Dagblaðið - 13.01.1979, Side 24
Tryggingastofnun ríkisins:
Eggert G. fékk
forstjórastöðuna
—Ólaf ur Jóhannesson greip inn í og „sneri” atkvæði f ramsóknarf ulHrúans
á síðustu stundu
„Af mörgum ágætismönnum þá
valdi ég Eggert G. Þorsteinsson
sagði Magnús H. Magússon heil-
brigðis- og tryggingaráðherra i viðtali
við DB í gærkvöldi. Hann hafði þá
gert upp hug sinn og afráðið að veita
Eggert hina eftirsóttu forstjórastöðu í
Tryggingastofnun ríkisins.
„Ég tel Eggert hafa hæfileika til að
gegna þessari stöðu, en ég undirstrika
að Davíð Á Gunnarsson er mjög
hæfur maður á sínum stað,” sagði
Magnús, „og um marga prýðismenn
var að velja.”
Ráðherra tók ákvörðun sína eftir að
fyrir lágu úrslit í tryggingaráði. Af
fimm nefndarmönnum var Davíð
lengstum talinn hafa stuðning meiri-
hlutans þar til Ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra greip inn í. Ólafur
kom því til leiðar, að sögn kunnugra,
að fulltrúi Framsóknar, Þóra Þorleifs-
dóttir, greiddi Eggerti atkvæði sitt í
stað Davíðs, sem hún var talin styðja
áður. Fyrir Ólafi mun vaka að afla sér
vináttu Eggerts, sem hefur nokkur
áhrif í flokksstjórn Alþýðuflokksins.
Eftir þetta inngrip forsætisráðherra
fékk Davíð tvö atkvæði i ráðinu,
Eggert tvö og Magnús Kjartansson
eitt. Auk þess höfðu tveir, sem ekki
nefndu Davíð, sem fyrsta kost, nefnt
hann til vara sem næstbesta kost, og
einn nefnt Pétur H. Blöndal til vara.
Davið mun hafa fengið atkvæði sjálf-
stæðismannanna Guðmundar H.
Garðarssonar og Gunnars Möller.
Eggert mun hafa fengið atkvæði al-
þýðuflokksmannsins Braga Sigurjóns-
sonar og Þóru, Magnús Kjartansson
mun hafa fengið atkvæði alþýðu-
bandalagsmannsins Stefáns Jóns-
sonar. Þá er talið að Stefán og Dóra
hafi nefnt Davíð til vara.
Þrir af fimm nefndarmönnum nýttu
þannig möguleika á að nefna mann til
vara sem næstbezta kost. „Ef ráðherra
hefði metið úrslitin samkvæmt
reikningsformúlu hefði Magnús Kjart-
ansson verið út úr myndinni með
aðeins eitt atkvæði og miklar líkur á,
að stuðningsmaður Magnúsar hefði
nefnt Davið til vara. Samkvæmt þessu
hafði Davíð vinninginn í ráðinu,”
sagði Guðmundur H. Garðarsson einn
nefndarmanna, í viðtali við DB. At-
kvæðagreiðslan var leynileg, en Guð-
mundur sagði að hann gæti að svo
stöddu skýrt frá sinni afstöðu. „Það er
rétt, að ég studdi Davíð,” sagði hann.
„Um marga hæfa umsækjendur var
að ræða. Stofnunin er orðin þess eðlis
að umfangi að húri gerir mjög miklar
kröfur til forstjóra hvað varðar
þekkingu og sérstaka menntun á sviði
heilbrigðis- og tryggingamála. Eins og
umsóknir lágu fyrir og á grundvelli
könnunar á umsækjendum tók ég þá
ákvörðun að mæla með Davíð Á.
Gunnarssyni aðstoðarframkvæmda-
stjóra og til vara Pétri H. Blöndal
tryggingafræðingi.”
í stað þess að standa i höm undan veðrinu hafa klárarnir tekið á
sprett á veginum niður til Þorlákshafnar. Það er þó allavega til
þess aðhitasér.
DB-mynd Ragnar Th.
Sparnaðaráætlun ríkisspítalanna:
Ráðizt á kjör hinna lægst
launuðu með leyniplaggi
— segir Aðalheiður Bjarnf reðsdóttir, formaður Sóknar
„Hér ef um að ræða breytingar á
vinnutilhögun, sem á að gera eftir ein-
hverri sparnaðaráætlun. Þessi áætlun
getur að okkar mati ekki falið i sér
neinn sparnað nema það þýði kaup-
skerðingu hjá okkar fólki,” sagði Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir, formaður
Starfsstúlknafélagsins Sóknar er DB
spurði um auglýsingu frá Sókn sem
birtist í DB. 1 auglýsingunni segir, að
Skúli Halldórsson, fyrrum starfs-
mannastjóri rikisspitalanna, hafi ekk-
ert talað við Sókn um þær breytingar
„sem verið er að læða inn í éinstaka
deildir ríkisspítalanna, enda um
tilraun til kjaraskerðingar að ræða.”
„Við álitum að eigi að spara á
einhvern annan hátt en að ráðast á
kjör lægstlaunaða fólksins,” sagði
Aðalheiður og bætti við, „Þessar til-
lögur bárust okkur í hendur án þess að
við ættum að vita um þær. Um þessar
breytingar hefur ekkert verið rætt við
félagið jafnvel þótt við höfum nýlokið
við að skrifa undir samninga við þessa
aðila. Þar var ekkert minnzt á að þetta
stæði til. Breytingin felur það m.a. i
sér að nú á að byrja vinnu kl. 8.00 á
morgnana í stað kl. 7.30 áður og þær
25 mínútur sem við höfum fengið
greiddar vegna óreglulegs matartíma
verða greiddar i dagvinnu i stað þess
að greiða þær í yfirvinnu. Þetta
leyniplagg er undirritað af Skúla Hall-
dórssyni fyrrverandi starfsmanna-
stjóra, en hann lét af störfum um ára-
mótin og í hans stað hefur verið ráð-
inn Páll Ágústsson.” Aðalheiður sagði
að þessar breytingar væru þegar
komnar til framkvæmda á tveim
deildum á Kleppi og meiningin væri
að þær ættu að ganga yfir alla línuna.
Er Aðalheiður var spurð, hvort
félagið myndi grípa til einhverra
aðgerða til að sporna gegn breyting-
unum sagði hún að það yrði örugglega
gert en enn væru þær aðgerðir
„leyniplagg”.
-GAJ-
m-.......... ..............—►
„Við munum gripa til aðgerða en enn
sem komið er eru þær aðgerðir okkar
leyniplagg,” segir Aðaiheiður.
Leigjendasamtökin
óskuðu rannsóknar
á leigumiðlurum:
Saksóknari
rannsókn
— þrátt fyrir framboðna
aðstoð samtakanna
og rökstuðning
um misferli
Embætti ríkissaksóknara telur beiðni
Leigjendasamtakanna um rannsókn á
starfsemi svonefndra leigumiðlara á
Stór-Reykjavikursvæðinu ekki efnislega
framsett á þann hátt að hún sé grund-
völlur opinberrar rannsóknar, kemur
fram í bréfi embættisins til samtakanna
er þau móttóku í fyrradag. Hafnar
embættið rannsókn.
Forsagan er að í lok okt. sl. sendu
samtökin embættinu bréf með ósk um
rannsókn á starfsemi leigumiðlara vegna
kvartana undan þjónustu þeirra, m.a.
vegna þess að nær undántekningarlaust
er tekið 10 þúsund króna skráningar-
gjald af hverjum sem leitar til þeirra.
Einnig vegna þess að það heyrir til und-
antekninga að þeir endurgreiði fólki
hluta gjalds eða allt gjaldið þótt engin
þjónusta sé veitt.
í þriðja lagi vegna gruns samtakanna
um að tekjur miðlaranna komi takmark-
að eða ekki fram til skatts.
í bréfi sínu til saksóknara lýstu sam-
tökin sig reiðubúin til að veita embætt-
inu alla þá aðstoð við rannsókn málsins
er í valdi samtakanna stæði. Einnig var
óskað eftir við embættið að það kannaði
hvort eftirlit væri með starfsemi leigu-
miðlaranna og ef svo væri, hvaða aðilar
það væru og hvort miðlaramir störfuðu
lögum samkvæmt , t.d. skv. gildandi
bókhaldslögum.
Að sögn Finns Gunnlaugssonar,
starfsmanns Leigjendasamtakanna, er
algengt að leigumiðlanir spretti upp og
séu svo skyndilega hættar starfsemi.
Virðist það I því skyni að taka skráning-
argjald af fólki um hrið og hætta svo
þegar gengið er á eftir þjónustunni.
Batt hann vonir við að þær tillögur
sem félagsmálaráðuneytið lét nefnd
vinna að um húsaleigulög, og nýlokið er,
bætti hag leigjenda. -G.S.
Kjarvalsstaðir:
Þrír sóttu um
stöðu list-
ráðunauts
Á fundi hjá stjórn Kjarvalsstaða í gær
voru lagðar fram umsóknir um stöðu
listráðunauts Kjarvalsstaða.. Þrjár um-
sóknir bárust. Tveir listfræðingar sóttu
um stöðuna, Ólafur Kvaran og Þóra
Kristjánsdóttir, og einn teiknikennari,
Árni L. Jónsson.
Umsóknirnar verða nú sendar til um-
sagnar Listamannaráðs sem fær viku-
tíma til að fjalla um þær áður en ákvörð-
un verður tekin um hver hreppir hnoss-
ið.
x^ÞadV
y Kaupro
5 tölvur. c
B AN K ASTRÆTI8
&IVII