Dagblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 6

Dagblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 6
6 DEMANTUR Demantur í skartgrip er draumur konunnar. Úr og skartgripir Jón og Úskar Laugavegi 70, sími 24910. r NYJAR V'i f-W BÆKUR ÍTTenningar/tofnun Bondoríkjonno fle/h<X)i 16, Reykjouik Alternatives to Growth — I; a Sea di for Sustainable Features Ed. by Dennis L. Meadows Cambr.. Mass., Ballinger, 1977,401 s. Safn ritgerða helztu vistfræðinga, hagfræðinga, heimspekinga sem og stjórnvitringa um vöxt og viðgang þjóðfélagsins. \ Katzenstein, PeterJ. Ed.: Between Power and Plenty; Foreign Economic Policies of Advanccd Industrial States. Madison, Univ. of Wisconsin, 1978. 344 s. Bók þessi fjallar um það, hversu mikil áhrif innanríkismál þjóða geta haft á stefnumörkun innan hins alþjóðlega hagkerfis. Rosenberg, Harofd: Saul Steinberg. N.Y., Knopf, 1978,256 s. Rosenberg rekur æviferil Saul Steinbergs; ræðir stil hans og tækni. Bókin er prýdd fjölda teiknin^a listamannsins. Haskins, James with Kathleen Benson: Scott Joplin; N.Y., Doubleday, 1978. 248 s. Ævisaga Scott Joplins höfundar „Ragtime” tónlistarinnar. Everson, William K.: American Silent Film. N.Y., Oxford Univ. Pr„ 1978. 387 s. Saga þöglu kvikmyndanna allt frá 1877. Sontag Susan: lllness as Metaphor; N.Y., Farrar, 1978. 88 s. Höfundur ræðir um það, hvaða augum þjóðfélagið lítur á sjúkdóma og dauða. Tekin eru fjöldi dæma um t.d. krabbamein og berkla allt frá miðöldum til vorra daga. Oates, Joyce Carol: Women whose Lives are food, Men whose Lives are Money; Poems. Illus. by Elizabeth Hansell, Baton Rouge, Lousiana State Univ. Press. 1978. 80 s. Ljóð Oates fjalla um mannlifið og margbreytileika þess. Hartíng, Emilie C: A Literary Tour Guide to the Un 'rted States: Northeast. N.Y.. Morrow, 1978. 218 s. Kynnt eru heimili og söfn merkra bandarískra rit- höfunda. Kynnleru heimili ogsöfn merkra bandarískra rithöfunda. Nixon, Richard Miihous: The Memoirs of Richard Nixon. N.Y., Grosset, 1978. 1120 s. Sjálfsævisaga Nixon fyrrum Bandarikjaforseta. Prize Stories: 1978; the O. Henry Awards. Ed. and with an Introd. by William Abraham. N.Y., Doubleday, I978. 308 s. Smásögur, sem fengið hafa O'Henry verðlaunin. Höfundar eru m.a. Joyce Carol Oates. Mark Schorer, Alice Adams og Woody Allen, sem fékk fyrstu verðlaun. Gjöríð svo vel að hafa samband við bóka- verðina, ef þér viljið fá eina eða fleiríþess- ara bóka lánaða. Opið alla virka daga frá kl. 13.00—19.00. AMERÍSKA BÓKASAFN/Ð DAGBLAÐIÐ.,FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978. HEIMILISLÆKNIR SVARAR Hvernig má laga út- standandi eyru? Eyrnalangur spyr: Frá því að ég var lítill drengur, ég er núna 25 ára gamall, hafa útstandandi eyru verið mér til mikils baga. Hvaðer hægt að gera við slík útstandandi eyru? Mér finnst einhvern veginn ómögulegt að tala um það við minn eigin heimilislækni. Ég held helzt að honum finnist það hálfgert „pjatt” að láta gera eitthvað við því. Er hægt að láta laga slíkt? Hvað kostar það? Tekur kannske sjúkrasam- lagið einhvern þátt í slikum að- gerðum? Svar: Slíkt er fremur auðvelt að lagfæra með þvi að fjarlægja hluta af eyrna- brjóskinu. Erfitt er að meta hvað er „pjatt” í þessum efnum, útlitið er þar ekkl einrátt, mun mikilvægari eru við- brögð einstaklingsins við slikum lýtum. Finnist þér þetta þér til verulegs ama áttu tvimælalaust rétt á slikri að- gerð og er kostnaður greiddur af sjúkrasamlagi. Ræddu málið betur við heimilislækninn, hann verður tilleið- anlegur að vísa þér til sérfræðings í skapnaðarlækningum. Claudicatio Intermittens: Orsökin er sjúk- dómur í æðunum K.K.spyr: Hvernig lýsir sjúkdómurinn Claudicatio Intermittens sér, einkum á byrjunarstigi? Mér skilst að það sé blóðsjúkdómur. Svar: Þetta er latneskt nafn sjúkdómsein- kennis, ekki sjúkdóms. Orsökin er sjúkdómur í æðum, ekki í innihaldi þeirra. Þrengsli í slagæðum ganglima, venjulega vegna æðakölkunar, fituút- fellinga í æðaveggjum, hindra að nóg súrefni berist vöðvunum, sérstaklega við áreynslu. Claudicatio Intermittens kallast verkur sá er menn með æða- þrengsli í ganglimum fá við gang. Hann byrjar venjulega í kálfum, sjaldnar i lærum eða fótum. Oftast er unt þreytuverk að ræða. sem eykst með göngulengd og hverfur fljótlega eftir að stanzað er. Verkur sem ekki hverfur eftir tíu minútna hvíld er sennilega ekki af þessum upp- runa. Lauslega má meta ástand æð- anna eftir því hversu langt þarf að ganga til að verkur finnist, t.d. eru æð- ar orðnar býsna þröngar ef tíu til tutt- ugu mínútna gangur veldur sárum verk. Ekki var spurt um meðferð, en nefna má að reykingar gera hér meira ógagn en við flesta aðra sjúkdóma, reykbindindi því fyrsta boðorð. Hæfi- leg áreynsla stuðlar að nýmyndun æða, þvi er æskilegt að ganga allt að því að verkur finnst, fimm til tíu sinn- um á dag, með stuttum hvíldum á milli. NEFIÐ STIFLAÐ G.H.B. skrifar: „í mörg ár hef ég liðið af stifluðu nefi. Það á ekkert skylt við kvef, sem ég fæ svo sem ekki oftar en hver annar. En ég hef stundum á til finningunni að ég nái varla andanum í LEIÐRETTING 1 næstsiðasta þætti féll niður orð í einu svarinu, sem gerbrcvtti merking- unni. Setningin átti að h óða svo: „Of þungu fólki nægir oft að grennast verulega til að of hár þrýstingur verði eðlilegur á nýjan leik.” Að sjálfsögðu er megrun ekki einhlít i þessu sam bandi og er velvirðingar beðizt á þess- um mistökum. Reyndar einnig þar sem minnzt var á bólgur í blöðruháls- kirtli, þær nefnast „prostatitis” ekki „prostatis”. gegnum nefnið, á bágt með að anda gegnum munninn, vegna þess að þá verð ég svo þurr í kokinu. Hvað er hægt að gera við þessum leiða kvilla. Svan Þetta hljómar líkt og um ofnæmis- kvilla gæti verið að ræða. Einnig er hugsanlegt að nefið þitt sé skakkt, annaðhvort af völdum slyss eða frá fæðingu, en þá truflast loftrennsli um nasir. Alla vega er engin ástæða til að láta þetta viðgangast lengur án nánari athugunar, littu til heimilislæknisins þíns, eða til háls-, nef- og eyrna- læknis. Ekki er víst að auðveld lausn á vandanum finnist, en skýringu ætti þó að vera unntaðfinna. Heyrnarskertu bömin, sem stundað geta almennt nám: Heymartækin verða jólagjöfin Nú eru heyrnartækin, sem ætluð eru heyrnarskertum börnum með góð- an orðaforða sem ekki eiga heima i Heyrnleysingjaskólanum, væntanleg til landsins. Standa vonir til að börnin fái tækin í tæka tíð til að geta hafið nám sitt eftir áramót með aðstoð hinna nýju tækja, að sögn Birgis Áss Guðmundssonar, hjá heyrnardeild Heilsuvemdarstöðvarinnar. Svo sem DB hefur rakið undanfarið hefur „kerfið” velkt lausn þessa máls í á annað ár og var staðan í haust sú að foreldrum barna sem not höfðu fyrir slík tæki var gert að greiða á áttunda hundrað þúsunda króna fyrir þau. Tollayfirvöld höfðu þá bætzt í lið með öðrum yfirvöldum og hátollað tækin. Er Magnús H. Magnússon, trygg- ingaráðherra, frétti af gangi þessa máls hét hann þá þegar að bæta þar um og vinna jafnframt að framtíðar- skipan þessara mála til að slikt „slys” eins og hann orðaði það, kæmi ekki fyrir aftur. Við það stóð hann, en þau ekki væntanleg fyrr en um jóla- vegna afgreiðslufrests á tækjunum eru leytið. G.S. Vitneskjan um að Gunnar Þór ætti i ertiðleikum með að stunda aimennt nám vegna skorts á réttum heyrnartækjum varð upphaf könnunar blaðsins á þessu máli er leiddi til þess að tryggingaráðherra brá drengilega við og kom þessum málum á hreint. DB-mynd: R.Th.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.