Dagblaðið - 08.12.1978, Page 1
4. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 — 275. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022.
Sjúklingarnir eiga að
fá fimmfalt meira rými
þar en á spítalanum
— 8 þúsund fermetra hús á að rýma aðeins 60 sjúklinga og fær hver 120 fermetra
Læknaráð
Landspítalans
unirekkibruðli
við nýbyggingu
geðdeildarinn-
ar, sem byggð
erfyrir
nýbyggingafé
k spítalans:
Læknaráð Landspitalans og yfir-
stjórn Kleppsspítalans eru ekki á eitt
sátt með nýtingu hinnar nýbyggðu
geðdeildar á Landspitalalóðinni og
stendur þar nú ein deild tilbúin en ó-
notuð enn. Önnur deild er að verða
fullbúin.
Læknar Landspítalans hafa siðuren
svo á móti að geðdeild sé rekin í
tengslum við spítalann. En þar sem
nýbyggingarfé Landspítalans hefur
verið notað til byggingarinnar með
þeim afleiðingum að aðkallandi endur-
bætur innan spitalans hafa ekki náð
fram að ganga, telur ráðið sig eiga að
hafa ráðstöfunarrétt yfir nýtingu húss-
ins.
Þar við bætist að í upphafi var gert
ráð fyrir ákveðinni samnýtingu.
Þannig eiga t.d. rannsóknastofur og
þess háttar í Landspítalanum að nýt-
ast geðdeildinni, en til stóð að Land-
spitalinn nýtti einnig hluta nýbygging-
arinnar.
Eftir þvi sem blaðið kemst næst,
stendur spítalanum það enn til boða,
en nú á þann hátt að læknar telja það
gagnslaust.
Þá bendir læknaráð á að aldrei hafi
verið gerð grein fyrir flokkun
geðsjúklinga á deildinni. Nú hin síðari
ár hafi t.d. verið gert stórátak
varðandi drykkjusjúka, sem hingað til
hafa verið plássfrekur hópur á Kleppi.
Einnig vefengja lækna fullyröingu
yfirlæknis Kleppsspitalans þess efnis
að 30 til 50 prósent allra íslendinga
þurfi einhvern tímann á ævinni að
leita geðlæknis. Telja þeir það stórlega
ýkta tölu.
Loks er þeim svo ekki kunnugt um
að nokkurs staðar í heiminum sé
geðsjúkum ætlað jafn mikið sjúkra-
rými, eða 120 fermetra á mann. Til
samanburðar má geta að meðalrými
undir sjúklinga á Landspítalanum er
25 fermetrar og eru þá skurðstofur
meðtaldar og annað það sem ekki er
áformað að spítalinn og deildin noti
saman.
-G.S.
Séð inn i ritaraherbergi, sem stendur
ónotað. Ritvél er komin á borðið, hvað
þá annað.
DB-mynd Sv. Þorm.
r
r
Stelpurnar i Alþýðubankanum með magana stóru. Þeir minnka þó væntanlega á út-
mánuðum. Hér má sjá Soffiu Antonsdóttur, Jónu Vernharðsdóttur, Ragnheiði Egg-
ertsdóttur, Ástu Marteinsdóttur og Ragnheiði Þórólfsdóttur. Ein þeirra stallsystra
átti barn i september og önnur vildi ekki vera með á myndinni.
DP-mynd Ragnar Th.
FRJOSEMISGYÐJUR ALÞYÐU-
BANKANS
„Ætli það sé ekki fæðið hér í bankan-
um og kaffið sem er svona örvandi,”
sagði Ragnheiður Þórólfsdóttir starfs-
maður Alþýðubankans. Og sannarlega
er-eitthvað örvandi í kringum stelpurnar
í Alþýðubankanum, því sex þeirra eiga
nú von á barni, flestar I janúar og febrú-
ar. Og ein stallsystir þeirra varð léttari í
september sl.
Frjósemin í Alþýðubankanum hafði
ekki verið meiri en gengur og gerist fyrr
en þessi bylgja skall yfir. Sumar stúlkn-
anna töldu að vinsamlegur andi á síð-
ustu árshátíð bankans ætti töluverðan
þátt i þvi hvernig komið væri og aðrar
kenna um ákveðnum stólum bankans
sem byggju yfir þessum gjörningum.
Alls eru konurnar 18 sem vinna í
Alþýðubankanum og samkvæmt út-
reikningum sterkara kynsins í bankan-
um eru þessar sjö konur 37% allra
þeirra kvenna er vinna í bankanum. Þeir
hafa og verið með alls kyns útreikninga
og fundið út, að ef hlutfallslega jafn-
margar konur í starfsliði Landsbankans
væru ófrískar, þá væru þær á milli 160
og 170. Alls munu um 500 konur vinna í
Landsbankanum.
Aðeins ein hinna þunguðu kvenna í
Alþýðubankanum hyggst hætta störfum
vegna barnsfæðingarinnar. Hinar koma
aftur eftir þriggja mánaða leyfi. En ljóst
er að þjálfa verður annað starfsfólk
bankans til þess að gripa inn í störf
stúlknanna á meðan þær bregða sér frá
og fjölga Íslendingum.
- JH
Tryggingastofnunin:
TOPPKRATI
— EÐA
— sjá baksíðu
FélagiJesús:
„Góð bók og
skemmtileg”
— segir Þórarinn Eldjárn
„Mér finnst þetta góð bók og
skemmtileg,” sagði Þórarinn Edljárn I
viðtali við DB í morgun, er fréttamaður
átti tal við hann í Stokkhólmi i morgun.
Hann kvað val á bókinni til þýðingar
hafa þróazt með sér og forlaginu Máli og
menningu.
Ég vil benda á, að á íslandi kom út
bók 1930 sem túlkar mjög Iík pólitísk
viðhorf og þessi bók Wernström gerir.
Það var bókin: Ævisaga Jesús frá
Nazaret eftir Gunnar Benediktsson,
meira að segja ótrúlega lik á köflum,"
sagði Þóarinn.
Þórarinn kvaðst ekki hafa fylgzt með
umræðum um bókina og ekki ætla sér
að taka þátt í deilum um hana. „Ég hefi
ekkert sérstakt um hana að segja annað
en að ég snaraði henni á íslenzku," sagði
Þórarinn. „Höfundur hennar er mjög
mikils metinn á Norðurlöndum og
reyndar viðar,” bætti Þórarinn við.
„Er það verjandi, að íslenzkir ráða-
menn taki þessa bók fram yfir aðrar
barnabækúr til þess aðselja hana niður-
greidda af almannafé? Ég hefi þann
kunnugleika af höfundi hennar, að ég
hlýt að fordæma það sjónarmið,” sagði
Friðrik Sophusson alþingismaður í við-
tali við DB.
Hann var einn þeirra þingmanna.
sem tóku til máls á Alþingi í gær,.þegar
Ragnhildur Helgadóttir alþm. vakti
umræður utan dagskrár um bókina
„Félaga Jesús” eftir sænska höfundinn
Sven Wernström. Norræni þýðingar-
sjóðurinn studdi útgáfuna með greiðslu
fyrir þýðingu hennar.
„Sven Wernström hefur lýst því yfir.
að hann telji alveg vonlaust að innræta
fullorðnu fólki boðskap kommúnismans.
Það sé því nauðsynlegt til árangurs að
byrja á börnum allt frá þriggja ára
aldri,”sagði Friðrik.
„Þetta kom fram i miklum um
ræðum, í útvarpsráði, sem urðu um
söguna Max bragðaref sem lesin var i
morgunstund barnanna fyrir nokkrum
árum,” sagði Friðrik, „en sagan varð
fyrir mikilli gagnrýni þá.” -BS-
20 Dr. Hook plötur í
Lukkupotti Dagblads-
ins og Fálkans
— sjá POPP á bls. 40