Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979. I D Útvarp Sjónvarp /-------------------------------------------v í DÖGUN—sjónvarp íkvöld kl. 22.20: H jartaknúsarinn Flynn í aðalhlutverki 1 dögun nefnist biómynd sjón- varpsins i kvöld og er hún svarthvít. Myndin er bandarisk frá árinu 1938 með Eroll Flynn, Daid Niven og Basil Rath-' bone í aðalhlutverkum. Myndin greinir frá hermönnum, sem berjast í fyrri heimsstyrjöldinni. Flug- menn brezka flughersins eru aðalsögu- hetjurnar og eiga þeir við sterkan and- stæðing að etja. Yfirmenn flugsveitanna lenda í miklum erfiðleikum er þeir þurfa að senda félaga sina út i opinn dauðann til þess eins að þjóna markmiöum hershöfðingjanna og stjórnmálamanna. Kvikmyndabókin okkar gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum sem þýðir að kvöld- stund fyrir framan skjáinn ætti ekki að vera svo illa varið. Eroll gamli Flynn leikur eins og áður sagði aðalhlutverkið i myndinni. Myndin var tekin á þeim tíma er Flynn var aðalhjartaknúsarinn i Hollywood og reyndar víðar um heiminn. Þótt gagn- rýnendur væru sammála um það að Flynn gæti ekki leikið var samt eitthvað við hann sem fékk fólk, þó aðallega konur, til þess að fá djúpa samkennd með honum og dá allt sem hann gerði. Flynn var fæddur á eyjunni Tasmania og nam i Ástralíu og Englandi. 1933 lék hann á sviði í London og var þá uppgötvaður af einum forráðamanna Warner kvikmynda- félagsins. Hann fór vestur til Banda- ríkjanna þar sem hann sló í gegn með leik í myndinni Captain Blood. Hann þótti hæfa sérlega vel i hlutverk sögufrægra persóna eins og Hróa hatt- ar, DonJuans og fleiri. Olivia de Haviland lék í mörgum Flynn f hlutverki sfnu f föstudagsmynd sjónvarpsins. myndum á móti Flynn og sagði hann í ævisögu sinni að enginn einn hefði gert sér betra en hún. Hún hefði gert hann að þvi sem hann væri. En frægð Flynns byrjaði að dala strax uppúr 1942 er hann lék i mjög umdeildri mynd, Objective Burma, þar sem deilt var á Breta fyrir að berjast ekki í Burma. Myndin var bönnuð í Bretlandi. Á sama tíma hættu þau Olivia að leika saman og Flynn var ákærður fyrir nauðgun. Ákæran reyndist ekki eiga fót fyrir sér en skemmdi samt töluvert fyrir honum. I byrjun sjötta áratugsins reyndi Flynn að stofna eigin kvikmyndafélag en það fór á hausinn og gerði hann nær gjaldþrota. Þá fór hann til Bretlands og endaði leikferil sinn með þvi að leika fyllibyttur í þrem myndum. Reyndar lék hann eftir það i einni áróðursmynd fyrir Kúbu- stjórn, en sú mynd var bönnuð í Banda- rikjunum og er sjaldan minnzi á hana. Flynn dó árið 1959 af. hjartaslagi, einn og yfirgefinn af öllum konunum sem vildu eiga hann á árum áður. DS. K ASTUOS — s jónvarp í kvöld kl. 21.20 TANNRÉTTINGAR 0G HEIMASTJÓRN Á GRÆNLANDI Kastljósið í kvöld er í umsjón Guð- jóns Einarssonar fréttamanns. Hann hafði þetta að segja um þáttinn: „í þættinum verður rætt um tannrétt- ingar og þátttöku hins opinbera í kostn- aði við þær. Eins og kunnugt er hafa ekki allir tannréttingasérfræðingar viljað ger- ast aðilar að samningi við tryggingar- stofnunina um endurgreiðslu hins opin- bera og hafa því fjölmargir orðið að greiða fullt verð fyrir þessa þjónustu og það reynzt þungur baggi á sumum heim- ilum. Vilhelm G. Kristinsson fréttamað- ur annast þennan þátt Kastljóssins. Síðan verður fjallað um ástand mála á Grænlandi, en sjónvarpsmenn voru á Suður-Grænlandi í fyrri viku og kynntu sér afstöðu manna til heimastjórnar og þeirra breytinga sem hún hefur i för með sér fyrir Grænlendinga. Einnig verður fjallað um þau vandamál sem skapazt hafa á Grænlandi siðustu áratugina vegna hinnar öru þróunar frá veiði- mannasamfélagi til nútímalifnaðar- hátta.” DS. J Grænlendingar kusu nýlega heimastjórn og var hón samþykkt með 70% meiri- hluta. Um það verður fjallað I Kastljósi i kvöld. Mynd: Jim Smart. ________________________________/ Útvarp Föstudagur 26. janúar 12.25 Veöurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Húsið og hafið” eftir Johan Bojer. Jóhannes Guðmundsson þýddi. Gísli Ágúst Gunnlaugsson les (6). 15.00 Miðdegistónleikan Arnold van Mill syngur óperuariur eftir Lortzing ásamt kór og hljómsveit undir stjórn Roberts Wagners / Út- varpshljómsveitin i Berlin leikur „Uppsala- rapsódiu” nr. 2 op. 24 eftir Hugo Alfvén; SUg Rybrant stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn- ir). 16.00 Popphorn: Dóra Jónsdóttir kynnir. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Depill”, smásaga eftir Margaret Rey. Guðrún ö. Stephensen les eigin þýöingu. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. FréttaaukL Tilkynningar. 19.35 Kampútsea — og framvinda þar siðustu árin. Þorsteinn Helgason kennari flytur annað erindi sitt. 20.00 Frá hljómleikum í Tónlistarháskólanum I Búdapest 1 janúar 1977. Flytjendur: Andreas Schiff, Sylvia Sass og Ungverski útvarpskór- inn. Stjórnandi: Laszló Révesz. a. Píanósónata í C-dúr eftir Joseph Haydn. b. Fimm sönglög eftir Béla Bartók. c. Söngvar og rómönsur op. 93 eftir Johannes Brahms. 21.00 Janúar. Kjartan Ámason og Páll Stefáns- son tóku saman þátt með blönduðu efni. 21.40 Klarinettukvintett i A-dúr (K581) eftir Wolfgang Amadeus MozarL Antone de Bavier og Nýi italski kvartettinn leika. 22.05 Kvöldsagan: „Hin hvitu segl” eftir Jóhannes Helga. Heimildarskáldsaga byggð á minningum Andrésar P. Matthíassonar. Krist- inn Reyr les(9). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.50 Úr menningarlifinu. Hulda Valtýsdóttir talar við Einar Hákonarson skólastjóra Mynd- listar- og handiðaskóla íslands. 23.05 Kvöldstund meðSveini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp i Föstudagur 26. janúar 20.00 Fréttirog veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 James Taylor. Poppþáttur með söngvar- anum og lagasmiðnum James Taylor. 21.20 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. UmsjónarmaðurGuðjón Einarsson. 22.20 í dögun s/h. (Dawn Patrol) Bandarísk bió mynd frá árinu 1938. Aðalhlutverk Errol Flynn, David Niven og Basil Rathbone. Sagan gerist i fyrri heimsstyrjöldinni. Sveit manna úr breska flughernum er á vígstöðvunum i Frakklandi. Við öflugan óvin er að etja og manntjóniö er mikið. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 00.00 Dagskrárlok. 27 Vinsælustu herrablöðin MMhCjsio Laugavegi 178- Sími86780 Smurbrauðstofan NjúUgötu 49 — Simi 15105 til tækifærisgjafa LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL BJORNINN PÖSTSENDUM LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.