Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 24
„Ríkisstjórnin aldrei verið traustari” —segir Ólaf ur Ragnar Grímsson.—Samkomulag í nánd, segja Steingrímur Hermannsson ogÁrni Gunnarsson „Ég hef aldrei talið rikisstjórnina traustari í sessi en nú,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður (AB) í morgun. „Hún ætti að komast gegnum þetta,” sagði hann um ágrein- inginn, sem nú er uppi i efnahags- málum, einkum um verðbætur á kaup. „Ég held að þetta sé að ganga saman og samkomulag takist, jafnvel i vérðbótamálunum,” sagði Árni Gunnarsson alþingisraaður (A) i morgun. Steingrimur Hermannsson ráðherra (F) sagði í gær, að hann bygg- ist við samkomulagi í efnahagsmálum fyrir 1. febrúar. Árni tók fram, að ekki væru margir aðrir möguleikar á stjórn- arsamstarfi en þessi og menn væru misjafnlega spenntir fyrir kosningum í 25% hækkun lánsfjáráætlunar Samkomulag um lánsfjáráætlun er viðamikill þáttur í samningum stjórn- arflokkanna nú. Endanlegt samkomu- ■ lag náðist ekki á rikisstjórnarfundi i gær, en talið var stutt i samkomulag. Eins og áætlunin liggur nú fyrir, felst í henni lækkun frá fyrra ári samanborið við verðbólgu. Þannig fára 58,6 millj- arðar á rafvirkjanir, rafveitur, hita- veitur, samgöngumannvirki og bygg- ingar hins opinbera. Þetta er 25% hækkun frá fyrra ári, en verðbólgan hefur á sama tíma verið yfir 40%, svo að unnt er að tala um lækkun. Af ýmsum öðrum þáttum má nefna, að 1750 milljónir fara í vaxta- greiðslur vegna Kröfluvirkjunar. Til byggðabnu fara 2,2 milljarðar, 600 milljónir til Bessastaðaárvirkjunar og 1,6 milljarður í Borgarfjarðarbrú. Til hitaveitu ganga 9 milljarðar. Áætlunin kann enn að breytast eitt- hvað í meðförum ríkisstjórnarinnar. HH FÓNNINN SNÝST OG SNÝST Mickie Gee hallar sér i morgunsárið. DB-mynd Hörður „Þetta er allt í góðu gengi,” sagði plötusnúðurinn Mickie Gee í morgun, en hann hefur spilað plötur stanzlaust frá þvi kl. þrjú á mánudag. Mickie ætlar sér að setja heimsmet i plötusnúningi, en gildandi heimsmet er 49 sólarhringar. Mickie ætlar sér sem sagt að halda það út i 50 sólarhringa. Takmarkinu nær hann 12. marz nk„ ef allt fer að óskum. „Ég get sofið meðan ég spila hæg- gengar plötur og fæ því nokkurra klukkustunda svefn á hverjum sólar- hring,” sagði Mickie. „Hjá mér er dóm- ari sem sér um það að ég haldi stöðugt áfram aö spila og samkvæmt reglunum má hann vekja mig.” Plötusnúðurinn er þvi hinn hressasti og ekki var neina syfju eða þreytumerki á honum að sjá, er Hörður Ijósmyndari sótti hann heim í Óðali. -JH „Ekki áhugi fyrir því að hefja bygginguna” — segir Sighvatur Björgvinsson, formaður stjórnar Framkvæmdastof nunar ríkisins „Ég veit ekki til að neinn áhugi sé Sagðist Sighvatur telja fráleitt að þar bygginguna. Hins vegar sagði Sighvatur Framkvæmdastofnunin ætti verulegt fé fyrir þvi innan stjórnar Framkvæmda- yrði samþykkt að hefjast handa við að það mætti gjarna koma fram, að í byggingarsjóði. -GAJ- stofnunarinnar að hefja bygginguna og ég átti von á að þessi tilmæli kæmu frá ríkisstjórninni,” sagði Sighvatur Björg- vinsson, formaður stjórnar Fram- kvæmdastofnunar rikisins er DB innti hann álits á þeirri samþykkt ríkisstjórn- arinnar að þess yrði farið á leit við stjórn Framkvæmdastofnunarinnar, að byggð- ingaráform hennar yrðu lögð til hliðar. „Fyrri stjórn Framkvæmdastofnunar- innar hafði samþykkt að hefja undirbún- ing og láta gera teikningar. Hins vegar hefur engin ákvörðun verið tekin um að hefjast handa við bygginguna sjálfa, enda engar teikningar verið samþykktar endanlega.” Sighvatur sagði að aðeins, hefðu verið rifin nokkur kofaræksni á lóðinni og hún jöfnuð. Fyrsti fundur ný- kjörinnar stjómar Framkvæmdastofn- unarinnar verður nk. þriðjudag og þar verða þessi mál rædd. Bjartara framundan hjá húsbyggjendum ..Getum klárað okkur með þetta” — segirframkvæmdastjóri Húsnæðismálastofnunar „Eftir þetta getúm við klárað okkur með eðlilegum hætti,” sagði Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri húsnæðismálastofnunar, í morgun. Ríkissjóður mun nú greiða stofnun- inni fé, svo að hún geti staðið við skuldbindingar sinar og veitt hús- byggjendum nauðsynleg lán. „Við teljum okkur vera orðna hálf- um mánuði á eftir með eina lánveit- inguna, miðlán handa þeim, sem fengu frumlán 10. júlí,” sagði Sigurður. Húsnæðismálastofnun var í miklum vanda vegna þess að ekki barst það fé úr ríkissjóði sem heitið hafði verið, eins og DB greindi frá i gær. Sam- komulag tókst síðan i gær milli fjár- mála- og félagsmálaráðherra um af- greiðslu málsins. - HH fijálst, áháð dagblað FÖSTUDAGUR 26. JAN. 1979. Dýrter Drottins orðið Leikarar eru sagðir fá gott kaup fyrir að koma fram í sjónvarpi og útvarpi. Frjáls verzlun segir skemmtilegt dæmi af þessum leikarataxta í nýútkomnu blaði. Birgir lsl. Gunnarsson. fv. borgar- stjóri kom fram í Áramótaskaupinu í sjónvarpinu, eins og menn e.t.v. muna. Borgarstjórinn fyrrverandi gerði þar stuttan stanz og síðan var það búið og gert og raunar gleymt að sögn Birgis. En málið var ekki alveg úr sögunni. Birgir ísleifur fékk senda ávisun frá ríkisút- varpinu, 50 þúsund krónur, vegna framkomu í áramótaskaupi, — sam- kvæmt taxta Félags íslenzkra leikara. - JH Tannlæknaskorturinn: „Má rekja til hús- næðis- vanda Há- skólans” — segir Kristján H. Ingólfsson, formaður Tannlæknafélags íslands „Tannlæknaskorturinn er verulegur í dreifbýli. Þetta er sama sagan og alls staðar annars staðar og alls ekkert sérís- lenzkt fyrirbæri,” sagði Kristján H. Ing- ólfsson, formaður Tannlæknafélags íslands, er DB innti hann álits á tann- læknaskortinum í landinu. „Ég var í Danmörku í janúar og þar er tannlæknaskorturinn landfræðilegur eins og hér. Nóg er af tannlæknum i stærstu bæjum en víða slæmt ástand úti á landsbyggðinni. Hér á landi er sæmi- lega séð fyrir þörfum Reykvíkinga en tannlæknaskotur viða úti á landi." Aðspurður sagði Kristján að þennan skort mætti rekja aftur til húsnæðis- vanda Háskólans. „Ef við hefðum ákveðið fyrir 15 árum að mennta tíu tannlækna á ári í stað sex þá væru þessi mál sennilega í lagi því að seinustu árin hafa langflestir þeirra, sem útskrifazt hafa úr tannlæknadeild HÍ farið út fyrir Reykjavíkursvæðið strax að loknu námi. En eins og er hef ég enga „patentlausn” á þessu vandamáli. Ég væri búinn að setja hana fram ef ég hefði hana.” -GAJ Þad ,x ^Kaupid\ ,3 TÖLVUR - I* OGTÖI BANKASTRÆTI8 127^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.