Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 1
A daghlað 5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 26. JANÍIAR 1979 — 22. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Reyndi að nema brott dóttur sína f rá Danmörku — stöðvaður á Kastrupf lugvelli t gær gerði íslenzkur maður tilraun til þess i Danmörku að nema dóttur sina þaðan og hafa með sér til tslands. Þessi tilraun mannsins misheppnaðist og var hann stöðvaður á Kastrupflug- velli. Forsaga málsins er deila milli is- lenzkra hjóna sem áttu eina dóttur. Voru þau búsett í Danmörku en slitu siðan samvistum. Flutti þá maðurinn til íslands en konan bjó áfram úti og við skilnað fékk hún forræði dóttur- innar. t fyrrasumar varð samkomulag hjónanna um að dóttir þeirra færi heim til föður sins og var hún í skóla hér fram að siðustu jólum. Um jólin kom móðirin til tslands að sækja dóttur sína. Hófust þá deilur hjónanna um barnið. Var deilt um umgengnisrétt við það og í öðru lagi fór maðurinn fram á að fá forræði stúikunnar, því henni líkaði betur hér en úti og hér ætti hún fjölskyldu t.d. afa og ömmur. Á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur var reynt að koma á sátt- um og voru lögfræðingar hjónanna hvors um sig viðstaddir þann fund. Þar var ákveðið að konan yrði hér fram yfir nýár og á meðan yrði reynt að finna framtiðarlausn varðandi barnið. Skyndilega og óforvarindis er konan sögð hafa farið af landi brott með barnið. Á vegum Barnaverndarnefndar var reynt, fyrir milligöngu sendiráðs ís- lands i Höfn, að fá konuna til að koma heim og standa við samkomulag lög- fræðinganna og nefndarinnar um að reynt yrði að finna framtiðarlausn málsins. Þeirri beiðni kvaðst konan ekki anza og hvergi koma. Stóð svo þar til maðurinn fór utan i þvi skyni að reyna að ná dóttur sinni. Sú tilraun misheppnaðist í gær. -ASt. Sólin heldur sinu striki og hækkar á himni á degi hverjum um sitt vfsindalega hænufet. Áreiðanlega er stutt i það að vetrardrunginn fari af fólki, og vorhugur fylli sáUr þess i staðinn. Þvi miður er æði erfitt að iðka gönguferðir i góðviðrinu þessa dagana. ís- hrannir fylia gönguslóðir og gera fólki erfitt um vik, gamla fólkið heldur sig jafnvel innan dyra þar til isa leysir. — Hér er þó fólk að nota sér veðurbUðuna. DB-mynd R.Th.Sig. Elkem fékk neitunarvald með viðbótarsamningi: „UMMÆLIRÁÐHERRA ERU ÚT í HðTT’ —segir Gunnar Thoroddsen „Það er auðvitað Ijóst, að rafmagns- samningurinn er lykilatriði i sambandi við alla uppbyggingu verksmiðjunnar og rafmagnsverð,” sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra í viðtali við Dagblaðið i morgun, en í ljós hefur komið við athuganir ráðuneytisins, að með sérstökum viðbótarsamningi við aðalsamning um byggingu Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga, hefur Elkem-Spigerverket tryggt sér jafnan rétt til ákvörðunartöku og jafn- vel neitunarvald um mál félagsins, þrátt fyrir það að íslendingar eigi meirihluta hlutafjárins. Iðnaðarráðherra fór fram á það við stjórn verksmiðjunnar að dregið yrði úr framkvæmdahraða á árinu 1979 sem svaraði tæpum fjórum milljörð- um króna. í svari stjórnar Járnblendi- félagsins kemur fram, að hún treystir sér ekki til að draga úr framkvæmdum nema sem nemur tæplega helmingi þeirrar upphæðar. með ýmsum ráð- stöfunum. Hefði annað greinilega haft mikil fjárútlát í för með sér og kom í Ijós við athugun ráðuneytisins á samn- ingum frá því í des. 1976 að grundvall- aratriði i aðalsamningi hefur verið breytt, islenzka rikið misst meirihluta- aðstöðu sína og Elkem-Spigerverket fengið neitunarvald á öllum breyting- um rafmagnssamningsins.” „Ummæli iðnaðarráðherra, þess efnis að við höfum misst meirihlutaað- stöðu okkar, eru algjörlega út i hött,” sagði Gunnar Thoroddsen, sem gegndi embætti iðnaðarráðherra er samning- urinn var gerður. „Aðalatriði þessa máls er, að frestun á framkvæmdum nú hefði valdið miklu tjóni og allir stjórnarmenn, fjórir frá okkur og þrir frá Norðmönnum, voru sammála um að ekki væri hægt að verða við til- mælum ráðherra.” -HP. Hæpið að ríkisstjórn- in mæli með út- svars- hækkun „Ein HÆNUFET A DAG...” Sjöfn andvíg hækkun þess í 12% „Ríkísstjórnin mun „varla” beita sér með frumvarpi um hækkun út- svarsheimildar i 12 prósent,” sagði Benedikt Gröndal utanríkisráðherra á fundi alþýðuflokksmanna í Reykjavík i gærkvöld. Eigi sveitarfélög, til dæmis Reykja- víkurborg, að geta hækkað útsvarið, þarf til að koma heimild á samþykkt á Alþingi. Ummæli Benedikts eru talin þýða, að ekki sé meirihluti í ríkisstjórn fyrir slikri heimild. Á fundinum kom einnig fram, að Sjöfn Sigurbjömsdóttir, annar borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins, er andvíg hækkun útsvars í 12%. Gert er ráð fyrir, að sjálfstæðismenn verði á móti slikri hækkun, og Kristján Benedikts- son, borgarfulltrúi Framsóknar, hefur lýst ýmsum efasemdum. Virðist því ekki vera meirihluti í borgarstjórn fyrir kröfu um hækkun útsvarsins. -HH. Sjöfn I ræðustóli I 'gærkvöldi — hón er á móti auknum skattbyrö- um á Reykvikinga. DB-mynd GTK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.