Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979.
hefur starfað í 76 ár
opnar Sparisjóðurinn afgreiðsluútibú
að Reykjavíkurvegi 66.
í
Rcykjavíkurvegur 66.
------------------- Starfsfólk okkar þar:
Opnunartími:
mánudaga - föstudaga
frákl. 9:15- 16:00,
síðdegisafgreiðsla
á föstudögum
frákl. 17:00-18:00.
Sími
54212
5PARI5JÖÐUR
HAFNARFJARÐAR
a " ,l—
Hundrað fermetra blokkaríbúð:
Kostar 27 milljónir
austur á Seyðisfirði
„Endanlegt verð er ekki komið á
þessar íbúðir, þær verða ekki formlega
afhentar fyrr en í desember en við
reiknum með, að þær liggi á bilinu
25—30 milljónir króna,” sagði Jónas
Hallgrímsson, bæjarstjóri á Seyðis-
firði, í viötali við Dagblaðið en bráð-
lega verða tvær fyrstu íbúðir i 12
íbúða fjölbýlishúsi, sem þar hefur
verið reist, afhentar.
Hefur mörgum orðið starsýnt á
verð ibúðanna, en stærstu ibúðirnar.
100 m2, munu eiga að kosta um 27
milljónir króna. íbúðirnar eru fullfrá-
gengnar.
Húsnæðisskortur hefur verið mikill
á Seyðisfirði og eru íbúðir þessar reist-
ar með aðstoð Húsnæðismálastofnun-
arinnar, hinar svonefndu leigu- og
söluíbúðir sveitarfélaga.
Húsnæðismálastofnun lánar 80%
fjárins en sveitarfélagið ábyrgist 20%
til viðbótar.
„Ég er hræddur um að þetta verð á
íbúð sé'alls ekki fjarrri lagi,” sagði
Skúli Sigurðsson hjá Húsnæðismála-
stofnun í viðtali við DB. „Ef reiknað
er með fjármagnskostnaði, að öll
vinna sé aðkeypt, eins og þarna er gert
o.s.frv. þá kostar það einfaldlega 27
milljónir að fullgera 100 m2 íbúð.
Hvort þetta er dýrt má einnig skoða I
því ljósi að útborgun er um sex millj-
ónir á fyrsta eina og hálfa árinu og hitt
svo á 33 árum,” sagði Skúli enn-
fremur.
HEIMSMETS^^
TILRAUN^T/7
er i fullum gangj^^KlL ULÍ /
Haijn,he|iir^
spilað plotur / /
f „ V'//
FRÁBÆRI [ y
YfiííardV JL'
skemmtir 2svar
kl.2230og 23
GÓÐ MÚSIK-GÓD STEMNING
GÓDUR SKEMMTIKRAFTUR
/jmÆk Það er alltaf ei.tthvað
^ um að vera í ÓÐALI!
þú lætur sjá þig í kvöld
DB-mynd Jim Smart.
SIGURVEGARINN
OG SIGURLAUNIN
Sverrir Friðþjófsson, starfsmaður við inni er fulltrúi Canon-umboðsins, Hilm
Fellahelli i Breiðholti, sigraði í Ijós- ars Helgasonar h.f., Pjetur Maack, og er1
myndasamkeppni Dagblaðsins sem fram að leggja Sverri og ungum syni hans
fór á síðasta ári. Á myndinni er hann helztu reglurnar I sambandi við alla um-
með verðlaunagripinn, glæsilega Canon gengni við slikan dýrgrip sem þessi tölvu-
A-1 myndavél. Lengst til vinstri á mynd- stýrða myndavél er.
Hið íslenzka bókmenntafélag:
Upphlaup vinstri
manna mistókst
Sigurður Lindal prófessor var endur-
kosinn forseti Hins íslenzka bókmennta-
félags í kosningum félagsins er atkvæði
voru talin á laugardag.
Alls hlaut Sigurður 578 atkvæði. At
kvæði greiddu 639. Óskar Halldórsson
var kjörinn varaforseti með 438 at-
kvæðum.
Mest var eftirvæntingin i sambandi
við kjör tveggja manna í sjö manna fullt-
rúaráð félagsins þar sem nokkur hópur
félagsmanna hafði hvatt til þess að
Helga Kress bókmenntafræðingur og
Stefán Karlsson handritafræðingur yrðu
kosin I stað Kristjáns Karlssonar bók
menntafræðings og Reynis Karlssonar
stærðfræðings sem áður höfðu verið
bornir upp. Svo fór þó að þeir Kristján
og Reynir náðu öruggri kosningu.
Kristján hlaut 435 atkv. og Reynir 403
atkv. Stefán Karlsson hlaut 157 atkv. og
Helga Kress 138. Ef Helga Kress og
Stefán Karlsson hefðu náð kjöri þá hefði
meirihluti stjómar bókmenntafélagsins
verið I höndum vinstri manna.
-GAJ-
Skellinöðru stolið
af ungum
Mæðgin á Reykjavikursvæðinu urðu
Ireldur betur fyrir áfalli í fyrradag þegar
blárri Suzuki skellinöðru 15 ára sonarins
var stolið fyrir utan Menntaskólann i
Reykjavík þann dag.
Það eitt er útaf fyrir sig nægilegt áfall,
en skaðinn er þeim mun tilfinnanlegri
þar sem pilturinn var að selja hjólið til að
pilti
þau mæðgin ættu fyrir nauðsynlegri við-
gerð á bíl móðurinnar. Eru þau þvi
skyndilega svipt báðum ökutækjunum,
nema hjólið komi fram. Skrásetningar
númer þess er G—86 og hafi einhver séð
til hjólsins er hann beðinn að snúa sér til
lögreglunnar sem fyrst.
G.S.