eftir Gunnar, og einnig les höfundurinn óprentað Ijóð. 17.45 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Huliðsheimur. Baldur Pálmason les kafla úr bók eftir Áma óla rithöfund. 20.00 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson kynnir sönglög og söngvara. 20.45 Manniif í þéttbýli. Erna Ragnarsdóttir tekursaman þáttinn. 21.20 Kvöldljóð. Tónlistarþáttur í umsjá Ásgeirs Tómassonar og Helga Péturssonar. 22.05 Kvöldsagan: Saga Snæbjarnar I HergiLs- ey rituð af, honum sjálfum. Ágúst Vigfússon les(16). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. (23.50 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 3. desember 8.00 Fréttir. •• 8.05 Morgunandakt. Séra Siguröur Pálsson vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög. Hljómsveit Mantovanis leikur. 9.00 Hvaö v^rð fynr valinu? „Vetrarmorg- unn”. kafli úr „Sjálfstæðu fólki" eftir Halldór Laxness. Sigriður Guðmundsdóttir kennari les. 9.20 Morguntónleikar. a. „La Lyra”, svita fyrir strengjasveit eftir Georg Philipp Telemann. Slóvakíska kammersveitin leikur; Bohdan Warchal stj. b. „Gjör dyrnar breiðar", aðventukantata eftir Sebastian KnQpfer. Rotraud Pax, Elfriede Vorbrig, Ortrun Wenkel, Johannes .Höfnin og Jakob Stampfli syngja ásamt drengjakórnum í Eppendorf og Noröur-þýzka söngflokknum. Archiv-hljóm- sveitin í Hamborg leikur. Stjórnandi; Gott- fried Wolters. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Ljósaskipti. Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar píanóleikara (endurt. frá morgninum áður). 11.00 Messa í Laugarneskirkju. Prestur: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Organleikari: Gústaf Jóhannesson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.35 Sex bænir Jónasar. Dagskrárþáttur gerð ur af séra Kára Valssyni í Hrisey. Höfundur- inn flytur inngangsorð, en fiytjendur efnis eru Karl Guömundsson og Guörún Ámunda dóttir. 14.10 Óperukynning: „Kátu konurnar frá Windsor” eftir Otto Nicolai. Edith Mathis, Helen Donath, Hanna Schwarz, Kurt Moll, Peter Schreier, Bernd Wcikl o.fl. syngja meö kór og hljómsveit Ríkisóperunnar í Berlin. Stjórnandi: Bernhard Klee. Guðmundur Jóns- son kynnir. 15.20 Hvítá í Borgarfirði; siðari þáttur. Um- sjónarmaöur: Tómas Einarsson kennari. Hann talar við Kristján Fjeldsted i Ferjukoti, Magnús Eggertsson fyrrv. yfirlögregluþjón. Lesefni eftir Jósef Björnsson, Kristleif Þor- steinsson, Steingrím Thorsteinsson og úr þjóðsögum Jóns Ámasonar. Lesari með umsjónarmanni: Klemenz Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Á bókamarkaðinum. læstur úr nýjum bókum. Umsjónarmaður: Andrés Björnsson. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 17.45 Létt tónlist. Skemmtihljómsveit austur riska útvarpsins leikur; Karl Krautgartner stj. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Sören Kirkegaard og heimspekin. Kristján Ámason menntaskólakennari flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Kammertónlist. Clifford Curzon og fil- harmoniukvartettinn í Vinarborg leika. Píanó- kvintett i A«lúrop. 81 eftir Antonín Dvorák. 20.35 „. . . og aðrar vísur” Friðrik Guðni Þorleifsson les frumort Ijóð, og sungin verða lög við nokkur þeirra. 21.00 Söguþáttur. Umsjónarmenn: Broddi Broddason og Gísli Ágúst Gunnlaugsson t þættinum verður m.a. rætt við Heimi Þorleifsson um sögu Reykjavikurskóla. 21.25 Sinfóniuhljómsveit íslands leikur i út- varpssal. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. a. Sinfónía nr. 95 c-moll eftir Joseph Haydn. b. Moment musicale op. 94 nr. 2 eftir Franz Schubert. c. Vals og skerzó úr svítu nr. 3 eftir Pjotr Tsjaikovský. 22.05 Kvöldsagan: Saga Snæbjarnar i HergiLs- ey rituð af honum sjálfum. Ágúst Vigfússon les (17). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.50 Við uppsprcttur sigildrar tónlistar. Umsjónarmaður: Ketill Ingólfsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 4. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi: Valdimar örnólfsson leikfimi- kennari og Magnús Pétursson pianóleikari (alla virka daga vikunnar). 7.20 Bæn: Séra Jónas Gislason dósent flytur (a.v.d.v.). 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. landsmálablaö anna (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Þórir S. Guöbergsson byrjar lestur á nýrri sögu sinni, sem heitir „Lárus, Lilja, ég og þú". 9.20 Leikfimi. 9.30. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmál: Jónas Jónsson ræðir við Stefán Aðalsteinsson um ullar- og gærueigin- leika islenzka fjárins. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög; frh. 11.00 Áður fyrr á árunum: Ágústa Bjömsdóttir sér um þáttinn. 11.35 Morguntónleikan James Last og hljóm- sveit hans leika lögeftir Robert Stolz. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. im! Laugardagur 2. desember 16.30 Fjölgun i fjölskyldunni. Annar þáttur lýsir einkum fæðingarundirbúningi og sjálfri fæð- ingunni. Þýðandi og þulur Arnar Hauksson læknir. 16.50 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Við eigum von á barni. Finnsk mynd i þremur þáttum. Móðir Maritar litlu fer á fæð ingardeild og Marit er viss um að hún muni eignast bróöur. Þýðandi Trausti Júliusson. (Nordvision — Finnska sjónvarpið). 18.50 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og vcður. 20.25 Auglýsingar ogdagskrá. 20.30 Gengið á vit Wodehouse. Lokaþáttur. Siðareglur ættarínnar. Þýðandi Jón Thor Har aldsson. 21.00 Myndgátan. Getraunaleikur með þátt- töku starfsmanna dagblaðanna í Reykjavik. Stjórnendur Ásta R. Jóhannesdóttir og Þor- geir Ástvaldsson. Umsjónarmaður Egill Eð- varðsson. 21.55 Frá javshátiðinni I Bcrlín 1978. Fela Anikulapo Kuti frá Nígeríu og hljómsveit i hans Africa 70 leika. (Evrovision — Þýska sjónvarpið). 22.25 Veitingastofa Alice (Alice’s Restauranl). Bandarísk bíómynd frá árinu 1969. Leikstjóri Arthur Penn. Aðalhlutverk Arlo Guthrie, Pat Quinn og James Broderick. Arlo Guthrie og vinir hans eru hippar og lýsir myndin lifsmáta þeirra. hugmyndum og vandamálum. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 00.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 3. desember 16.00 Húsið á sléttunni. Bandariskur mynda flokkur. Annar þáttur. S\eitastelpur. Þýðandi óskar Ingimarsson. 17.00 Á óvissum tfmum. Fræðslumyndaflokkur i þrettán þáttum, gerður í samvinnu breska sjónvarpsins og hagfræðingsins Johns Kenn eths Galbraiths. Annar þáttur. Siðir og sið- ferði auðugra athafnamanna. Þýðandi Gylfi Þ. Gíslason. 18.00 Stundin okkar. Kynnir Sigríður Ragna Siguröardóttir. Stjórn upptöku Tage Ammen- drup. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Kór Langholtskirkju. Kórinn syngur lög eftir Jón Ásgeirsson og Þorkel Sigurbjömsson. Stjórnandi Jón Stcfánsson. Stjórn upptöku RúnarGunnarsson. 20.50 Drangarnir í Suður-Hafinu. Fyrir norðan Auckland á Nýja-Sjálandi rísa háir kletta- drangar úr sjó. Fyrir nokkru klitu fjallgöngu- garpurinn Sir Edmund Hillary og félagar hans hæsta drangann og var þessi mynd tekin í leið angrinum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.30 Ég, Kládlus. Fimmti þáttur. Efni fjórða þáttar: Hcrir Rómverja biða mikinn ósigur i Germaniu. Ágústus sendir Tíberíus með liös- auka. Keisaranum þykir Tíberíusaðgerðarlitill á bökkum Rinar. Hann ætlar að senda Póstúmus til að hvetja hann til dáða, en Livia telur hann á að senda heldur Germanikus, bróður Kládiusar. Livia notfærir sérástarsam- band Livillu og Póstúmusar til að koma honum i ónáð hjá Ágústusi scm sendir hann i útiegö. Liviu tekst að lokum aö finna Kládiusi konu sem reynist tröll að vexti. Þýðandi Dóra Hafstcinsdóttir. 22.20 Aö kvöldi dags. Séra Magnús Guðjónsson biskupsritari flytur hugvekju. 22.30 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.