Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979. 7 Bretland: Stjómin gefur sig ekki fyrir launakröfunum Dennis Healey fjármálaráðherra Bret- lands sagði í gærkvöldi að rikisstjórnin mundi halda fast við þá launamála- stefnu sina að halda kauphækkunum innan við 5% á ári. Kom þetta fram í ræðu í neðri málstofu brezka þingsins og auk þess taldi ráðherrann að ef þær 15% launahækkanir sem samið hefði verið um við ýmsar stéttir yrðu almennar, mundi verðbólgan fara upp í 13% við lok þessa árs. Healey varaði verkalýðsleiðtoga mjög við að halda kröfum sínum til streitu heldur skyldu þeir hinkra við og endur- skoða afstöðu sina. Stjórnendur alþjóðaflugvallarins við Manchester tilkynntu í gærkvöldi að flugvellinum yrði lokað í morgun vegna verkfalla starfsfólks. Nærri eitt þúsund starfsmenn við Vauxhall bifreiðaverksmiðjurnar voru látnir hætta störfum í gær vegna þess að varahlutir hafa ekki fengizt afgreiddir. Ef ekki rætist úr munu fjögur þúsund verkamenn við verksmiðjurnar verða að hætta störfum i dag. Spár um hve margir mundu missa at- vinnu sína í þessari viku vegna verkfalls flutningabifreiðastjóra hafa þó engan veginn rætzt. 1 byrjun fyrri viku var talið að í það minnsta ein milljón manna yrði orðin atvinnulaus en ekki er talið að sá fjöldi sé kominn upp i nema tvö hundruð þúsund. Smá vonarneisti um lausn kviknaði í gærkvöldi, þegar fréttist af leiðtogum flutningabifreiðastjóranna á viðræðu- fundum með leiðtogum Sambands flutn- ingaverkamanna. Ray Buckton, foringi flutningabílstjóranna, sagðist þó vera vongóður um jákvæða niðurstöðu. Starfsfólk sjúkrahúsa hefur hótað að stöðva nær alla afgreiðslu lyfja og ann- arra sjúkragagna. Dennis Healey, sem er nokkurs konar höfundur launamálastefnu stjórnar Verkamannaflokksins, sagði i gær að ef verðbólgan færi upp í 13% mundu i það minnsta 100.000 opinberir starfsmenn verða atvinnulausir. Dennis Healey fjármálaráðherra vill ekki að leyfðar verði meiri launahækk- anir en 5%. ALLTAF í GEIM- BÚNINGNUM Jared Reisman sem er sex ára gamall verður alltaf að vera I nokkurs konar geimfara- búningi vegna þess að hann þolir ekki þá sýkla sem i andrúmsloftinu eru. Sá stutti virðist þó hinn ánægðasti þar sem hann skýtur með vatnsbyssunni sinni á fréttamenn, sem ræddu við hann og möður hans nýlega vestur I Bandarikjunum. Spreng- ingá markaö- inum Þeir dunda við að sprengja hverir aðra I loft upp, ísraelsmenn og skæruliðar Palestinuaraba. Að venju lenda afleiðingarnar alltaf á saklausum borgurum, en það mun vera venjan I striði. Reyndar munu nú vera nokkru meiri horfur um samkomulag ísraels og Egypta en hefur verið um nokkra hrið. Ekki er þö enn Ijóst hvort skæruliðar Palestinuaraba samþykkja þá kosti sem þar verður samið um. Myndin er frá markaðstorgi i Jerúsalem rétt eftir að sprengja sprakk þar, öllum að óvörum. Aligefur mynd fríðaríns Muhammad Ali, heimsmeistari í hnefaleikum, mun afhenda Kurt Wald- heim, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, myndverk sem hann málaði. Fer athöfn- in fram á mánudaginn kemur að þvi er tilkynnt var í aðalstöðvum samtakanna í New Yorkígær. Verkið á að sýna byggingu Samein- uðu þjóðanna og heiminn þar sem allar þjóðir heims eiga að sjást á einhvern táknrænan hátt. I bréfi til aðalritarans sagði Ali að myndin væri gjöf friðarins á þessu ári barnsins en Sameinuðu þjóð- irnar eru upphafsaðili þess máls. m-------------► Muhammad Ali er hress að vanda og hvergi banginn þó hann hafi snúið sér að málaralistinni. Ubýa á móti flugræningium Innanríkisráðherra Líbýu sagði í gær í viðtali við vestur-þýzka tímaritið Bild Zeitung að ríkisstjórn landsins fordæmdi flugræningja og mundi hér eftir fram- selja þá samstundis sem og aðra hryðju- verkamenn. Ráðherrann er staddur í Vestur-Þýzkalandi þar sem hann er að kynna sér hvernig lögregla þar í landi berst á móti glæpum og glæpamönnum. Sagði hann í viðtalinu að hryðjuverka- menn væru stórhættulegir og brytu gegn öllum mannréttindum. Líbýa hefur hingað til verið álitið eitt helzta stuðningsríki flugræningja og borgarskæruliða, þar sem þeir gætu fengið öruggt hæli ef i nauöirnar ræki. Innanrikisráðherrann sagði einnig að Líbýustjórn væri reiðubúin til að selja Vestur-Þjóðverjum meiri olíu ef svo færi að skortur yrði á henni vegna stöðvunar frá tran. Hingað til hefur 40% þeirrar oliu sem notuö er t Vestur-Þýzkalandi komið frá Libýu. Hefur Iran verið eina landið sem flutt hefur þangað meiri olíu. Erlendar fréttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.