Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979.
2
r
Barnamorð sjónvarpsins
SKORAÐ Á FÓLK
AÐ MÓTMÆLA
Halldóra Jónsdóttir hósmóðir skrifan
Kæru foreldrar og aörir sem látið
ykkur einhverju skipta, hvaö borið er
á borð fyrir ykkur i sjónvarpi
þjóðarinnar!
Finnst ykkur nú ekki komið nóg?
Er ekki mælirinn fullur, þegar forráða-
menn sjónvarpsins leyfa sér það æ
ofan i æ að ráðast inn á hvert einasta
heimili í landinu með þá viðbjóðslegu
villimennsku sem borin hefur verið á
borð t.d. i þáttunum Ég Kládius 7. og
14. jan. sl. Er það kannski framlag
sjónvarpsins til barnaársins að sýna
viðbjóðsleg barnamorð viku eftir viku
og veifa alblóðugum barnshöfðum
framan í þjóðina, sem látin er borga
brúsann og ala þessa stofnun við
brjóst sér og þá „menningarpostula”,
er þar ráða rikjum?
Hvar eru nú þessir skömmtunar-
Raddir
lesenda
stjórar velsæmisins, karlar og konur,
sem þykjast þess umkomnir að fást
við kvikmyndaeftirlit i landinu? Er
það e.t.v. þeirra hlutverk eitt að koma
I veg fyrir að sjáist upp fyrir hné á
kvenmanni á kvikmyndatjaldinu,
meðan hryðuverk og ofbeldi hvers
konar eru sama sem löggilt af sömu
velsæmis\orðum á mörgum bamasýn-
ingum?
Nú hclur heldur ekki heyrzt i
„mæðrum” og „húsmæðrum” i
„vesturbænum”, sem ætluöu að rifna i
fyrravetur af vandlætingu yfir „klám-
senum” í Strindbergsleikriti sem var þá
sýnt í sjónvarpinu. Finnst þeim nú
engin ástæöa til að mótmæla?
Ég veit að þær afsakanir eru á
reiðum höndum, að við þessum þátt-
um sé varað i upphafi sýninga. Það
eru haldlaus rök. Stálpuð börn geta af
ýmsum ástæðum verið ein heima og
enginn fullorðinn við höndina til að
bægja þeim frá þessum viðbjóði.
t annan stað er gjarnan sagt: „Það
er engin að biðja ykkur að horfa á
þetta. Þið getiö bara lokað tækinu.”
Það er hins vegar sama og að segja við
fólk: „Ef þið viljið ekki éta úldinn
hund, þá fáið þið heldur ekkert að éta,
en veislu skuliö þið samt sem áður
borga.”
„Ég er engan veginn með þessum
linum aö fordæma Kládiusarþættina
alfarið! Ég ætlast hins vegar til þess að
sjónvarpið og forráöamenn þess
viðhafí almenna mannasiöi i
umgengni sinni við þjóðina og aö þeir
kaupi sér skæri og noti þau, til þess að
venjulegt fólk þurfi ekki að skammast
sín fyrir þá ruddamennsku sem virðist
eiga að fara að ríða þar húsum.
Ég á litiö barn sem nú er að stiga sin
fyrstu skref, og ég óttast það, ef þessu
heldur áfram, að viðurstyggilegar
hryllings- og glæpasenur á borði við
Kládiusarhneykslið verði orðinn lög-
giltur „bamamatur”, þegar þetta litla
barnmitt kemst lengra á legg.
Ég vil að lokum þakka Geir
Vilhjálmssyni fyrir skrif hans um þessi
mál um leið og ég skora á þjóðina alla
að rísa upp og hrópa niður þessa villi-
mennsku i sjónvarpinu okkar.
Tiberius keisdari var harla ógeðfelldur I þáttunum um Kládius. Þó jafnaðist hann
ekki á við arftaka hans, Kaligúla.
Gjaid símans i Reykjavík
Lumenitlon
STftfcT-
ERF ÍUfÍKAR?
LUMENITION kveikjan sparar ekki bara
bensín. Margir kaupa búnaðinn beinlínis til
þess að komast hjá vandræðum við gang-
setningu og kaldakstur.
Vertu öruggur, kauptu LUMENITION.
u:mrr\
HAÖERG MF
15kei'/tr«?/?<•' 3: »-5?vr-íví8g?j
Visst gjald er mínútugjald
Gisli Júliusson verkfræðingur hríngdi:
Spurðist hann fyrir um það hvort
verið gæti að sama gjald væri ekki
fyrir öll símtöl innan Reykjavíkur-
svæðisins. Sagði hann að sonur sinn
hefði nýlega greitt simreikning sem
honum þótti óeðlilega hár og þá hefði
honum verið sagt af mönnum hjá
simanum að ekki væri sama gjald fyrir
að hringja á svæði innan símstöðvar
og hringja á milli simstöðva. Þannig
gæti maður sem hefði sima sem
tengdur yæri við Grensásstöð talað
ótakmarkaðan tima við annan sem
hefði síma tengdan sömu stöð. En ef
ha'nn hins vegar ætlaði að tala við
kunningja sinn sem hefði sima
tengdan Breiðholtsstöð þyrfti að
greiða visst gjald fyrir hverja mínútu.
Fannst Gísla að ef þetta væri rétt
væri skylda Pósts og síma að láta fólk
vita.
NYTT!
Leiur^élígl^
Póst-
sendum
. 33.460.
Laugavegi 69 simil68bO
MiAbæiarmarkaði simi 19494
Merö trr.
Opið í kvöld tilkl. 7
Laugardagki. 9—12.
FINNSK
LITSJÓiN-
_ VARPSTÆKI
1111
MEÐ RCA
MYND
LAMPA
SEM GEFUR
FRÁBÆR
LITGÆÐI
•
SAMA
LÁGA
VERÐIÐ
26" KR. 515.000.- * RCAIN LINE MYNDLAMPI
22" KR. 470.000.- * EININGARKERFI
______ • VANDAÐUR VIÐARKASSI
FINNSK GÆÐAVARA
GE0RG ÁMUNDASON 0 C0
Suðurlandsbraut 10-Sími 81180-35277
^ Sama gjald er fyrir aö hringja hvert
sem er innan Reykjavíkur.
Svan
Hringt var á skrifstofu bæjarsimans
i Reykjavík. Þar fengust þær
upplýsingar að fólk í Reykjavik,
Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ
greiddi aðeins visst gjald fyrir öll
simtöl innan þessa svæðis, sama hvað
löng þau væru. Ekki skipti máli hvort
hringt væri innan stöðvar eða á milli
þeirra. Upplýsingarnar sem sonur
Gisla fékk hafa eftir þessu verið rang-
ar.
Rutt fyrir
blikkbeljur
— gangandi á höfðinu
Guðrún skrifar:
Það er hneykslanlegt, hvernig borg-
.in stofnar lifi og limum borgarbúa i
hættu með þvi að sinna engu um, eða
sama og engu, hreinsun éða sandburð
á gangstéttir og aðra staði sem gang-
andi vferða að komast um frá heimili
eða vinnustað til almenningsvagns.
Forystumenn eru að hvetja
borgarana til að nota strætó, þegar
hálfgerð ófærð er. En hvað gera yfir-
völdin? Þau ryðja fyrir blikkbeljurnar
en láta fótgangandi staulast um á
hálkunni, dettandi í öðru hverju spori.
Vístkostarþetta eitthvað, en margt
mætti laga með þvi aö bera sand á,
jafnvel á smátroðning. Spamaður
kemur fram í minni eyðslu til að
lækna þá brotnu. Kannski þarf „snjó-
skatt” en hvað um það, við verðum að
njóta nauðsynlegs öryggis í landinu
okkar.