Dagblaðið - 13.01.1979, Page 5

Dagblaðið - 13.01.1979, Page 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1979. 5 Teikningamar liggja enn á borðinu Vantar viðbótarf járveitingu — enginn veit hve háa. Á meðan er sundlaugin ónotuð í kassanum! „Tillöguteikningar liggja fyrir að því er varðar tillögur frá okkar hendi í málinu, en ekki er búið að fá samþykki ráðuneytisins. Það ræður öllu að fá teikningarnar samþykktar, því fyrr en það liggur fyrir getum við ekki hafizt handa með framkvæmdir,” sagði Georg Lúðviksson fram- kvæmdastjóri spítalanna í samtali við DB. Tillöguteikningarnar sem hann ræddi um eru að fyrirhugaðri sund- laugarbyggingu fyrir Kópavogshæli. — Ekki vildi Georg Lúðvíksson nefna neina tölu í sambandi við byggingar- framkvæmdirnar.Hann sagði að á fjár- lögum yfirstandandi árs hefðu verið veittar 150 milljónir til Styrktarsjóðs vangefinna. Ætti eftir að ákveða hvernig þessum fjármunum verður skipt niður á verkefni. „Það er von min, og um það ætla ég að tala við ráðherra, að fé til sundlaug- arbyggingarinnar verði aukið eða það fáist viðbótarfjárveiting til byggingarframkvæmdanna. Það er erfitt að nefna nokkrar tölur í þessu sambandi. Við gerum tillögu um ákveðið hús fyrir þessa starfsemi, við erum með í huga aö byggja varanlegra hús heldur en rætt var um I fyrstu og þá úr einingum frá Kleppsspítala.” Tillaga að öðru húsi fyrir Kópa- vogshæli liggur einnig „á borðinu” hjá skrifstofu ríkisspitalanna, en það á að verða fyrir alla iðjustarfsemi sjúkling- anna. Sú tillaga á að leggjast fyrír ráðherra samtímis sundlaugar- byggingunni. „Þegar um er að ræða að fá fjár- veitingu vill það oft taka tima og fram- kvæmdir eru ekki mögulegar fyrr en . málin verða samþykkt,” sagði Georg Lúðviksson. Þykir rétt að benda enn einu sinni á að fráfarandi félagsmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, var búinn að veita samþykki sitt til fjárveitingar til sundlaugarhúss af einfaldri gérð áður en hann lét af embætti. Varla fer núverandi ráðherra að ómerkja orð fyrirrennara síns. Sundlaug Kópavogshælis enn í pakkhúsinu: UMGJÖRÐIN SKIPTIR VISTMENN LITLU MAU Allir eru á sama máli um að nauðsynlegt sé fyrir sem flesta aðila, bæði fatlaða og heilbrigða, að hafa aðgang að sundlaug. — Samt er það staðreynd að sundlaugar vantar víða, sér í lagi fyrir fatlaða. Má þar t.d. nefna sundlaug við Grensásdeild Borg- arspítala, sem nú er reyndar verið að safna fyrir og sundlaug við Land- spítalann. Grunnur hennar stóð opinn I mörg ár, líklega ein tíu, en hefur nú loks verið mokað ofan í hann á ný. Þá má nefna Kópavogshæli sem er sund- laugarlaust. Hins vegar á Kópavogshælið sundlaug. Hún er bara geymd I pakkhúsinu hjá Gunnari Ásgeirssyni í pappakössum og því til lítils gagns! Sundlaugin var keypt fyrir söfnunarfé sem almenningur og fyrir- tæki gáfu í fyrravetur er diskótek- arinn John Lewis fór hálfgerðum ham- förum í söfnunarleiðangri sínum. Safnaðist hátt á aðra milljón króna og var sundlaugin keypt i vor. Ekki var hægt að afhenda laugina, því ekki var talið ráðlegt af stjórn ríkisspitalanna að koma lauginni fyrir utan húss. Ráðgert var að byggja hús yfir laugina, en þá vantaði fjárveitingu fyrir húsinu. Söfnunamefndin fór á fund félags- málaráöherra, sem þá var Gunnar Thoroddsen, og fékk hjá honum munnlegt vilyrði fyrir fjárveitingu til einfaldrar húsagerðar, að vísu ekki nema upp á 5—6 milljónir. Siðan hefur sú upphæð rýrnað til muna, eða um allt að þvi eina og hálfa milljón! Á miðju sumri var haldið til fundar við Georg Lúðvtksson framkvæmda- stjóra ríkisspítalanna. Þá lá fyrir teikning að sundlaugarbyggingu, í tengslum við aðrar byggingar sem fyrirhugað er að reisa við Kópavogs- hæli. — Var nú beðið átekta og vonazt til að framkvæmdir hæfust. Ekki fór það þó á þann veg og nú i janúar er staðan sú, að breytt hefur verið um húsbyggingaráformin. Hús- byggingin á að verða „af varanlegri gerð” en i upphafi var ákveðið. Teikningar liggja fyrir en hafa enn ekki verið lagðar fyrir ráðherrann, sem nú er Magnús Magnússon! Varla duga 6 milljónirnar frá þvi í sumar langt til þess að reisa varanlega sundlaugar- Gtssur Vilhjilmsson hji Gunnarí Ásgeirssyni hf. sýnir DB bvnr snndbugin gMi hggnr I piypikoann I pakkhhsinu hji Gunnarí Ásgeirssyni. Þegar sundlaugin var keypt I vor fyrir adthnnarféA kostaði hún 1,2 miiljónir. Ef vid hefðum ekki rokið til þi og keypt laugina yrðum við að greiða fyrír hana um 2.2 miUJðnir sem hún kostar i dag! DB-mynd: Bjarnleifnr. byggingu fyrir Kópavogshæli! Þannig tekur eltingaleikurinn við kerfið lengri tima en venjulegt dauðlegt fólk getur látið sér til hugar koma. Auðvitað er það ekki af ein- tómri mannvonzku að sundlaugin er ekki komin í gagnið. Varla getur heldur verið beinlinis fjárskorti um að kenna. Fé til svona framkvæmda er veitt úr Styrktarsjóði vangefinna, sem í rennur svokallað tappagjald. Sennilega er þarna um að kenna skriffinnsku og þvi, að hér á landi má aldrei ráðast í neinar framkvæmdir nema þær séu svo vandaðar og dýrar að kostnaðurinn fari fram úr öllu hófi. Sýnist leikmönnum að hægt hefði verið aö ráðast þegar á sl. vori, þegar búið var að kaupa sundlaugina, í að grafa grunn og koma henni fyrir. Hefði ekki siðan mátt reisa einfalt ■ skýli yfir laugina fyrst hún mátti ekki vera utandyra? Þá hefðu vistmenn Kópavogshælis getað stytt sér stundir í góða veðrinu á sl. sumri við að synda eða svamla i lauginni. Sennilega stendur þeim hjartanlega á sama hvernig umgjörðin um sundlaugina verður! Þeir vilja aðeins fá sundlaug 'meðvatni. •A.Bj. ★ ★ ★ Dagblaðsins og Vikunnar 1979 að Hótel Sögu, Súlnasal fimmtudaginn 18. janúar kl. 19.00—01.00. Miðosafan Hefst f anddjfH Snlnasalar » dag fcl I4.00-I7.00 * BorOapantanlr hfa jiflrWoni 'iama tíma * Verð adgöngumlöa fcr.ll.ooo.- -------------- MATSVEII * Jf ★ Veitt verða verðlaun til sigurvegaranna í Vinsældavali Dagblaðsins og Vikunnar 1978. Undirleik annast Stjörnuhljómsveitin. Að verðlaunaafhendingu lokinni verður dansað til kl. 01.00. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. MENU í Súlnasal Escalope de boeuf Au Restaurant Brébant kennt viö veitingahúsið Brébant í Montmartre, sem var mikið sótt af síðbúnum listamönnum, enda þekkt fyrir sinn sérstaka næturmatseöil Proftteroles Othelío kennt við aöalpersónu úr leikriti Shakespeares BORDHALD HEFST STVNDVÍSLEGA KLUKKAN 20.00 MATSVEINAR: Sigurvin Gunnarsson, Francois Fons YFIRÞJÓNN: Hörður Haraldsson VEITINGASTJÓRI: Halldór Malmberg HLJÓMSVEITARSTJÓRI DA NSHLJÓMS VEITAR: Ragnar Bjarnason ★ LJÓSAMEISTARI: Glsli Sveinn Loftsson HLJÓDSTJÓRI: Jónas R. Jónsson, HÍjómplötuútgáfan hf. SKREYTINGAR Á SAL: Aad Groeneweg, Alaska í Breiðholti VBRDLA UNAAFHENDINGU OO KYNNINGAR ANNAST Ásgeir Tómasson, Helgi Pétursson og Ömar Valdimarsson

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.