Dagblaðið - 13.01.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1979.
—ll.3r
Það mun vera til siðs um hver ára-
mót að líta yfir atburði liðins árs, bæði
til gamans og til að meta það hvort
þokast hafi áfram eða afturábak i
hinum ýmsu þjóðmálum þennan tíma.
Undirritaður hefur undanfarin ár leit-
ast við að gera úttekt á myndlistarmál-
um íslendinga einu sinni á ári og skal
nú reynt að framkvæma hana fyrir
árið 1978.1 þetta sinn er stuðst við ná-
kvæmari tölur en oft áður, þar sem
Listasafn tslands og aðrar stofnanir
hafa hlaupið undir bagga með upplýs-
ingar. Það virðist sem gróska hafi
sjaldan verið meiri í myndlist hér á
landi heldur en árið 1978, ef marka
má fjölda sýninga um allt land. Telst
mér til að samtals hafi verið opnaðar
125 sýningar á ýmiss konar myndlist
og listiðn og er þá fremur van- en
oftalið. Ég man ekki eftir fleiri sýning-
um hér þessi fimm ár sem ég hef
haldið tölur um þessi mál.
Mikill fjöldi
erlendra sýninga
Telst mér að 39 þessara sýninga hafi
erlendir listamenn haldið og held ég að
sú hlutfallstala sé einnig I hærra lagi.
Er ljóst að hið nýja og ötula Gallerí
við Suðurgötu á þar stóran þátt, eða
einar 10 sýningar, litlar og minni. Ef
litið er á það hvernig sýningar skiptast
milli hinna ýmsu sýningarstaða í
Reykjavík, þá hefur Norræna húsið
staðið sig einna best með 21 sýn-
ingu, i kjallara, anddyri og bókasafni.
Næst koma Kjarvalsstaðir, þrátt fyrir
bann seint á árinu, með 17 sýningar og
Galleriið við Suðurgötu skýtur sér upp
I þriðja sæti með 16 sýningar. Skal það
tekið fram að þessum tölum getur
skeikað eitthvað. Annars staðar í
bænum var ekki mikið um sýningar.
— 8 í SÚM og 7 í hinu nýja Galleríi
FÍM við Laugamesveg.
Hefðbundnar
aðferðir ríkjandi
Það er einnig fróðlegt að um 20
þessara sýninga hafa verið haldnar
utan Reykjavíkur, en sú tala er
kannski minnst áreiðanleg þeirra sem
við höfum getið um, þar sem upplýs-
ingar um sýningar úti á landsbyggð-
inni eru talsvert á reiki. Það er orðið
ansi erfitt að flokka sýningar, þar sem
mikið af nýrri list telst blönduð og
óflokkanleg. Þó skal reynt að draga i
Erró að Kjarvalsstöðum. örugglega sýning ársins.
dilka. Ef á heildina er litið, voru þær
flestar sýningamar, þar sem hefðbund-
in notkun oliulitar var uppistaða verk-
anna og þar á ég bæði við íslenskar og
erlendar sýningar, samsýningar og
einkasýningar.
Voru þær sýningar 56 talsins, um
allt land. Næst þvl koma sýningar á
þvi sem við getum kaUað nýlist, en
þær koma inn á ýmis önnur fyrirbæri
eins og ljósmyndir, skúlptúr, teikningu
o.fl. Má segja að þær sýningar hafi
verið u.þ.b. 20 á árinu og þar hefur
Galleriið við Suðurgötu haft mikið að
segja eins og fyrri daginn. Graflk-
sýningar af ýmsu tagi hafa einnig
verið gleðilega margar eða 16, samsýn-
ingar og einkasýningar.
Þrívíö list
í lægð
Siðan kemur líkast til margs konar
listiðn, textill, keramik og glergerð og
eru þær sýningar 10 talsins. Ljós-
virðast ekki koma auga á neina leið
þarna á milli. Það má svo sem draga
ýmsar aðrar ályktanir af þessum
tölum, svo sem um kaup á listaverkum.
Þar skortir þó tilfinnanlega nákvæm-
ari upplýsingar frá listamönnunum
sjálfum. Samt hafa margir listamenn
sagt ,að listaverk hafi yfirleitt selst vel
fyrri hluta ársins, en siðan hafi salan
minnkað er leið á árið.
Erró
minnisstæðastur
Sú staðreynd að sýningar eru opn-
aðar á Íslandi næstum þriðja hvern
dag hendir til þess að talsvert sé keypt.
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÖLF3SON
Efnilegir nýliðan Ásgeir Lárusson og
Vignir Jóhannsson grafiklistamaður.
Galleríið við Suðurgötu. Mikil gróska á árinu.
'flÍ&S
myndarar hafa staðið nokkuð I stað,
öfugt við aðrar greinar og voru sýning-
ar á Ijósmyndum sjö á árinu. Siðan
mætti nefna sýningar sem samanstóðu
að mestu eða öllu leyti af hreinum
teikningum, vatnslitum eða pastel og
voru þær um 15 alls. Athygli mína
vekur hvað listamenn í þrivið form
eða myndhöggvarar hafa lítið haft sig í
frammi og virðast þær greinar í mikilli
lægð á landinu um þessar mundir.
Þrivíð list kom helst fram á tveim-
þremur samsýningum og svo á sýning-
um erlendis. Menn virðast annaöhvort
halda sig við hefðbundin efni og form
eða fara út i konsept ígrundanir og
H
Efnilegir
nýliðar
Eftirminnilegar íslenskar sýningar
voru m.a. tvær yfirlitssýningar, á
verkum Snorra Arinbjamar og Jóns
, Engilberts og svo sýning Ágústs Pet- ■
ersen að Kjarvalsstöðum. Efnilegir ný-
liðar komu fram og þar vil ég t.d.
nefna Vigni Jóhannsson I grafík,
Kristin Nikolai í málverki og Ásgeir
Lárusson í alls kyns samsetningum.
Ekki bar mikið á íslenskum listamönn-
um á erlendri grund á árinu. Þó bárust
góðar fréttir af Nínu Gautadóttur frá
Frakklandi og Sigurður Guðmunds-
son tók þátt i alþjóðlegum sýningum
við góðan orðstir og nú siðast í desem-
ber var 11 íslendingum boðið að sýna I
Málmey. tslenskir grafiklistamenn
sýndu einnig í höfuðborg graflklistar-
innar, Kraká í Póllandi, og félags-
skapur þeirra stóð við þriggja ára gam-
alt loforð og gaf út faUega möppu með
grafik sem seldist upp á svipstundu.
GaUerí Sólon Islandus raknaði ekki
við aftur þrátt fyrir góðar vonir og var
enn sem fyrr hörgull á góðum sýning-
arstöðum.
Hart deilt
Aftur á móti lifnaði við ný stofnun,
Gallerí Langbrók við Vatnsstíg og tók
alls konar listiðnaðarfólk að sýna og
selja þar vöru sína. Úfar risu I myndlist-
armálum eins og endranær. Gagnrýn-
endur DB og Mbl. deildu hart I tvi-
P. Thelander, sænski grafiksnUlingur-
inn tók þátt I hinni ágætu sýningu 9
sænskra grafikUstamanna I Norræna
htisinu.
Nú, ef litið er á erlendu sýningamar
eingöngu, þá kemur í Ijós að flestir
hinna erlendu listamanna eru frá Dan-
mörku, en síðan koma bandariskir og
sænskir listamenn. Ef litið er yfir árið
frá öðru sjónarmiði en hinu tölfræði-
lega, þá held ég að sýningu Errós hafi
borið hæst að öUum öðrum ólöstuð-
um. Bæði var að þar var hægt að
skoða feril hans aUan í hnotskurn og
voru vinnubrögð hans öll með ólíkind-
um. önnur myndlist á Listahátið féll
óneitanlega í skuggann enda var hún
kannski ekki burðug en þó voru yfir-
litssýningar Kristjáns Davíðssonar og
sýning á amerískum teikningum heið-
arlegar undantekningar. Ef ég ætti að
nefna sérstaklega minnisstæðar sýn-
ingar frá árinu 1978 fyrir utan sýn-
ingu Errós, þá er það líklega ofan-
greind sýning á ameriskum teikning-
um sem kemur mér í hug, en einnig
minnist ég með ánægju norrænnar
glersýningar, sýningar 9 sænskra
grafiklistamanna og verka Peters
Schmidt.
Snorri Arinbjamar. Tilkomumesta
yfirUtssýningin á islenskum málara,
þrátt fyrir ýmsa vankanta.
I
gang og siðan kom aldeilis umræðu-
efni með Kjarvalsstaðamálinu, þar
sem stjórnmálamenn urðu sér til
skammar I menningarmálum einu
sinni enn með einstakri handvömm og
heimóttarhætti. Deilur komu svo upp
og síðan var sett bann á Kjarvalsstaði I
annað sinn og stóð húsið nær tómt um
þriggja mánaða skeið. Nú munu
. samningar aftur hafa tekist, en þeir
virðast satt að segja ekki lofa góðu.
Aðrar deilur urðu á því hausti og þá út
af sýningu á grafík Salvadors Dali,
sem ýmsir sérfræðingar töldu var-
hugaverða. Fleira markvert mætti ef-
laust tina til, t.d. gróskumikla útgáfu á
listatimaritinu „Svart á hvítu”, en
þetta ætti að nægja til að gefa sæmi-
lega heildarmynd af starfsemi i mynd-,
listarmálum á því herrans ári, 1978.
Peter Schmidt sýndi aó enn má skapa
mikil undurmeó góóu gömlu vatnslita-
tækninni.